Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 25. maí 1993 ímiiiiiiii.wii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Kjarasamningar á koppinn Eftir talsverða óvissu í kjaramálum náðust samningar milli jiorra aðildar- félaga Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands Islands. Það er að vísu fyrst og ffemst fyrir tilstilli ríkisstjómarinnar sem samningar náðust. Þannig hefur ríkið tekið að sér að greiða fyrir samningana og sýnist sitt hverjum um ágæti þess. Fyrir stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi er það hins vegar afar mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem fylgir því að vera með lausa samninga. Það sem einkum hefur verið fundið að nýgerðum samningum er að ekki liggur fyrir nema að hluta hvemig ríkissjóður ætlar sér að fjármagna sitt framlag til samninganna. Kostnaður ríkisins vegna þeirra er talinn vera að minnsta kosti þrír milljarðar króna. Ýmsir hafa bent á að þessi auknu út- gjöld ríkissjóðs muni kalla á meiri lánsfjáreftirspum frá ríkinu sem stuðli aftur á móti að hærri vöxtum, en það gengur þvert á yfírlýst markmið ríkis- stjómarinnar og forsendur nýgerðra kjarasamninga. Um þessi atriði sagði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra m.a. á þingi iðnrekenda fyrir helgi. „Pessir samningar tókust á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjómarinnar um ýmsar ráðstafanir í efnahags- og atvinnumálum. Með þessari yfirlýsingu tekur ríkissjóður á sig nokkrar skuldbindingar til þess að tryggja stöðug- leikann og stuðla að kjarajöfhun. Þetta mun að sjálfsögðu gera ríkisfjármál- in enn erfíðari viðfangs en ella - en það er mat ríkisstjómarinnar að þess verði nú að freista að festa stöðugleikann í sessi um leið og aðilamir á vinnumarkaðnum og stjómvöld taka höndum saman um virka atvinnu- stefnu og nýsköpun í atvinnumálum.“ Við það tæki færi sagði Jón Sigurðsson ennfremur: „Það er afar mikilvægt að óvissu í kjaramálum verði nú eytt og friður tryggður á vinnumarkaði til loka næsta árs. Takist þetta aukast líkumar á lækkun vaxta á næstu mánuð- um því óvissan í kjaramálum hefur m.a. haldið vöxtunum uppi. Ríkisstjóm- in mun fyrir sitt leyti stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta, með markaðs- aðgerðum. Þar er mikilvægast að lánsfjárþörf hins opinbera verði haldið í skefjum. Næstu mánuði verður sigling þjóðarskútunnar vandasöm, milli skers og bám. Það ríður á miklu að samstaða náist um skynsamlegar leiðir til þess að tryggja sem áfallaminnsta för og atvinnu sem flestra við arðgef- andi störf.“ ✓ I yfirlýsingu ríkisstjómarinnar kemur frarn tímamótaákvörðun. Þar er boð- að, að til að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna samninganna verði settur skattur á fjármagnstekjur frá og með næstu áramótum. Þar er miðað við 10% skatt á nafnvexti sem innheimtur verði í staðgreiðslu. Fjármagns- skattur er og hefur verið eitt af baráttumálum Alþýðuflokksins þannig að fólki sé ekki mismunað eftir því með hvaða hætti það aflar tekna sinna. Að vísu hefur verið deilt um hvort rétt sé að nota nafnvexti sem skattstofn en gangi spár eftir um afar lága verðbólgu í næstu framtíð skiptir í raun litlu hvort miðað er við raunvexti eða nafnvexti. Á óðaverðbólgutímum fyrri ára hefði slíkt hins vegar verið óhugsandi. Til sérstakra atvinnuskapandi aðgerða ætlar ríkið sér að verja tveimur milljörðum króna á þessu ári og hinu næsta. Þá mun ríkisstjómin greiða niður tímabundið frá og með næstu mánaðamótum verð á tilteknum kjöt- vörum og mjólkurafurðum eða sem jafngildir því að þær beri 14% virðis- aukaskatt en VSK á matvæli verði síðan lækkaður niður í 14% frá og með næstu áramótum. Þetta mun leiða til um 3,5% til 5% lækkunar á viðkom- andi kjötvörum en um 8,4% á mjólkurvörum um næstu mánaðamót skili lækkunin sér út í verðlagið. Þótt deila megi um hvort nýtt skattþrep og lækkun mætvælaverðs komi hinum tekjulægri sérstaklega til góða er ljóst að víðast í nágrannaríkjum okkar er skattur á matvæli lægri en almennt gildir. Með þessu ætti því að fást raunhæfari samanburður á matvælaverði hér á landi og löndunum í kring. Eins og staða þjóðarbúsins og atvinnulífsins er nú háttað var ekki