Alþýðublaðið - 30.06.1993, Side 3
Miðvikudagur 30. júní 1993
3
Neytendablaðið jjallar um vatnsvemdarmál
Saurkólígerla má finna í
vatnsbólum víða um land
„Skipulagi vatnsverndarmála er
ábótavant, frágangur vatnsbóla er
ófullnægjandi á mörgum stöðum
og upplýsingar um dreifikerfi vatn-
sveita eru ófullnægjandi. íbúar
sem að staðaldri búa við gerla-
mengað vatn eru taldir mynda
mótefni í líkama sínum gegn skað-
legum áhrifum og dregur það úr
hættu á sýkingum. Áhættan er
meiri fyrir ungabörn og aðra við-
kvæma einstaklinga, til dæmis
aldraða og sjúka. Til dæmis er
með öllu óásættanlegt að í neyslu-
vatni skuli finnast kólígerlar og þá
sérstaklega saurkólígerlar," segir í
niðurstöðum skýrslu Sigríðar Á.
Ásgrímsdóttur verkfræðings. Sig-
ríður vann skýrsluna á vegum
veitunefndar Neytendasamtak-
anna. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í grein um gæði
neysluvatns í nýjasta tölublaði
Neytendablaðsins.
Niðurstöður skýrslu Sigríðar eru byggðar
á sýnum sem tekin voru af heilbrigðisfull-
taium víðs vegar um landið á árunum 1985
til 1992. Því sé engin ástæða til að ótti grípi
um sig. I inngangi greinar Neytendablaðs-
ins segir: „Flestir landsmenn hafa gott
neysluvatn og geta teygað það áhyggjulaus-
ir. En goðsögnin um hið hreina og ómeng-
aða vatn á ekki alls staðar við. Sums staðar
á landsbyggðinni telst vatn vera ónothæft
vegna mengunar saurkólígerla, en slík
mengun getur verið vísbending um tilvist
hættulegra sjúkdómsgerla á borð við salm-
onellu."
I Neytendablaðinu er einnig haft eftir
Franklín Georgssyni hjá Hollustuvemd rík-
isins að gerlar þessir séu ekki alltaf sjúk-
Islensk stjómvöld
Gagnrýna stríðið
Islensk stjórnvöld hafa gagn-
rýnt harðlega aðgerðir UNITA
skæruliða í Angóla. Skærulið-
arnir hafa staðið fyrir
skemmdaverkum og morðum
á óbreyttum borgurum að
undanförnu og hafa ekki viljað
una niðurstöðum frjálsra
kosninga sem haldnar voru í
landinu síðastliðið haust.
Sendiherra Angóla á íslandi Garcia Vaz
Contreiras, sem aðsetur hefur í Stokk-
hólmi, kom hingað til lands í síðustu viku
og átti viðræður við íslensk stjómvöld og
forystumenn islenskra stjómmálaflokka. I
kjölfarið sendi utanríkisráðuneytið frá sér
harðorða fréttatilkynningu um ástandið í
Angóla.
I fréttatilkynningunni segir: „íslensk
stjómvöld harma að fulluúar frelsishreyf-
ingar Angóla (UNITA) hafa ekki viijað
una niðurstöðum kosninganna sem haldn-
ar vom í Angóla 29. og 30. september
1992 og fóm fram á lýðræðislegan hátt að
mati þeirra sem fylgdust með kosningun-
um. UNITA hefur gripið til hryðjuverka
dómsvaldandi. Þeir séu hins vegar vísbend-
ing um saurmengun frá mönnum eða dýr-
um. I saur þeirra geti leynst hættulegir og
sjúkdómsvaldandi gerlar á borð við salm-
onellu. Sýking af þeirra völdum geti verið
stórhættuleg, jafnvel fólki í besta ástandi.
Franklín segist hiklaust ráðleggja fólki sem
býr á svæðum þar sem vatnið sé hættulega
mengað að sjóða allt neysluvatn.
A Vestfjörðum er ástandið hvað verst.
Vestfirðingar em hins vegar harðgerðari en
fólk er flest, eins og ótal mörg dæmi hafa
sannað. Það kemur glögglega í tilvitnun
Neytendablaðsins í Anton Helgason, heil-
brigðisfulltrúa Vestljarða: „Innfæddir finna
lítið fýrir mengun vatnsins en aðkomufólk,
til dæmis á Isafirði, hefúr orðið vart við
magakveisur vegna vatnsins. Ég tel hins
vegar að innan þriggja ára verði neysluvatn
orðið gott á Vestfjörðum. Mjög víða er unn-
ið að úrbótum.“
í Angóla
gegn saklausum borgumm og skemmda-
verka sem bitnað hafa á efnahag landsins
og umhverfi. Afleiðingar þess em m.a.
þær, að ófremdarástand ríkir í Angóla og
em nú um tvær milljónir manna á hrakhól-
um í landinu.
