Alþýðublaðið - 18.05.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 18.05.1993, Side 2
2 Þriðjudagur 18. maí 1993 HMIIBLUn) HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Jómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöí. Verð í lausasölu kr. 90 Grunnskólinn til sveitarféiaganna / Ymis sveitarfélög hafa farið í auknum mæli inn á það verksvið ríkisins að auka þá þjónustu sem boðið er upp á innan grunnskólans og auka kennsl- una í heimabyggð. Það er lengi búið að vera á stefnuskrá allra flokka að lengja skóladag grunnskólabama og koma á samfelldum skóladegi og ein- setnum skóla. Hins vegar hefur lítið miðað í þá átt enda ljóst að því fylgir umtalsverður viðbótarkostnaður miðað við það sem nú er. Ríkið hefur ekki treyst sér að leggja út í þann kostnað enda yrði það talsvert stór biti að kyngja fyrir ríkið. Margir hafa því horft til þess, að þá fyrst færu þessi mál að hreyfast þegar þau væru komin í hendur sveitarfélaga. Á margan hátt er það líka auðveld- ara fyrir sveitarfélög að fikra sig áfram með aukna þjónustu en það er fyrir ríkið. Sveitarstjómarmenn eru í miklu meiri nálægð við gmnnskólann og þarfir fólks í hinum einstöku byggðarlögum og einstök sveitarfélög geta leyft sér að reyna nýja hluti í skólamálum sem ríkinu reynist erfítt. Það er eðli þeimr þjónustu sem ríkið veitir að allt þarf að vera staðlað og nákvæm- lega boðið upp á það sama á hverjum stað. Hófleg samkeppni milli sveitar- félaga í skólamálum og öðrum málum ætti hins vegar að vera af því góða og leiða til þess að hvert sveitarfélag fyrir sig kappkosti að bjóða upp á sem besta þjónustu fyrir sem minnstan kostnað. Talsverð umræða hefur verið um það hvort rétt sé að færa grunnskólann al- farið yfir til sveitarfélaganna. Alþýðuflokkurinn hefur markað þá stefnu að færa verkefni í auknum mæli yfir til sveitarfélaganna. Það hefur verið til- hneiging hjá sveitarstjómarmönnum og almenningi að reyna að kría út sem flestar krónur frá ríkinu, en hvatinn til hagræðingar heimafyrir er lítt eða ekki til staðar meðan peningamir em sóttir í sameiginlegan sjóð allra lands- manna. Þegar menn hafa hins vegar ákveðna fjármuni til ráðstöfunar heima í hér- aði er hægt að nýta hverja krónu sem sparast á einu sviði til að auka þjón- ustu á öðm, lækka skatta eða verja fénu til annarra þarfa. Með því að færa fleiri verkefni til sveitarfélaganna er verið að færa ákvarðanatöku, stjóm og ábyrgð einstakra mála nær fólkinu í landinu. Að sama skapi munu að sjálf- sögðu völd ráðuneyta og ríkisstofnana í höfuðborginni rýma. HEYRT, SÉÐ & HLERAÐ Ingibjörg Stefánsdóttir Hin óviujafnanicga og séríslenska bjartsýni... „“Nei, ég er ekkert farin að stressa mig yfir því ennþá. Ég ætla ekkert að kvíða fyr- ir - bara mala þetta,“ sagði stúlkan blá- köld,“ - er haft eftir Ingibjörgu Stefánsdóttur í opnuviðtali í DV (15.05.1993.) Hin fagra söngkona Ingibjörg hélt uppi íslenskri hefö í Eurovision-keppninni. Var bjartsýn um ákaflega gott gengi og hafnaði svo auðvitað í þrettánda sæti... Davíð Oddsson Jón Baldvin, fyrstur með fréttirnar... „Hann slær úr og í og hefur. aldrei um málið heyrt, eða kannski og allt geti skeð. Þó er greinílegt að hann hefur aldrei rætt þessi mál við þá flokksmenn sína, sem sitja á þingi og í ríkisstjóm. Þeir fá fréttimar frá formanni Alþýðuflokksins," Vigdís