Alþýðublaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 4
4 45. Iðnþing íslendinga: Fimmtudagur 20. maí 1993 „IÐNAÐUR GEGN ATVINNULEYSI" Landssamband iðnaðarmanna (L.i.) eru samtök atvinnurekenda í iðnaði. Innan vébanda þeirra eru um 3.200félagar. s Æðsta stofnun L.i. er Iðnþing Islendinga, haldið á 2 ára fresti. Kjörorð þingsins nú má sjá í fyrirsögn þessarar greinar. s A þinginu munu ráðast niðurstöður viðrœðna sem átt hafa sér stað undanfarið um sameiningu samtaka iðnaðarins. Alþýðublaðið spjallaði við Inga Boga Bogason, kynningarstjóra L.i., um komandi s 45. Iðnþing Islendinga, 21.-22. maí, 1993. Ingi Bogi: „Á Iðnþinginu sem haldið verður næstkomandi föstudag og laugardag verður tekist á um mikilvægari mál en oft áður. Bæði eru það málefni sem lúta að innra skipulagi L.i. og einnig atriði sem lúta að afstöðu til ytri breytinga í málefnum íslensks iðnaðar. Síðastliðið ár hafa staðið yfir viðræður milli Lands- sambnnds iðnaðarmanna, Félags ís- lenskra iðnrekenda, Félag íslenska prentiðnaðarins og Verktakasambands Islands um sameiningu þessara samtaka í ein heildarsamtök. ÖIl samtökin, að Landssambandi iðnaðarmanna undan- skildu, hafa nú þegar samþykkt slíka sameiningu. Sameiningarmálin verða til umræðu á þessu þingi og endanleg af- staða til þeirra verður tekin þar. Nú af öðrum málum má segja frá því að ný stefnuskrá Landssambands iðnaðar- manna verður afgreidd á þinginu og má segja að þar kveði við nýjan tón í mörgum málum, ekki síst vegna margháttaðra breyt- inga á alþjóðlegum vinnumarkaði. Stefnu- skrá 45. þingsins er yfirgripsmikil og tekur hún jafht til efiiahagsmála, atvinnumála, utanríkisviðskipta, menntamála og þróun- ar- og tæknimála.“ Á hvað verða helstu áherslurnar lagð- ar? „Varðandi sérstaka áherslupunkta í um- fjöllun þingsins þá er þar fyrst að nefna jafnrétti atvinnuveganna. Það er löngu orð- ið tímabært að íslenskum iðnaði verði sköp- uð réttmæt skilyrði. Efnahags- og gengismál? „I sambandi við efnahags- og gengismál- in þá telur L.i. að festa í gengismálum sé æskileg og nauðsynleg, en sú festa fær þó ekki staðist nema um sé að ræða aga á öðr- um sviðum efnahagsmála. Til lengdar verð- ur gengisskráning að miðast við að jafn- vægi sé haldið í utanríkisviðskiptum sem og að treysta stöðugleika í verðlags-, geng- is- og launamálum. Þá er löngu kominn tími til að viðurkenna að gengisstefnan þarf að taka mið af því að sjávarútvegurinn hef- ur gjaldfrjálsan aðgang að mikilvægustu auðlind þjóðarinnar." Atvinnumálin? „Þegar við horfum til atvinnumálanna er það augljóst að það verður að skapa ný at- vinnutækifæri, sérstaklega nú á tímum at- vinnuleysis. Þau mál verður að skoða í ljósi þess að á næstu sjö árum verður að skapa tuttugu þúsund ný störf til að mæta eftir- spuminni eftir atvinnu. Aldrei má sættast á að telja atvinnuleysi eðlilegt hlutskipti til- tekins hluta þjóðarinnar. Hér verður þróun að taka við af öfugþróun." Hvað með málefni unga fólksins? „Innan L.i. hefur afstaðan til unga fólks- ins sem er að koma út á vinnumarkaðinn verið mikið rædd, bæði hvað snertir mennt- un þess og atvinnumöguleika. Það verður að gera þessu unga fólki kleift að standa á áfram eigin fótum eins og hefur verið hing- að til. Ungt fólk á íslandi hefur verið dug- legt, það hefur staðið í framkvæmdum um- fram það sem þekkist í öðmm löndum og það verður að vera svo áfram. Dugnaði unga fólksins má ekki týna niður. Það kem- ur beint niður á iðnaðinum ef framkvæmdir þess, til dæmis húsbyggingar, fara áfram minnkandi." Hvert er viðhorf L.i. gagnvart stóriðju? „Já, stóriðjumálin. Það er skoðun L.i. að Island hafi verið og verði alltaf smáfyrir- tækjasamfélag, við erum það lítil þjóð. Þetta er staðreynd sem stjómmálamenn og samtök atvinnuvega, embættismenn og sér- fræðingar og þjóðin öll raunar, verða að viðurkenna. Það þarf að skapa íslenskum Ingi Bogi Bogason, kynningarstjóri Landssambands iðnaðarmanna. „Það þaifað byrja á því að upplýsa þjóðina í heild mun betur um iðnnámið. Hvað það sé mikilvægt sé hugsað til þjóðhagslegrar velferð- ar. Lítum bara til þýska- lands, þessa iðnaðarstór- veldis. Þar Ijúka um 60-70% alls ungsfólks ein- hverskonar iðnnámi á með- an það hlutfall er aðeinsfá- einar prósentur hér á landi. “ fyrirtækjum