Alþýðublaðið - 02.06.1993, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 02.06.1993, Qupperneq 8
K K G LOTT# .. alltaf á ntiðvikudöguni wmm L#TT# • • alltaf á miövikudögum STIJTTFRirHIR Stórbrotinn Jónas! Það var galsi og góð skemmtan í síðustu viku, þegar haldið var upp á 70 ára afmæli listamannsins Jónasar Árnasonar rithöfundar í Borgarleikhúsinu. Þrjú á palli sjást á ntyndinni í gríðarlegri sveiflu ásamt afmælisbaminu. Það er af nógu að taka í lagasafni þeirra bræðra, Jónasar og Jóns Múla, falleg lög, sem em orðin sígild og eiga eftir að hljóma, lög og textar, um langan aldur. Engar bankastjóraveiðar í sumar? Við fyrstu sýn virðist sem Landsbanki íslands muni ekki styðja og styrkja iaxveiðiútgerð bankastjóra sinna í sumar, en sá rekstrarkostn- aður hefur allnokkuð farið fyrir brjóstið á öllum almenningi, sem greiða þarf sjálfur fyrir hvaðeina sem hann gerir í frfstundum sfnum. I fréttatilkynningu frá bankanum vegna uppsagnar starfsfólks, segir að teknar hafi verið ákvarðanir sem lækka annan rekstrarkostnað bank- ans, þ.e. annan en launakostnað. „Unnið er að lækkun kostnaðarliða svo sem ferðakostnaðar og risnu, mötuneytiskostnaðar, viðhalds og endurbóta, bílastæðakostnaðar, sérfræðiþjónustu, auk kostnaðar við auglýsingar, fréttabréf, almanök, póstburðargjöld o.fl.“, segir t frétta- tilkynningunni. Ekki beint tekið á laxveiðum tuga Landsbankamanna, en líklega er það undir liðnum ferðakostnaður og risna. Ráðin trúnaðarmaður fatlaðra Svæðisráð Reykjavíkur í málefnum fatlaðra hefur ráðið séra Guð- nýju Hallgrímsdóttur til að gegna starfi sérstaks trúnaðarmanns fatl- aðra í Reykjavík. Guðný hefur starfað meðal annars sem prestur með- al fatiaðra á undanfömum árum. Þetta er nýtt starf sem stofnað er til samkvæmt lögum um málefni fatlaðra sem tóku gildi 1. september síðastliðinn. Skuldabréfavextir lækka Enda þótt Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri, teldi af og frá að lækka vexti fýrir nokkrum dögum, hefur íslandsbanki lækkað vexti á öllum óverðtryggðum skuldabréfum um 0,7%. Sú breyting varð í gær. Vextir á skuldabréfaiánum til traustustu viðskiptavina bankans, svonefndir kjörvextir, verða þá 10,95%. Til samanburðar er ávöxtun á óverðtryggðum ríkisverðbréfum til 6 mánaða nú 10,85% og 12,01% á ríkisbréfum til eins árs. Vextir á algengustu lánum með fast- eignaveði verða nú 12,95%. Fögur við stýrið Hér getur að líta fegurðar- drottningu Islands,Svölu B jörku Arnardóttur. við stýrið á rallbíl þeirra Ásgeirs Sigurðs- sonar og Braga Guðmunds- sonar. Myndin var tekin þegar undirritaður var samningur Skeljungs og þeirra rallkapp- anna og Islandsmeistaranna. Svala Björk ásamt öðrum íslands- meistaranum í rallakstri. Petri Sakari hættir Sinfóníutónleikamir annað kvöld eru sögulegir ekki sfður en þeir síðustu, þegar Páll P. Pálssonlét af störfum sem hljómsveitarstjóri. Aðalstjóm- andi Siníóníuhljómsveitar Is- lands síðustu ftmm árin, Petri Sakari, lætur nú af starfi. Eru tónleikamir annað kvöld því kveðjutónleikar fyrir hann, auk þess sem þeir era sfðustu áskrift- artónleikar þessa starfsárs. Sak- ari hefur náð góðum árangri og hljómsveitinni farið mikið fram undir hans stjóm. Á efnisskrá annað kvöld er verkið Hvörf eft- ir Áskel Másson, fiðlukonsert í d moil op. 47 eftir Sibelius og Sinfónía nr. 1 í c moll eftir Brahms. Einleikari er Vasko Vassilev, ungur Búlgari, oft kallaður „Töfrafiðlarinri'. PETRI SAKARI - aðalhljómsveit- arstjóri síðustu fimm árin, - undir hans stjórn hafa orðið góðar breyt- ingar á Sinfóníuhljómsveit fslands. Líffræðingarnir Jörundur Svavarsson og Halldóra Skarphéðinsdóttir með virða fvrir sér nákuðunga, en útbreiðsla tinmengunarinnar er metin út frá vanskapnaði kvenkuðunganna, sem tinsambandið veldur. (A- mynd: E.