Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 6. júlí 1993
f ll>\lllllílflllll
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110
Dimmuborgir í hættu
Dimmuborgir em á meðal skæmstu perlanna í langri keðju ís-
lenskra náttúmgersema. Af sjónarhóli náttúmfræðinnar em þær
einstakar; hvergi á jarðnki er að finna svipaðar myndanir. Svæð-
ið er þekkt um allan heim og fjöldi eriendra ferðamanna leggur
leið sína til íslands til að skoða þær sérstaklega.
Frá náttúmnnar hendi er svæðið afar viðkvæmt, og vaxandi
gestanauð hefúr ekki orðið til að treysta gmndvöllinn undir til-
vem þess. Á þessu sumri munu fast að 80 þúsund innlendra og
erlendra ferðamanna leggja leið sína í Dimmuborgir og efalítið
mun straumur ferðamanna vaxa fremur en hitt á næstu ámm.
Dimmuborgir njóta þess hinsvegar að þar hefur árvekni land-
varða og aðstoð sjálfboðaliða orðið til þess, að búið er að skipu-
leggja gönguleiðir um svæðið, og takmarka þannig einsog hægt
er afleiðingar vaxandi umferðar.
En Dimmuborgir standa nú jafnframt andspænis annarri og ill-
vígari hættu; sandfok innan af öræfunum hefur aukist á síðustu
ámm vegna versnandi ástands hálendisins. Eyðilegging Dimmu-
borga blasir við taki ekki mannshöndin í taumana.
Við þessu verður að bregðast með afdráttarlausum hætti. Síð-
ustu misserin hafa sprottið umræður um nauðsyn þess að tak-
marka aðgang að Dimmuborgum, jafnvel að láta gesti greiða sér-
stakt gjald fyrir aðgang. Tiigangur þess yrði þá væntanlega að
takmarka ásóknina á svæðið og samhliða að skapa tekjustofn til
að standa straum af viðhaldi og nauðsynlegum björgunaraðgerð-
um. Hugmyndir af þessu tagi em skiljanlegar, og vitanlega ekki
sprottnar af öðm en góðvilja í garð viðkvæmrar náttúm. En eðii-
lega em þær umdeilanlegar.
✓
Ut af fyrir sig er skynsamlegt að íhuga, hvort ekki sé rétt að taka
smávægilegt gjald af ferðamönnum, sem koma til landsins, og
marka þannig sérstakan tekjustofn sem rynni til aðstöðu og við-
halds á viðkvæmum stöðum, sem mest em sóttir af ferðamönn-
um. Til langframa myndi það auka gildi landsins fyrir ferðamenn
og yrði því líklegt til að laða þá að, fremur en fæla, og efla þann-
ig þann þátt þjóðarbúsins sem byggir á ferðaiðnaði. En jafnframt
yrði þannig hægt að standa að einhveiju marki undir þeim kostn-
aði sem vaxandi ásókn á viðkvæma staði hlýtur að þýða í við-
haldi og eftirliti.
Sandurinn er hinsvegar erfiðasta viðfangsefnið. Gróðureyðing
og vaxandi sandfok stafar ekki síst af því, að sauðfénaði er beitt á
gróður sem þegar er að þrotum kominn. Við þessu er hægt að
bregðast með tvennu móti:
Annarsvegar með því að girðá áf svæði á hálendinu umhverfis,
sem Landgræðslan telur í lagi að sauðfénaði sé beitt á, án þess að
það auki uppblástur og sandfok inná Dimmuborgir. Það kostar
miklar upphæðir.
Hinsvegar mætti ihuga hvort rétt sé að ná samkomulagi við
bændur á svæðinu um að leggja af sauðfjárbúskap. Með nýju bú-
vöralögunum er gert ráð fyrir beingreiðslum til bænda. Stjóm-
völd gætu þá búið svo um hnútana að bændumir haldi þeim
greiðslum, sem samningurinn gefur þeim miðað við núverandi
búskap - þrátt fyrir að þeir legðu hann af. Kunnátta þeirra og
þekking á svæðinu myndi gera þá ákjósanlega starfsmenn við
landgræðsluátak á þeim stöðum á öræfunum sem Landgræðslan
telur þurfa að græða upp, til að hindra sandfokið inn í Dimmu-
borgir.
