Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 4
4 Jón Sigurðsson á Iðnþingi 21. maí 1993. Þriðjudagur 25. maí 1993 Efling atvinnu er RÆKTUNARSTARF Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra koma víða við í ræðu sinni á Iðnþingi síðastliðinn föstudag. Alþýðu- blaðið birtir hér hluta af ræðu Jóns þar sem hann ræðir um hvernig efla megi at- vinnu hér á landi og hvaða hlutverki iðn- aður gegnir í því sambandi. Þá kemur hann inn á nýgerða kjarasamninga og skýrir stefnu stjórnvalda til að efla hér atvinnulífið. „Þið hafið valið þingi ykkar kjörorðin: Iðnaður gegn atvinnuleysi. Undir þau orð vil ég sterklega taka. Það er nú brýnasta verkefni í íslenskum þjóðmálum að tryggja örugga atvinnu nú og í framtíðinni. Forystumenn íslensks iðnaðar hafa gert sér Ijóst að efling atvinnu er ræktunarstarf en ekki áhlaupaverk þar sem málið er leyst í eitt skipti fyrir öll. Það þarf þolinmæði og þrautseigju til að takast á við þá erfiðleika sem nú steðja að íslensku atvinnulífi, erfið- leika sem að mjög miklu leyti em utan áhrifasviðs Islendinga sjálfra. Iðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af þeim andbyr sem nú setur svip sinn á þjóð- arbúskapinn. Islenskur iðnaður starfar að langmestu leyti fyrir innanlandsmarkað. Þegar saman fer afturkippur í þjóðarút- gjöldum heima fyrir og erfiðleikar á út- flutningsmörkuðum vegna efnahagslægðar í umheiminum er ekki að sökum að spyrja: Sala og framleiðsla dregst saman og verk- efnaskortur gerir vart við sig. Iðnaðarmenn hafa bmgðist af hyggindum og hagsýni við þessum vanda, hagrætt í rekstri, einfaldað og sameinað fyrirtæki, fundið nýjar leiðir á þröngum markaði. Það er athygiisvert að þrátt fyrir almenna erfiðleika var afkoma iðnaðarins í heild með besta móti árin 1990 og 1991 en slaknar svo 1992 og á þessu ári þegar andbyrinn herðir enn. íslenskur iðn- aður hefur herst í erfiðleikum undanfarinna ára. Þegar hagsveiflan stefnir upp á við á ný mun hann búa að þeim skipulagsumbótum sem gerðar hafa verið á erfiðu ámnum. Hvernig eflum við atvinnu best ? Þegar kreppa steðjar að reynir á hæfileika samfélagsins til endumýjunar. Nú er sann- arlega endumýjunar þörf í íslensku atvinnu- lífi. Við erum við nýtingarmörk mikilvægra fiskistofna og efnahagur umheimsins býður engar greiðar leiðir til nýtingar orkulind- anna. Þess vegna er svo mikilvægt að við eflum iðnað og þjónustu sem byggir á verk- hæfni og hugviti. Það er hlutverk stjóm- valda að skapa heilbrigt starfsumhverfi fyr- ir slíka þróun - - undirbúa jarðveginn svo þarspretti lífvænlegar jurtir. Fyrst og fremst þurfa að ríkja sanngjam- ar, stöðugar og frjálslegar leikreglur í at- vinnuljfi og viðskiptum. Við tryggjum stöðu Islands í viðskiptakerfi heimsins með aðild að EES og nýju GATT til að tryggja góð viðskiptasambönd við önnur lönd. Við þurfum gott menntakerfi í góðum tengslum við atvinnulíf og rannsóknastarf bæði heima og erlendis. Mönnum verður stöðugt betur ljóst að hlutur smáfyrirtækja og fmmkvöðla í at- vinnulífinu sjálfu er mjög mikilvæg upp- spretta nýsköpunar. Þá er ekki sfst að finna í ykkar röðum. Það þarf að hlúa að nýsköp- un í smáiðnaði og þjónustu og laða fram vilja hjá fólki til að stofna fyrirtæki á eigin ábyrgð. Meðal annars þarf áherslubreyt- ingu í menntakerfinu til þess að búa fólk undir starf á eigin vegum fremur en hjá öðr- um. Við þurfum að tengja betur saman verk- nám og vinnustaði. Það er engum vafa und- irorpið að þær þjóðir sem ríkasta áherslu leggja á iðnnám tengt fyrirtækjunum hafa náð bestum efnahagsárangri. Við þurfum að flétta saman það besta úr gamla meist- arakerfinu og því nýja sem upplýsinga- tækni nútímans býður. Stefna stjórnvalda Á sama tíma og fyrirtækin hafa verið að taka til hjá sér til að takast á við erfiðleikana hafa stjómvöld - ríkisstjóm og Alþingi - einmitt gert þaðjama. Á þinginu sem lauk í byrjun þessa inánaðar voru gerðar víðtæk- ari og jákvæðari breytingar á starfsskilyrð- um fyrirtækja á Islandi en nokkm sinni fyrr. 1. Ég nefni fyrst samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið sem staðfestur var fyrr í þessum mánuði og bætir starfsskil- yrði íslensks atvinnulífs með aðgangi að Evrópumarkaði 380 milljóna manna. 