Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 8. júní 1993 fimninmiiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Sigur spænskra jafnaðarmanna Felipe Marquez Gonzales, leiðtogi spánskra jafnaðarmanna, vann glæsilegan sigur í þingkosningunum á Spáni á sunnudag. Þetta voru fjórðu kosningamar sem flokkurinn vinnur í röð undir forystu hans. Jafnaðarmenn fengu mest fylgi allra flokka, 38,7%, og mun meira en þeim hafði verið spáð í aðdraganda kosninganna. Fað nægði þó ekki til að jafnaðarmenn héldu hreinum meirihluta einsog áður; af 350 þingsætum fengu þeir 159 sæti en höfðu áður 175. Hins vegar er búist við að þeim verði í lófa lagið að mynda rík- isstjóm, annaðhvort í minnihluta, eða með smærri flokkum á þing- inu. ✓ Urslitin em talin mikill persónulegur sigur fyrir hinn litríka foringja jafnaðarmanna, sem enn er aðeins 51 árs. Gonzales tók komungur við forystu jafnaðarmanna árið 1974, aðeins 32 ára, þegar hreyfing þeirra var formlega stofnuð upp úr ýmsum öðmm flokkum, í þann mund sem einveldi fasíska hershöfðingjans Fransiskó Frankó var að riða til falls. Gonzales rauf einangmn Spánar, sem undir fasistastjóm Frankós átti fáa viðhlægjendur, ef frá em talin spænskumælandi ríki Suður Ameríku. Á sínum tíma var hinn ungi leiðtogi andstæðingur Nató, einsog títt var með róttæka jafnaðarmenn meðan Víetnamstríðið var í algleymi. Hann komst hins vegar óskaddaður frá því, er hann efndi til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem staðfesti fulla þátttöku Spánveija í starfi Nató. Þessi leikur hans framhjá spumingunni um Nató þótti staðfesta einstök pólitísk klókindi foringjans. Allt frá árinu 1982 hefur Gonzales verið forsætisráðherra Spánar. Á þeim tíma hefur hann lyft grettistökum í efnahagslegu tilliti; kjör Spánveija hafa snöggtum batnað og um tíma var talað um spænska efnahagsundrið. Það vom jafnaðarmenn sem stýrðu Spánveijum inn í Evrópubandalagið, en með því urðu vatnaskil í efnahagsmálum Spánveija. Bætt kjör undir forystu jafnaðarmanna tryggðu síðan ítrekaða kosningasigra. * A síðustu ámm hefur hins vegar slegið í bakseglin. í kjölfar efna- hagslægðar í Evrópu hefur halli ríkissjóðs Spánar aukist hratt, skatt- ar hækkað og atvinnuleysi aukist í tæp 22%. í kjölfar þessa hefur fylgi jafnaðarmanna dvínað, og allar spár fyrir kosningamar bentu til að þeir myndu tapa kosningunum. Andalúsíumaðurinn hógværi átti hins vegar mikinn endasprett, sem um síðir leiddi til þess að þeir höfðu sigur á Lýðfylkingunni, sem var upphaflega stofnuð af leifum Frankóista undir foiystu gamals innanríkisráðherra hans, Manúel Fraga. Spánveijar hafa því enn séð vonum sínum um betri framtíð borgið í höndum jafnaðarmanna. Gonzales hefur gætt þess á undanfömum ámm að vera með flokk sinn í stöðugri endumýjun; ekki síst hug- myndalega. Hann hefur kastað fyrir róða gömlum hugmyndum, sem enn loða við suma jafnaðarmannaflokka Evrópu, um óhófleg ríkis- afskipti og beitt sér fyrir opnum landsins á sviði viðskipta. Það hef- ur fært Spánveijum bætt kjör, og það kunna þeir að meta, einsog úr- shtin í þingkosningunum sýna. Pólitísk dirfska Gonzalesar hefur birst í mörgum ákvörðunum