Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 6
+ Þriðjudagur 6. júní 1993 RAÐAUGLYSINGAR Utboð Hafnarstjórn Grindavíkur óskar eftir tilboðum í dýpkun og þilskurð við Eyjabakka í Grindavíkurhöfn. Helstu magntölur eru: Dýpkunarsvæði alls: 9.300 m2 Áætlað magn í dýpkun alls: 21.300 m3 Þilskurður: 179 m. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafnamálaskrifstof- unni, Vesturvör 2, Kópavogi, gegn 5000 króna gjaldi. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 16. júlí 1993 kl.14 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hafnarstjóri Hjúkrunardeild á Höfn 1. áfangi Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, f.h. heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og sýslunefndar Austur- Skaftafellssýslu, óskar eftir tilboðum í að byggja 1. áfanga hjúkrunardeildar á Höfn. Verkið tekur til vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu og frágang hússins að utan sem innan, ásamt lóð og bílastæðum. Húsið er kjallari 180 m2 og aðalhæð 890 m2. Heildarrúmmál er 3561 m3. Verktími ertil 1. desember 1995. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar rík- isins, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudeginum 29. júlí. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. ágúst 1993klukkan11. INNKAUPASTOFNUIM RÍKISINS Landspítalinn Reyklaus vinnustaöur Eðlisfræði- og tæknideíld Starf Ijósmyndara við eðlisfræði og tæknideild er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf til frambúðar (vinnutími frá 8-16) við klíníska Ijósmyndun. Umsækjandi þarf að hafa próf í Ijósmyndun, einnig er æskilegt að viðkomandi hafi próf eða reynslu í klínískri Ijósmyndun og geti teiknað frí- hendis. Umsækjandi þarf að vera vanur tölvuvinnslu og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Umsóknarfrestur er til 1.JÚIÍ1993. Frekari upplýsingar veitir Þórður Helgason forstöðumaður í síma601595. RIKISSPITALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starf- semi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknarstarfsemi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrirog með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávalit gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. '//'/A Utboð Austurlandsvegur um Breiðdalsós Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 7,0 km kafla á Austurlandsvegi um Breiðdalsós. Helstu magntölur: Fyllingar 145.000 m3, burðarlög 50.000 m3, rofvarnir 7.000 m3, klæðning 47.000 m2. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðar- firði og í Borgartúni 5, Reykjavík, Reykjavík, (aðalgjald- kera) frá og með 7. þ.m. Skila skaí tilboðum á sömu stöð- um fyrir klukkan 14 þann 19. júlí 1993. Vegamálastjóri Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóðarfram- kvæmdir við Leikskóla að Viðarási 9. Um er að ræða 2400 m2 lóð, þ.e. frágang yfirborðs, gróður, girðingar og leiktæki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21. júlí 1993,klukkan11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð 22.800 m3 19.300 m3 10.100 m2 1.700 m2 19.000 m2 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverk- fræðingsins í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í eftirfar- andi verk: Bústaðavegur - Háaleitisbraut og Sléttuvegur, gatna- gerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt: Fylling: Púkk: Steyptar gangstéttir: Ræktun: Verkinu skal lokið fyrir 15. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík frá og með miðvikudeginum 7. júlí gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað og fimmtudaginn 15.JÚIM993, klukkanH. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ?AX 61-91-44 Auglýsing SlAH<> Frá Seðlabanka Islands um sölu- og skilaskyldu erlends gjaldeyris og skráningarskyldu reikninga hjá erlendum lánastofnunum. Seðlabanki íslands vekur athygli viðkomandi aðila á 16. gr. reglugerðar nr. 471/1992 um gjaldeyrismál, 1. og 2. málsgr. sem hljóða svo: Sölu- og skilaskylda erlends gjaldeyris. „Um sölu- og skilaskyldu erlends gjaldeyris, sem innlendir aðilar eiga eða eignast fyrir seldar vörur, þjónustu eða á annan hátt, gilda eftirtarandi reglur: 1. Henni telst fullnægt með sölu til innlends aðila, sem heimild hefur til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti skv. 8. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, innan eðlilegs frests frá því hann komst í umráð eiganda eða umboðs- manns hans. 2. Henni telst fullnægt með innleggi á reikning í erlendri mynt í innlendri inniánsstofnun, sbr. 13. gr. 3. Henni telstfullnægt með innleggi á reikning í erlendri inn- lánsstofnun, sbr. 12. gr. 4. Henni telst fullnægt er hinum erlenda gjaldeyri er varið til að greiða kostnað erlendis. Ráðstöfun erlends gjaldeyris skv. 1. mgr. er upplýsinga- skyld til Seðlabankans samkvæmt nánari reglum sem hann setur, sbr. 21. gr." Með auglýsingu, dags. 23. des. 1992, setti Seðlabankinn nánari reglur um upplýsingagjöf um framangreint efni, sbr. 6. lið auglýsingarinnar. Upplýsingar skulu gefnar á eyðublöðum sem Seðla- bankinn leggur til, en tilkynningaskyldan hvílir á hlut- aðeigandi innlendum aðilum. Þeir innlendir aðilar, sem málefni þetta varðar, eru eindregið hvattir til að vitja eyðublaða hjá Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirliti, eða óska eftir að fá þau send. Upplýsingaskyldan gildir frá upphafi þessa árs og er ætlast til að gerð sé skýrsla fyrir hvern almanaksmán- uð og hafi borist Seðiabankanum fyrir 15. dag hvers mánaðar, vegna næstliðins mánaðar. Reikningar í erlendum innlánsstofnunum Seðlabankinn vekur sérstaka athygli á ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 471/1992, sem varðar skráningarskyldur reikninga í erlendum innlánsstofnunum, sbr. 4. lið auglýs- ingar Seðlabankans frá 23. des. 1992. Bönkum og sparisjóðum og öðrum þeim, sem heimild hef- ur til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti, er óheimilt að milli- færa eða greiða inn á reikninga innlendra aðila hjá erlend- um innlánsstofnunum, nema fram hafi verið lögð kvittun frá Seðlabanka íslands um að viðkomandi reikningur hafi ver- ið tilkynntur. Stöðluð eyðublöð iiggja frammi hjá Seðla- bankanum, gjaldeyriseftirliti. Tilkynningarskyldan hvílir á hlutaðeigandi reikningseiganda. Reykjavík, 22. júní 1993. Seðlabanki íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.