Alþýðublaðið - 18.05.1993, Side 7
Þriðjudagur 18. maí 1993
7
Minning:
Astríður Einarsdóttir
Finnland
Kratar á uppleið
f. 7. maí 1902
d. 8. maí 1993
Látin er í hárri elli Ástríður Einarsdóttir, Hring-
braut 53. Reykjavík. Hún kvaddi þetta líf á Landa-
kotsspítala laugardaginn 8. ntaí, en daginn áður
varð hún níutíu og eins árs.
Atvikin höguðu því þannig að við Pétur Axel
Jónsson, sonur hennar, urðum bekkjarbræður til
landsprófs í Gagnfræðaskóla Austurbæjar veturinn
1954-55 og síðan sambekkingar allt til stúdents-
prófs. Þau árin var ég tíður gestur á heimili Ástríð-
ar og manns hennar, Jóns Áxels Péturssonar, for-
stjóra Bæjarútgerðar Reykjavfkur og síðar banka-
stjóra Landsbanka Islands.
Það gustaði stundum af Ástríði í samskiptum við
okkur unglingana. Hún lét okkur hispurslaust
heyra álit sitt á tiltektum okkar félaganna sem
áreiðanlega, eftir á að hyggja, voru ekki allar jafn
hrósverðar á þessum árurn. Hún var heldur ekki
þeirrar gerðar að skafa neitt utan af skoðunum sín-
um og var þá sama hver í hlut átti. En undir skap-
heitu yfirborði, sem sumum kannski virtist hrjúft,
sló hlýtt hjarta gætt mikilli samúð með þeim sem
minna máttu sín.
Á þessum árum stýrði Jón Axel einu stærsta út-
gerðarfyrirtæki landsins, Bæjanítgerð Reykjavík-
ur, og það fór ekki franthjá neinum hve mjög þau
bæði, hún ekki sfður en hann, báru hag þess fyrir
brjósti sér. BÚR, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
blaðið voru í öndvegi þar á bæ. Um árabil var Jón
Axel bæjarfulltrúi í Reykjavík og einn af helstu
forystumönnum Alþýðuflokksins. Þá hefur áreið-
anlega stundum mætt á húsmóðurinni og ekki allt-
af verið næðissamt á Hringbrautinni. í samtölum
okkar Ástríðar seinni árin lá hún ekki á skoðunum
sínum um pólitíkina og Alþýðuflokkinn. fremuren
fyrri daginn, og var órnyrk í máli um aðgerðir eða
aðgerðaleysi flokksforystunnar.
Ástríður Einarsdóttir hlaut sinn skerf af and-
streymi í hTtnu. Hún missti dóttur sína af fyrra
hjónabandi, Þóru, í blónta lífsins. Einkasonurinnn,
Pétur Axel, lést á besta aldri sumarið 1983, en
mann sinn missti hún 1980. Eftir lát Jóns Axels bjó
Ástríður ein á Hringbrautinni, en síðustu mánuðina
naut hún góðrar umönnunar á hjúkrunardeild
Landakotsspítala. í ellinni hafði hún góðan stuðn-
ing af bamabömum sínum.
Ástríður Einarsdóttir var kona hávaxin og það
sópaði að henni. Hún naut þess áreiðanlega alla
ævi að hafa verið afrekskona í fimleikum á yngri
árum. Hún var vel gerð kona og þeir voru margir
sem hún og Jón Axel réttu hjálparhönd, þótt ekki
væri hátt um talað. Þegar dró að stúdentsprófi hjá
okkur félögunum vorið 1959 þá var það ekki bara
einkasonurinn sem var sendur til virðulegs klæð-
skera til að láta þar sauma á hann smóking, heldur
líka sá sem þetta ritar, þar sem efni voru ekki mik-
il í garði. Um það voru ekki höfð mörg orð.
Að leiðarlokum þakka ég Ástríði velgjörðir og
vináttu. Það geri ég fyrir hönd fjölskyldu minnar
og okkar vina Péturs Áxels frá skólaárunum. Guð
blessi minningu góðrar konu.