hans. En djörfustu ákvörðunina á sínu pólitíska ferli tók hann árið 1979, þegar hann hafði leitt flokkinn í fimm ár. Marxistum, sem vom um skeið áhrifamiklir innan flokksins, tókst þá að fá samþykkta stefnu- skrá, sem bar öll einkenni hinna gömlu þokulúðra 19du aldarinnar. Felipe Gonzales kvaðst ekki vilja vera formaður í slíkum flokki, - og sagði af sér. Hann var að vísu beðinn síðar um að taka við forystunni aftur, og lýðræðisleg jafnaðarstefna settist þá aftur í öndvegi spænska flokks- ins. En um hin djörfu ákvörðun leiðtogans unga ritaði Vilmundur Gylfason ritstjómargrein í Alþýðublaðið 21. júní það ár, og sagði um ákvörðun skoðanabróður síns á Spáni: „Felipe Gonzales hefur spilað djarft. En hann hefur tekið ákvörð- un, sem byggist á hugmyndafræðilegu sjálfstrausti, þeirri sannfær- ingu að hann sé að gera rétt. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar, að það eigi eftir að reynast spænskum jafnaðarmönnum og þar með spönsku þjóðinni, til heilla.“ Nú, 14 ámm síðar, sést best, hversu sannspár Vilmundur Gylfason reyndist. Önnur sjónarmiö. . . HVARAAÐLEITA AÐSIÐFERÐINU? Snjólfur Ólafsson dósent við Háskólann skrifar grein í Morg- unblaðið á laugardaginn undir fyrirsögninni Siðferði og ráð- herrar. Hann segir að með siðferði sé átt við óskráðar reglur um hegð- un einstaklinga, dyggðir þeirra og lesti. Honum finnst úmabært að setja niður á blað siðareglur fyrir ráðherra. Við drepum niður í grein Snjólfs: „Siðareglur starfsstétta eru til þess gerðar að festa nokkuð af þess- um óskráðu reglum á blað. Mörg- um þykir löngu tímabært að siða- reglur fyrir stjómmálamenn verði skráðar. Siðareglur fyrir ráðherra hljóta þá að miklu leyti að snúast um misbeitingu valds. Hugsanlega kynnti forsætisráð- herra stefnu ríkisstjómarinnar í sið- ferðismálum nýlega í útvarpi þegar hann spurði: Hvar á að leita að sið- ferðinu? Mátti skilja orð hans svo að siðferði sé nokkuð sem komi ákvörðunum ráðherra ekkert við. (...)Þegar ráðherra skipar eða setur mann í stöðu skal hann forðast að velja mann sem almenningur hefur ástæðu til að ætla að sé valinn vegna vináttu tengsla við ráðherra, ef kostur er á öðmm hæfari eða álíka hæfum manni í stöð- una.@Meginmál = (Skál. Sn.Ól,- innskot Alþbl.) Ráðning Hrafns Gunnlaugssonar í stöðu framkvæmdastjóra virðist vera augljóst brot á þessari reglu. í þessu tilviki er um brottrekstur manns úr embætti og svo aftur inn- setning hins sama í hærra embætti við sömu stofnun að ræða. Útvarps- stjóri hafði metið það svo að Hrafn væri óæskilegur í stjómunarstöðu hjá Sjónvarpinu og starfsmenn Sjónvarpsins virtust flestir sam- mála um það. Því er erfitt að sjá nokkra aðra ástæðu fyrir ráðningu Hrafns en vinatengsl hans við for- sæúsráðherra og fleiri. Stjómunar- aðferðir Hrafns virðast afar ólíkleg- ar til að skila árangri í opinberri stofnun þótt þær aðferðir henti e.t.v. við listsköpun. Annað dæmi um það hvemig flokksfélögum hefur verið hyglað em stöðuveitingar hjá Veðurstofu Islands undanfama áratugi. Sú saga hefur verið rakin í dagblöðum af þeim sem betur þekkja til en ég.