ÓI.) Umhverfisvernd Skipamálning veldur mengun við nofnir Tinsambönd í málningu skipa eru mjög eitruð. Mengun við Faxaflóa á við það sem gerist verst erlendis. Halldóra Skarphéðinsdóttir líffrœðingur: Nauðsynlegt að banna alla notkun tinmálningar Umtalsverð mengun af völdum lífrænna tinsambanda sem koma úr botnmálningu skipa er að finna hér á landi, einkum við Faxaflóa, þar sem umferð stórra skipa er mest við landi. En tinsambandið getur valdið margvíslegum skaða á Iífverum, og í skýrslu Iíffræðinganna Jörundar Svavarssonar og Halldóru Skarphéðinsdóttur kemur fram, að það hefur verið nefnt „eitraðasta efni sem nokk- urn tíma hefur komið í sjó.“ Eituráhrifin hafa gert það að verkum, að gróður, bæði skeijar og þörungar, ná ekki að festa rætur á yfirborði, sem hefur verið málað með tinmálningu. Þessvegna hefur það verið notað í skipamálingu, og einnig að einhverju marki í nætur fiskeidiskvía. Erlendis er verið að hverfa frá notkun tinmálningar, og hér á landi er búið að banna notkun hennar á skip undir 25 metra lengd. Niðurstöður rannsókna líffræð- inganna tveggja, sem starfa hjá Líf- fræðistofnun Háskólans, voru kynntar á blaðamannafundi um- hverfisráðuneytisins í gær. Rann- sóknimar, sem upphaflega var hrundið af stað að frumkvæði Sigl- ingamálastofnunar, hafa einkum beinst að nákuðungi, en einnig hef- ur efnið verið mælt í kræklingi og beitukóngi. Niðurstöðumar, sem kynntar voru í gær, vörðuðu fyrst og fremst nákuðung, en hann er sérstaklega næmur fyrir efninu, sem heitir tríbútýltin, en það veldur hjá honum vansköpun, sem kemur fram í því á kvendýranum vaxa karlkyns líffæri, og þar sem mengunin er mikil vex sáðrás yfir kynop kvendýranna og gerir þau ófrjó. Tiltölulega auðvelt er því að kanna umfang mengunar- innar með því að kanna þennan sér- stæða vanskapnað kvendýranna. Að sögn Halldóru Skarphéðins- dóttur var í upphafi ákveðið að tak- marka rannsóknimar við Suðvest- urlandið, og þar var að finna út- breidda vansköpun, sem bendir til mikillar mengunar. „Mengun við Reykjavík og nágrenni, í Höfnum og við Þorlákshöfn virðist með því versta sem gerist erlendis, megi marka vansköpun kvenkuðung- anna,“ sagði Halldóra. Hún taldi mikla þörf á því að draga úr notkun tinmálningar, og helst að banna hana algerlega. I skýrslu þeirra Jör- undar kemur fram, að tinsambandið hefur margvísleg óheillavænleg áhrif á lífverar, meðal annars veldur það tálknskemmdur á fiskum, og vanskapnaði í spendýrum á borð við mýs, sem hafa verið notaðar í tilraunum til að kanna eituráhrif efnisins. Þess má geta að innlcnd fyrirtæki hafa byrjað að framleiða skipa- málningu, sem er algerlega laus við tin. Sögutorg í Hafnarfirði Bjarni heitinn riddari rís úr gröfinni og slœr menn til riddara eftirþörfum Við Vesturgötu í hjarta Hafn- arfjarðar, þarsem áður hét Akur- gerðisland, eru nokkur gömul og sögufræg hús og þar er nú lifandi menningarstarfsemi. Þessi hús mynda fallegt, lítið torg, sem hef- ur hlotið viðurkenningu fyrir góðan frágang, og þeir fjórir aðil- ar sem nú hafa aðsetur við torgið hafa tekið hönduin saman um að kynna starfsemi sína sameigin- lega og kalla staðinn Sögutorg. Það era Byggðasafn Hafnarfjarð- ar, Sjóminjasafn Islands, veitinga- húsið A. Hansen og upplýsinga- miðstöð ferðamála sem aðild eiga að Sögutorginu. Fáir staðir í Hafnarfirði era jafn freistandi fyrir ferðamenn og gömlu húsin við Sögutorg, og sú starfsemi sem þar fer fram. Söfnin hafa lagað sýningartíma sína að óskum ferðamanna og verða opin í sumar alla daga frá klukkan 13-17 en auk þess er hægt að panta tíma fyrir hópa. Uppákomur verða á torginu á sunnudögum í júní, einskonar kaupstaðaferðir, þarsem fólk kemur með vaming á markaðstorg, kaupir og selur í stóru tjaldi. Bjami riddari gengur um, segir sögur, tekur lagið og slær menn til riddara eftir þörf- um, kraftakarl skorar á viðstadda í sjómann, lifandi harmóníkutónlist og þessháttar verður til skemmtun- ar. Fyrsta „kaupstaðaferðin" verður á Sjómannadaginn, 6. júní. Það verður semsagt áfram líf og fjör í Hafnarfirði og ekki að efa að marg- ir eiga eftir að leggja leið sína á Sögutorgið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.