Eiöur Guönason
STUTTFRÉTTIR
Ráðherrafundur Evrópuráðsins
Á ráðherrafundi Evrópuráðsins á föstudag var samþykkt aðild Litháens, Eistlands og Slóveníu
að ráðinu og eru aðildarríkin þá orðin 29. Hefur stofnunin þarmeð færst nær því markmiði sínu að
verða samvinnuvettvangur allra Evrópuríkja. Á fundinum var meðal annars rætt um undirbúning
undir leiðtogafund Evrópuráðsins, en fyrirhugað er að halda hann í Vi'narborg í október. Þá var
rædd endurskoðun á dómstólakeríl Evrópuráðsins og málefni ríkja fyrrverandi Júgóslavíu. Utan-
ríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson tók þátt í ráðherrafundinum.
Nýr dagskrárstjóri sjónvarpsins
Sveinbjörn Ingvar Baldvinsson. rithöfundur, 35 ára, var ráðinn í stöðu dagskrárstjóra inn-
lendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins á föstudaginn. Fjórir fulltrúar útvarpsráðs af sjö mæltu með
honum í starfið, og útvarpsstjóri réð hann samdægurs. Auk ritstarfa hefur Sveinbjöm unnið tals-
vert við fjölmiðlun og er flestum hnútum kunnugur í dagskrárgerð hjá sjónvarpinu. Sveinbjöm er
kvæntur Jónu Finnsdóttur, kvikmyndagerðarmanni, og eiga þau tvö böm.
Nýkjörin stjórn Rauöu kross Islands. Standandi frá vinstri: Þórir Sigurbjörnsson, Guöjón Einarsson,
Guömundur Sniári Guðinundsson, Guðjón Magnússon, formaöur, Anna Brvndfs Hendriksdóttir,
Bjarni Arthúrsson, Eggert Á. Sverrisson. Sitjandi talið frá vinstri; Gunnhildur Sigurðardóttir, Árni
Gunnarsson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Þór Halldórsson.
Árið 1992 - ár mannvonskunnar
„Þöríln fyrir aðstoð Rauða kross hreyfmgarinnar eykst stöðugt bæði vegna náttúruhamfara og
neyðar af mannavöldum. Daglega berast okkur frásagnir af hömtulegum atburðum, fjöldamorð-
um, pyndingum og grimmd. Það er ekki að ástæðulausu að árið 1992 hefur verið nefnt ár mann-
vonskunnar", sagði Guðjón Magnússon, fonnaður Rauða kross íslands í ávarpi sínu til aðalfund-
ar félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. Starfsemi RKÍ á síðasta ári var mikil og fer vaxandi.
A aðalfundinunt voru fleiri fulltrúar en nokkm sinni, þar á meðal fulllrúar þriggja nýrra deilda.
Finnski jafnaðarmannaflokkur-
inn hefur aukið talsvert fylgi sitt og
mældist fyrir skömmu með um 30%
fylgi í skoðanakönnun sem gerð var
af Gallup í Finnlandi. Það er 7,8%
meira fylgi en hann fékk í þingkosn-
ingunum árið 1991.
Svo virðist sem fylgi flokksins hafi
aukist umtalsvert eftir að hann lenti í
stjómarandstöðu. Miðflokkurinn
finnski virðist hins vegar hafa tapað
mestu fylgi eða um 6,5% frá síðustu
þingkosningum og rnælist nú vera með
rúm 18%. Fylgi annarra llokka virðist
haldast nokkuð óbreytt.