“ HORR FRAMHJA VANDANUM Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um kynferðislega mis- notkun á börnum í Morgunblað- ið á laugardaginn. Greinin ber yfirskriftina Horft framhjá vandanum og Sigurður gerir með- al annars að umtalsefni að í nýju Sálfræðibókinni er ekki vikið einu orði að þessum málum. Niðurlag greinar Sigurðar er á þessa leið: „Böm, sem verða fyrir kynferð- islegri misnotkun, eiga kröfti á því að samfélagið beri lágmarksvirð- ingu fyrir þjáningu þeirra, eins og bama er eiga við annað mótlæti að stríða, en þau kveljist ekki í þögn og afskiptaleysi. Við verðum því að breyta viðhorfi okkar. Menn eiga miklu erfiðara með að horfast í augu við kynferðislega misnotkun bama en annað ofbeldi gegn þeim. Á málþingi Bamaheilla nýlega um ofbeldi gegn bömum var tæplega minnst á kynferðislega misnoúcun þó hún sé algengasta og skaðlegasta ofbeldið er böm verða fyrir að öllu jöfnu. Það er margreynt að þetta fyrirbrigði, þó það sé fyrir hendi, kemur ekki fram í dagsljósið fyrr en samfélögin em reiðubúin til að taka við því. Dálítið hefur reyndar þok- ast í áttina hér á landi síðustu árin, en betur má ef duga skal. Við get- um ekki horft framhjá þessum vanda í ljósi jafn alvarlegra líkinda og staðreynda og fram hafa komið. Fyrsta skrefið er að viðurkenna staðreyndimar, ræða opinskátt um þær og læra að bregðast við þeim. Og ffumkvæðið ætti auðvitað að koma frá fagfólki. Jafnframt verða heilbrigðis- og dómsvöld að sam- ræma aðgerðir um meðferð á þol- endum og um meðferð eða refsingu á gerendum um forvamir. En þegar margir fagmenn virðast ekki gera sér glögga grein fyrir vandanum, eða skeyta ekki um hann, er varla von að stjómvöld og almenningur láti hann sig miklu varða.“ VERULEIKAEIRRING BANKASTJORANNA I forystugrein DV á laugardag- inn segir talar Jónas Kristjáns- son ritstjóri um „veruleikafirr- ingu“ bankastjóra og bankaráðs- manna sem birtist í að bankar reki saklaust láglaunafólk úr starfi tugum saman en hlífi stór- bokkunum. Hornsteinn veru- leikafirringarinnar á hornstein sinn í sandkassa Seðlabankans, segir þar. Og þetta líka: „Seðlabankinn ber ábyrgð á skjótfengnum tekjum nokkurra að- ila, sem stunduðu ömggt gjaldeyr- isbrask áður en markaðsskráning gengis var tekin upp um mánaða- mótin. Fyrir þann tíma var gengis- skráning bankans svo bamaleg, að spákaupmenn í gengi áttu auðveld- an leik. Um langt árabil hefur verið lagt úl í leiðurum DV, að Seðlabankinn hætti að skrá þykjustugengi sitt og gefi gengisslaáningu gjaldmiðla fijálsa. Þetta hefur nú loksins gerzt að nokkm, en aðeins vegna þess að komið hefur í ljós dæmi um stór- fellda brotalöm í kerfinu. Raunar var það fréttastofa Reut- ers, sem skráði gengi gjaldmiðla fyrir Seðlabankann. Síðdegismat Reuters á stöðu gjaldmiðla var not- að í Seðlabankanum við opnun gjaldeyrisdeilda morguninn eftir. Þeir, sem áttuðu sig á þessu, gátu notað svigrúmið til gróðamyndun- ar. Spákaupmenn notuðu upplýsing- ar fjármálaþjónustu Reuters til að færa milli gjaldeyrisreikninga fyrir lokun bankanna og biðu svo í róleg- heitum eftir gróðanum, sem birúst í síðbúinni gengistöflu Seðlabankans morguninn eftir. Þetta var nærri gulltrygg spákaupmennska." MIKILVÆGISAMVINNU- STARFS Tíminn fjallar um aðalfund