Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 2

Alþýðublaðið - 25.06.1993, Page 2
2 Föstudagur 25. júní 1993 fmininmiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 90 Mesta smán Evrópu Ráðaleysi Vesturlanda hefur kostað hörmulegan blóðtoll í Bosn- íu-Herzegóvinu. Um tvöhundruð þúsund manns liggja í valnum. Yfirgnæfandi meirihluti fómarlambanna eru óbreyttir borgarar. Vingulsháttur og innbyrðis deilur voldugustu ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Rússlands um leiðir til friðar munu líklega kosta ægilegar fómir til viðbótar. Helför Bosníu er mesta smán Evrópu. Nú er búið að henda í ruslið áætlun Vance og Owens, sáttasemj- ara Sameinuðu þjóðanna og EB, um skiptingu Bosníu- Herzeg- óvinu í tíu sjálfsstjómarhéruð. Og Milosevic Serbíuforseti er sestur niður með Tudjmann, koliega sínum frá Króaíu, til að skipta dánarbúi Bosníu. í raun var ásetningur Serba og Króata hinn sami frá upphafl: að skipta landinu á milli sín, sprengja Bo- sníu útaf landakortinu. Þeir era í þann veginn að ná markmiðum sínum. A kostnað múslíma, sem em - eða öllu heldur: vom - helmingur landsmanna. On voldugustu ríki heims viðurkenndu Bosníu-Herzegóvinu sem sjálfstætt og fullvalda ríki í fyrravor. Sú ákvörðun kann að hafa flýtt því að Serbar gripu til vopna, en réð enganveginn úrslit- um. Gamlar áætlanir Serba gerðu alltaf ráð fyrir að þeir næðu stómm hluta landsins á sitt vald. Sömu sögu er að segja af Króöt- um sem em berir að viðurstyggilegri tvöfeldni gagnvart Bosníu. Raunar em ýmsar vísbendingar um að serbnesk og króatísk stjómvöld hafí unnið saman bakvið tjöldin í mörg misseri. Alija Izetbegovic forseti Bosníu hefur sniðgengið viðræður Mi- losevic og Tudjmans. Hann útilokar skiptingu Bosníu í þrjú ríki enda einsýnt að múslimar, helmingur íbúanna, myndu bera mjög skarðan hlut frá borði. Vesturlönd bera ábyrgð á því að styijöldin í Bosníu er að breyt- ast í hreinræktað trúarbragðastríð. Bosnískir múslímar - eina þjóðin í Evrópu sem kennd er við trúarbrögð - em slafar, rétt ein- sog Króatar og Serbar. Milli þjóðabrotanna í Bosníu er meiri skyldleikj en til dæmis milli þjóða Norðurlanda. Bosnísku mús- limamir vom í öllu tilliti venjulegir Evrópubúar: heittrúarkredd- ur vom þeim fjarri skapi. Önnur sjónarmið. Jafntefli hermólinu Mörður Árnason skrifar at- hyglisverða grein í nýjasta tölu- blað Pressunnar. Hann rifjar upp fyrirheit vinstristjórnar Ola Jó, 1971-74, um að herinn stefnt skyldi að því að herinn hyrfi af Iandi brott í áföngum á kjörtíma- bilinu. Þetta þótti vinstrimönn- um þunnur þrettándi, segir Mörður, en hægrimenn hófu baráttu á öllum vígstöðvum gegn þessum áformum. Nú er öldin önnur; ný heimsmynd kallar á endurmat gamalla kennisetn- inga. Mörður segir meðal ann- ars: semd beiningamannsins. Veit nú ekki nokkur maður hvemig landið er varið og íyrir hvaða óvini eftir að Norðurpóllinn og nágrenni er orð- inn að lygnu og friðsamlegu innhafi sem saman tengir bestuvini og bandamenn. Þegar menn loksins átta sig á ís- landi er komin alveg ný staða í pól- itíkina, staða sem ekki hefur verið uppi síðan í stríðslok íyrir næstum fimm áratugum, - að það er hægt að ná sáttum um nýja stefnu í utanrík- is- og öryggismálum. Sú stefna hlyti auðvitað að byggjast á sam- vinnu við grannríki okkar, megin- viðskiptalönd og sögulega sam- ferðamenn, hvort sem Nató verður helsti vettvangur þess samstarfs í framtfðinni eða það byggist upp kringum aðrar stofnanir. Hún yrði líka að byggja á því að endurskil- greina hlutverk flugvallarins á Mið- nesheiði og annarra mannvirkja sem Bandaríkjaher hefur komið hér upp. Ein leið til eftirlits- og öryggis- samvinnu gæti byggst á gamalli til- lögu frá Halldóri Ásgrímssyni um alþjóðlega björgunarsveit á Kefla- víkurflugvelli í samvinnu ríkjanna við Norður- Atlantshaf og Norður- íshaf, en þannig að tryggt væri eðli- legt forræði Islendinga og full yfir- ráð á landi sínu.