Þessa kosti þarf að íhuga. Framtíð Dimmuborga er í húfí.
Onnur sjónarmið. . .
Eykon fær uppreisn æru
I Reykjavíkurbréfi Moggans á
sunnudaginn er sagt frá grein í
virtu bandarísku tímariti sem
rennir stoðum undir gamlar
„villukenningar“ Eyjólfs Kon-
ráðs Jónssonar um halla ríkis-
sjóðs. Morgunblaðið segir:
, Tyrir nokkrum árum hélt einn af
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,
Eyjólfur Konráð Jónsson, því hvað
eftir annað fram í ræðu og riti, að
menn þyrftu engar áhyggjur að hafa
af halla ríkissjóðs, svo lengi sem sá
hallarekstur væri íjármagnaður
með innlendum lántökum en ekki
erlendum. Þjóðin skuldaði sjálfri
sér þessa peninga og það væri
meira vit í því að reka ríkissjóð með
halla og fjármagna hann með lán-
tökum heima fyrir, heldur en að
hækka skatta til þess að jafna þenn-
an halla. Ekki reyndist mikill
hljómgrunnur fyrir þessum kenn-
ingum Eyjólfs Konráðs og raunar
töldu flestir, sem um þær fjölluðu,
að sjónarmið hans væru fráleit."
Mr. Eisner kemur tíl sögunnar
Nú hefur Eykon eignast sam-
herja í Robert Eisner, sem er
prófessor í hagfræði við North-
western University í Chicago. Ei-
sner birti langa grein í maí-júní-
hefti Harvard Business Review
um þessi mál. Yfir í Reykjavíkur-
bréflð:
„Höfundurinn segir, að flest af
Eykon. Hann á vopnabróður í Amer-
íku sem líka telur ástæðulaust að
fjargviðrast út af halla á ríkissjóði.
því, sem sagt sé um halla á ríkis-
sjóði sé tóm vitleysa. Það sé fárán-
legt að halda því fram, að sam-
bandsstjómin í Washington geti
orðið gjaldþrota. Ríkisstjóm geti
alltaf greitt skuldir, sem em í henn-
ar eigin gjaldmiðli. Hún geti alltaf
skattlagt þegnana til þess að afla sér
nauðsynlegra tekna. Vel megi vera,
að skuldin verði endur greidd í
verðminni dollumm en verði alltaf
endurgreidd. Þá segir höfundurinn
fráleitt að tala um, að með slíkum
hallarekstri sé núverandi kynslóð
að eyða peningum bama sinna.
Peningar bama okkar hafa ekki ver-
ið prentaðir, segir hann. Hins vegar
er okkur að mistakast að sjá böm-
um okkar fyrir því, sem raunveru-
legu máli skiptir, sem er sjálf upp-
spretta fjármuna.
Robert Eisner gerir að umtalsefhi
þá staðhæfingu, að með hallarekstri
ríkissjóðs sé núlifandi kynslóð að
leggja skuldabyrði á bömin sín. Hið
rétta sé, að bömin verði eigendur
lánaskuldbindinga bandaríska rík-
issjóðsins. Þess vegna sé skuld rík-
issjóðs í raun uppsafnaður spamað-
ur, sem komi bömum okkar til
hagsbóta. Þá sé því haldið fram, að
vaxtakostnaður vegna hallareksturs
ríkissjóðs sé þung byrði fyrir efna-
hagslífið. Það sem skipti máli sé
hins vegar það, að vaxtagreiðslur
ríkissjóðs séu vaxtatekjur fyrir eig-
endur lánaskuldbindinga.