2. Ég nefni í öðm lagi ný samkeppnislög sem afnema margvíslegar samkeppnis- hömlur, fólki og fyrirtækjum til hagsbóta. 3. Ég nefni í þriðja lagi ný innflutnings- og gjaldeyrislög sem festa viðskiptafrelsið í sessi og gefa íslenskum fyrirtækjum möguleika til að njóta bestu kjara í viðskipt- um ótmfluð af boðum og bönnum stjóm- valda. 4. Ég nefhi í fjórða lagi nýjar leikreglur á fjármagnsmarkaði, bæði fyrir banka og sparisjóði og verðbréfaviðskipti, sem færa þá starfsemi í nútímahorf með öryggi og hagsmuni almennings og atvinnulífs fyrir augum. 5. Ég nefni í fimmta lagi ný lög um fag- gildingu, staðla, einkaleyfi og hönnunar- vemd sem er ætlað að tryggja stöðu ís- lenskra fyrirtækja, hönnuða og hugvits- manna á innlendum og alþjóðamarkaði. 6. Ég nefni loks hið sjötta, róttækar um- bætur í skattkerfi fyrirtækja með afnámi aðstöðugjalds, lækkun tekjuskatts og nið- urfellingu vömgjalds af mikilvægum bygg- ingavörum og aðföngum iðnaðar. Þessar breytingar tryggja að skattar á atvinnu- rekstri hér á landi verða ekki þyngri en í samkeppnislöndum. Það er nú brýnasta verkefni í íslenskum þjóðmálum að tryggja örugga atvinnu nú og í framtíð- inni, segir Jón Sigurðsson. Það þarf að hlúa að nýsköpun í smáiðnaði og þjónustu og laða fram vilja hjá fólki til að stofna fyrirtæki á eigin ábyrgð. Þannig hafa athafnir fylgt orðum - fram- kvæmdin er eins og fyrirheitin - um að mynda heilbrigt starfsumhverfi fyrir at- vinnulífið. Um leið og þessar almennu umbætur hafa orðið hefur hlutur iðnaðarins batnað samanborið við aðrar atvinnugreinar. Skatt- ar allra atvinnuvega hafa nú í meginatriðum verið samræmdir innbyrðis. Framlög til rannsókna- og þróunarstarfa fara nú í meira mæli en áður til iðnaðar. Verðmyndun á iðnaðarvörum er nú í aðalatriðum frjáls. Aðflutningsgjöld og tollar hafa almennt lækkað mikið og þar með verð á aðföngum og búnaði til iðnaðar. Starfsskilyrði at- vinnugreina hvað varðar aðgang að fjár- magnsmarkaði og lánskjör hafa verið jöfn- uð. Lokaskrefin verða stigin í tengslum við EES-samninginn. Af því sem ég hef þegar rakið er ljóst að mikilvæg skref hafa verið stigin í jöfnun starfsskilyrða atvinnuvega hér innanlands á síðustu árum og búa þeim heilbrigt starfs- umhverfi. Verkefnið framundan er að jafna til fulls starfsskilyrðin milli innlendra fyrir- tækja og erlendra keppinauta. Þar hefur ýmislegt þegar áunnist. Ég nefni þar sér- staklega stöðugleika í gengis- og verðlags- málum, afnám aðstöðugjalds og vörugjalds af byggingariðnaði og iækkun tekjuskatts fyrirtækja. En betur má ef duga skaí. Þátttaka íslands í Evrópska efnahags- svæðinu kallar á verulegt átak af hálfu hins opinbera til að lagfæra starfsskilyrði inn- lendra fyrirtækja þannig að þau búi við jafngóð og helst betri skilyrði og erlendir keppinautar. Auk þess þurfa stjómvöld og hagsmunasamtök að taka höndum saman í því skyni að efla þekkingu á því hvemig við getum best nýtt okkur tækifærin sem felast í EES-samningnum. Islenskt atvinnulíf stendur ekki undir viðunandi lífskjömm nema það standist alþjóðlega samkeppni sem fer síharðnandi. Stöðugleiki og nýsköpun - Ný kjarasátt Það hefur tekist á síðustu árum að ná meiri stöðugleika í efnahagsmálum en nokkm sinni fyrr í sögu lýðveldisins. Þið hafið vafalaust tekið eftir síðustu vísitölu- fféttunum fyrir maímánuð. í þessum mánuði stóðu bæði vísitala byggingarkostnaðar og lánskjaravísitala í stað. Og sé litið 3, 6 eða 12 