Alþýðublaðið - 13.05.1993, Page 7
Fimmtudagur 13. maí 1993
íslensk kvikmyndagerð blómstrar:
„BÍÓDAGAR"
FRIÐRIKS ÞÓRS
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður hefur innan skamms tökur á
nýrri mynd sinni, BIODAGAR sem kvikmynduð verður hér á landi. Kostnað-
aráœtlunin hljóðar upp á litlar 126 milljónir.
Á blaðamannafundi síðdegis í gærkynnti
Friðrik Þór Friðriksson nýja mynd sfna sem
ber það kvikmyndalega nafn, BÍÓDAGAR.
Tökur fara fram í sumar og haust, á tímabil-
inu 15. júlí til 15. september. Meðal töku-
staða eru Gamla Bíó (við hlið Alþýðublaðs-
ins) og Flöfði á Höfðaströnd í Skagafirði.
Friðrik Þór kom eins og kunnugt er Islandi
á kort kvikmyndaáhugamanna um allan
Póstur og sími:
GAGNA-
HÓLFSSEND-
INGAR
Nú er orðið mögulegt að senda skeyti
með gagnaflutningsþjónustunni X.400 til
útlanda. Þessi þjónusta hefur hins vegar ver-
ið boðin hér innanlands síðan árið 1991.
Fyrsta landið sem hægt verður að senda
skeyti til með þessari þjónustu er Danmörk
en fljótlega munu fleiri lönd bætast í hópinn.
Fast gjald er fyrir hvert skeyti og er það 8,10
krónur og fyrir hveija þúsund stafi sem byrj-
að er á er gjaldið 11,20 krónur til Evrópu-
landa, 13,70 krónur til Bandaríkjanna og
22,40 krónur til annarra landa. Virðisauka-
skatturinn er innifalinn í þessum verðum.
Þess má geta að lokum að öll gjöldin em til
bráðabirgða óg verða endurskoðuð að ári
liðnu.
heim með mynd sinni, Böm náttúrunnar,
sem unnið hefur til fjölda alþjóðlegra verð-
launa og hlaut til dæmis Óskars-tilnefningu.
BÍÓDAGAR gerist f Reykjavík og Skaga-
firði sumarið 1964 og fjallar myndin um líf
tíu ára drengs sem er um þær mundir að átta
sig á lífinu og tilverunni. Ómeðvitað stfgur
hann svo skref sem eiga eftir að móta allt
hans líf.
EVRÓPSK FJÁRMÖGNUN
Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan
fjármögnun BÍÓDAGA lauk. Kostnaðar-
áætlunin fyrir myndina, sem kvikmynduð
verður hér landi, hljóðar upp á litlar 126
milljónir. Fyrirtæki Friðriks Þórs og fleiri
aðila, Islenska kvikmyndasamsteypan hf.,
naut við fjármögnun styrkja, svokallaðra
víkjandi lána, frá ýmsum evrópskum sjóð-
um. Þessir sjóðir njóta í staðinn til að
mynda dreifmgarréttar á myndinni um
mestalla Evrópu.
HUNDRUÐ AUKALEIKARA
Nú stendur yfir undirbúningur fyrir sjálfa
kvikmyndatökuna. I undirbúningnum felst
meðal annars ráðning leikara, búninga-
saumur, leikmyndasmíð og leikmunasöfn-
un. Þar sem myndin gerist íyrir tæpum 30
árum síðan eru þessir hlutir erflðir viðfangs
og feykilega dýrir. Breyta þarf heilu götun-
um, endurskapa heimili í sveit og borg með
húsmunum ífá árunum um og eftir 1960.
Einnig þarf að klæða hundruð aukaleikara
(statista) í klæðnað frá þessum árum.
HÆFILEIKAFÓLK
Fríður hópur hæfileikafólks mun starfa
með Friðriki Þór við gerð myndarinnar. Ari
Kristinsson sér um kvikmyndatökuna
(Böm náttúrunnar). Tónlistin er á könnu
Hilmars Arnar Hilmarssonar (Böm nátt-
úrunnar). Leikmyndahönnun og leik-
myndasmíð verður í höndum Árna Páls
Jóhannssonar sem á að baki um 20 ís-
lenskar kvikmyndir og honum til aðstoðar
verður Sigríður Sigurjónsdóttir (Vegg-
fóður). Umsjón með leikmunum hefur
Steingrímur Þorvaldsson. Búninga mun
Karl Aspelund sjá um eins og í nokkmm
öðrum íslenskum kvikmyndum og honum
til aðstoðar verður María Ólafsdóttir
(Veggfóður). Aðstoðarmanneskja Friðriks
Þórs verður María Sigurðardóttir. Kynn-
ingarstjóri BÍÓDAGA er Karl Pétur Jóns-
son (Veggfóður).
ALÞJÓÐLEG FRÆGÐ
Það má geta þess að leitin að drengnum í
aðalhlutverkið stendur nú sem hæst. Þeir
hjá Islensku kvikmyndasamsteypunni segja
að sú leit verði afar erfið. Tíu til tólf ára
guttar með leikhæfileika á heimsmæli-
kvarða eru víst ekki á hverju strái. Sá piltur
sem hreppir aðalhlutverkið mun vafalaust
hljóta alþjóðlega frægð eins og vonandi
myndin sjálf, því Friðrik Þór er nú talinn
með merkari kvikmyndaleikstjómm Evr-
ópu. Myndin mun þar af leiðandi verða
sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim.
BIÐLAÐ TIL ALMENNINGS
Þrátt fyrir að fjármögnun sé nú lokið
vantar enn uppá og þar vonast þeir Kvik-
myndasamsteypumenn að góðvild sam-
borgaranna komi inn í dæmið. Þeir falast
nefnilega eftir fatnaði, leikföngum, húsbún-
aði og bflum frá þessu tímabili til láns eða
leigu. Alþýðublaðið skorar á lesendur sína
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Áður var hann „enfant terrible" íslenskrar kvik-
myndagerðar. Nú er hann orðinn eitt af óskabörnum íslands,sómi þess, sverð og...
A- mvnd E.ÓI.
að skima nú niður í kistur og handraða og
athuga hvort þar leynist ekki eitthvað af
munum frá því í kringum 1964. Ekki svo
ómerkilegt afspumar að hafa lagt til Raflia-
eldavél í mynd sem síðan var sýnd um allan
heim. „Mamma, er þetta gamla eldavélin
okkar“...
/ ciói og oumaryL
Kyrjað „Hare Krishna“ á Lækjartorgi enda eflaust auðveld- Pað er ljúft að taka léttar leikfimisæfingar í góða veðrinu.
ara að komast í samband við æðri máttarvöld undir berum
himni.
Hjólabrettin eru dregin fram þegar sumar gegnur í garð og ekki
er að sjá að þessi drengur hafi dottið úr æfingu yfir veturinn.