Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. maí 1993 3 HEYRT, SÉÐ & HLERAÐ „Á næstunni munu fóstrur á Islandi ganga til atkvæðagreiðsiu um það hvort starfsheiti þeirra verður áfram fóstra eða hvort því verður breytt í leikskólakennari.“ (TIMINN) FRAMFARASKREF: FÓSTRUR GERAST LEIKSKÓL AKENN AR AR... „Á næstunni munu fóstrur á íslandi ganga til atkvæðagreiöslu um það hvort starfsheiti þeirra verður áfram fóstra eða hvort því verður breytt í leikskóla- kennari“, - Þessi stórtíðindi hafa heyrst annað slagið ífjölmiðlum upp á síðkastið. Nú síð- ast mátti sjá þau í TIMANUM síðastliðinn laugardag (22.05.1993.). ALÞÝÐUBLAÐ- IÐ hefur heyrt þvífleygt að þessi atkvœða- greiðsla komi aðallega til af því að síðan 1991 hefur yfirmaður leikskóla borið starfsheitið „leikskólastjóri" ogfóstrurnar vilja auðvitað ekki bera síður virðulegt staifsheiti. Nokkrar uppástungur AL- ÞÝÐUBLAÐSINS um virðuleg staifsheiti í fóstrustéttinni: Uppeldistœknir, deildar- stýra leikfanga, harnaþjálfi, leikstjóri, pössunarfrœðingur, yfirmaður þroska- ferlis... svona í tilefni góðs bissness, en ég afþakk- aði, það er svo eifitt að koma þeim í verft'... „Gunnar Þorsteinsson mun hafa rætt um sundlaugarferð sína nýverið og sagði að á sundstöðum „sýndu kvenmenn júgur sín og nakin læri“. (ALÞÝÐUBLAÐIÐ) „Á nokkrum vinnustöðum hafa verið afmörk- uð „ilmlaus svæði“ og nokkur fyrirtæki hafa gert umsækjendum um störf grein fyrir því að notkun ilmvatna líðist þar ekki.“ (MORGUN- BLAÐIÐ) mála sig. (4) Bannað að naglalakka sig. (5) Bannað að hafa munn óvarinn og snerta fólk berhentur vegna smithœttu. (6) Bannað að neyta nokkurs ilmsterks matar. (7) Bannað að hlusta á tónlist. (8) Bannað að vera í sömu fötum tvo daga í röð. (9) Bann- að að reykja útundir beru loft og hvað þá að aka híl. (10) Bannað að byggja mannvirki yfir fimm metra há vegna sjónmengunar. Hjálpi okkur allir heilagir, œtli ALÞÝÐU- BLAÐIÐ þœtti krœsilegur vinnustaður ef ritstjórnin yrði ilmlaus... SJÁLFSVÍG ✓ -eftir herra Olaf Skúlason, biskup Herra Ólafur Skúlason biskup íslands. Alþýðublaðið hefur vitnað í prédikun for- stöðumanns Krossins í Kópavogi, þar sem hann fer hörðum orðum um sjálfsvíg og meinta ábyrgð þjóðkirkjunnar á því, að slíkum ógæfuverk- um fer fjölgandi. Hefur blaðið beðið mig um við- brögð við þessari ásökun forstöðumannsins. Lífið er gjöf Guðs. Við berum ábyrgð á því frammi fyrir honum og eigum að ganga götu þess upplýst af vilja Guðs og í samfélagi við hann. Til þess að gera þetta mögulegt höfum við orð hans í Biblíunni og anda hans, sem gerir kirkj- una að samfélagi heilagra, það er þeirra sem þiggja útvalningu Guðs. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það, að það er í móti vilja Guðs að taka líf, drepa, og er þá eigið líf síst undan- skilið. Sorglegt er það, þegar sjálfsvíg eiga sér stað og snertir alla enn dýpra en jafnvel slys og ótímabær dauði af völd- um sjúkdóma. Rætt hefur verið um orsakir sjálfsvíga og er ekki vafi á því, að enginn grípur til slíkra örþrifaráða nema allt sé svart í kringum hann, svo að enginn vonar- bjarmi nær að leika um viðkomandi og líf hans. Slíkur maður á bágt og sama til- fínning hlýtur að leita á eftirlifandi ást- vini og þá með slíkum þunga, að vart má undir rísa, þegar spumingar gerast ásæknar um orsakir og hvort unnt hefði verið að koma í veg fyrir þá uppgjöf, sem leiddi til sjálfsvígsins. Ég tel það af hinu illa að hafa uppi harðorða dóma, hvort heldur er um lif- andi fólk eða látið. Dómharka verður í þessu tiltekna dæmi að áfellingu og þess mun síst þörf, þegar svo hefur syrt að, að örvænting fylgir. Og sem betur fer er það Guð en ekki fulltrúar hans, sjálfskip- aðir eða valdir með öðrum hætti, sem eiga að taka að sér að dæma í nafni Guðs. Og síst skyldi gleyma náð hans eða friðþægingardauða Krists, sem lét líf sitt fyrir alla, líka ræningja á krossi. Kirkjan vill því koma til móts við þá, sem eiga um sárt að binda vegna sjálfs- vígs einhvers nákomins, og nær slík um- hyggja þá ekki aðeins til næsta ástvina- hrings, heldur í mörgum