mánuði aftur í tímann og tölumar reiknaðar til árshækkun- ar fást verðbólgutölur á bilinu 1-2%. Þetta er árangur sem mikils er um vert að varð- veita. Lykillinn að því - og lykillinn að lækkun vaxta - er að okkur takist að stöðva útgjaldaaukningu ríkissjóðs og draga úr halla á ríkisbúskapnum. Það er fagnaðarefni að snemma í morgun tókust samningar um kaup og kjör milli Al- þýðusambandsins og Samtaka vinnuveit- enda til loka næsta árs. Vonir eru við það bundnar að þessi kjarasátt geti varðveitt stöðugleikann í verðlags- og gengismálum. Þessir samningar tókust á grundvelli yfir- lýsingar ríkisstjómarinnar um ýmsar ráð- stafanir í efnahags- og atvinnumálum. Með þessari yfirlýsingu tekur ríkissjóður á sig nokkrar skuídbindingar til þess að tryggja stöðugleikann og stuðla að kjarajöfnun. Þetta mun að sjálfsögðu gera ríkisfjármálin enn erfiðari viðfangs en ella - en það er mat ríkisstjómarinnar að þess verði nú að freista að festa stöðugleikann í sessi um leið og að- ilamir á vinnumarkaðnum og stjómvöld taka höndum saman um virka atvinnustefnu og nýsköpun í atvinnumálum. Það er afar mikilvægt að óvissu í kjara- málum verði nú eytt og friður tryggður á vinnumarkaði til loka næsta árs. Takist þetta aukast Iíkumar á Iækkun vaxta á næstu mánuðum þvf óvissan í kjaramálum hefur m.a. haldið vöxtunum uppi. Rikis- stjómin mun fyrir sitt leyti stuðla að áfram- haldandi lækkun vaxta, með markaðsað- gerðum. Þar er mikilvægast að lánsijárþörf hins opinbera verði haldið í skefjum. Næstu mánuði verður sigling þjóðarskútunnar vandasöm, milli skers og báru. Það ríður á miklu að samstaða náist um skynsamlegar leiðir til þess að tryggja sem áfallaminnsta för og atvinnu sem flestra við arðgefandi störf. Stóraukin áhersla á rannsókna- og þróunarstarf Ég nefni það nýmæli að ríkisstjómin hef- ur þrátt fyrir þrengingar í ríkisfjármálum lagt stóraukna áherslu á rannsókna- og þró- unarstarf. Framlag til Rannsóknasjóðs verður stóraukið og ákveðið hefur verið að fimmtungur af tekjum af sölu ríkisfyrir- tækja renni einnig til rannsókna- og þróun- arstarfs. Þá nefni ég að á liðnum vetri var skipuð nefnd manna á vegum ríkisstjómarinnar til að kanna hvemig það fjármagn og vinnuafl sem varið er til nýsköpunar af opinberri hálfu nýtist og koma með íilögur til úrbóta ef þess væri talin þörf að bestu manna yfir- sýn. Nefndin mun skila tillögum sínum inn- an skamms. Stuðningur við hagnýtar rann- sóknir og þróunarstarf fyrirtækja hvað snertir vöruþróun, framleiðsluferla og markaðssetningu, er einn mikilvægasti þáttur í atvinnustefnu stjómvalda. Árlega eru lagðir fram a.m.k. 2 milljarðar króna af opinberu fé f þessu skyni. Fyrirkomulag þessara stuðningsaðgerða hefur í áranna rás stöðugt orðið flóknara, margreindara og umfangsmeira. Nýjar stuðningsaðgerðir hafa litið dagsins ljós þegar aðstæður og þarfir hafa breyst en þess e.t.v. ekki gætt nægilega vel að samhæfa stuðningsaðgerð- ir og bæta um leið heildarskipulag þessara mála. Nýsköpun í atvinnulífinu þarfnast stuðn- ings hins opinbera á komandi ámm. Nauð- synlegt er að endurskoða skipulag opin- berra sluðningsaðgerða við nýsköpun. Við eigum að beina slíkum stuðningi fyrst og fremst til nýjunga sem sprottnar eru af frumkvæði fólks og fyrirtækja. Ekki síst þarf að styðja viðleitni þeirra sem vilja hasla sér völl á erlendum markaði. Sam- stilltar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga geta stuðlað að stofnun smáfyrirtækja um nýj- ungar í framleiðslu. Með námskeiðahaldi og aukinni þjónustu ráðgjafar- og tækni- stofnana má styrkja fmmkvöðla til að reyna nýjar atvinnuhugmyndir í iðnaði og þjón- ustu. Hvetja þarf fyrirtæki til að leggja áherslu á rannsókna- og þróunarstarf á eig- in vegum eða í samvinnu við rannsókna- stofnanir."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.