Finnbogadóttir - skrifaði einn af hinum óborganlegu „ekki- leið- arahöfundum" Tímans síðastliðinn laugardag (15.05.1993.) um „ekki-vitneskju“ Davíðs Odds- sonar um ráðherramálin. Ergó: Leiðarahöfundar Tímans segja meira en þeir vita, en Davíð hins vegar segir minna en hann veit... tölur um árangur),“ - segir Hreinn Hreinsson sálfræðinemi meðal ann- ars í ritdómi sínum um Sálfræðibókina sem birtist í Alþýðublaðinu síðastliðinn föstudag (14.05.1993.). Það er hætt víð því að Þórarinn Tyrfings verði að styðja mál sitt í framtíðinni með haldbetri rökum en hingað til og sýna þá tölur um árangur... Heilagt stríð á Seltjarnarnesi... „Með þessari samþykkt er blautri tusku slegið í andlit meirihluta fbúanna. Oham- ingju Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum á Seltjamamesi verður allt að vopni þessa dagana. Þetta kallar á stríð. Það stefnir allt í það að flokkurinn verði búinn að vera eftir næstu kosningar,“ - sagði Magnús Erlendsson sjálfstæðismaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness í DV (14.05.1993.) um að það skuli byggt á vestan- verðu nesinu hvað sem tautar og raular. Hvernig geta Kanarnir yfirgefið þjóð sem háir strið út af húsum, ekki getur ríkið séð um að vernda oss fyrir oss... Whife, Sigurdór, Vigdís og ein leiðindabók... „Ég hlýt að hafa verið drukkinn þegar ég keypti eintak af bókinni, „Vigdís forseti, kjör hennar og fyrsta ár í embætti". Síðan segir hann að bókin innihaldi frásögn af metnaði frönskukennara til að komast til æðstu metorða.“ „Síðan segir hann: „Þetta er án nokkurs vafa heimsins leiðinlegasta bók." Það dugði ekkert minna!“ - hefur Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður á DV (14.05.1993.) eftir ritdómi Roland White í The Sunday Times, 9. maí. Þorir einhver í veðmál um að bók um kjör og fyrsta ár Guðlaugs Þorvalds- sonar (eða Alberts Guðmunds) í embætti hefði orðið jafn leiðinleg til lestrar og bókin um Vigdísi... Hreinn Hreinsson Heilagar SAÁ-kýr gagnrýndar... „Þar kemur til dæmis fram að ulgert bindindi sé ekki lausn fyrir alla sem eiga við áfengisvandamál að glíma. Það viðhorf hef- ur sjaldan heyrst hér á landi hingað til. (SÁÁ-menn hafa einokað umræðuna um þessi mál, án þess þó að styðja mál sitt hald- góðum rökum - svo sem með því að vísa á Til þess að raunhæft sé að færa þjónustu í auknum mæli yfir til sveitarfé- laganna þarf að fækka þeim og gera þau stærri. í haust mun reyna á það hversu landsmenn eru fúsir til að sameinast í stærri sveitarfélög og þar með hagkvæmari. Enda hefur það sýnt sig að margir hreppar standa hreinlega ekki undir því að reka grunnskóla einir og sér, heldur hafa nokkrir þeirra oft á tíðum sameinast um rekstur grunnskóla. Það sama á við ýmsa málaflokka sem vert væri að færa yfír til sveitarfélaganna, þau eru mörg of fámenn nú til að geta tekið þá að sér. Mörg fámenn sveitarfélög standa engan veginn undir þeirri þjónustu sem krafa er gerð um til hinna stærri sveitarfélaga, hvað þá að þau séu fær um að taka að sér enn frekari verkefni. Ymsir málaflokkar hafa verið sameiginlega í forsjá ríkis og sveitarfélaga og hefur það iðulega leitt til togstreitu á milli þessara opinberu aðila. Dæmi -um það eru öldrunarmálin. Eftir því sem sveitarfélögin verja meiru í þjón- ustu við aldraða má leiða líkur að því að aldraðir dvelji almennt lengur í heimahúsum