Alþýðublaðið - 25.06.1993, Síða 14

Alþýðublaðið - 25.06.1993, Síða 14
14 Föstudagur 25. júní 1993 FERÐAST UM ÍSLAND Jökulsárgljújur NÁTTÚRUPARADÍS SEM ENGINN ÆTTIAÐ MISSA AF Þeir sem ekki hafa komið í Jökulsárgljúfur œttu að gera sér ferð þangað. Þama eru einhver allra sérstœðustu náttúruundur landsins, fegurð sem engu er lík. Trúlega eru þeir margir, íslendingarnir sem eiga eftir að upplifa þessi undur, Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðakletta og Hólmatungur. Dettifoss er 44 metra hár, mikilúðlegur og vatnsmikill foss í Jökulsá á Fjöll- um. Hægt er að aka að fossinum frá þjóðveginum að austan, en jeppafært að vestan, en þaðan að sjá er fossinn e.t.v. enn hrikalegri og stórfenglegri. Með- alrennslið í fossinum er 193 rúmmetrar vatns á sekúndu, ekki lítið það og ekki undarlegt þótt stundum sé minnst á virkjun hans, því með slíku reginafli mætti framleiða 300-400 þúsund kílóvött. Þessi umræða blossaði upp að nýju fyrir skömmu - og þarf engan að undra að hún fellur flestum afar miður og þarf ekki að undra það. Jökulsárgljúfur eru fyrir neðan Detti- foss, hyldjúp og stórbrotin. Þama ættu menn að fara varlega. Danskur maður féll eitt sinn 80 metra fall niður í gljúfrið, en hafði heppnina með sér, kom fyrst niður á grasflesju, meiddist furðu lítið, en náðist ekki úr gljúfrinu fyrr en eftir margar klukkustundir. Náði hann sér eftir fallið og var síðast þegar fréttist læknir í Svíþjóð. Hólmatungur er hlið í gljúfri Jökulsár að vestan, vaxin miklum gróðri, bæði kjarr- og grasgróðri, og þar eru fallegar stuðla- bergsmyndanir í klettum. Mikið og fagurt sjónarspil. I Hólmatungum er Gloppuhellir, skepmtileg smíð náttúrunnar. Asbyrgi er stórkostlegt náttúrufyrirbæri, skeifulaga jarðfall rétt fyrir vestan Jökulsá. Hamraveggimir em allt að 100 metra háir, lægstir ffemst en fara síðan hækkandi eftir því sem innar dregur. Inni í skeifunni er tjöm sem heitir Botnstjöm og umhverfis hana mikill birkigróður. I miðri hamra- kvínni, sem er allt að 4 kfiómetrar að þver- máli, rís mikið bjarg, sem kallast Eyjan. Skiptir hún byrginu í tvennt. I Asbyrgi hafa fundist sjávarminjar frá löngu liðnum tímum. Menn hafa oft komið fram með kenningar um hvernig svo reglulega lagað skeifufar myndaðist á þessum stað. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Oðins, tyllt niður faeti. Aðrir telja raunar líklegra að þarna hafi verið árfarvegur Jökulsár í fyrndinni. I Asbyrgi er gott tjaldstæði og þar er sannarlega gott að vera, margt sem ber fyrir augu og veðursæld mikil. 3 Góðir saman K Umboösmenn um iand allt: Á.G. Guðmundsson sf„ Húsavik • Asbyrgi hf„ Akureyri • Asgeir Bjömsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði • Góðgætifrá Góu... Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf„ Húsavfk • Asbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Reynir sf„ Blönduðsi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann. Patreksfirði • fBMHMMBmaHMamMSM! 25 ára 1992 ÁSBYRGI - kynngimögnuö náttúrusmíð sem allir ferðamenn verða býsna skotnir í. IALDUR FERJA YFIR BRElÐAFJÖRÐINh Stykkishólmi, S 93-81120, Sigling með Baldri yfir Breiðafjörðinn er ekki bara hagkvæm stytting á langri leið, heldur ógleymanleg ferð með fagra ljallasýn og viðkomu perlu Vesturlands, Flatey. Fax 93-81093 - Brjónslœk, "S 94-2020 Austfirðir Elstu jarðmyndanir landsins - íþeim er aðfinna ýmsa fagra og litríka steina Fjallgarðar Austfjarða, frá Vopnafirði í norðri til Homafjarðar í suðri, eiga það sam- eiginlegt frá jarðfræðilegu sjónarmiði að telj- ast til elstu jarðmyndana íslands og eru hlið- stæða mikils hluta Vestfjarða. Austfirðir em að miklum hluta til úr hörðu og góðu blágrýti, sem hlaðist hefur upp í tímanna rás og myndað þykkan stafla jarðlaga. Á Austfjörðum telja vísindamenn að ekki sé lengur um eldvirkni að ræða. Samvkæmt landrekskenningunni hefur þetta svæði rekið til austurs frá hinu virka jarð- eldabelti. Fjöll Austfjarða em sannarlega rismikil fjöll, 800 til 1200 metra há, aðskilin af djúpum dölum og Ijörðum, landslag sem jöklar síðasta ísaldarskeiðs skópu. Af þessum er Reyðar- fjörður mestur fjarðanna, en inn í hann norðan- verðan skerst Eskifjörður. Elstu jarðlög Áustíjarða em við Gerpi, skammt norðan við mynni Reyðarfjarðar, við austasta odda landsins. Aldur þessara jarðlaga er talinn vera 13 milljónir ára. Hið gamla berg Austfjarða býður upp á ým- islegt óvænt. Steinar þar em með öðm og skrautlegra móti en víðast hvar gerist hér á landi. Mjög víða á fjörðunum finnast svokall- aðir geislasteinar í blágrýtinu, en Teigarhom við Berufjörð er þekktasti fundarstaður slíkra kristalla hér á landi. Austfirskir steinar geta verið með ýmsu móti, margir afar fallegir, og má skoða þá m.a. í Steinagarði Petm Sveins- dóttur í Sunnuhlíð á Stöðvarfirði. Vinn Mm ngstölur 23. júní 1993 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING j 6 af 6 2 (á ísL 0) 11.990.000 |n 5 af 6 !LH+bónus 0 370.151 RH 5 af 6 3 96.944 | 4 af 6 192 2.409 i5.n 839 237 Aðaltölur: 10 13 BÓNUSTÖLUR ®0® Heildampphæð þessa viku: 25.302.354 á ísl.: 1.322.354 UPPI.YSINOAR, SÍMSVARl 01- 681811 LUKKUUNA 09 10 00 - TEXTAVARP 451 BiftT MEÐ PYRÍRVARA UM PRENTVILLUR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.