Alþýðublaðið - 08.06.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Side 5
Þriðjuudagur 8. júní 1993 MENNINGIN 5 / Oháð listahátíð í Reykjavík Sjö hundruð leika listir sínar Pað verður líf og fjör í Reykjavík út júnímánuð og list af öllu tagi blómstrar. Oháða listahátíðin er nú haldin annað ár- ið í röð af fjölmennri sveit listamanna úr öllum áttum. Það þarf dauðan mann til að finna ekki eitthvað við sitt hæfi: Rokk, jazz, nútímatónlist, dans, leiklist, bók- menntir, kvikmyndir, myndlist, Ijós- myndir, gjörningar og spuni eru á dag- skránni. Listahátíðin hefst á morgun klukkan 16 á uíitaflinu við Lækjargötu með „Slagverk- sorgíu" á vegum samtaka sem bera hið til- komumikla nafn Regnhlífarsamtök um Al- mennan Spuna. Öllum er frjálst að koma og leika á slagverk í þessari „tónaorgíu. Annað kvöld, frá klukkan átta til eitt eftir miðnætti, verður rokkað og rólað í Faxa- skála (gegnt Seðlabankanum), af sveitum sem ýmist eru nýskriðnar út úr bílskúmum ellegar hafa skipað sér í fremstu víglínu ís- lenskrar tónlistar. Nöfn sveitanna bera auð- ugu ímyndunarafli ungra íslenskra tónlistar- manna vitni: Slipidídú, Mistök, The dum Blonde brunette duet, Speni frændi og sifja- spellamir, Súkkat, Reptillicus og stórsveitin Todmobile. Verð aðgöngumiða er 800 krónur. Tónlist af öðmm toga svífur yfir vötnum í Tjamarsal á sama tíma annað kvöld. Þar verða tónleikar ungra tónskálda. Flutt verða verkin Flautufuglinn eftir Elínu Gunnars- dóttur, Um ljóð og notendur eftir Hildigunni Forsprakkarnir. Óháða listahátíðin kynnt: Rokk, jazz, nútímatónlist, dans, leiklist, bókmenntir, kvikmyndir, gjörningar, spuni, myndlist, Ijósmyndir... (E.ÓI.) Rúnarsdóttur og Vita in Camefassus (Líf í kjötfarsi) eftir Jón Guðmundsson. Flytjend- ur em flestir ungir og að sama skapi efnileg- ir: Helga Sighvatsdóttir, Þórunn Bjömsdótt- ir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Helga Jóns- dóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson, Am- geir Heiðar Hauksson, Jón Guðmundsson og Kolbeinn Einarsson. Miðaverð er aðeins 300 krónur. Næstu daga og vikur rekur sfðan hver viðburðurinn annan. Tónleikar verða tíðir í Faxaskála, og alls munu um 90 hljómsveitir troða upp. Kaffihús miðborgarinnar verða vettvangur skálda og fleiri listamanna; en alls leggja um sjö hundmð manns hönd á plóginn og leika listir sínar fyrir borgarbúa. Listahátíð í Hafnarfirði Fljúgandi start og f jölmenni við opnun - 3000-4000 manns á opnunarhátíðinni í Kaplakrika Listahátíðin í Hafnarfirði hófst með glæsibrag á föstudagskvöldið þegar vel á fjórða þúsund manns komu á tónleika í Iþróttahúsinu í Kaplakrika. Hátíðin hófst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, söng hafnfirskra kóra og einsöng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Við upphaf tónleikanna fluttu ávörp Gunnar Gunnarsson, formaður stjómar Listahátíðar í Hafnarfirði og Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri, sem setti hátíð- ina. Síðan var flutt verkið Gloria eftir Pou- lenc fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara og síðar Sinfónía nr. I eftir Brahms. Þetta voru seinustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinn- ar undir stjóm Finnans Petri Sakari. Guðmundur Ámi sagði í opnunarávarpi sínu m.a: „Við Hafnfirðingar höfum notið þessum um langan aldur að eiga hér í bænum frábært lista- fólk og með reynslu þess og fagmennsku í för, ásamt vilja bæjaryfirvalda til að gera enn betur á vegi listar og menning- ar, hafa kraftar leyst úr læðingi - þeir eldri eflst og yngri græð- lingar skotið rótum og síðan látið til sín taka.“ En um stefnu Hafnfirðinga í menningu og listum sagði Guðmundur Ámi að fmm- kvæði, stjóm og listræn ábyrgð væri eingöngu á hendi lista- mannanna sjálfra en af bæjar- ins hálfu nytu þeir fjárhagslegs og siðferðilegs stuðnings. „Með þessu móti er nýttur frumkraftur listamannanna sjálfra, hugmyndaauðgi þeirra og víðsýni en á sama hátt forð- að formfastri miðstýringu. En til þess að svona módel gangi upp þarf að vera fyrir hendi gagnkvæmur skilningur allra aðila og vilji til samstarfs. Þessar for- sendur hafa verið til staðar og því hlutir gengið fram með albesta móti.