Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 8
Greenpeace í Svíþjóð fyrir dómstóli STUTTFRKTTIR GERT AÐ GREIÐA 30 MILUÓNIR í SKATTA '■■flS fréttaritarara Alþýðublaðsins í Stokkhólmi, Einari Þorsteinssyni: Umhverfissamtökin Green- peace í Svíþjóð eiga yfir höfði sér að þurfa að greiða rúmlega 30 milljónir króna í skattgreiðslur eftir að úrskurður er faliinn í lénsréttinum. Ástæðan er sú að Greenpeace hefur aðeins 20 fé- Iaga með atkvæðisrétt, meðan hinn stóri massi hefur engin áhrif á innbyrðis starfsemi samtak- anna. Slíkt stríðir gegn anda lag- anna varðandi skattfrelsi fyrir- tækja. Félagsskapur sleppur við að greiða skatta uppfylli hann þrjú skilyrði laganna: Það á að starfa að hugsjón, starfa í almannaþágu og vera opið fyrir þann sem vill starfa sem félagi. Enginn hefur efast urn að Green- peace í Sviþjóð starfar í anda tveggja fyrstu skilyrðanna, enda þótt gagnrýni á samtökin harðni í Svíþjóð og víðar. Hinsvegar upp- fylla samtökin ekki þriðja skilyrðið um opið starf þar sem félagar geta haft áhrif á starfsemina. Aðeins 20 af 200.000 styrktarfélögum í Sví- þjóð hafa eitthvað að segja um innra starf samtakanna og stjóm þeirra. Þetta hefur orðið til þess að skattayfirvöld í Gautaborg hafa allt frá þvf 1989 talið að Greenpeace beri skylda til að greiða tekjuskatta og eignarskatta. Krafa skattayfir- valda er upp á 3,6 milljónir sænskra króna fyrir skattaárin 1989 til 1992. Greenpeace hefur aftur á móti skotið málinu til lénsréttarins í Gautaborgar- og Bohus-lénum. Dómurinn er fallinn skattayfirvöld- um í hag. Höfuðstóll skattaskuldar- innar var hinsvegar lækkaður í 3,2 milljónir sænskra króna, en í öllum aðalatriðum var dómsniðurstaðan sú hin sama og skattayfirvöld höfðu komist að. Að sögn Joakims Bergman, varaformanns Greenpeace í Sví- þjóð verður málinu áfrýjað til hæstaréttar og segist hann vonast til að þá breytist málið samtökunum í hag. Við lesum meira Útlánsaukning hjá Borgarbókasafninu „Mér fínnst mjög ánægjulegt að lestur skuli aftur vera að aukast. Ég skildi heldur aldrei afhverju útlán minnkuðu eins mikið og raun bar vitni,“ sagði Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður í samtali við Alþýðu- blaðið. I nýrri ársskýrslu Borgarbókasafnsins kemur fram að útlán jukust á síðasta ári. Útlán safnsins jafngilda því að hver Reykvíkingur hafi fengið að láni rúmlega 6,9 bækur í fyrra. Sambærileg tala árið 1991 var6,6 bækur. Alls voru lánuð út 684.900 eintök í fyrra en 645.939 árið 1991. Skírteinahafar eru alls 16.291, og þaraf er4321 bam. Útlán jafn- gilda því að hver skírteinahafi hafi fengið 42 eintök að láni. Borgarbókasafnið á nú 398.863 eintök af bókum, 3528 hljómplötur og 640 myndbönd. Hafnarfjörður Ingvar tekur við embætti bæjarstjóra í Hofnarfirði INGVAR VIKTORSSON „iók sem nýkjörinn bæjarstjóri í Hafnarfirði formlega við störf- um síðastliðinn föstudag. Sam- kvæmt gamalii hefð var forveri hans í starfi, Guðmundur Árni Stefánsson, mættur á staðinn tii að aíhenda Ingvari iykiavöldin. Guðmundur Árni gegnir nú eins og alþjóð veit embætti heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Hann óskaði Ingvari alls hins besta í hinum viðamiklu en Hann er sá fjórtándi í röð bæjar- stjóra í Hafnarfirði frá því að bær- inn fékk kaupstaðarréttindi fyrir rétt rúmlega 85 árum. Guðmundur Árni Stefánsson (t.v.) afhendir Ingvari Viktorssyni nýkjömum bæjarstjóra í Hafnarfirði lyktavöldin. ánægjulegu störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði. Einnig þakkaði Guð- mundur Ámi samstarfsfólki sfnu góð samskipti þau undanfarin sjö ár sem hann hefur gegnt embætti þessu. Ingvar þakkaði hlýjar óskir og kvaðst