Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 8
L#¥¥# .. alltaf á miövikudögum MÞY9U6UBIÐ Þriðjudagur 25. maí 1993 76 TOLUBLAÐ - 74. ARGANGUR L#TT# alltaf á nnövikudögmn SVIJTTFRETTIR Æ^aponi, SSd MN ol toWjyo «?£SsSSsff2w2s MssíK aiSiSSMj^Ssils lc. ehemleak crytíal. «ta). Allt löðrandi í vopnasölu- tilboðum Það er ekki bara Búnaðarbanki íslands sem fengið hefur gott tilboð um vopnasölu. Svo virðist sem við- skiptaheimur fslands sé löðrandi í slíkum tilboðum. Her- bert Guðmundssonhjá Verslunarráði Islands segir að tilboðum eins og því sem Búnaðarbankinn tók alvarlega hafi alllengi verið dreift um allan heim, jafnt til samtaka í viðskiptalífi og til fyrirtækja af öllum toga, sem koma að milliríkjaviðskiptum. „Þessi vopnasala er nú rekin op- inberlega af skráðum rekstraraðilum í þessum ríkjum eins og hver önnur verslun, rétt eins og er og hefur verið óralengi víða annars staðar í heiminum. Vísa má meðal annars til þess að opnar vopnasölusýningar eru nú haldn- ar að minnsta kosti í Rússlandi, sem eru kynntar á al- þjóðavettvangi", segir Herbert. Segir hann upplýsingar um möguleika á beinum viðskiptum við skráð fyrirtæki í Austur-Evrópu fyrir hendi. Hefur einhver áhuga? Brennu-Flosi nýtir land- búnaðarplastið Framundan er að safna saman öllu landbúnaðarplasti á Suðurlandi, líklega getur það orðið 250 tonna haugur. Verður drasiið einkum flutt með Heijólfí til Vestmanna- eyja þar sem nýstofnað byggðasamlag Eyjamanna nýtir plastið sem orkuefni. Þá er í athugun að nýta hluta plasts- ins hjá nýstofnuðu fyrirtæki með skemmtiiegt nafn, Brennu-Flosa hf. að Svínafelli í Öræfum og er fyrirtæk- ið að gangsetja sorporkustöð sem á að kynda sundlaug staðarins. Um 900 tonn af plasti faila til hjá bændum ár- lega og því um þarft verk að ræða. Umhverfisráðuneyt- ið, Stéttarsamband bænda og Samband íslenskra sveitar- félaga standa fyrir þessu átaki ásamt Sambandi sunn- lenskra sveitarfélaga. Útgjöldin koma úr vasa skattgreið- enda. Kjartan kosinn formaður Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu íslands var kjörinn stjómarfor- maður Félags íslenskra ferðaskrifstofa á aðal- fundí félagsins í síðustu viku. Meðstjómendur em Hörður Gunnars- son, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar og Böðvar Valgeirsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Atl- antik. Leðurblaka í Perlunni Félagar úr Leikfélagi Akureyrar koma fram í Perl- unni í kvöld og syngja nokkur lög úr hinni vinsælu óper- ettu, Leðurblökunni, sem gengið hefur og gengið nyrðra seinnipart vetrar. Án efa munu matargestir á hinum eðla veitingastað kunna vel að meta list jteirra Ingibjargar Marteinsdóttur, Aðalsteins Bergdal, Jóns Clarke og Richard Simm. Markús skýrir sitt mál Borgarstjórinn í Reykjavík útskýrði sitt mál varðandi Hótel Borg, strax og hann kom til landsins frá Svíþjóð á föstudag. Hann segir að hann haft viljað benda á Hótel Borg sem vænlegan viðskiptaaðila eftir góðar breytingar á húsnæðinu, en auk j>ess benti hann á að Hótel Borg hef- ur verið afsíðis í viðskiptum við Reykjavíkurborg. Þar hafa einkum setið að kjötkötlunum Oðinsvé, Viðeyjar- stofa, Perlan og Hótel Saga. Á