“ A laugardaginn opnaði ÓlafurG. Einars- son menntamálaráðherra sýningu myndlist- armannanna Manuels Mendives frá Kúbu og Alherto Gutierrez frá Mexíkó í Hafnar- borg, en Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjómar, flutti þar ávarp. Sama dag vom opnaðar sýningar Rögnu Róhertsdótt- ur og þýska myndlistarmannsins, Mario Reis, í Portinu. Á sunnudaginn, sjómannadaginn, hélt Peter Mate píanótónleika í Hafnarborg við geysigóðar undirtektir áhorfenda. Þessi tékkneski píanósnillingur, sem starfað hef- ur síðustu árin á Stöðvarfirði og Breiðdals- vík, er afar kröftugur píanóleikari og skemmtilegur en hann frumflutti m.a. Ballöðu, verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. I kvöld sýna 6 dansarar og tónlistarmenn afró-kúbanska dansa við eigin söng og und- irleik f Hafnarborg. Þeir em í rauninni stef við verk Mandives sem málar andlit þeirra og líkama áður en þeir hefja dansinn. Fram- undan er svo fjölbreytt dagskrá á listahátíð- inni sem mun standa út júnímánuð. Sinfóníuhljómsveit íslands, hafnfirskir kórar og Sigrún Hjálmtýsdóttir á sviðinu í Kaplakrika A-mynd: E.ÓI. M íl N N I N ( Skáld á eyðieyju Á dögunum kom út hjá Forlaginu ný ljóðabók Jóns Stefánssonar, Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju. Jón (f. 1963) hefur áður gefið út tvær ljóðabækur, Með byssuleyfi á eilífðina, 1988, og Úr þotuhreyflum guða, 1989, og hefur skipað sér á bekkinn góða meðal okkar alefni- legustu skálda. Yrkisefni Jóns em af ýmsum toga, en ástin er þó sá rauði þráður sem skáldið les sig eftir bókina út í gegn. Bók sem ljóðaunn- endur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Tónleikar í Sigurjónssafni Á tónleikum í Sigurjónssafni í kvöld kl. 20.30 koma fram Hermann Stefánsson klarinettuleikari og Kiystyna Cortes píanóleikari. Á efnisskránni em athyglisverð öndvegisverk: Sónata nr. 2 í E-dúr eftir Johannes Brahms, Dansprelúdíur eftir Witold Lutoslawski, Not a toccata eftir Eirík Öm Pálsson og Sónata eftir Francis Poulenc. Hermann hóf klarinettunám hjá Þóri Þórissyni á Akranesi, 14 ára gamall, en nam síð- ar í Svíþjóð, Rotterdam og Los Angeles. Hann starfar nú sem sólóleikari með Sinfón- fuhljómsveit Helsingjaeyrar. Krystyna Cortes er fædd í Englandi. Hún lauk einleik- araprófi frá Royal Academy of Music í Lundúnum árið 1969 og fluttist til íslands ár- ið eftir. Hún hefur síðan tekið virkan þátt í tónlistarlífinu hérlendis, bæði sem einleik- ari og píanóleikari með öðmm hljóðfæraleikumm og söngvumm. Gamlir atvinnuhættir í Árbæjarsafni Gestum Árbæjarsafns í sumar gefst skemmtilegt tækifæri til að fá innsýn í atvinnu- hætti veraldar sem var. Þannig verða ýmis verkstæði opin á safninu alla daga nema mánudaga. Prentari og bókbindarar verða við vinnu í Miðhúsi og á gullsmíðaverk- stæðinu í Suðurgötu 7 verður gullsmiður að störfum flesta daga. Hann mun vinna við að gera eftirlíkingar af skartgripum sem fundist hafa við fomleifauppgröftinn í Viðey undanfarin ár. I gamla Árbænum svokallaða verður einnig fjölbreytt starfsemi; konur sinna tóvinnu og Árbæjarbóndinn skepnuhirðingu. I sumar verður í fyrsta sinn kýr í fjósi allt sumarið, auk kinda á túni og hænsna sem vappa um víða völlu. Hh SAGA Or VOLSUNGi Thi Norsi’ Knc ot SiGURD THE D.RAGON Sl IrttHKÍucilon and Trantiation b JESSE L BYOCK íslensk fræði á ensku Út em komnar hjá enska forlaginu Hisarlik Press bækumar The Saga of the Vols- ungs og Medieval Iceland, Society, Sagas and Power. Jesse L. Byock, prófessor í nor- rænum fræðum við Háskólann í Kalifomíu, bjó Völsungasögu til prentunar og ritaði inngang. Hann er ennfremur höfundur sagnfræðiritsins um ísland á miðöldum. Byock hefur hlotið mikið lof fræðimanna fýrir rit sín sem þykja bera vott um snerpu og fmm- leika, og skýra og skemmtilega framsetningu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.