hægt að búast við öðru en talsverð ósátt yrði um kjarasamninga hvemig svo sem þeir yrðu í endanlegri mynd. Ríkissjóður stendur frammi fyrir miklum vanda en vissulega var talsverðu til fómandi til að koma á kjarasamningum og tryggja þannig stöðugleika í efnahagslífínu, samhliða eflingu atvinnu- lífsins og það að tryggja frið á vinnumarkaði. Pólitískur jaðrakan Guðni Ágústsson hefur jafnan þótt af- bragð annarra manna í Framsóknarflokkn- um. Hann er maður ekki einhamur, og læt- ur sig ekki muna um það að stjóma Bún- aðarbankanum með harðri hendi, þar sem hann er formaður bankaráðsins, meðfram því að vera með at- kvæðamestu mönnum stjómarandstöðunnar. Hann hefur aldrei kosið að feta al- faraleiðir, heldur lítur á það sem hlutverk sitt í lífínu að fara gegn straumn- um einsog lax- inn í jökulám undirlendis Suðurlands, og freista þess að snúa tíðarandan- um. Þetta þekkja þeir vel, sem vom samvistum við Guðna á sokkabandsárum hans. Á meðan æska Evrópu safnaði síð- um haddi og reisti sér brotgjama minnis- varða úr skammlífum götuvígjum á stræt- um Parísar og Berlínar tamdi Guðni sér háttu fommanna, og tókst á hendur það verk að blása lífi í kulnandi glæður ung- mennafélagsins Baldurs í Hraungerðis- hreppi. Fyrir það verður Guðna lengi minnst meðal þeirra, sem unna fortíðinni og horf- inni frægð. í Hraungerðishreppi er hann óskoraður foringi, og ekki í líkt því eins mikilli útrýmingarhættu og fuglinn jaðr- akan, sem einsog Guðni á sitt tryggasta af- drep í holtum og mýmm þar um slóðir, þar sem mýrarrauðinn vellur upp úr jörðinni. Hver man nú lengur Rudi Dutschke og aðra löngu gleymda foringja byltingar- æskunnar í Evrópu? Þeir em giska fáir. Aftur á móti minnast aldraðir forkólfar ungmennafélagsins Baldurs sonar Ágúst- ar frá Simbakoti með hlýju íyrir að hafa tekið að sér björgun félagsins árið 1968, þegar önnur æska taldi sér skyldara að bjarga heiminum. Sunnlendingar em vanir stórmennum, en þeir em líka nægjusamir. Fyrst ekki er völ á Gunnari á Hlíðarenda una þeir glað- ir við Guðna Ágústsson og Eggert Hauk- Vaxtaglíman Framsóknarmenn þekkja það best allra, að Guðni Ágústsson tekst óhikað á við hið ómögulega. Þegar Steingrímur Her- mannsson varð forsætisráðherra í síðustu ríkisstjóm heimtaði hann að bankamir lækkuðu vexti, - ef ekki með góðu, þá með illu. Við þessu brást formaður bankaráðs Búnaðarbankans ókvæða. Yfir- lýsingar hans í fjölmiðlum á þeim tíma bára þess glögg merki að hann taldi for- mann Fram- sóknarflokks- ins hafa lítið vit á fjár- málum, og þó sýnu minnst á v ö x t u m . Vitanlega hafði hann rétt fyrir sér. Það er síðan til marks um sannfæringarkraft Guðna Ágústssonar, að þjóðin er nú öll sömu skoðunar og hann. Hún er sannfærð um að Steingrímur Hermanns- son haft nákvæmlega ekkert vit á vaxta- málum. Þannig tókst Guðna það sem eng- um hafði fram að því tekist, - að sýna þjóðinni fram á vitleysuna í formanni Framsóknarflokksins. Þessu undi Stein- grímur stórilla, enda hefur það loðað við hann síðan. Frægt er, þegar hann á glaðri stundu vildi í skjóli náttmyrkurs í afkima þing- hússins við Austurvöll sýna hinum unga þingmanni hver það væri, sem þrátt fyrir allt hefði undirtökin í Framsóknarflokkn- um. Formaðurinn hugðist þá leggja fyrrverandi oddvita ungmennafélagsins Baldurs í móðurætt á þinggólfið með brögðum þeirrar íþróttar sem Hermann Jón- asson, hand- hafi Islands- beltisins í g 1 í m u , kenndu hon- um á bemsk- um aldri. En Guðni Ágústsson hafði ekki einungis þjálfað vel fang- brögð glímunnar á fundum æskunnar í Hraungerðishreppi; hann var einnig glímnastur félaga sinna á Hvann- eyri, þar sem hann nam þau fræði sem kennd eru við fjós og mykju. Á ráðs- mannstíð sinni að Hamri í Mosfellssveit átti hann líka til að taka eina bröndótta ef svo bar undir. I Guðna fann því afsprengi frægasta glímukóngs þingsögunnar ofjarl sinn, og það var Steingrímur sem um síðir kannaði gólffjalir þinghússins. Ættboginn frá Simbakoti á Bakk- anum, og síðar Brúnastöðum, kann nefnilega ekki síður að glíma en pólit- ískir Stranda- menn. Þ a r m e ð hafði Guðni Ágústsson enn einu sinni lagt kappann, og nú í bókstaflegum skilningi. Stein- grími líkaði illa, og þó sýnu verst að