Alþýðublaðið - 08.06.1993, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Qupperneq 7
Þriðjudagur 8. júní 1993 7 + RAÐAUGLÝSINGAR Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lagningu aðalæðar VR II, 6. áfangi. Höfðabakki-Smálönd. Helstu magntölur eru: Þvermál pípna: 800 mm Lengd: 1.000 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. júní 1993, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 16. júlí 1993, kl. 16.00, í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en skv. 16. gr. samþykkta fé- lagsins skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningar fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda, verða lagðir fram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkis- ins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál sem löglega eru uppborin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoð- enda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. samþykkta þess. Steinullarverksmiðjan hf. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Opið mánudag til föstudags frá kl. 14.00 til 17.00 ÁDAGSKRÁ vikuna 6. júní til 12. júní Þriðjudaginn 8. júní kl. 15.00 Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, 1. varaforseti ASÍ, ræðir um STARF ASÍ AÐ ATVINNUMÁLUM Fimmtudaginn 10. júní kl. 15.00 Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans ræðir um STEFNU KVENNALISTANS í ATVINNUMÁLUM MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT, LÆKJARGÖTU 14, SÍMI 628180/FAX 628299 LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Fundur um stöðu og framtíðarsýn íslenskrar sauðfjárframleiðslu verður haldinn í félagsheimilinu á Hvamms- tanga miðvikudaginn 9. júní 1993. Fundarstjóri: Pálmi Jónsson alþingismaður. Dagskrá: Kl. 13.00 Ávarp landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals. Kl. 13.15 Alþjóðasamningar og áhrif þeirra á sauðfjárfram- leiðslu: Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Kl. 13.30 Búvörusamningarnir, viðskipti með greiðslumark, framleiðnikrafa og verðlagning. Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambands bænda. Kl. 13.45 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 14.00 Staða sauðfjárbænda í nýjum búvörusamningi: Arnór Karlsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Kl. 14.10 Staða afurðastöðva og framtíðarhorfur: Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfis- hafa. Kl. 14.20 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 14.30 Gæði og hreinleiki íslenskra landbúnaðarvara: Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir. Kl. 14.40 Rannsóknir, menntun og leiðbeiningar í sauðfjár- framleiðslu: Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur og stjórnarformaður RALA. Kl. 14.50 Umræður og fyrirspurnir: Kl. 15.00 Viðhorf verslana til sölu landbúnaðarafurða: Þor- steinn Pálsson, sölustjóri Hagkaups. Kl. 15.10 Viðhorf neytenda til framleiðslu og sölu sauðfjár- afurða: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna. Kl. 15.20 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.30 Kaffihlé Kl. 16.00 Útflutningsmöguleikar á kindakjöti: Erlendur Garðarsson markaðsstjóri. Kl. 16.10 íslenskur ullariðnaður: Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri ístex hf. Kl. 16.20 Skinnaiðnaður á íslandi: Bjarni Jónasson, fram- kvæmdastjóri íslensks skinnaiðnaðar hf. Kl. 16.30 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 16.40 Staða og þróun sauðfjárræktunar í héruðum: Gunnar Þórarinsson héraðsráðunautur. Kl. 16.50 Staða byggðanna í kjölfar samdráttar í sauðfjár- framleiðslu: Gunnar Sæmundsson, formaður BSVH. Kl. 17.00 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 17.10 Fundarslit: Halidór Blöndal landbúnaðarráðherra. Landbúnaðarráðuneytið Frá Dalvíkurskóla Kennarar Vegna forfalla vantar kennara í almenna bekkjarkennslu fyrir 3-7. bekk næsta vetur. Upplýsingar í símum 96-61380 og 96-61162. Skólastjóri Þorkell Helgason, julltrúi Alþýðuflokks- ins í Tvíhöfðanefnd: Aflamark er