Alþýðublaðið - 19.05.1993, Side 1

Alþýðublaðið - 19.05.1993, Side 1
GÖNUHLAUP BORGARSTJÓRA -kalla minnihlutamenn í borgarstjórn Reykjavíkur bréf borgarstjóra, þar sem hann ósk- ar eftir að viðskiptum borgarinnar verði beint til Hótel Borgar - borgarráð bíður eftir skýringum borgarstjóra - veitingamenn mótmœla Eigendur veitinga- og gisti- staða mótmæltu í gær „þeim vinnubrögðum æðsta embættis- manns borgarinnar að mælast til þess við aðra embættismenn að þeir beini viðskiptum Reykjavík- urborgar sérstaklega til eins til- tekins fyrirtækis, þegar um fjöldamörg sambærileg fyrirtæki er að ræða í Reykjavík“, eins og segir í bréfi til borgarráðs. Jafnframt spyr stjóm Samband veitinga- og gistihúsa hvort það sé ný stefna borgaryfirvalda að koma á einokun í viðskiptum með tilskip- unum frá borgarstjóra. Bréf borgarstjóra til undirmanna sinna um viðskipti þessi, sem eru við Hótel Borg, komu til umræðu í borgarráði með viðeigandi tillögu- flutningi og bókanastríði. Borgar- fulltrúar minnihlutans vildu með tillögu að tilmæli borgarstjóra yrðu dregin til baka. Fulltrúar sjálfstæð- ismanna sögðu aftur á móti að mál- ið snerist um embættisathöfn borg- arstjóra, ekki pólitíska stefnu Sjálf- stæðisflokksins eins og gefið væri í skyn, né heldur afstöðu einstakra fulltrúa llokksins í borgarráði. í bókun sjálfstæðismanna segir að fjarvera borgarstjóra, sem nú er í Svíþjóð, geri það að verkum að honum veitist ómögulegt að skýra forsendur embættisathafnar sinnar. Var því lagt til að afgreiðslu máls- ins yrði frestað. Minnihlutinn bókaði þá og lýsti yfir vanþóknun á því sem kallað var „gönuhlaup borgarstjóra". Slík íhlutun í markaðsaðstæður og við- skiptalíf veitingahúsanna er að okkar viti ekki einungis misbeiting valds, heldur einnig alvarlegur trúnaðarbrestur gagnvart borgar- stjóm Reykjavíkur, sem hefur skyldunt að gegna við alla þá aðila sem greiða opinber gjöld í borgar- sjóð“, segir í bókuninni. Segir þar ennfremur að Hótel Borg eigi ekki að njóta neinnar sérstöðu, allra síst eftir alla þá fyrirgreiðslu sem hótel- ið hefur þegar hlotið í fonni sér- stakra vildarkjara varðandi kaup og endurbætur á hótelinu. Mál þetta er í biðstöðu þar til Markús Öm Antonsson, borgar- stjóri, kemur heim aftur. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Herrahorn ó Vori '93 í Hofnarfirði Það var allt á tjá og tundri við undirbúning sýningarinnar Vor '93 sem opnar á morgun í íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Pessi bás var enn sem komið var hálfgert herrahorn, enda á vegum verslunar með það nafn. Meira um sýninguna í opnunni. S|á grein Guðmundar Oddssonar - Bændur, ég skal passa ykkur ef þið passið mig! - BAKSÍÐA. í tilefni af sýningunniVor '93 þá býður Byggðaverk hf„ fullbúnar 2ja og 4ra herbergja íbúðir á sérstöku 30 daga kynningarverði. . Frágangur: íbúðirnar afhendast fullbúnar með öllum \ gólfefnum, innréttingum og taekjum, sameign er ^ fullfrágengin og lóð er þökulögð. Afhending: " \ I v \ ' Fyrstu íbúðirnar afhendast ý/' 1 aPr|l 1994 og þær síðustu ‘ júní sama ár. t TxVerð: ^,2ja herb. fullbúin íbúð kr. 5.800 þús. 4ra herb. fullbúin íbúð kr. 7.900 þús. Stæði í bílskýli kr. 200 þús samanburð Grunnmyndir íbúða í einum stigagangi Dæmi um greiðslukjör: 4ra herb. 2ja herb. Staðfestingargjald: 200 þús. 200 þús. Húsbréf: 5.135 þús. 3.770 þús. Samkomulag: 2.565 þús. 1.830 þús. Samtals: 7.900 þús. 5.800 þús. FLETTURIMI 31-35 Greiðslukjör okkar hafa alltaf verið með því besta sem þekkist. Lítið á aðstæður á byggingarstað. Hringið og fáið sendan litprentaðan bækling með frekari upplýsingum. Opið sunnudag frá kl. 1-3 ls\l byggðaverk hf. Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnarfírbi. Sími 54644, fax 54959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.