í stað þess að láta kné fylgja kviði kippti formaður bankaráðs for- ingja sínum jafnharðan á fætur og dustaði af honum gamalt ryk. Síðan hefur það ver- ið hlutskipti sonar bændahöfðingjans af Brúnastöðum að dusta gamalt ryk af for- manni Framsóknarflokksins þegar vaxta- málin eru annars vegar, og kippa honum annað slagið á fætur. Flugskeyti Búnaö- arbankans Enn heldur nú Guðni Ágústsson uppteknum hætti, og fetar nýjar slóðir. Hann er stoltur af Búnað- arbankanum, og gleðst með réttu yfir því hversu miklu betur bankinn hefur haldið á spöð- um sínum en aðrir bankar. Eggert Haukdal er að sönnu annarr- ar skoðunar; hann telur það Búnaðarbank- anum helst til vansa að Guðni skuli þar standa í fyrir- rúmi, og taldi það eina kost einka- væðingarhugmynda Jóns Sigurðssonar, að með þeim væri hægt að losna við Guðna. Eggert er raunar maður hins einfalda skilnings, og mun hafa reifað það í stjóm- arflokkunum hvort ekki væri einfaldara til samkomulags að einkavæða bara Guðna, en halda Búnaðarbankanum í ríkiseign. Guðni sá hins vegar við báðum, Jóni og Haukdal; hann siturenn, og Búnaðarbank- inn hefur nú sannað það svo ekki verður um villst, að hann mun lengi njóta fram- sýninnar úr Simbakoti og þeirrar áráttu, sem Guðni Ágústsson deilir með sauð- kindinni, að vilja fara ótroðnar slóðir. Nú er semsagt komið á daginn, hvers- vegna vegur Búnaðarbankans hefur vaxið svo sem raun ber vitni. Auk annarra eðlis- kosta hefur formaður bankaráðsins við- skiptalegt hugmyndaflug langt umfram aðra dauðlega menn. Þegar kommúnism- inn hmndi skildi hann af augabragði, að um leið myndu opnast ótal möguleikar fyrir Búnaðarbankann í austurvegi. Fyrr en varði var Búnaðarbankinn far- inn að aðstoða gerska við að koma í lóg dóti, sem ekki var lengur þörf fyrir til að halda aftur af kúguðum þjóðum í austri. Meðal þess sem sérlegur starfsmaður þessa verkefnis vann að í nafni Búnaðar- bankans var að finna kaupendur fyrir varahluti í skriðdreka, flugskeyti, auk þess sem einnig var boðið upp á úraníum. En einsog þjóð veit, þá er úraníum notað í kjamorkusprengjur, - en að vísu fékkst ekki fullkominn botn í það hvort gæði vör- unnar, sem starfsmaður Búnaðarbankans falbauð um veröld víða, væru af þeim kal- íber að hægt væri að búa til almennilega bombu úr góssinu. Glöggir menn gátu sér hins vegar til, að fyrir þessa hugkvæmni myndi Guðni Ág- ústsson fyrir hönd Búnaðarbankans í senn vinna til Útflutningsverðlauna forseta íslands, og Bjart- sýnisverðlauna Bröstes. Að sönnu vafðist það nokkuð fyrir Búnaðar- bankanum að finna kaupendur að þessum stríð- stólum, enda válegir friðar- tímar upp runnir. Ekki tókst að koma flugskeytunum í lóg á Suðurlandi, enda tímanna tákn að Eggert Haukdal hefur lýst yfir friði við séra Pál á Bergþórshvoli. Sem betur fer fyrir umbjóðendur Búnað- arbankans tókst þó að finna afdankaða herforingjastjóm í Perú, sem ekki hefur enn fengið fregnir af því að friður er brost- inn á í heiminum. Hinum borðalögðu gen- erálum stendur vitaskuld mikill stuggur af vopnlausum indjánaþjóðum, sem þeir hafa kúgað um árabil, enda aldrei að vita nema þær fylgi í fótspor Rússa og annarra sem bjuggu undir ánauð gráðugra stjóm- arherra, og heimti lýðræði. Þeir töldu því vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig, og birgja sig upp úr vopnabúri Búnaðarbank- ans. Því miður klúðraðist samningurinn áður en af honum varð. Bankaeftirlitið, sem ævinlega er til óþurftar hugmyndaríkum bankamönnum einsog Ármann í Ávöxtun fann óþyrmilega fyrir á sínum tíma, taldi að Guðni Ágústsson og Búnaðarbankinn hefðu farið út fyrir verksvið sitt með því að miðla hergögnum milli heimsálfa. Síð- an hefur það gerst, að oddviti generálanna í Perú hefur farið í tugthúsið, þó ekki sé enn upplýst hvaða þátt Guðni Ágústsson á í því. Allt bendir því til þess, að Búnaðar- bankinn og Guðni sitji uppi með vopna- búrið, þó enginn hafi ennþá fundið flug- skeytin eða úraníumið þrátt fyrir ítrekaða leit í hvelfingum bankans. Svo virðist því sem eina von bankans til að koma í lóg vopnabirgðum Sovétmanna sé að Eggert Haukdal og séra Páll á Bergþórshvoli komi sér upp nýjum ófriði...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.