Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 1
 Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík: NÝGERÐIR KJARASAMNINGAR HARKALEGA GAGNRÝNDIR - í ályktunfrá stjórninni og þingflokkur Alþýðuflokksins hvattur til að taka ekki stórar ákvarðanir um grundvallar atriði í kenningum jafnaðarmanna án samráðs við flokksstjórn. neyslu úr ríkissjóði eigi að tryggja alþýðu lífsgæði. Ríkissjóði, sem meðal annars hefur burði til að tryggja að allir njóti heilbrigðisþjónustu án tillits til greiðslugetu, að allir geti notið menntunar án tillits til greiðslugetu og að allir geti notið almannatrygg- inga, sem tryggja afkomuöryggi al- þýðu. Með vísun til ofangetinna atriða þá beinir stjóm FAR því til þing- flokks Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands, að hann taki engar stórar ákvarðanir um þau, án samráðs við flokksstjóm.“ Það eru ekki allir sem ákaft fagna nýgerðum kjarasamning- um. ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur ör- uggar heimildir fvrir því að inn- an beggja ríkisstjórnarflokkanna séu uppi háværar gagnrýnis- raddir. Raddir sem segi samning- ana alltof dýru verði keypta. Tvennt rennir stoðum undir það að þessi gagnrýni sé þó nokkur. Annars vegar hefur Davíð Odds- son í fjölmiðlum eftir samnings- gerðina hvað eftir annað varið „fórnarkostnaðinn“ af kappi og sagt hann stöðugleikans virði. Hins vegar er það ályktun sem stjórn Fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Rcvkjavík (FAR) samþykkti á skyndifundi sínum síðastliðinn fimmtudag (20. maí). Það var Birgir Dýr- fjörð sem bar ályktunina upp og var hún samþykkt samhljóða eft- ir nokkrar umræður. Greinilegt er að ríkisstjórnin er ekki enn bú- in að bíta úr nálinni með Jjessa nýgerðu kjarasamninga. Alykt- un Fulltrúaráðsins fer hér á eftir í heild sinni: „Ef hugmyndir þær, sem nú em uppi um skerðingu á tekjum rfkis- sjóðs um tvo til þrjá milljarða ná Birgir Dýrfjörð: Höfundur álvktun- arinnar sem stjórn FAR samþvkkti samhljóða á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag (20. maí). fram að ganga þá óttast stjóm FAR mjög að af hlytist slíkt svöðusár á velferðarkerfinu, að erfitt yrði um að binda og ekki myndi heilt gróa nema á mörgum árum. Stjóm FAR varar við skerðingu á tekjum ríkissjóðs af þeirri stærðar- gráðu, sem nú er rætt um, og óttast að með henni yrði vegið að burðum ríkissjóðs til að rísa undir þeim grundvallar atriðum í kenningum jafnaðannannaflokks, að með sam- Umdeild Nautaveisla kúabœnda: VERÐLÆKKUN EÐA... Nautaveisla, nefnist nýjung frá nautgripabændum og er hún afrakstur sölu- og gæða- átaks á þeirra vegum. „Lægra verð og aukin gæði“, eru ein- kunnarorð átaksins og að sögn aðstandenda þess er með því verið að koma til móts við neytendur um gott nautakjöt á sérstöku tilboðsverði. Þetta er magnpakkning, 6 kfló af ham- borgurum, gúllasi og hakki sem þeir segja um 30% ódýr- ara en sambærilegt kjöt. Jó- hanncs Gunnarsson formaður Ncvtcndasamtakanna: „Ég hlýt að fagna aukinni sam- keppni. Þó er það miður að ákveðnar verslanir skuli ekki vera með.“ Hagkaup em ekki með Nauta- veisluna í búðum sínum. Jón Ás- bergsson forstjóri: „Við skoðuð- um þennan kost þegar okkur var kynntur hann en fannst þetta ekki spennandi.“ Jóhannes Jóns- son í Bónus selur kjötið ekki heldur: „Ég, sem neytandi, myndi aldrei borga 1300 krón- um hærra verð fyrir kjöt bara vegna þess að það er í einhveij- um fínum pappakassa.“ Helga Guðrún Jónasdóttir hjá Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins: „Ef hann [Jóhannes í Bón- us] getur boðið upp á sambæri- legt kjöt í verslunum sínum fyrir 1300 króna lægra verð, þá er það bara gott. Mér finnst þessi af- staða Hagkaups skrýtin. Þetta er einskonar forval hjá jteim. Þeir em þama að velja fyrir neytend- ur fyrirfram." SJÁ BLAÐSÍÐU 5. Gro með íslenskum krötum Gro Harlem Brundtland, eiginmaður hennar, Arne Olaf Brundtland, og fylgdarlið norska forsætisráðherrans, gáfu sér stund til að hitta íslenska krata að máli í blíðviðrinu á föstudaginn var. Attu menn skemmtilega stund saman á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti. Á mvndinni eru þau norsku forsætisráðhcrrahjónin ásamt Kannveigu Guðmundsdóttur og Jóni Baldvin Hannibalssvni. - Nánar á bls. 7. A-inynd E.Ól. Endurbygging Korpúlfsstaða: Kostnaða rá tlunin skot út fi lofftid Því hefur verið kastað fram að endurbætur á Korpúlfsstöðum vegna listamiðstöðvar þar muni kosta um 1.400 milljónir króna. „Mér sýnist sú tala vera skot út í loftið en borgin má alls ekki við því að lenda í öðru Perlu- eða Ráðhússævintýri“ segir Ólína / segir Olína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, því borgin megi ekki viðfleiri sem vill láta endurskoða kostnaðaráœtlunina Perlu- eða Ráðhússœvintýrum Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, sem lagt hefur fram tillögu um endurskoðun kostnaðaráætlunar vegna endurbyggingar Korpúlfs- staða. Tillaga Ólínu verður til af- greiðslu í borgarráði í dag. Þar er lagt til að fela borgarverkfræðings- embættinu að leggja fram endur- skoðaða kostnaðaráætlun áður en lengra verði haldið. „Mér finnst full ástæða núna til að staldra örlítið við og meta tilkostnaðinn og þann tíma sem það væntanlega tekur að end- urbyggja Korpúlfsstaði" segir Ólína. í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að könnuð verði mannaflaþörf við þær framkvæmdir sem fyrir- hugaðar eru að Korpúlfsstöðum. „Það er gert með hliðsjón af at- vinnuástandinu. Mér fmnst ekki hægt að taka eingöngu tillit til þess hve dýrar framkvæmdimar em, heldur einnig hversu atvinnuskap- andi þær em. Ég held að það sé nauðsynlegt að borgarráð átti sig á hvað þessi framkvæmd hefur að segja í því atvinnuástandi sem við nú búum við. Það er vitað að það hafa komið upp vandkvæði við endurbygging- una sem mun hafa áhrif á kostnað- inn og þann tíma sem verkið mun taka. Það er eitt af því sem gefur til- efni til að endurskoða bæði tíma- og kostnaðaráætlanir vegna fram- kvæmdanna á Korpúlfsstöðum", sagði Ólína Þorvarðardóttir í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverlisgötu 8-10, 101 Reykjavílc - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44 ............... - ■ : . Á,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.