Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 8
AFHENDING ATHAFNASTYRKJA - Aftari röð frá vinstri: Tryggvi Pálsson frá íslandsbanka, Björgvin Njáll Ingólfsson hjá Iðntæknistofnun og Brynjólfur Sigurðsson prófessor, Páll Björnsson, Almar Eiríksson og Pálmar Viggósson. Fremri röð frá vinstri: Jóhann H. Sveinsson, Arinbjörn V. Clausen, Sigurbjörn R. Jónasson, Jóhann H. Bjarnason og Ketill Gunn- arsson. Islandsbanki NÁMS- OG ATHAFNA STYRKIR AFHENTIR Sjöfengu námsstyrk. Athafnastyrkimir eru tveir. Annar kallast viðskiptastyrkur og fengu þrír nemar hann, en hinn er nýsköpunarstyrkur sem þrír hlutu íslenskir námsmenn eiga nú kost á svokölluðum „athafna- og námsstyrkjum“ frá íslands- banka í tengslum við Mennta- braut Námsmannaþjónustunn- ar. Síðastliðinn fimmtudag af- henti stjórn bankans þessa styrki. Sjö námsmenn hlutu námsstyrki að upphæð 100 þús- und krónur hver og tveir hópar námsmanna hlutu athafnastyrki að upphæð 150 þúsund hvor. Umsóknir um námsstyrki voru 450 talsins og 50 umsóknir bár- ust um athafnastyrki. Markmiðið með þessum styrk- veitingum er að veita námsmönn- um, hér heima sem erlendis, viður- kenningu fyrir frábæran árangur í námi og hvatningu til frekari góðra verka í framtíðinni. Einnig sé tak- markið að örva nýsköpun og frum- kvæði meðal íslenskra náms- rnanna, enda er rík þörf á að stuðla að frekari vakningu ungs fólks á framtíðartækifærum. Athafnastyrkimir em tvenns- konar. Annars vegar nýsköpunar- styrkur fyrir hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu sem getur leitt til nýrra atvinnutækifæra. Hins vegar er það viðskiptastyrkur fyrir hugmynd að rekstri fyrirtækis vegna vöru eða þjónustu. Uthlutunamefnd vegna styrkj- anna var skipuð þeim Brynjólfi AFHENDING NÁMSSTYRKJA - Aftari röð frá vinstri: Tryggvi Pálsson frá íslandshanka og Brynjólfur Sigurösson, prófessor við Háskólann, Ágúst Sverr- isson fyrir hönd Soffíu Guðrúnar Jónasdóttur, Margrét María Leifsdóttir og Birna Helgadóttir fyrir hönd Rögnvalds J. Sæmundssonar. Fremri röð frá vinstri: Birgir F. Erlendsson, Ýrr Bertelsdóttir fyrir hönd Fjólu Rúnar Björnsdóttur, Jó- hanna Kristín Jónsdóttir og Erna Kristjánsdóttir fyrir hönd Kristjáns F. Guðmundssonar. Sigurðssyni, prófessor við Háskóla syni, verkefnisstjóra hjá Iðntækni- þeim Tryggva Pálssyni, Þórði íslands, Björgvini Njáli Ingólfs- stofnun og fulltrúum íslandsbanka, Sverrissyni og Jóni Gunnari Aðils. rB TUTTFRETTIR Vinnumiðlun í Vitanum Vinnumiðlun skólafólks hefur tekið til starfa í Vitanum, Strand- götu 1 í Hafnarfirði. Ef þú ert á aldrinum 16- 20 ára, ert í námi, býrð í Hafnarfirði og er atvinnulaus í sumar, þá er ráð að leita til Vitans, op- ið alla virka daga frá 10-12 og 14-16. Tekið er á móti umsóknum í Vinnumiðluninni á opnunartíma fram til júlíloka. Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar annast um vinnumiðlunina og gerir allt sem hægt er til að ftnna ungu og dugmiklu fólki sumarstarf. Alíslenskt hjónarúm Þetta notalega hjóna- rúm er alíslenskt. Ingvar og synir hf. framleiða þessi rúm og náttborð, en hönnuður er Þórdís Zoéga, húsgagnaarkitekt. Viðurinn sem notaður er er líka íslenskur, lerki frá Hallormsstað. Markmiðið með efnisvalinu var að sýna fram á að hægt er að nota íslenskt hráefni í nútímalega hannaða vöru. Rúmteppið á mynd- inni hannaði Hrafnhildur Sigurðardóttir, textílhönnuður. Verðbólgan er 2,4% Vísitala framfærslukostnaðar í maí reyndist vera 166,3 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, segir Kauplagsncfnd. Verðbólg- an miðuð við síðastliðna 12 mánuði er3,6%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6% sem jafngildir 2,4% verðbólgu á heilu ári. Hækkun á nýjum bílum, orlofsferðum og matvömm, allt litl- ar hækkanir, urðu til þess að hækka vísitöluna að þessu sinni. Rækjan ein keppir við þorskinn ,JNú er svo komið að eingöngu þorskur af okkar nytjastofnum skil- ar meiri verðmætum til þjóðarbúsins en rækja“, segir í ályktun frá að- alfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda sem haldinn var um síðustu helgi á Akureyri. Félagið telur því að Hafrannsókna- stofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eigi að leggja meiri áherslu á ýmsar rannsóknir í þágu rækjuveiða og vinnslu. Félagið tek- ur undir með Tvíhöfða að heimilt verði að skrá kvóta á fiskvinnslu- stöðvar, þannig náist eðlilegt jafnvægi milli veiða og vinnslu. Fundur- inn hafði áhyggjur af beinni þátttöku banka í rekstri gjaldþrota rækju- verksmiðja. Hálfbankatryggður rekstur veldur óeðlilegri samkeppni í greininni, segir fundurinn. Formaður félagsins er Halldór Jónsson á Isafirði. Ríó vel fagnað í Naustkjallaranum Tónlist Ríó-Tríós hef- ur um áratuga skeið verið vel tekið af landsmönn- um, enda piltamir hinir notalegustu. I mars síð- astliðnum léku þeir við mikinn fögnuð í Naust- kjallaranum og endur- taka það um næstu helgi. Með tríóinu leikur Björn Thoroddsen, þekktur sem afburða jassgítarleik- ari. Sumir segja að þeir kappar hafi aldrei verið betri en einmitt nú, skömmu fyrir þriggja ára- tuga söngafmælið. Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri Árleg vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð á laugardaginn kl. 14 að Kaupvangsstræti 16 og tilraunasal Gilfélags- ins. Sýnd verða verk nemenda í dagdeildum, afurðir vetrarins, og sýn- ishom af staríi sem unnið er á bama- og fullorðinsnámskeiðum. Fimm nemendur útskrifast úr málunardeild að þessu sinni og verða verk þeirra sýnd í tilraunasal Gilfélagsins svokallaða. Nemendur í vetur voru rúmlega 200 og kennarar 10. Opið er laugardag og sunnudag kl. 14 til 20. Viðurkenning til Motorola Fyrirtækið Motorola í Englandi er gott dæmi um fyrirtæki sem vinnur sigra með gæðastjómun sem svo er kölluð. Gæðastjómun er vissulega tískuorð nútímans, en bak við það felst þó mikil gagnsemi ef rétt er á haldið. Nýlega fékk verksmiðjan gæðaviðurkenningu sam- kvæmt staðlinum ISO 9001 fyrir uppbyggingu farsímakerfa í Evrópu. Ströng gæðastjómun í fyrirtækinu er óaðskiljanlegur hluti af stefnu Motorola. Fyrir 6 ámm setti fyrirtækið sér það markmið að stefna að hundraðfalt meiri gæðum fyrir árið 1991 og vinnur áfram að því að ná tífalt meiri gæðum á tveggja ára fresti. Motorola selur rafeindabúnað og kerfi á mörkuðum um allan heim, einnig til Islands gegnum Póst og síma. RlÓ-TRÍÓ, þeir Helgi Pétursson, Björn Thoroddsen, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atiason. - Ljósmynd Spessi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.