ár- angursríkara Þessi grein birtist í Alþýðublaðinu, föstudaginn 4. júní. Vegna tœkni- legra mistakaféll hluti einnar málsgreinar niður og merking brenglaðist. Greinin er þessvegna endurbirt í heild og höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. Þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind er fiskveiðistjómun óhjá- kvæmileg. Þjóð sem á lífsafkomu sína undir fiskveiðum verður að búa svo um hnútana að veiðamar skili sem mestum ábata í þjóðarbúið. Þrátt fyrir tímabundin skakkaföll er útgerð ein arðbærasta atvinnustarfsemi ís- lendinga. Því mun ávallt verða ásókn í fiskveiðar nema í taumana sé grip- ið. Stjóm á veiðunum er því ekki aðeins tímabundin nauðsyn vegna hættu— á viðkomubresti fiskistofnanna. Hún er ekki síður brýn þegar stofnamir em í góðu ástandi, enda er arðurinn af veiðunum þá væntanlega hvað mestur. Meginaðferðir við fiskveiðistjómun em annars vegar sóknarmarks- kerfi, þar sem fjöldi úthaldsdaga er takmörkunum háður, og hins vegar aflamarkskerfi, þar sem afli er skammtaður. Bæði kerfin vom notuð á árabilinu 1984- 90 en síðan 1991 hefur nær einvörðungu verið stuðst við aflamark og Tvíhöfðanefndin leggur til að svo verði gert áfram. Hvað fiskvemdun varðar er sóknarmarkinu ábótavant. Það veiúr enga tryggingu fyrir því að haldin séu heildaraflamörk af einstökum fiskteg- undum. Reyna má að sjá við þessu með tvennu móti: Annars vegar með ákvæðum sem binda sókn við viss tímabil, mið eða veiðarfæri, en eigi slíkt fyrirkomulag að koma að gagni er kerfið orðið að miðstýrðum óskapnaði. Hins vegar má hafa ákvæði um aflahámark á einstökum teg- undum, líkt og í gamla sóknarmarkskerfinu. En þá er kerfið í reynd orðið að aflamarki og sóknartakmarkanimar sjálfar orðnar óþarfar. Sóknarmarkskerfi leiðir til óhagkvæmni í Qárfestingu og rekstri: Kapp*- - er lagt á að auka afkastagetu fiskiskipanna með stærri vélum, auknum tækjabúnaði og viðameiri veiðarfærum. í aflamarkskerfi er þessu þveröf- ugt varið. Þar er það hagur hverrar útgerðar að ná aílanum á sem ódýrast- an hátt. Undir sóknarmarki em skipin bundin við bryggju að opinberri fýrirskipan en í aflamarki er þeim haldið til veiða að vali útgerða innan ramma aflaheimilda. Auðvitað er aflamarkskerfi ekki gallalaust. Helsti annmarki þess er aukin freisting til að afla sé fleygt. Við því ber að bregðast með ströngum viðurlögum. Bann við ffamsali á veiðiheimildum dregur mjög úr hagkvæmni jafnt aflamarks- sem og sóknarmarkskerfa, þar sem útgerðarmynstrið er þá njörvað niður bæði í tíma og rúmi. En tæknilega er illmögulegt að viðhafa framsal innan sóknarmarkskerfis, enda má augljóslega ekki færa sóknar- daga á milli ólíkra skipa án flókinna umreikninga. I aflamarki er á hinn bóginn auðvelt að koma við ffamsali. Sumir færa sóknarmarkinu það einmitt til tekna að í því komi ffamsal vart til álita. Þannig sé komið í veg fyrir ógeðfellt brask með aðganginn að fiskimiðunum, sem eru þjóðareign. Hér er um misskilning að ræða. í sóknarmarkskerfi er óhjákvæmilegt að takmarka fjölda fiskiskipa. En öll takmörkuð gæði fá á sig verðmæti. Það á jafnt við takmarkaða aflakvóta'"* sem og útvalin skip er ein fá að stunda veiðar. Verðmæti, sem nú birtist í aflakvótum, kærni því ffam í hækkuðu markaðsverði fiskiskipa í sóknar- markskerfi. Braskið héldi áfram. Með takmörkunum á fiskveiðum er útgerðarmönnum veittur einkarétt- ur á nýtingu fiskimiðanna. Gildir þá einu hvort um er að ræða afla- eða sóknarmarkskerfi. Þetta er í ósamræmi við lagaákvæði um sameign þjóð- arinnar á auðlindum sjávar og stríðir gegn siðferðisvitund fólks. Við- brögðin mega samt ekki felast í því að gera veiðamar óhagkvæmari með því að koma í veg fyrir að veiðiheimildir geti færst til eftir þörfum. Jafnaðarmenn hafa svar við þeirri mótsögn sem felst í því að einungis hluti þegnanna fái að nýta fiskimiðin, sameign okkar allra. Svarið felst í veiðigjaldi. Gjaldtaka Þróunarsjóðs er vonandi vísir að sanngjömu veiði- gjaldi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.