Alþýðublaðið - 19.05.1993, Side 7

Alþýðublaðið - 19.05.1993, Side 7
Miðvikudagur 19. maí 1993 7 „A TVINNULEYSIÁ ÍSLANDI 1993“ -7. hluti - Samantekt: Stefán Hrafn Hagalín AFLEIÐINGAR ATVINNULE Y SIS FYRIR EINSTAKLINGINN SJÁLFAN í dag hölduni við áfram að skoða helstu atriðin sem koinu fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar um könnun sem stofnunin vann um hagi og aðstæður at- vinnulausra Islendinga á árinu 1993. Könnunin var unnin í mars síðastliðnum að beiðni félagsmálaráðherra. Nú skoð- um við afleiðingar atvinnuleysis fyrir ein- staklinginn sjálfan. Að ósk Samtaka at- vinnulausra var lögð sérstök áhersla í könnuninni á spurningar um áhrif at- vinnuleysis á heilsufar og andlega líðan þeirra sem lent hafa í því að missa atvinn- una. 1993 - 20% KVÖRTUÐU EKKIYFIR NEINU SERSTÓKU Alþjóðlegur spumingapakki um andlega líðan sem mikið hefur verið notaður erlend- is í könnunum á afleiðingum atvinnuleysis fyrir sjálfsmynd og persónuleika var yfir- færður og lagður fyrir svarendur. Svarendur voru 1000 manna úrtak af atvinnulausum um síðustu áramót ásamt 100 manna úrtaki úr skrám Samtaka atvinnulausra. Áður en grein er gerð fyrir niðurstöðum um andleg áhrif atvinnuleysis er rétt að segja frá því, að svarendur fengu fyrst undir þessum lið könnunarinnar opna spumingu um hvað það væri í lífskjörum fjölskyldunnar sem þeir væru óánægðastir með. Niðurstöðumar eru í töflu (a) og sýna að um 20% vildu ekki nefna neitt sérstakt, um 34% nefndu fjár- hagsafkomu, tæp 29% atvinnuleysið sjálft, en félagslegar aðstæður og heilsufar var að- eins nefnt af 7-8% atvinnulausra. 1988-36% KVÖRTUÐU EKKIYFIR NEINU SERSTOKU Þegar niðurstöðumar eru bomar saman við Lífskjarakönnunina 1988, sem lögð var fyrir almenning á aldrinum 16-75 ára, er áberandi að um 36% almennings vildu ekki nefna neitt sérstakt þá, 34% nefndu fjár- hagsafkomu og 12% kvörtuðu undan lengd vinnutíma. Utan munarins sem er á stærð hópanna sem vilja ekki kvarta yfir neinu sérstöku er auðvitað mesti munurinn fólginn í því að umkvartanir yfir atvinnuleysi hafa leyst af hólmi kvartanir um langan vinnu- tíma, og reyndar ríflega það. FJÁRHAGSVANDRÆÐI FREKAREN HEILSAOG FELAGSLEGAR AÐSTÆÐUR Skoðum nú mynd númer 1. Á henni sést glögglega að heilsufar, félagslegar og sál- rænar aðstæður em ekki svo mjög ofarlega á blaði í huga atvinnulausra. Það kemur í ljós þegar spurt er opið um óánægju með lífs- kjörin almennt. Ekki ber þó að líta svo á að slíkir þættir skipti ekki máli þrátt fyrir að fólk nefni fyrr fjárhagsvandræði eða at- vinnuleysisástandið sjálft. Málið er að fólk nefnir frekar það sem það skynjar sem rót vandans. Heilsufarslegar og andlegar afleið- ingar atvinnuleysis kunna samt að vera til staðar og undan þeim getur sárt sviðið. LÍKAMLEGT HEILSUFAR HEFUR EKKIVERSNAÐ HJA 3/4 Spurt var á almennum nótum um líkam- legt heilsufar og niðurstöðumar úr því má sjá á mynd númer 2.. Þar kemur í ljós að al- mennt séð er heilsufarið svipað fyrir um það bil þrjá af hverjum fjómm atvinnulausra. I kringum 14% segja heilsufarið verra nú en á síðustu sex mánuðum og um 9% segja það betra. AUKID ÁLAG, SVEFNLEYSI, LITIL EINBEITING OG OHAMINGJA Af spumingunum um sálræna líðan og sjálfsntynd má ráða að mest er kvartað und- an stöðugu álagi (35%), því næst að áhyggj- ur hafi haldið vöku fyrir viðkomandi (33%), einbeitingarleysi kemur þar á eftir (29%) og að lokum er kvartað mikið undan óham- ingju og þunglyndi (28%). Hins vegar segj- ast 42% atvinnulausra alls ekki hafa verið óhamingjusamari eða þunglyndari undan- famar vikur en venjulega. 30% segja þessi atriði óbreytt, 21% segja slíka vanlíðan hafa verið heldur meiri og loks eru það 7% sem segja ástandið í þessum efnum hafa verið mun verra undanfamar vikur heldur en áður. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði könn- un á högum og aðstæðum atvinnulausra á íslandi 1993 að beiðni hennar. Skýrslan er svo efnis- og yfirgripsmikil að það dugir ekkert minna en greinaflokkur í 10 hlutum til að gera henni við- hlítandi skil. Aldrei hefur verið jafn ýtarleg skýrsla unnin um málefni atvinnulausra á íslandi-, enda eru þau jú mál málanna í dag. A.mynd-E.ÓI. Fjöldi Hlutfall Hlutfall þeir sem taka afstöðu Ekkert 138 17,0 20,1 Fjárhagur 234 28,9 34,1 Atvinnuleysið 196 24,2 28,6 Húsnæði 12 1,5 1,7 Félagslegar aðstæður 30 3,7 4,4 Heilsa/Andl.líðan 11 1,4 1,6 Annað 65 8,0 9,5 Veit ekki/neitar 124 15,3 - Alls 810 100% 100% TAFLA (a); Hvað er það við lífskjör þín og fjölskyldu þinnar sem þú ert óánægðust / óánægðast- ur með? Þegar atvinna er af skomum skammti eiga karlmenn frekar rétt á vinnu en konur 9,1 87,2 3,7 780 Þegar atvinna er af skomum skammd ættí að skylda fólk til að fara fytr á eftírlaun 30,2 55,4 14,3 694 Þegar atvinna er af skomum skammtí eiga atvinnurekendur að ráða fslendinga í vinnu frekar en útlendinga 89,5 7,3 3,2 784 Það er óréttlátt að veita fötluðu fólki vinnu þegar fullhraust fólk fær enga 6,7 83,2 10,2 728 Þegar atvinna er af skomum skammti ætti að stytta vinnuvikuna í þeirri von að fleiri getí fengið starf 59,6 29,3 11,1 720 TAFLA (b); Ertu sammála eða ósammála eftirfarandi fullyrðingu? MINNKAÐ SJÁLFSTRAUST MINNIANÆGJA OG HOFNUN Næst á eftir umkvörtunum um óhamingju er missir sjálfstrausts nefndur, 26%. Síðan segja 24% að þeir hafi nú minni ánægju af daglegum athöfnum og 22% finnast þeir hafi nú ekki eins mikilvægu hlutverki að gegna í lífinu. Álíka stór hópur og þessi síð- astnefndi (22%) finnur fyrir höfnun af hendi annarra vegna atvinnuleysisins. Um 78% segja þessi atriði ekki vera í meiri mæli en venjulega. Loks eru það um 15% sem segja að þeir séu nú síður færir um að horfast í augu við erfiðleika en venjulega og svipað- ur hópur á verra með að leysa úr vandamál- um. Það er því deginum ljósara að atvinnu- leysi fylgja markverðar breytingar á and- legri líðan, sjálfsmati og styrk. ÍSLENDINGAR,HAFI FORGANG UMFRAM UTLENDINGA MEÐ VINNU Þá vom lagðar nokkrar spumingar fyrir atvinnulausa um hvemig bregðast eigi við varðandi ráðstöfun starfa þegar vinna er af skomum skammti. Þær niðurstöður má sjá í töflu (b). Þar kemur fram að níu af hverjum tíu atvinnulausum finnst að íslendingar eigi að hafa forgang frantyfir útlendinga á þrengingatímum (!). Um 60% vom á því að vinnuvikuna mætti stytta í þeirri von um að fleiri gætu þannig fengið vinnu og 30% eru á þvf að skylda eigi fólk til að fara fyrr á eft- irlaun þegar vinna er af skomum skammti. Athyglisvert er að tæpur helmingur þeirra sem em á aldrinum 55-75 ára er sammála þessu. KARLAR OG FULLFRÍSKT FOLK FREKAR EN KONUR OG FATLAÐIR Enn einn athyglisverður punkturinn er að um 9% atvinnulausra em sammála því að karlar hafi forgang frekar en konur til vinnu á erfiðum tímum. Ekki er munur á hlutfalli karla og kvenna sem svara þessari spum- ingu játandi. Að síðustu kom fram annað sorglegt sjónarmið. Tæp 7% aðspurðra sögðust vera sammála því að óréttlátl sé að fötluðu fólki sé veitt vinna þegar fullfrískt fólk fær enga. Þetta sjónarmið er algengara á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. 11% 4% 4% i r\a. ■ Mun bctrt □ Hddur bctra W SvipaÖ Q Hddur vcrra E3 Mun vcrri MYND NÚMER 1: Er heilsufarið almennt svipað nú og síðustu sex mánuði? H Alls ddd □ Ekki meira en venjuL H Hcldur meirm en vcnjuL H Mun meirm en venjul. 19% 52% 22% ■ AllsekJd □ m Ekki meirm en venjul. Heldur meirm en venjuL Mun meirm en venjul. MYND NÚMER 3: Hefur þér á síðustu vikum fundist þú vera að missa sjálfstraust? 7% ■ AUsekld □ Ekki meira en venjul. Ej Hcldur meira cn venjul. I Mun mcir* cn venjut. MYND NÚMER 4: Hefur þér á síöustu vikum fundist að þér sé hafnaö á einhvern hátt, vegna þess aö þú ert atvinnulaus?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.