í stað þess að fara á dýrar stofnanir. Með því mætti spara sam- félaginu stórfelld útgjöld. En hins vegar er Ijóst að sveitarstjómarmenn mundu vilja sjá eitthvað af þeim spamaði, sem aukin heimilisþjónusta myndi hafa í för með sér, renna til sveitarfélaganna. Þannig má færa rök fyrir því að samkrull ríkis og sveitarfélaga í öldrunarmálum hafi komið í veg fyrir eðlilega þróun í þessum málaflokki. s Aform og umræða um að færa grunnskólann alfarið yfir til sveitarfélag- anna hefur eflaust ýtt undir það hjá ýmsum þeirra, að efla þjónustuna og auka kennslumagn. Með því em þau að vísu að fara inn á verksvið ríkisins en það var alþekkt að meðan skólabyggingar vom samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, að þá byggðu sveitarfélög heilu skólana án þess að ríkið legði fram sinn hluta fyrr en löngu seinna. Aðalatriðið er hins vegar það, að nú fyrst eru menn famir eygja von um samfelldan heilsdagsskóla fyrir æsku landsins. faiðiudfajuk 16, mcti '9? Atburðir dagsins 1803 Bretar falla frá Amiens-sáttmálanum frá árinu á undan, og lýsa yfir stríði gegn Frökkum 1832 Franska skáldkonan George Sand gefur út fyrstu skáldsögu sína, Indiana, þar sem hún krefst sjálfstæðis til handa konum. Sand var fræg m.a. fyrir samband sitt við tónskáldið Chopin. 1909 Látinn er spánska tónskáldið og píanóleikarinn Isaac Albéniz, sem þekktastur varð fyrir verk sitt Iberia. safh 12 píanóverka. 1954 Evrópusamþyktin um mannréttindi gengur í gildi. 1955 Fyrsti Wimpy hamborgarastaðurinn er opnaður í London. 1981 Ameríska skáldið William Saroyan er látinn. 1987 Iraskar Exocet eklflaugar lenda á bandarísku freigátunni Stark. 26 skipverjar láta lífið, í Bagdad er því haldið fram að um slys hafi verið að ræða. 1990 Þrátt fyrir sterka andstöðu Sovétríkjanna ganga íjármálaráð- herrar Austur- og Vestur-Þýska- lands til samninga í Bonn og ákveða eina sameigínlega mynt í landinu. 1991 Muriel Box, bresk skáld- kona, útgefandi og kvikmynda- leikstjóri fjölmargra mynda, deyr, 85 ára að aldri. KOMIN Á TOPPINN, - óstöðvandi japönsk fjallgöngukona komst þennan dag fyrir 18 árum á efsta tind Mount Everest, sem er í 8.863 metra hæð. Hún varð fyrst kvenna til að vinna þetta afrek. Heimild okkar getur ekki um Nepalmanninn sem vann þó sama afrek og e.t.v. meira, enda klvfjar hans miklar svo sem sjá má á myndinni. Afmœlisdagar Nikulás II, 1868 Rússneski keisarinn sem þvingaður var lil afsagn- ar í byrjun byltingarinnar 1917 og var skömmu síðar tekinn af lífi ásamt fjölskyldu sinni. Bertrand Russel, 1872 Breskur heimspekingur, stærðfræðingur og friðarsinni. Hann vann til Nóbelsverðlauna í bókmenntum árið 1950. „Ástarþráin, þekkingarleitin og óbærileg samúð með mann- kyninu" voru að hans sögn ríkjandi þættir í lífi hans. Frank Capra, 1897 Ítalsk-amerískur kvikmyndaleikstjóri, sem tvivegis vann Oskarsverðlaun. Dame Margot Fonteyn, 1919 Bresk ballerína, en i'rægustu sýning- ar hennar voru í samvinnu við Rudolph Nureyev. Rick Wakeham, 1949 Breskur tónlistarmaður í dægurmúsik. Spakmœli dagsins Það er hvorki við hœfí né öruggt að allir lyklarnir séu í höndum einnar konu, sagði Thomas Brinton, biskup í Rochester á þess- um degi 1376 um áhrif og völd liinnar samviskulausu Alice Perrers yfir hinum aldna elskhuga, Játvarði konungi III.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.