Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. júlí 1993 Islenska sjávarútvegssýningin 1993 stœkkar sýningu eftir sýningu ÞREFALDA VERÐUR sýningarplássid Það er ljóst að íslenska sjávarútvegs- sýningin sem haldin verður fjorða sinni í september hefur haslað sér góðan völl um víða veröld og að vægi hennar hefur vaxið til muna, sýningu cf'tir sýningu. Nú þegar hafa nærri þrjú hundruð íslensk og erlend fyrirtæki og stofnanir skráð þátttöku sína í sýningunni. Þar á meðal eru ijölmargir erlendir sýnendur sem ekki hafa tekið þátt áður. Sýningin verður haldin í Laugardalshöll dagana 15. til 19. september og verða með- al þátttakenda hópur fyrirtækja í Nova Scot- ia í Kanada, styrkt af stjórnvöldum þar í landi og fyrirtæki frá fyrrum Austur-Þýska- landi. Fjölmargir aðrir aðilar mæta nú í fyrsta sinni og hinir eldri láta sig ekki vanta. Ellen Ingvadóttir, blaðafulltrúi sýningar- innar, sagði Alþýðublaðinu að sýningin yrði á 8 þúsund fermetra sýningarrými. Reistir verða tveir sýningarskálar við höll- ina, 100 metra langir og um 25 metra breið- ir, einskonar skyndihús og tækniundur hið mesta. Við þetta þrefaldast sýningarsvæðið. Laugardalshöll sem slík hýsir engan veginn sýningu sem þessa. Sýningarsvæðið í Laugardal verður þrefaldað með notkun tímburhúsa sem þessara á mynd- inni. Þau eru sett upp á stuttum túna og hafa gagnast vel við hin verstu veðurskilyrði í Bret- landi. Eitt þeirra var sett upp á þilfari flug- móðurskipsins Ark Royal þar sem þúsund gestir voru í húsinu meðan 8 vindstiga ofsarok lamdi á skipinu og húsinu á dekkinu. Stór hópur íslenskra fyrirtækja mun taka þátt í sýningunni og auk íslensku deildanna verða þarna sýningarbásar ýmissa þjóða sem sýna munu framleiðslu sína. Eins og ævinlega er von á fjölmörgum gestum á sýninguna, þar af fjölda erlendis frá. Fyrir íslensk fyrirtæki sem framleiða rekstrarvörur fyrir sjávarútveginn er sýn- ingin eðlilega hinn ákjósanlegasti vettvang- ur hyggi þau á útrás á erlendum mörkuðum. Skipulagning Islensku sjávarútvegssýn- ingarinnar 1993 er í höndum bresks fyrir- tækis, Reed Exhibition Companies, í sam- vinnu við íslensk samtök í iðnaði og sjávar- útvegi. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Patricia Foster. KUAMHC IJSHr Klr S I:XIIIBITIOV 199 3 15-19 SEPTEMBER 1993 l.atiqardalshtili, Reykjavik, iceland. MARY ELLEN MARK125 AR „Liðugheita-listamaður" með sæta hvolpinn sinn. Þessi myndarstúlka sýnir óvenjulega hæfileika sína í Mikla Raj Kamal sirkusnum í borginni Up- leta á Indlandi. Myndina tók bandaríski Ijósmy ndarinn Mary Ellen Mark áríð 1989. Á Kjarvakstöðum stendur nú yiir sýning á 125 myndum þessa heimsfræga Ijósmy ndura og ber hún yfirskriftuia: Mary Ellen Mark (25 ár. Það er vissara að haska sér ef ætlunin er að kíkja á sýninguna því henni lýkur af óviðráðanlegum ástæðum miðvikudaginn 7.jú\L St. Jósefsspítali íHafnarfirði býr við þröng fjárhagsleg skilyrði Liðskiptcraðgerðir fyrirferðarmeiri Bið eftir liðskiptaaðgerð í mjöðm hjá handlækninga- deild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði er nú þrír mán- uðir. Reynt er að láta sjúk- linga sem bíða aðgerðar fá ákveðinn dag til innlagnar. Hefur þetta fyrirkomulag reynst vel og tími fólks nýtist betur, sé hægt að ákveða innlögn fram ítímann. Með- allegutími er 12 dagar og kostnaður á legudag lágur að hlutlausu mati. Sérstakt samkomulag varð milli heil- brigðisráðuneytis og sjúkrahússins þess efnis að St. Jósefsspítali fjölgaði aðgerðum af þessu tagi til að létta á þungum biðlistum, sem mynduðust í kjölfar þess að annari af tveimur bæklunardeildum Landspítalans var lokað á síðasta ári. Aðgerðir þessar hafa verið framkvæmdar á St. Jósefsspítala undanfarin tíu ár með góðum árangri og fjöldi annarra stærri og meðalþungra aðgerða farið vaxandi. Að sögn talsmanna St. Jósefsspítala hefur kom- ið í ljós ótvíræð hagkvæmni að fela sjúkra- húsi af þessari stærð verkefni sem þessi. „Rekstur hátæknisjúkrahúsa er dýr, en kost- ir þess að fela minni sjúkrahúsum ákveðin verkefni bæði sem svokölluð ferilverk og einnig verkefni sem þurfa innlagnar sjúk- linga eru ótvíræðir. Með því móti fá há- tæknisjúkrahúsin meira svigrúm til þeirrar sjúkraþjónustu sem þar á að vera", segja menn í St. Jósefsspítala. Er nú svo komið að St. Jósefsspítali er í þriðja sæti meðal sjúkrahúsa í liðskiptaað- gerðum, - aðgerðirnar í ár eru orðnar 25 talsins. „Verkefni sem þetta byggir á miklum áhuga starfsliðs, bæði á skurðstofu og legu- deildum spítalans, en lyfjadeild leggur einnig til sjúkrarúm í þessu skyni vegna helgarlokunar handlækningadeildar frá há- degi á laugardegi til mánudagsmorguns. Samhæfing hæfra starfsmanna hefur hér ráðið úrslitum og aðhaldssemi er gætt, því spítalanum hefur verið skorinn þrengri fjár- hagslegur stakkur en öðrum sjúkrahúsum af svipaðri stærð", segja þeir á St. Jósefsspít- ala. Mörg líknarfélóg og þjónustuklúbbar í Hafnarfirði hafa reynst sjúkrahúsinu ómet- anlegur styrkur með gjöfum sínum. Varð- andi bæklunarlækningar hefur Lionsklúbb- ur Hafnarfjarðar verið styrkasta stoðin og hefur svo verið í áratug og hefur klúbburinn bætt við tækjum og áhöldum eftir því sem starfsemin hefur vaxið. _, NOATIUN Lambakjöts dagar Lambakjöt - 1 /2 skrokkar /****% Bestukaupin! 439 ¦ Áðurpr.kg. 498 ¦ Frampartur 1/2 _mAQ niöursagaöur 39oi' Áðurpr.kg. 498i" Hryggir 1/1 Læri 1/1 588.- 599, Áðurpr.kg. 698i" Áðurpr.kg. 679i Læri 1/1 sagað í sneiðar 649. Læri 1/1 þurrkryddað 649.- Áðurpr.kg. 798«* Áðurpr.kg. 899«" Hryggur 1/1 sagaður í grillkótilettur 598.- Áðurpr.kg. 759»" NOATUN Nóatún 17 - S. 617000 Hamraborg 14, Kóp. - S. 43888 Rof abæ 39 - S. 671200 Furugrund 3, Kóp. - S. 42062 Laugavegi 116 -S. 23456 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 JL-húsinu vestur í bs - S. 28511

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.