“ Mörður: Blóðlausri én grinunilegrí borgarastyrjöld er lokið... Nú er hægt að ná sátt um nýja utanríkisstefnu. „I raun og veru ættum við að vera öllsömul ákaflega glöð yfir því að vera loksins að losna úr þeirri blóð- lausu en grimmilegu borgarastyij- öld sem hefur einkennt alla sögu lýðveldisins og snúist um svoköll- uð utanríkismál, herinn og Nató. Og ennþá ánægðari ættu menn að geta verið vegna þess að henni lýk- ureiginlega meðjafntefli. Natóand- stæðingar standa frammi fyrir því að það sem einusinni var einföld táknmynd fyrir heimsvaldastefnu hins illa er nú orðið flókin og marg- ræð fjölþjóðaráðstefna í fyrsta- heiminum með sérstök öryggis- verkefni fyrir Sameinuðu þjóðimar. Þeir sem hafa farið hamförum að styðja Keflavíkurherinn undir kjör- orðinu Varið land hafa nú misst öll sín rök fyrir að halda með herstöð- inni, nema þá hinni einföldu rök- Flugskeytaárós á Jón Baldvin Ríkisstjórnin fær á baukinn í Ieiðara Tímans í gær. Blaðið seg- ir að þreyta og ókyrrð sé í stjórn- arliðinu: , J>að er eftirtektarvert að það eru ekki hvað síst reyndari þingmenn stjómarliðsins em orðnir em ókyrr- ir og virðast una illa þeim leikhús- tilþrifum, sem em svo einkennandi fyrir starfshætti ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Þannig hafa menn eins og Egill Jónsson, Eggert Haukdal, Pálmi Jónsson og síðast en ekki síst sjálfur landbúnaðarráðherra, Hall- dór Blöndal, komið fram opinber- lega og lýst vanþóknun sinni á sam- starfsflokknum í ríkisstjóm, og hef- ur formaður Alþýðuflokks einkum orðið fyrir flugskeytum þessara samstarfsmanna sinna." Niðuriag leiðarans er á þessa leið: „I gær var röðin komin að Matt- híasi Bjamasyni, elsta og lang reyndasta þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, að lýsa vonbrigðum sín- um með stjómarsamstarfið og þró- unina í landsmálum. Orð Matlhías- ar vega þungt. Hann varð hins veg- ar ekki fyrstur efasamdamanna í stjómarliðinu til að láta til sín heyra. Og vegna þess að allt bendir til að ríkisstjómin muni halda áfram að æða fram og aftur blindgötuna í óendanlegu úrræðaleysi verður hann ömgglega ekki sá síðasti.“ Arfur Vilmundar Ellert B. Schram skrifaði um pólitískan arf Vilmundar Gylfa- sonar í leiðara DV í fyrradag: „Tíu ár em liðin frá því Vilmund- ur Gylfason féll frá. Alþýðublaðið minnist Vilmundar með veglegum hætti af þessu tilefni í blaði sínu í gær. Er það að vonum. Vilmundur heitinn kom eins og hvítur storm- sveipur inn í íslenska pólitík í lok áttunda áratugarins, átti stærsta þáttinn í mesta kosningasigri AI- þýðuflokksins fyrr og síðar og varð ráðherra í minnihlutastjóm Alþýðu- flokksins 1979. Hann stofnaði Bandalag jafnaðarmanna eftir stormasöm átök í Alþýðuflokknum og þessi ungi eldhugi féll síðan írá, þegar flestir héltu að Vilmundur ætti í vændum langan stjómmála- feril. Vilmundur átti erindi í pólitík. Hann hafði sterkar skoðanir á þjóð- Ellert: Uppreisnarmönnum er ýtt út í hom. Þannig fór fyrir Alþýðuflokkn- um gagnvart Vilmundi og flciri dæmi mætti nefna. Kannski er þetta ástæða fyrir kyrrstöðunni í stjómmálaflokk- unum. Þeir vilja enga Viimunda. málum og var mikill málafylgju- maður. Stundum var kappið meira en forsjáin, en í því lágu einmitt kostir Vilmundar að hann talaði tæpitungulaust af ákafa til fólksins og eirði engum hefðum, reglum né hagsmunum. Var það ekki Vil- mundur sem fann upp hugtökin samtryggingarpólitík, flokkeig- endafélög og verkalýðsrekendur? í það minnsta var það Vilmundur sem mælti þau fleygu orð: löglegt en siðlaust. Þau voru sögð í hita leiksins og hittu í mark. Þau eru enn í fullu gildi.