tilfellum einnig til byggðarlagsins alls eða hluta þess. Að auka á sársauka, hugsanlegar sjálfsásak- anir og vonbrigði með dómhörku er ekki í anda Jesú, sem bauð þeim, sem synd- lausir eru að kasta fyrsta steininum. Olafur Skúlason. Sigurbjörn Bárðarson: „Ég þurfti að skipta nokkrum kúm og kálfum, sem ég hafði eignast í verslun, fyrir hross. Þarna fóru frám all- frjálsleg viðskipti". (DV) GÖMLU, GÓÐU VÖRUSKIPTIN: SELDIHROSS FYRIR KÝR, KÁLFA OG SVÍN... „Eftir hádegi lét ég mig hverfa frá þar sem ég þurfti að sinna brýnum erindum fyrir austan fjall. Ég þurfti að skipta nokkrum kúm og kálfum, sem ég hafði eignast í verslun, fyrir hross. Þarna fóru fram allfrjálsleg viðskipti því auk þessa höfðu mér áskotnast nokkrar gyltur sem fylgdu með í kaupunum sem gerð voru“, - segir hrossajöfurinn Sigurbjörn Bárð- arson meðal annars í „Dagur í lífi“ -dálkin- um sem er fastur liður í laugardagsblaði DV. Þetta sýnir að það er alveg á hreinu að gamla, góða vöruskiptaaðferðin t viðskipt- um lifir enn piýðilegu lífi og þá sérstaklega á meðal þess þjóðflokks sem hér á landi gengur undir viðurnefninu „hestamenn". Spurningin er þessi: Hvað skrifaði Sigur- björn í viðskipta-dagbókina sína um þessi tilteknu viðskipti? „/ dag seldi ég Gvendi á Hóli Grána 6578 og fékk í staðinn þrjár kýr: Huppu, Auðhumlu og Skjöldu, tvo kálfa: Baldur bola og Kalla kálf og þrjár vœnar gylturfylgdu með í kaupbœti. Bónd- inn bauð mér börnin sín í extra-kaupbœti, KROSSINN: GUNNAR KALLAÐUR ÓSMEKKLEGUR OG TAKTLAUS HRÆSNARI... „Gunnar Þorsteinsson mun hafa rætt um sundlaugarferð sína nýverið og sagði að á sundstöðum „sýndu kvenmenn júg- ur sín og nakin læri“. Sundlaugaiðkun væri einungis til þess fallin að auka á girnd og losta fólks! Varaði hann hlust- endur sína eindregið við að leggja vana sinn í að sækja slíka staði“, - segir í frétt í ALÞÝÐUBLAÐINU síð- astliðinn fimmtudag (20.05.1993.) þar sem haldið er áfram að fjalla um vœgast sagt furðulegar predikanir Gunnars Þorsteins- sonar. í sömu frétt kemur fram að Ólafi Skúlasyni hiskupi finnist yfirgengileg orð prédikarans um kirkjulega meðferð þeirra sem framið hafa sjálfsmorð. Einnig kemur fram í fréttinni að lesendur ALÞÝÐU- BLAÐSINS hafi hringt inn og sagt þá skoð- un sína að orð prédikarans um þessi mál- efni hafi verið með ólíkindum ósmekkleg, takllausjátt annað en hrœsnin ein og préd- ikarihn ætti sér undarlegan og vondan guð. Já, þeir þwfa aðfara passa sig á kjaftœð- inu í sérþessir sértrúar-prédikarar... OFSTÆKI: FYRST KOMU REYKLAUSIR VINNUSTAÐIR, SÍÐAN ILMLAUSIR... „Veitingahús, hótel og kirkjur hafa reynt að aðskilja þá sem anga af ilmvatni og þá sem vilja vera lausir við megunina. Á nokkrum vinnustöðum hafa verið af- mörkuð „ilmlaus svæði“ og nokkur fyr- irtæki hafa gert umsækjendum um störf grein fyrir því að notkun ilmvatna líðist þar ekki“, - segir í frétt á forsíðu MORGUN- BLAÐSINS síðastliðinn sunnudag (23.05.1993.). ífiéttþessari kemurfram að þetta séu afleiðingar baráttu ofnœmissjúk- linga gegn óhóflegri notkun ilmvatna á al- mannafœri og það hafi verið hið virta dag- blað Wall Street Journal sem fyrst hafi vakið athygli á þessu „vandamáli". Það er margt skrýtið í kýrhausnum. A nœstu árum eiga sjálfsagt fieiri bannöfgar eftir að líta dagsins Ijós. 10 handahófsdœmi AL- ÞYÐUBLAÐSINS um álitleg framtíðar- bönn vegna sjón-, lyktar-, ilm- og snerti- mengunar: (1) Bannað að mœta ótann- burstaður í vinnuna. (2) Bannað að nota hársprey ög þess háttar. (3) Bánnað að Nýsköpun er nauðsyn Fundur á Akureyri Ræðumenn verða Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Sveinn Hannesson, Félagi ísienskra iðnrekenda og Geir A. Gunnlaugsson, Marel hf. Fundurinn er öllum opinn en höfðar einkum til þeirra, sem láta sig varða atvinnumál. Fjallað verður um aðgerðir og verkefni til að styðja við frumkvæði í nýsköpun. Fundartími: 27. maí 1993 kl. 20.30. Fundarstjóri: Ásgeir Magnússon. Staður: Hótel KEA. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. Geir A. Gunnlaugsson, Marel hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.