íslensk stjómvöld fordæma ofbeldisað-
gerðir UNITA og lýsa fullurn stuðningi
við lýðræðislega kjörin stjómvöld í An-
góla. Jafnframt skora þau á fulltrúa UN-
ITA að sýna friðarvilja og mæta til samn-
ingaviðræðnanna um frið í Angóla, sem
nú fara fram í Abijan á Fílabeinsströnd-
inni.“
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. 10.09.93-10.09.94 10.09.93-10.09.94 15.09.93-15.09.94 kr. 979.936,70 kr. 626.044,80 kr. 408.114,90
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1985-1.fl.A 1985- 1.fl.B 1986- 1 .fl.A 3 ár 1986-1.fl.A 4 ár 1986-1 .fl.A 6 ár 1986-1.fl.B 1986-2.fl.A 4 ár 1986- 2.fl.A 6 ár 1987- 1 .fl.A 2 ár 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.93-10.01.94 10.07.93-10.01.94 10.07.93-10.01.94 10.07.93-10.01.94 10.07.93-10.01.94 10.07.93-10.01.94 01.07.93-01.01.94 01.07.93-01.01.94 10.07.93-10.01.94 10.07.93-10.01.94 kr. 57.983,30 kr. 32.624.30**) kr. 39.967,10 kr. 44.365,70 kr. 45.922,20 kr. 24.061,60**) kr. 37.218,00 kr. 38.446,80 kr. 31.578,90 kr. 31.578,90
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Mistökjréttastoju einnar útvarpsstöðvarinnar
RÚSSA - ÓVILD?
Tvö rússnesk fiskiskip voru úti á
Sundum í gærdag að taka olíu.
Samkvæmt fréttum einnar útvarps-
stöðvarinnar var annað þessara
skipa svokallað rottuskip og átti því
að hafa verið meinað að koma að
hafnarbakkanum vegna rottugangs
um borð. Samkvæmt heimildar-
manni Alþýðublaðsins á skrifstofum
Reykjavíkurhafnar mun þessi frétt
útvarpsstöðvarinnar vera nokkuð
ónákvæm, svo ekki sé meira sagt.
í fyrsta lagi: Skipin vom að taka olíu og
aldrei stóð til að þau legðust að hafnar-
bakkanum. Þar af leiðandi var ekki beðið
um slíka heimild. í öðm lagi: Hefði svo
verið, hefði heimildin hiklaust verið veitt.
Astæðan er auðvitað sú að ekki mun vera
vitað um nokkum rottugang um borð í
þessum skipum.
Annar heimildarmaður Alþýðublaðsins
tjáði okkur að hann væri „orðinn hundleið-
ur á þessu rottuskipatali." Rússamir væm
hvorki betri né verri en aðrir að þessu leyti.
Sögur af meintum óþrifahætti þeirra og al-
mennum subbuskap væm stórlega færðar í
stílinn að leiðinlegum, íslenskum sið.
Heimildarmaðurinn bætti við: „Án
nokkurs vafa mætti finna þó nokkrar bold-
angsrottumar um borð í íslenskum skipum
ef vel væri að gáð. Manni finnst það algjör
ósvinna að íslenskir fjölmiðlar séu í gúrku-
tíðinni að' níðast á Rússunum sem em að
bjarga hér fiskvinnslustöðvum í stómm stfl
með ágætis afla. Þetta em bestu skinn sem
eiga annað og betra skilið."
Rússnesku fiskiskipin úti á Sundum i gærdag að taka oiíu í sakleysi sínu. Fréttastofa útvarps-
stöðvar einnar bar það á skipið hægra megin að það væri svokallað „rottuskip“. Það er airöng
fullyrðing samkvæmt heimiidarmanni Alþýöublaðsins á skrifstofum Reykjavíkurhafnar.
(A.mynd-E.Ól.)
St. Franciskusspítali
Stykkishólmi
H j ú kr u narf ræði ngar
- deildarstjórnun
Deildarstjóri óskast á almenna deild (sem er í tengslum við fæðinga-,
gjörgæslu- og skurðdeild). Deildin er staðsett í nánast nýrri aðstöðu.
Deildin hefur verið rekin sem fimmdaga- deild, en fyrirhugað er að
breyta henni í sjö-daga-deild í haust ef aðstæður leyfa.
Deildarstjóri óskast á langlegudeild. Deildin er að hálfu í nýbyggingu
(nýleg aðstaða) og í gamla hlutanum.
Stykkishólmur er um 1250 manna byggðarlag, þar sem perlur breið-
firðskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum.
í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, krefjandi
grunnskóli með framhaldsdeild (tvö ár) auk kröftugs tónlistarskóla.
Fjölbreytt íþrótta- og félagsstarfsemi er á staðnum.
Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefjandi starfi með góðum laun-
um í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við systur Lidwinu
(hjúkrunarforstjóra) í síma 93-81128.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar-
verkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðhald á íþróttahúsi Réttar-
holtsskóla.
Helstu magntöiur eru:
Klæðning útveggja með loftræstri plötuklæðningu 82 m2
Dúklagning steinþaks með asfaltdúk 162 m2
Endursteypa þakkanta 6 m2
Viðgerðir á ryðguðum jámum 25 m
Verktími: 15. júlí-30. ágúst 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 7. júlí 1993, kl.
14.00.
INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS
fiUÚ^.AHTuNI i 01 ■ Ht i K :á UK