þannig skilyrði í rekstri að tek- ið sé mið af þessari staðreynd. Þetta þýðir ekki að við séum að útiloka stóriðju, fjarri því. Við þurfum að leita alls staðar eftir at- vinnutækifærum og þurfum á öllu að halda á þvf sviði. Einmitt þess vegna þarf að leita markvisst að atvinnutækifæmm á sviði orkufreks iðnaðar. En um leið og það er gert verður að nýta þá möguleika sem upp- bygging slíks iðnaðar gefur verktaka- og þjónustugeiranum." Geta ekki stóriðjan og minni iðnaður- inn unnið betur saman? „Tvímælalaust. Við verðum að leitast við að samhæfa smáiðnaðinn og stóriðnaðinn til að þetta geti þrifist hlið við hlið. Fara verður í auknum mæli út í úrvinnslu á þeim afurðum sem stóriðnaðurinn gefur af sér. Þannig sköpum við fleiri atvinnutækifæri. íslendingar mega ekki vera bara hráefnisút- flytjendur og senda allt óunnið frá sér.“ Hvaða fíeiri stórmál verða til umfjöll- unar á þinginu? „Menntamálin verða tekin vel fyrir. Und- anfarið hefur L.i. unnið mjög mikið í menntamálunum og úttalað sig nokkuð um þau. Það er nefnilega að verða nokkur við- horfsbreyting í þessum málum og fullyrða má að ungt fólk er farið að sjá að í menntun tengdri iðnaði eru raunhæfir möguleikar sem vert er að skoða. Bæði er það hvað varðar almenna menntun og eins hvað varðar starfsnámið sjálft, sérhæfingu í ein- hverri ákveðinni grein iðnaðarins.1' Vantar ekki markvissari iðnmenntun? „Mikil ósköp. Það þarf auðvitað að laga iðnnámið og gera það markvissara, reyndar er nú þegar verið að gera það í mörgum iðn- greinum. Þessi umræða innan L.i. tekur til allra þátta iðnmenntunar. I áfangaskýrsl- unni um mótun nýrrar menntastefnu er til að mynda talað um svokallaða móðurskóla. Sú hugmynd fjallar um að þessi móðurskóli kenni allt innan vissrar iðngreinar, alveg frá a til ö. Þannig næst fram betri sérhæfing, dýpri kennsla og dýpra nám sem skilar von- andi betri árangri." Hver eru fyrstu skrefin til úrbóta, livað til dœrnis með önnur lönd, hvernig hafa þau farið að? „Það þarf að byrja á því að upplýsa þjóð- ina í heild mun betur um iðnnámið. Hvað það sé mikilvægt sé hugsað til þjóðhags- legrar velferðar. Lítum bara til þýskalands, þessa iðnaðarstórveldis. Þar ljúka um 60-70% alls ungs fólks einhverskonar iðn- námi á meðan það hlutfall er aðeins fáeinar prósentur hér á landi. í Þýskalandi tíðkast það að fólk fari í iðnnám en þegar því er lokið nemur það ekki endilega staðar í námi heldur fer áfram. Ungt fólk þar lýkur til að mynda stúdentsprófi eftir iðnnámið og svo fara margir til dæmis í tæknifræði eða verk- fræði.“ Fjölbreyttari menntun skilar þá aukn- um atvinnutœkifærum fyrir unga fólkið? „Já, tvímælalaust. Fólk sem hefur slíka menntun, svona breiða menntun eins og tíðkast í Þýskalandi, er auðvitað miklu eftir- sóttari starfskraftur. Enda hefur það farið markvisst frá grunninum og upp úr og þekkir þar af leiðandi viðkomandi iðngrein út og inn. Hér á landi vantar meiri breidd í menntun ungs fólks, að það nýti sér þá fjöl- breytilegu möguleika sem þó eru fyrir hendi f íslensku skólakerfi. Um leið þarf að verða viðhorfsbreyting úti í þjóðfélaginu. Þróun í þessa átt er reyndar nú þegar farin af stað og fólk er smám saman að átta sig á mikilvægi iðnnámsins, sem betur fer.“ Eitthvað að lokum? „Já, mig langar aðeins að segja betur frá sjálfri dagskrá þingsins. Það verður sett með formlegri athöfn klukkan 11 á föstu- daginn kemur. Haraldur Sumarliðason for- seti L.i. og Jón Sigurðsson flytja þá ræður. Síðar um daginn munu eftirtaldir fjalla um kjörorð þingsins: Þröstur Ólafsson aðstoð- annaður utanríkisráðherra talar um „For- sendur iðnþróunar í sjávarútvegssamfé- lagi“, Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor flytur erindið „Menntun og atvinna“ og Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri ræðir um „Sóknarstefnu í atvinnumálum'". Seinni daginn fara síðan fram almenn þing- störf og kosningar. Það eru rúmlega 300 fulltrúar og gestir sem sitja munu þetta 45. Iðnþing íslendinga og koma þeir víðsvegar að, bæði utan af landi og frá systursamtök- um L.i. erlendis," sagði Ingi Bogi Bogason kynningarstjóri L.i. að lokum f spjalli við Alþýðublaðið. Blaðið óskar iðnaðarmönn- um í L.i. allra heilla á þingi þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.