leggja áherslu á farsælt samstarf við starfsfólk bæjarfé- lagsins og bæjarbúa alla. Mark- miðið væri að gera góðan bæ enn betri. Ós-fjölskyldan viö Bergþórugötu Bamaheimilið Ós við Bergþóru- götu, í bámjámshúsinu, sem Davíð Oddsson er sagður hafa gert ódauð- legt með ljóði sínu, sem sungið er við ýmisleg tækifæri, er orðið 20 ára. Þetta var merkileg tilraun foreldra á sinni tíð og hefur gengið allar götur síðan. Heimilið var fyrst við Duggu- vog, síðar að Bergstaðastræti 26B og loks að Bergþómgötu 20. Starfstil- högun er sú að foreldrar skiptast á að sitja í starfsráði þrjá mánuði í senn. Foreldrar taka virkan þátt í starfinu, við pössun bamanna, þvotta og við- _______ hald hússins. Ós- fjölskyldan er tals- Tveir hressir og kátir Ósarar, vert öðru vísi bamaheimili en önnur þeir Stefán Pétur og Skúli. og hefðbundin. Litríkt þjóðdansamót Á föstudag hefst norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót, ísleik ’93 í Reykjavík. Alls taka þátt í mótinu 300 manns frá Norðurlöndunum auk 30 manna hóps frá Austurríki. Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur mótið, sem fram fer árlega á einhveiju Norðurlandanna. Móts- haldið mun að sjálfsögðu setja sinn lit á borgarlífið dagana sem það fer fram, en það stendur til 19. júlí. Búningar dansfólksins em fallegir og litríkir og séreinkenni þjóðanna koma fram í fjölbreyttum dansi og tónlist. Sigrún Ámadóttir, starfandi framkvæmdastjóri RKÍ, Anna Þrúður Þor- keisdóttir, varaformaður RKI og Björn Tryggvason fyrrverandi formað- ur RKÍ á gosárunum, með bæklinginn um RKÍ og Vestmannacyjagosið. Rauði krossinn og Vestmanna- eyjagosið Þáttur Rauða kross íslands í björgunarstarfi vegna Vestmanna- eyjágossjns var stór. Þar sönnuðu samtökin enn einu sinni mikilvægi sitt. RKl-félagar léttu mjög undir þegar Vestmannaeyingar urðu að yfirgefa heimili sín og leita til meginlandsins. Þá bárust félaginu mikl- ir Ijármunir til hjálpar fólkinu. Aðeins hluli fjárins fór í neyðarhjálp, en félagið hélt því áfram til ársloka 1976 að nota afgangsfé í félagsleg- ar lausnir fyrir fólkið. Nú um þessar mundir em 20 ár liðin frá því að gosinu lauk. Hefur RKÍ af því tilefni gefið út fróðlegan bækling um þátt félagsins í hjálparstarfinu. Vestmannaeyingar héldu upp á gos- lokaafmælið með mikilli dagskrá núna um helgina. Nýr umdæmisstjóri Flugleiða Bergþór Erlingsson hefur verið ráðinn umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyri. Hann hefur starfað hjá félaginu í 15 ár, fyrst sem afgreiðslu- maður og afgreiðslustjóri á Akureyrarflugvelli en sfðustu tvö árin sem umdæmisstjóri á Egilsstöðum. Bergþór er fertugur, kvæntur Hciðdísi Þorvaldsdóttur og eiga þau fjögur börn. íþróttaklúbbur Kópavogs Iþróttaráð Kópavogs stendur að stofnun íþróttaklúbbs Kópavogs og tók hann fonnlega til starfa 28. júní og hefur aðsetur sitt í Sundlaug Kópavogs. Tilgangurinn er að gefa almenningi kost á leiðsögn til íþróttaiðkunar. Allir geta gerst félagar og engar kvaðir fylgja aðild- inni. Nú þegar er boðið upp á námskeið sem skiptast í þijá flokka: byrjendur, trimmara og lengra komna. Hver hópur hittist þrisvar í viku. Fyrstu námskeiðin em ókeypis til kynningar, en greiða þarf að- gangseyri að sundlauginni en félagar fá afslátt af 30 sundmiðum. Leiðbeinandi er Ómar Stefánsson, íþróttakennari. Skráning í Sund- laug Kópavogs. Stórleikur í Kópavogi í kvöld Breiðablik leikur í kvöld heimaleik við Val í 8 liða úrslitum bikar- keppni kvenna í knattspymu. Leikurinn hefst kl. 20. Félögin tvö em nú í öðm og þriðja sæti í 1. deild jöfn að stigum. Það má bdast við hörkuleik hjá stelpunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.