“ Lokaorðin í leiðara Ellerts eru umhugsunarverð: „Oft er talað um að stjómmála- flokkana skorti dirfsku og víðsýni til að veita nýjum straumum farveg inn í sínar raðir. Gagnrýnendur em dæmdir út af sakramentinu, upp>- reisnarmönnum' er ýtt út í hom. Þannig fór fyrir Alþýðuflokknum gagnvart Vilmundi og fleiri dæmi mætti nefna þar sem framúrstefnu- mönnum hefur verið ýtt til hiðar. Kannski em þetta helstu ástæð- umar fyrir kyrrstöðunni í stjóm- málaflokkunum. Þeir vilja enga Vilmunda. Þetta mættu þeir flokkar íhuga sem nú kvarta undan rým fylgi í skoðanakönnunum. “ Afskiptaleysi Evrópu varð hinsvegar til þess að þeir hafa leitað til trúbræðra sinna. Iran og fleiri íslömsk ríki hafa sent þeim vopn í trássi við vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna. Og Mujahedin skæruliðar - stríðsmenn Allah - skírðir í eldi Afghanistans, Líb- anons, írans og íraks hafa komið hundmðum saman til að berjast í Evrópu. Þegar bosnískir múslímar þurfa að velja á milli dauð- ans og Allah velja þeir vitaskuld síðari kostinn. Atburðir dagsins 1788 Virginía verður 10. fylki Bandaríkjanna. 1797 Nelson aðmíráll særist á handlegg í omstu og missir liminn. 1867 Lucien B. Smith, Ohíobúi, finnur upp og fær einkaleyfi á gaddavír. Afmœlisdagar George Orwelle -1903 Breskur rithöfundur þekktur fyrir bækum- ar Animal Fartn og 1984. Carly Simon -1945 Ameríski söngvarinn og lagahöfundurinn sem margoft hefur slegið hressilega í gegn. Evrópa er þreytt Ástandið núna á sér margar samsvaranir í byij- un fjórða áratugarins. Leiðtogar Evrópu, Kohl, Mitterrand og Major em flöktandi og úrræðalausir. Þeir jörðuðu kröfur Clintons Bandaríkjaforseta um árásir á víghreiður Serba og afnám vopna- sölubanns á lýðveldi fyrmm Júgóslavíu. Með óbilgimi sinni hafa þeir jafnframt veikt innviði Atlantshafsbandalagsins. Tilvistar- kreppa NATO var ærin fyrir, í kjölfar þess að jámtjaldið féll. Izetbegovic Bosníuforseti segir að tími pólitískra lausna sé lið- inn. Það er hógværlega að orði komist. Einungis hemaðaraðgerir geta stöðvað vitfirringuna. Serbar og Króatar, tvær dvergþjóðir, hafa komist upp með að teyma allan heiminn á asnaeymnum í tvö ár. Stríðið á Balkanskaga hefur á átakanlegan hátt afhjúpað veikleika alþjóðasamtaka og voldugustu ríkja heims. Ef ekkert verður að gert mun eldurinn breiðast út fyrir landa- mæri Bosníu-Herzegóvinu. Og þá er gervöll Evrópa í eldhættu. Hvað ætla leiðtogar heimsins að gera þá? Halda ráðstefnu um málið? 1903 Marie Curie tilkynnti þennan dag fyrir 90 ámm að hún hefði fundið upp aðferð til að einangra radíum. 1925 Fyrsti bflasíminn er sýndur á tæknisýningu í Þýskalandi. 1975 Mósambík fær sjálfstæði eftir fjögurra alda portúgalska kúg- un. 1987 Joan Collins fær sannkallaðan hraðskilnað frá sænskum eigin- manni sínum, Peter Holm, - það tók ekki nema 45 sekúndur að skilja þau hjúin að. 1989 Bretar neita að veita Hong Kong Kínverjum búseturétt í Bret- landi. 1991 Slóvema og Króatía lýstu yfir sjálfstæði þennan dag fyrir tveim ámm, þrátt fyrir aðvaranir Evrópubandalagsins og Samein- uðu þjóðanna um að þau mundu ekki öðlast viðurkenningu. Eigi að síður var stór meirihluti íbúanna ákveðinn í að skiljast frá gömlu Júgóslavíu. George Michael - 1963 Breskur poppmúsíkant, helmingurinn af Wham! - áður en hann fór út í að syngja einn. Suður-Kóreu. Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafði mikil spenna verið milli ríkjanna tveggja. Kommúnistar í norðurhlutanum, undirsátar Rússa, eru með 127 þúsund manna hertið, - andstæðingamir fyrir sunnan 38. breiddar- gráðuna með 98 þúsund manns.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.