Meðal orsakanna fyrir auknu fylgi
Jafnaðarmannaflokks Finnlands er tal-
ið vera erfitt efnahagsástand heima fyr-
ir og hörð niðurskurðarstefna stjómar-
flokkanna í opinbemm úlgjöldum. Þá
eru innan raða flokksins tveir af forset-
akandftatar, þeir Kalevi Sorsa og*
Martti Ahtisaari. og að sjálfsögðu
dregur það þá fram í sviðsljósið.
ornun i
byggingariðnaði
- ráðstefna haldin að Hótel Holiday Inn
18.-19. maí 1993
Dagskrá ráðstefnunnar
12.30
13.10
13.20
13.55
14.20
14.45
15.05
15.35
16.00
16.15
16.30
16.45
17.00
13.10
13.35
13.50
14.05
14.20
14.35
14.45
15.00
15.30
16.15
16.40
17.00
17.10
Fyrri dagur - þriðjudagur
Skráning gesta
Setning ráðstefnunnar
Ingvar Guðmundsson málarameistari formaður Gæðaráðs byggingariðnaðarins
Ávarp
Eiður Svanberg Guðnason, umhverfisráðherra
Gæði.gæðatöp og gæðastjórnun í framkvæmdaferlinu
Davíð Lúðvíksson, verkfræðingur, forstöðum. þjónustu og þróunar FÍI og form.
Gæðastjórnunarfélags íslands
Samskipti og ábyrgð hinna ýmsu aðila í byggingariðnaði
Þórarinn Magnússon, yfirverkfræðingur hjá Buseta
Fyrirspurnir
Kaffiveitingar
Gæðakerfi í byggingariðnaði
Ólafur Jakobsson, tæknifræðingur
Lög um framkvæmd útboða
Andrés Magnússon, lögfræðingur hjá Landssambandi iðnaðarmanna
Lög og reglugerðir varðandi gæðakröfur í byggingariðnaði
Hrafn Hallgrímsson, arkitekt, deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála i
Umhverfisráðuneytinu
Nýbyggingar á fasteignamarkaði
Magnús Axelsson, fasteignasali hjá Fasteignasölunni Laufási
Fyrirspurnir
Lok fyrri ráðstefnudags
Síöari dagur - miövikudagur
Sjónarmið og væntingar verkkaupa
Steindór Guðmundsson, forstöðumaður Framkvæmdadeildar Innkaupast. ríkisins
Gæðastjórnun hjá arkitektum
Jón Ólafur Ólafsson arkitekt á arkitektastofunni Batteríinu
Gæðastjórnun hjá verkfræðingum
Ríkarður Kristjánsson, verkfræðingur hjá Linuhönnun hf.
Gæðastjórnun hjá verktökum
Gunnlaugur Kristjánsson, tæknifræðingur hjá Álftarósi hf.
Efling gæðavitundar á lagnasviði
Einar Þorsteinsson, tæknifræðingur og deildarstjóri lagnadeildar Rb.
Innanhússhönnuðir og gæðastjórnun
Sturla Már Jónsson, innanhússarkitekt
Fyrirspurnir
Kaffiveitingar
Gæðastjórnun hjá nokkrum byggingarefnaframleiðendum
Steypustöðin BM Vallá hf., Einar Einarsson, verkfræðingur, framleiðslustjóri
Málning hf., Daníel Helgason, hagverkfræðingur, framkvæmdastjóri
Límtré hf., Guðmundur Ósvaldsson, tæknifræðingur, framkvæmdastjóri
Staða gæðatrygginga í byggingar- og verktakaiðnaði í Danmörku
Halldór Guömundsson, rekstrartæknifræðingur og deildarstjóri hjá DTI,
Byggeteknisk Institut í Danmörku
Fyrirspurnir
Lokaorð
Ingvar Guðmundsson, formaður Gæðaráðs byggingariðnaðarins
Móttaka og veitingar í boði Iðnaðarráðuenytis og Umhverfisráðuneytis
Ráðstefnustjóri: Sigurður E Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar
Þátttökugjald er kr.8.800 og eru kaffiveitingar og innbundin bók með öllum fyrirlestrum innifalin
í verðinu. Þátttöku skal tilkynna til Þings hf., sem er umsjónaraðili ráðstefnunnar, í símum
91-628535, 91-626100 og 91-870310 og um fax nr. 91-626905 og 91-814740.
Gæðaráð Byggingariðnaðarins