íjögurra ára tímabili hafa viðskiptin við Brauðbæ/Oðinsvé og Viðey verið um 17 milljónir, en 13 við Perluna frá því hún opnaði, en 10,6 við Hótel Sögu. Hótel Borg hefur aftur á móti aðeins fengið viðskipti fyrir 563 þúsund krónur á þessu tímabili, minnst veitingahúsanna. Fulltrúar minnihlutans í borgar- stjóm bókuðu að með greinargerð sinni væri borgarstjóri að draga til baka bréf sitt til 46 forstöðumanna borgar- stofnana um að beina viðskiptunum til Hótel Borgar. S Hagdeild ASI um bankana Halda uppi mjög háu vaxtastigi vextir í íslenska bankakerfinu hlutfallslega þeir hœstu í hinum vestrœna heimi miðað við vexti á ríkisskuldabréfum Framferði bankanna undan- farin misseri er með þeim hætti, að þeim virðist ekkert varða um þjóðarhag. Það virðist sama hvaða samkomulag við gerum við þá eða hvernig ávöxtunarkrafa á markaði þróast, þeir eru stað- ráðnir í því að halda uppi mjög háu vaxtastigi til þess að bæta sér upp mistök í lánveitingum á und- anförnum árum“, segir í m.a. í til- kynningu frá Hagdeild ASI vegna gagnrýni ýmissa fulltrúa bank- anna um að nýgerðir kjarasamn- ingar stuðli að vaxtahækkun. ASI segir að „nafnvextir á al- mennum skuldabréfum hafi verið óhemju háir undanfama mánuði, þrátt fyrir að verðbólga fari lækk- andi. Bankamir hafa afsakað þetta með tilvísun til þess að mikil óvissa ríkti um framvindu verðlagsmála vegna þeirrar óvissu sem væri um gerð kjarasamninga." Nú hafi henni verið eytt og því að vera svigrúm til að lækka nafnvexti um 2,4% að jafnaði. Þá kemur fram hjá Hagdeild ASÍ að raunvextir á almennum skulda- bréfum séu háir eða um 9,2% þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa ríkisverð- bréfa á eftirmarkaði hafi lækkað undanfarið niður í 7%. Þá segir: „Hins vegar má spyija sig að því hvort það sé eðlileg viðmiðun að nota ávöxtunarkröfuna á 5-8 ára rík- isskuldabréfum sem gmndvöll að öllu vaxtakerfi bankanna eins og hér er gert? Fullyrða má að hvergi ann- ars staðar í heiminum er þessu þannig háttað og að vextir í íslenska bankakerfinu séu hlutfallslega þeir hæstu í hinum vestræna heimi mið- að við vexti á ríkisskuldabréfum. I Bandaríkjunum em vextir á 5 ára ríkisverðbréfum t.d. 6,5% en LI- BOR vextir (skammtímavextir í bönkum) em um 3%.“ V I K I M G A imm Vinningstölur VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING D 6 af 6 1 (á ísl. 0) 21.085.000 0 5 af 6 +bonus 1 1.486.682 m 5 af 6 5 61.456 □ 4 af 6 332 1.472 m 3 af 6 +bónus 953 221 Aðaltölur: 7 H^r.5 17/(22/(29 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 23.578.279 á Isl.: 2.493.279 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 4S1 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Vinning iaugard ctölnr OLUIUI aqinn: 22- maí 1993 VINNINGAR FJÖLDI ViNNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 11 5 af 5 2 2.726.729 0 +4af5 2 273.896 m 4 af 5 167 5.658 m 3 af 5 4.875 452 Aðaltölur: 23 28 30 BONUSTALA: Heildarupphæð þessa viku: kr. 9.149.636 UPPLYSINGAR, SIMSVARI91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 Bæjarskrifstofur Garðabæjar hafa fengið nýtt símanúmer 85 oo

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.