Alþýðublaðið - 09.06.1993, Síða 6

Alþýðublaðið - 09.06.1993, Síða 6
6 Miðvikudagur 8. júní 1993 BÁTAVEIÐAR: MINNI AFLI - OG FLEIRI STÖRF Viðtal þetta er endurbirt vegna tæknilegra vandamála sem upp komu í prentverki á föstudaginn var. Nútíma tölvutækni er tlokin. Svo virðist að ein tölva hafi skilið skilaboð annarrar tölvu svo að allir bókstafírnir „h“ ættu að hverfa úr greininni! Prófarkalesari blaðsins las hins- vegar greinina í góðri trú áður en hún fór í Odda til prent- unar. Þar hurfu „h- in“ sem sagt úr allri greininni. Hér reynum við enn að koma greininni óbrenglaðri til lesenda, og vonum bara okkar besta! - Ritstjórn - heilsíðuauglýsingu í Morgun- blaðinu frá Landssambandi smá- bátaeigenda var auglýst að veið- ar á smábáta veittu þrisvar sinn- um fleirum vinnu en sambærileg- ar veiðar á isflsktogara. Fullyrð- ing þessi var rökstudd með til- vitnunum í niðurstöður Andra Teitssonar, starfsmanns Tví- höfðanefndar. Það eru óneitan- lega mikil tíðindi þegar auglýst er á tímum aflasamdráttar og minnkandi atvinnu, að hægt sé með áherslubreytingum á veiði- aðferðum að skapa meiri atvinnu en nú er, um leið og flskveiðikvót- inn verður minnkaður. Til að fræðast frekar um þessa fullyrð- ingu starfsmanns Tvíhöfða- nefndar og fleira sem að fisk- veiðistjórnun lítur þá lagði Al- þýðublaðið nokkrar spurningar fyrir Arthur Bogason, formann Landssambands smábátaeig- enda. Eitt þúsund fleiri störf 7% afla, 20% starfa „Starfsmaður Tvíhöfðanefndar- innar komst að þessari niðurstöðu," segir Arthur Bogason „og þetta er til á vinnuplaggi nefndarinnar". „Annars þarf ekki viðamikla gagnaöflun til að átta sig á þessu. Það nægir að hafa í höndunum Ut- veg Fiskifélags íslands og skýrslu Karls Benediktssonar, landfræð- ings hjá Háskóla íslands, „Smá- bátaútgerð á tínium breytinga í sjávarútvegi". Tökum árið 1991. Það ár voru 88 ísfisktogarar að veiðum og öfluðu u.þ.b. 255.000 tonna af botnfiski. Meðaláhöfn þessara skipa var 16 menn, sem þýddi rúm 1400 heils- ársstörf á þessum flota. Sama ár veiddi smábátaflotinn tæp 52 þúsund tonn af botnfiski. Heilsársstörfín voru 1300 til sjós það árið á smábátaflotanum, en þau hefðu orðið 300 eða eitt þúsund störfum færri ef þessi smábátaafli hefði verið veiddur á ísfisktogara. Dæmið verður svo enn ótrúlegra þegar borin eru saman verksmiðju- skipin og smábátaflotinn. Staðreyndin er sú að fimmtungur íslenskra sjómanna eru á smábáta- flotanum, fimmtungur atvinnunnar til sjós við landið. Þessi fjöldi veið- ir þó einungis um sjö til átta prósent af árlegum botnfískafla. I aflasamdrætti og atvinnuleysi höfum við hreint ekkert leyfi til að líta ffam hjá þessum staðreyndum. Allt tal um að nýta auðlindina á sem hagkvæmastan hátt án þess að taka þessar staðreyndir inn í um- ræðuna gerir hana marklausa og ómerkilega gagnvart almenningi í landinu. Almenningur er jú ennþá lögskráður eigandi auðlindarinnar þó hvinurinn í sumum stórútgerðar- mönnum bendi til að þeim sé það ekki kunnugt." Færri fískar, fleiri munnar Bátaveiði er lausnin „íslendingar standa frammi fyrir því að færri fiskar þurfa að fæða fleiri munna. Lausnin liggur á borð- inu. Við verðum að efla útgerð smærri skipa og smábáta, auka at- vinnuna sem mest við getum í kringum takmarkaðan afla. Ef skera þarf niður þá er smábáturinn það síðasta sem skera á. Veiðistýringarkerfið, allt frá ár- inu 1984, þegar kvótakerfið var sett á, hefur miðað í öfuga átt, þ.e. styrkt stöðu stærstu skipanna. Þetta sést ágætlega á því að skoða tíma- bilið sem notað var til viðmiðunar kvótanum 1984. Viðmiðunartíma- bilið var frá og með nóvember 1980 til og með október 1983. Hlutfall skuttogaranna á viðmiðunartíman- um af þeim sjö tegundum sem lentu í kvóta 1984 var um 56% en rauk á fyrsta kvótaárinu upp í 60%. Kvót- anum hefur leynt og ljóst verið stýrt frá bátunum inn í togaraflotann. Reiknireglan í kvótakerfinu er síðan með þeim hætti að niður- skurðurinn hefur