SÍS í forystugrein á laugardaginn og þáttaskil í samvinnustarfinu. Blaðið telur ekki að SÍS hafi Iok- ið hlutverki sínu þrátt fyrir að miklar eignir hafi verið seldar og mikið tap sé á rekstrinum: „Samvinnumenn hafa ærin verk- efni að reka þá starfsemi sem rekur rætur til Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Efnahagsumhverfið er ekki björgulegt um þessar mundir. Enn þarf að bregðast við minnkandi umsvifum í sjávarútvegi, og land- búnaðurinn er í mikilli vamarbar- áttu. Vonandi verður hin nýja um- gjörð til þess að auðveldara og ein- faldara verður að bregðast við rekstrarlega breyttum aðstæðum. (...)Tilvera þeirrar starfsemi, sem komið var á fót undir merkjum samvinnumanna, er afar mikilvæg til þess að spoma við fámennis- stjóm og einokun og hringamyndun í landinu. Til þess að gegna þessu hlutverki og vera til hagsbóta fýrir fólkið í landinu, þarf hún að dafna í nýju formi.“ Snjóljur Ólafsson: Tímabœrt að skrá siðareglur stjórn- málamanna Sigurður Þór Guðjónsson: Stjómvöld sam- rœmi aðgerðir í málum er varða kynferðislega mis- notkun á bömum Jónas Kristjáns- son ritstjóri DV: Láglaunafólk rekið en stórbokkunum hlíft Leiðari Tímans: Starf samvinnu- manna spomar gegn einokun og hringamyndun Atburðir dagsins 1847 Sett ný lög um lengd vinnudags fyrir böm og konur í Englandi eða 10 ú'mar að hámarki. 1876 Franski rithöfundurinn Georgs Sand deyr en hún var um tíma hjákona Chopin. 1914 Opera Borodins, Prins Igor, er sett upp í fyrsta skipti utan Rússlands og þá í Lundúnum. 1928 Chiang Kai-Shek nær undir sig Pekingborg og lauk þar með Kín- verska borgarastríðinu. 1985 Lögreglan í Brasilíu finnur beinagrind sem hún telur vera af Mengele hinum þekkta nasista sem gekk undir nafninu „Engill dauðans". Hann var læknir í útrýmingarbúðunum nas- ista í Auschwitz þar sem hann var þekktur fyrir iliræmdar læknin- ffæðilegar tilraunir á lifandi fólki. Mengele slapp undan Bretum í lok heimstryjaldarinnar og hvarf en síðar frétúst af honum á ýms- um stöðum í Suður-Ameríku. Höfuðkúpa sem er talinn vera af hinum illræmda nasistalækni Mengele eða „Engli Dauðans“ eins og hann var kallaður. 1930 Rúmeníukonungur Carol II. er lýstur konungur Rúmeníu á ný efúr að hafa snúið úr útlegð. 1969 Spæski einræðisherrann Franco lokar landamærunum að Gíbraltar í von um að leggja efnahaginn þar í rúst og ná því þannig undir sig frá Bret- um. 1979 Enski leikarinn og fyrrum eiginmaður Elísabetar Taylor deyr. 1982 Jaren Pate, fjórða kona Jerry Lee Lewes sem hafði sagt skilið við hann, drukknar í sundlaug. 1986 Kurt Waldheim verður forseti Austurríkis þrátt fyrir auknar grun- semdir um að hann hafi átt samvinnu við Nasista í tímum seinni heimstryj- aldarinnar. Afmælisdagar Robert Schumann - 1810 Þýskt tónskáld. Sir John Millais - 1829 Enskur málari sem var einn af stofnendum „the Pre-Raphaelite Brotherhood" og vinsæll meðal almennings. Frank Lloyd Wrigth - 1869 Bandarískur arkítekt sem teiknaði meðal annars Guggenheimsafnið í New York. Sir Frances Crick -1916 Breskur líffræðingur sem uppgötvaði uppbygg- ingu erfðaefnisins DNA ásamt J.D. Watson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.