Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. júlf 1993 7 + RAÐAUGLYSINGAR 50 ára lýðveldishátíð 1994 Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið skipuð fram- kvæmdanefnd vegna 50 ára lýðveldishátíðar 1994 í Reykjavík. Nefndin hefur það hlutverk að móta tillögur til borgaryfirvalda um dagskráratriði á lýðveldisafmælinu og hafa yfirumsjón með framkvæmd þeirra. Nefndina skipa: Júlíus Hafstein formaður, Hilmar Guð- laugsson, Sveinn Andri Sveinsson, Kristrún G. Guðmunds- dóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir. Landsmönnum gefst kostur á að koma á framfæri tillögum til nefndarinnar um dagskráratriði eða einstaka viðburði á hátíðarárinu. Tillögum skal skila á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur - Fríkirkjuvegi 11, merkt „Framkvæmd vegna iýðveldishátíðar11. Skilafrestur er til 1. september 1993. STYRKUR TIL MARKAÐSÁTAKS Á EES Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita á þessu ári styrki til út- flytjenda til markaðsátaks á hinu fyrirhugaða Evrópska efnahagssvæði (EES) og hefur skipað starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins til að annast úthlutun. Áhersla verð- ur lögð á að styrkja nýjungar og nýsköpunarstarf. Um styrki geta sótt fyrirtæki, einstaklingar eða stofnanir. Umsækjendur skulu leggja fram verkefnisáætlanir ásamt arðsemis- og kostnaðarútreikningum. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti að jafnaði numið um þriðjungi af kostnaðar- áætlun hvers verkefnis, þó aldrei meira en helmingi og ber umsækjendum að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. Utanríkisráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um ofangreinda styrki. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst næstkomandi og umsókn- um skal skilað til viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Hverfisgötu 115,150 Reykjavík, bréfasími 62-48-78. Fóstrur Leikskóli í Hafnarfirði óskar eftir fóstru í fullt starf frá miðjum ágúst. Önnur uppeldismenntun kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur Margrét Pála Ólafsdóttir leikskóla- stjóri í síma 653060 milli kl. 8-9 og 12-13 alla virka daga. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði /lutjlýííið i /fífjýðwtííiðmM SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA ÞÓRSMERKURFERD HELGINA 9.-11. JÚLÍ Nú eru öll pláss að fyllast í Þórsmerkurferð ungra jafnaðarmanna. Enn eru örfá sæti laus, en það verður ekki lengi. Þessi helgi er ein af stærstu ferðahelgum ársins og vitað er að þúsund- ir manna munu leggja leið sína f Þórsmörk um þessa helgi. Fjörið verður magnþrungið! Haldið verður af stað frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík á föstudeginum klukkan 18:15. Mæting klukkan 18:00. Verðið er ótrúlega lágt vegna afar hagstæðra samninga við Austurleið hf., aðeins krónur 3.300.-. Gist verður í skála Austurleiðar í Húsadal. Þessi staður er eins og marg- ir vita ótrúlega fallegur enda Þórsmerkursvæðið ein af perlum íslenskrar náttúru. Hvað þarf að taka með sér: Sængurfatnað, mat, veigar og góða skapið. Æ, þið vitið, allt þetta dæmigerða sem fylgir útilegum. Lysthafendur eru hvattir til að panta hér og nú (og ekki seinna en í gær) hjá Stefáni Hrafni Hagalín, framkvæmdastjóra SUJ, vs. 625566/29244, hs. 616061, fax. 629244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.