Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 6. júlí 1993
Jafnaðarmenn áfaraldsfœti
Sumarfero um Suourland
Á laugardeginum um síð-
astliðna helgi brugðu ís-
lenskir jafnaðarmenn
undir sig betri fætinum
og brunuðu út úr Reykja-
víkurborg í árlega sumar-
ferð sína. Ferðinni var
heitið til Suðurlands
þetta sumarið. Ekið var
um Þorlákshöfn, Eyrar-
bakka og Stokkseyri og
síðan sem leið lá að
Seljalandsfossi þar sem
nesti var snætt. Að því
loknu voru Landeyjar
skoðaðar og ekið þaðan
í Gunnarsholt þar sem
starfsemi Landgræðslu
ríkisins var skoðuð.
Feikna mikil grillveisla
var svo haldin um kvöld-
ið við Gunnarsholt. Ferð-
in þótti vel heppnuð í alla
staði og skemmtunin við
konunga hæfi. (A.mynd-
ir-GTK)
Fýkur landið burt? Jón Baldvin og Sveinn Runólfsson. Hvað’ekkcrt Markúsarnet? Hið athyglisverða sjávarminjasafn á Eyrarbakka skoðað.
Grillveislan góða. Jónas Þór Jónsson yfirmatrciðslumeistari Alþýðuflokksins og Erlingur eigin-
maður Hlínar Daníelsdóttur.
Vinningstölur
laugardaginn:
3. júlí 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
Q 5af 5 0 2.136.323
3+4af5 1 370.787
3 4af 5 102 6.270
H 3af 5 2.868 520
Aðaltölur:
©
Heildarupphæð þessa viku:
kr. 4.638.010
UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91- 88 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP <51
TIL SÖLU
STEYPUVERKSMIÐJA
með öllum búnaði
Iðnlánasjóður og Landsbanki íslands óska hér með eftir tilboðum
í fyrrum steypuverksmiðju þrotabús Óss húseininga h.f.,
að Suðurhrauni 2-2a, Garðabæ, ásamt öllum búnaði og lager
verksmiðjunnar.
Nánar til tekið er hér um að ræða:
♦ Verksmiðjuhúseign, sem er steypuverksmiðja með tilheyrandi
búnaði, vélum og tækjum til framleiðslu á steinsteypu,
milliveggjaplötum, rörum, brunnum, hellum, steinum, holplötum,
forsteyptum einingum o.fl
♦ Lager, sem er birgðir af fullunninni vöru.
♦ Skrifstofuhúsgögn og allur búnaður á skrifstofu, tölvur, tölvunet
og sérhannaður hugbúnaður til starfseminnar.
♦ Flutningatæki, handverkfæri, rannsóknartæki og áhöld.
Ofangreindar eignir seljast eingöngu í einu lagi.
Allar nánari upplýsingar veitir Iðnlánasjóður , Ármúla 13a, Reykjavík,
sími 68 04 00
Verksmiðjan er í fullum rekstri og verður afhent væntanlegum
kaupanda í því ástandi sem hún verður í við gerð sölusamnings.
Afhending yrði skv. nánara samkomulagi.
Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Tilboðum skal skilað til Iðnlánasjóðs, Ármúla 13a, 108 Reykjavík eða á
myndsendi sjóðsins nr. 91-680950,
í síðasta lagi mánudaginn 12. júlí næstkomandi.
IÐNLÁNASJÓÐUR LANDSBANKI ÍSLANDS