Alþýðublaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. maí 1993 5 Ríta gengur menntaveginn; áfram og umhverfis landið Aukasýningar á Litla sviðinu og sýningar út um landsbyggðina í sumar Ákveðið hefur verið að efna til fjög- urra aukasýninga á gamanleikritinu RITA GENGUR MENNTAVEGINN á Litla leiksviðinu í Þjóðleikhúsinu vegna fjölda áskorana. Fyrsta aukasýningin verður í kvöld. Síðan verður Rita sýnd á sunnudaginn, miðvikudag og þá föstu- dag í næstu viku. I byrjun júní verður síðan haldið með Rítu út á land og verður hún sýnd á þrettán stöðum í júní á Vestur-, Norður- og Austur- landi allt frá Logalandi í Borgarfirði til Hafnar í Homaftrði. Ríta gengur menntaveginn er eftir Willy Russell sem er meðal vinsælustu nútínia- höfunda Breta. Hér á landi hafa einnig ver- ið sýnd verk hans, Sigrún Ástrós og söng- leikurinn Blóðbrœður. Ríta er hárgreiðslukona sem fer út í það að sækja bókmenntatíma í öldungadeild há- Óbreytt- ar visi- tölur Byggingavísitalan hefur lœkkað um 0,2% sl. þrjá mánuði en hækkað um 0,7% síðustu tólf mánuði Vísitala byggingarkostnaðar er óbreytt frá fyrra mánuði eða 189,8 stig. Sömu sögu er að segja um launavísitölu, en hún mældist söm og í apríl eða 131,1 stig. Byggingavísitalan hefur hins vegar lækkað um 0,2% á síðastliðnum þremur mánuðum en síðustu 12 mánuði hefur hún hækkað um 0,7%. Það er Hagstofan sem reiknar út umræddar vísitölur. Kennaranum, sem leikinn er af Arnari Jónssyni, er greinilega skemmt í samræðum sínum við Rítu, sem Tinna Gunnlaugsdóttir leikur. skóla. Kennari hennar er miðaldra karlmað- Tinna Gunnlaugsdóttir sem leikur Rftu en ur, drykkfelldur, áhugalaus og auk þess Amar Jónsson leikur kennarann. Leikstjóri misheppnað ljóðskáld. Frá kynnum þeirra er María Kristjánsdóttir. og samskiptum segir í leikritinu. Það er tækniskóli t íslands Háskóli og framhaldsskóli Vegna breyttra reglna um námslán framlengist umsóknarfrestur um skólavist 1993-1994 til 31. maí. í heilbrigðisdeild, meinatækni og röntgentækni er umsóknarfrestur til 10. júní. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu skólans og deildarstjórum alla virka daga kl. 8.30-15.30. Rektor RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Húseigendur athugið! Á undanförnum árum hafa vinsældir gangstíga- og garöljósa viö heim- ili aukist mjög mikið. Af þessum lýsingartækjum getur stafað mikil snertihætta sé rangt aö málum staöiö. Rafmagnseftirlit ríkisins vill minna húseigendur á, aö leita faglegrar þekkingar viö val á þessum lýsingartækjum og að leita ávallt til lög- giltra rafverktaka um uppsetningu þeirra. RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Fjárfestingar í ferðaþjónustu á íslandi Ráöstefna á vegum samgönguráðuneytisins í sam- vinnu við Byggðastofnun 24. maí 1993 kl. 09-17 á Hótel KEA, Akureyri Ráðstefnustjórj verður Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri Dagskrá Kl. 09.00 Ráðstefnan sett Birgir Þorgilsson 09.05 Ávarp samgönguráðherra Halldórs Blöndal 09.15 Erindi Sigurborg Kr. Hannesdóttir ferðamálafræðing- ur, Byggðastofnun: Fjárfestingar í ferðaþjónustu á íslandi, afkomagrein- arinnar, mismunur á stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. 09.40 Gunnar Karlsson hótelstjóri, Hótel KEA: Fjárfestingar í hótelrekstri, samspil framboðs og eft- irspurnar, verðlags og afkomu. 10.05 Paul Richardsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda: Er markaður fyrir FB? Á FB að vera heilsárs- eða sumarþjónusta? Hvert er stefnt? Hve mikið hefur verið fjárfest í FB, hvernig var fjármagnað? Er þessi fjárfesting arðbær? Er þörf fyrir nýja fjárfestingu? 10.20 Arngrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri ADDlS: Dreifing fjárfestingar, hagnýting fjárfestingar sem fyr- ir er. Markaðssetning: „Varan“ sýnd á erlendum markaði, mat á árangri. 11.35 Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs ís- lands: Vöruþróun íslenskrar ferðaþjónustu, hvað er átt við þegar talað er um að fjárfesta í afþreyingu? Er mark- aðssetning hluti fjárfestingar? 11.50 Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða hf.: Hvar er þörf nýsköpunar og nýrra fjárfestinga í ís- lenskri ferðaþjónustu? 12.05 Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu íslands hf.: Skipt nýting fjárfestingar, sumarnot/vetrarnot, í Ijósi reynslu. Eræskilegtað leiða saman tvo eða fleiri að- ila sem starfa á ólíkum sviðum til sameiginlegrar fjár- festingar og skipta nýtingu eftirt.d. árstíðum? 12.20 Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra: Staða íslands í samanburði við önnur lönd, nauðsyn nýsköpunar í íslenskri ferðaþjónustu, und- irbúningur ákvarðanatöku um fjárfestingar. 12.35 Hádegisverður 14.00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir Þátttakendur, auk frummælenda eru, Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, og Jóhannes Torfason, stjórnar- formaður Framleiðnisjóðs. Fjallað verður m.a. um bætta nýtingu fjárfestingar, mat á forsendum í lánsumsóknum, áætlanagerð og ákvarðanatöku um fjárfestingar, markaðssetningu og hlut hennar í stofnkostnaði, leiðir til fjármögnunar, hlutverk ferðaþjónustu í byggðaþróun, framtíðarhorf- ur og nauðsynlegar breytingar á áherslum í upp- byggingu íslenskrar ferðaþjónustu. 15.30 Kaffihlé 15.50 Pallborðsumræður, frh. 17.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnugjald er 2.000 kr. og innifelur hádegisverð og kaffi og meðlæti, auk ráðstefnugagna. Þátttaka óskast tilkynnt í samgönguráðuneyti eða Hótel KEA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.