Alþýðublaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 16
K G K G L#TT# .. alltaf á íuiövikudöguin L#TT# .. alltaf á iniövikudögimi Aldarminning Ásmundor Eitt hundrað ár eru í dag liðin frá því að einn okkar merkustu myndlistarmanna, Ásmundur Sveinsson, fæddist. Af því til- efni verður opnuð sýningin „Náttúran í list Ásmundar Sveins- sonar“ í Ásmundarsal við Sigtún. Ásmundur fæddist á Kolstöðum í Dalasýslu þann 20. maí 1893 og hleypti heimdraganum 22 ára gamall. Nam hann tré- skurð hjá Ríkharði Jónssyni í Reykjavík í fjögur ár, en dvaldi síðan í Kaupmannahöfn frá 1919 til 1920, Stokkhólmi til 1926 og var þar nemandi eins fremsta myndhöggvara Svt'a á þeim árum, Carl Milles. Síðar dvaldi Ásmundur nokkum tíma í Par- ís, en alkominn til islands kom hann árið 1929 og starfaði allt til dauðadags árið 1982. Bóndasonurinn úr Dölunum höfðaði einatt til náttúrunnar í verkum sínum, og hann taldi líka að náttúran ætti hlut í þeim sköpunarkrafti sem í verkum hans má finna. „Allar þessar myndireru vaxnar úr hafinu og Ijöllunum..segir listamaður- inn á einum stað í Bókinni um Ásmund. Vert er að benda fólki á að heimsækja Ásmundarsal og skoða verk Ásmundar, þau hafa aldrei svikið, enda var lista- maðurinn á heimsmælikvarða sem myndhöggvari. Opið er alla daga frá 10 til 16. Vor '93 í Hofnarfirði Sýningin Vor ’93 - Athafnadagar í Hafnarfirði, var opnuð með viðhöfn í gærdag. Sýningin verður opin fram á sunnu- dagskvöld. Verðurekki annað sagt en að þama er athyglisverð sýning á ferðinni, enda mun áhorfendur vart skorta næstu dag- ana. Greinilegt er að bölmóður hefur ekki haldið innreið sína til hafnfirskra fyrirtækja sem þama sýna. Menn eru hressir og ákvcðnir í að standa sig, þrátt fyrir tímabundinn samdrátt. Nærri KX) aðilar standa að sýningunni, sem er haldin í íþróttahöll FH við Kaplakrika á nærri 2 þúsund fermetra sýn- ingarsvæði Sýningin verður opin frá 12 til 22, á föstudag þó frá 17 til 22. Opið hús í Samvinnu- húskólanum Starfsemi Samvinnuháskólans í Bifröst verður kynnt á opnu húsi í skólanum á sunnudaginn milli 13 og 16. Þá verður sýnt á sama tíma nýtt hús Nemendagarða Sam- vinnuháskólans, sem leysa úr brýnni þörf. Væntanlegir umsækjendur um skólavist sem og aðrir áhugamenn eru sérstaklega hvattir til að koma og heim- sækja skólann þennan dag. Hagstæð vöruskipti Hagstæður vöruskiptajöfnuður milljarðar, en útflutningur nam 8,9 ársins og þeir dregnir saman, kemur í skiptunum við útlönd og nemur hann náðist í marsmánuði síðastliðnum, milljörðum króna. Er afgangurinn í ljóst að útflutningur nemur 20,8 millj- 3,3 milljörðum króna, sem er 1,3 millj- eða upp á 2 milljarða króna. Inn mars svipaður og árið 1992. örðum króna, en innflutningur 17,5 örðum betri árangur en í fyrra. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Maki; börn og foreldrar alkóhólistans þurfa ekki síður á hjálp að halda til að komast út úr vítahringnum. Tekjum af sölu Álfsins verður varið til að efla aðstoð og meðferð fyrir aðstandendur alkóhólista Álfasala SÁÁ21.-23. maí 1993

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.