Alþýðublaðið - 30.06.1993, Side 8
Svala Björk Amardóttir, fegurðardrottning Islands.
Qóðar fréttir fyrir þá sem vilja treysta
fjárhagsstöðu sína í framtíðinni1
Reglulegur sparnaður hefur margoft sannað gildi sitt þegar ungt fólk leggur í kostnaðarsamt nám, stofnar heimili
eða kaupir húsnæði. Nú, þegar skyldusparnaður heyrir sögunni til, er brýnt að sparnaður haldi áfram á raunhæfan hátt.
Spariáskrift að STJÖRNUBÓK er tvímælalaust góður kostur.
M Verðtryggð inneign með háum vöxtum.
K Lánsréttur til húsnæðiskaupa, allt að 2,5 milljónum króna til allt að 10 ára.
X Spariáskrift - öll innstæðan laus á sama tíma.
X 30 mánaða binditími. Unnt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi.
Það er auðvelt að safna í spariáskrift - með sjálfvirkum millifærslum af viðskiptareikningi eða heimsendum gíróseðlum.
STJÖRNUBOK
BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
STUTT iniriTIK
STÓRVÍÐBURÐUR! - Tón-
leikar Nigel Kennedy og
hljómsveitar
Það er varla að efa að það verður fjöl-
mennt á lokatónleikum Listahátíðar í
Hafnarfirði í íþróttahúsinu Kaplakrika
í kvöld kl. 20.30. í gærkvöldi var búið
að selja megnið af 3.900 aðgöngumið-
um, það verður slagur um restina. Þá
kemur fram heimsstjaman Nigel
Kennedy ásamt nýstofnaðri hljómsveit
sinni. Þetta er stórviðburður í tónlistar-
lífinu. Kennedy er fiðlusnillingur, nem-
andi sjálfs Yehudi Menuhins. Eins og
flestir þekkja, þá hefur Nigel Kennedy
farið eigin leiðir í tónlist sinni, valdið
miklum óróa í klassísku tónlistarlífi,
bæði með klæðaburði sínum og ffarn-
komu. Hann klæðist eins og pönkari en
ekki í kjól og hvítt eins og hefðin er
meðal tónsnillinga. Hann er sagður
bijóta niður múra milli klassíkur og
popps - enda seljast geisladiskar hans í
milljónum eintaka. Þetta verða án efa
fjölbreyttir og óvenjulegir tónleikar,
sem höfða til allra.
Ekki sama hvar bændur
versla
Samkeppnisstofnun hefur kannað
verð á ýmsum aðföngum til landbúnað-
ar. I Ijós kemur sem fyrr að hagsýnir
bændur geta sparað sér umtalsvert fé,
versli þeir hjá réttum fyrirtækjum.
Kannaðir voru 20 útsölustaðir víða um
land. I ljós kom meðal annars að meðal-
verð á heyrúlluplasti hefur lækkað að
meðaltali um 30% frá því fyrir tveimur
árum. Aðrar vörutegundir hækkuðu á
þessu tímabili um 0,5% til 10,3%.
Mestur verðmunur á varahlut í hey-
vinnuvél var 130%, var dýrastur hjá
umboði vélarinnar. Á öðrum vörum til
heyvinnu var munur á hæsta og lægsta
verði á bilinu þetta 6-39%, mesti verð-
munurinn var á hvítu rúllubindigami.
Péturs verður sárt sakn-
að af skjánum
Sjónvarpsgláparar á kosningakvöld-
um framtíðarinnar munu missa af hinni
galvösku framgöngu Péturs Guðjóns-
sonar, sem margfaldlega hefur lýst
kosninga“sigrum“ Flokks mannsins.
Hann hefur óneitanlega vakið talsverða
aðdáun í lok kosningavöku, enda þótt
atkvæði flokksins hafi ekki talist mörg
upp úr kjörkössunum. Á fúndi lands-
ráðs Flokks mannsins - Húmanista-
flokksins á laugardaginn tilkynnti Pétur
að hann gæfi ekki kost á sér til endur-
kjörs á landsfundinum sem verður hald-
inn í haust. Talsmaður flokksins nú er
Kristín Sævarsdóttir.
Lögfræðingur Neytenda-
samtakanna
Neytendasamtökin hafa ráðið til sín
lögfræðing til starfa, Sigríði A. Amar-
dóttur. Er þetta í fyrsta sinn um árabil
sem lögffæðingur starfar á skrifstof-
unni. Hefúr Sigríður umsjón með kvört-
unarþjónustu og sinnir lögffæðilegri
ráðgjöf. Hún er með símatíma ffá kl. 9
til 13 alla virka daga. Sigríður er 27 ára
gömul og lauk námi árið 1991. Starfaði
hún áður hjá Innheimtustofnun sveitar-
félaga.
m*M.w wmmmmmm « «•.
heildsala & dreifing; S; 686 700
5 Continents er ný kaffíblanda frá
EL MARINO í MEXICO.
2
100% ARABICA KAFFI l
lyssmiega gott kafjl
... þú verður að smakka það!
AFi: A\AIM\0