bitnað harðast á þeim er byggja hlutfallslega mest á þorskinum í stað þess að jöfnunar- regla væri viðhöfð, því kvótinn á að heita útdeiling atvinnuréttinda en ekki eigna. Þó allir eigi einhverja sök þá sést ef tímabilið er skoðað frá því kvót- inn var tekinn upp að jtað voru skuttogaramir sem fiskuðu lang- mest af því sem umfram var farið miðað við tillögur. Auðvitað er það hugsanlegt að þessi umframveiði eigi þátt í því að látlaust virðist þurfa að skera niður í þorskinum. Hið kaldhæðnislega er að sé um- framveiði orsökin, þá bitnar niður- skurðurinn minnst á þeim sem mestu umffamveiðina stunduðu, þ.e. skuttogurunum. Þetta ranglæti er gjörsamlega óþolandi.“ Lvsur LIU með þögninni? Vertíðarflotanum ógnað Leikreglur sem fækka störf- um En nú segir þú að veiðistýringin frá 1984 hafi styrkt stöðu togara- flotans. Hvað með þá fjölgun sem orðið hefur í smábátaflotanum? Hann hefur eflst gífurlega frá upp- hafi kvótakerfisins. „Það er rétt, þeim fjölgaði frá ár; inu 1984 til ársins 1991 um 716. Á þessu sama árabili stækkaði hins vegar flotinn fyrir ofan 13 brúttó- lestir um tæpar 11.000 brúttórúm- lestir, aðallega hjá togumnum. Sé deilt í þá tölu með 6 bróttólestum gerir það rúm 1800 smábátaígildi. Þeir hafa haft þögn um þetta hjá LIU, enda ekki heppilegt inn í um- ræðuna. Smábátamir lentu ekki inni í kerfinu og því hefur ekki einhver innri virkni kvótakerfisins neitt með þá fjölgun að gera. Hefðu þeir lent inni strax í upphafi þá væri smábátaútgerðin dauð. I ársbyrjun 1992 voru smábátamir frá 6 og upp í 10 tonn teknir inn og innri virkni kerfisins tók til óspilltra málanna að útrýma þessum flota í nafni hag- ræðingar og framfara. Til frekari skýringa skal bent á bátaflotann rétt fyrir ofan 10 tonnin. Hann fer að heyra sögunni til og staða vertíðarflotans hefur stór- versnað. Ég verð afar undrandi ef ekki fer að draga að því að eigendur vertíð- arbáta og minni skipa átti sig á því að þeir eiga orðið litla ef þá nokkra samleið með LIU forystunni. Hags- munir smábátaeigenda og þeirra em í raun náskyldir og samtvinnað- ir. Þróunin á samsetningu flotans hefur því miður ekki fengið að eiga sér stað undir eðlilegum kringum- RÁÐAUGLÝSI N G A R ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA Sumarstarfsfólk Atvinnumiölun námsmanna útvegar fyrirtækjum og stofn- unum sumarstarfsfólk. Yfir 1200 námsmenn á skrá meö margvíslega menntun og reynslu. Skjót og örugg þjónusta. Atvinnumiölun námsmanna, Stúdentaheimilinu viö Hringbraut, sími 621080. Atvinnurekendur - iðnmeistarar Atvinnumiölun iönnema hefur á skrá stóran hóp af hæfum starfskröftum. Stuöliö að aukinni starfsreynslu og starfs- menntun iðnnema. Nánari upplýsingar í símum 10988 og 14318, fax 620274, alla virka daga á skrifstofu Iðnnemasambands íslands, Skólavöröustíg 19. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kringlumýrarbraut, Borgartún, Höföatún, Sæbraut Tillaga aö deiliskipulagi á staögr.r. 1.217, 1.218 og 1.219 sem markast af Kringlumýrarbraut, Borgartúni, Höföatúni og Sæbraut er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipu- lagslaga nr. 19/1964. Uppdrættir meö greinargerð veröa til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3,3. hæö, kl. 9.00-13.00, alla virka daga frá 9. júní til 21. júní 1993. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama staö eigi síöar en 4. ágúst 1993. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3,105 Reykjavík. fp Útboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings, óskar eftir tilboðum í endurnýjun og viöhaldi á gluggum Laugarnesskóla. Boðnir eru út þrír viö- gerðarvalkostir. Helstu magntölur eru: Endurnýjun og viöhald á gluggum 33 stk. Verktími: 5. júlí-27. ágúst 1993. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö miðvikudaginn 23. júní 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ALtáZ>UUAi>li> ?AX 6Z-9Z-44

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.