Höfundur víkur einnig að þeirri
skoðun, að hallarekstur ríkissjóðs
hafi verðbólguhvetjandi áhrif. Stað-
reyndin sé hins vegar sú, að þrátt
fyrir mikinn hallarekstur á síðasta
áratug hafi verðbólgan snarminnk-
að.“
Við þessu er ekki nema einu að
bæta. Eftir að Mogginn hefur
þannig samviskusamlega viðrað
sameiginleg sjónarmið Eykons og
Eisners harðneitar blaðið að
„gera þessa skoðanir að sínum!“
Menningin borgar
menninguna
Nú er blessuð ríkisstjórnin bú-
in að leggja virðisaukaskatt á
bækur, blöð og tímarit. Svavar
Gestsson skrifar af þessu tilefni
grein í helgarblað Tímans og til-
færir ýmsar athyglisverðar stað-
reyndir. Hann segir:
„Samkvæmt áætlunum efna-
hagsskrifstofu fjármálaráðuneytis-
ins mun nýi menningarskatturinn á
næsta ári færa ríkinu tekjur sem
nema l .180 milljónum króna á
verðlagi þessa árs.
Framlög ríkisins til menningar-
mála eru hins vegar sem hér segir:
1. Til listaskólanna verður varið
alls um 155 milljónum króna.
2. Til listasafnanna verður varið
um 252 milljónum króna.
3. Til Þjóðleikhússins og fs-
lenska dansflokksins er varið sam-
tals um 343 milljónum króna.
4. Til Sinfóníuhljómsveitarinnar
er varið tæplega 100 milljónum
króna.
5. Til sjóða eins og Kvikmynda-
sjóðs, Listskreytingasjóðs, Húsfrið-
unarsjóðs og Listasjóðanna verður
varið um 234 milljónum króna.
6. Til annarra verkefha er varið
173 milljónum króna.
Þetta gerir samtals um 1257
milljónir, sem eru heildarframlög
ríkisins til menningarmála á þessu
ári.
Það vill svo til að það er nokkum
veginn sama upphæð og nýi menn-
ingarskatturinn skilar ríkissjóði á
næsta ári. Þannig að menningin
verður látin borga - sig, árið 1994.“
Tugir missa vinnuna
Svavar tekur nokkur dæmi um
yfirvofandi afleiðingar bóka-
skattsins:
„1. Bækur verða veikari í sam-
keppninni við annað á vörumarkað-
inum.
2. Tugir manna munu missa
vinnu og fleiri bætast á atvinnuleys-
isskrá, því það dregur úr bókaút-
gáfu hér á landi.
3. Hluti af þeirri bókaútgáfu, sem
leggst af hér á landi, verður fluttur
til útlanda.
4. Atvinnulíf á fslandi verður fá-
breyttara, ekki aðeins með færri
störfum í bókagerðarhúsum og
prentsmiðjum, heldur líka í öðrum
störfúm sem tengjast bókaútgáfu og
útgáfu tímarita, bæði beint og
óbeint í öðrum greinum menningar-
lífsins til dæmis.
Allt þetta ættu núverandi ráða-
menn að skilja. En þeir gera það
ekki. Þeir nálgast málið með sama
neikvæða íhaldshugarfarinu og
annað sem þeir koma nálægt um
þessar mundir. Þeir eru fangar
þeirrar skoðunar að það sé allt veij-
andi til að minnka halla ríkissjóðs
og ganga svo langt í vitleysunni að
allt, sem þeir gera til þess að
minnka halla ríkissjóðs, verður til
þess að auka halla ríkissjóðs.“
Svavar. Missum atvinnu úr landi,
vegna skilningsleysis núverandi ráða-
manna.
9. fúlí’9?
Atburðir dagsins
1791 George Hammond skipaður fyrsti sendiherra Bretlands í Banda-
ríkjunum.
1811 Byltingarþing Venezuela lýsir yfir sjálfstæði landsins frá Spáni.
1826 Hinn litríki nýlendustjómandi Sir Thomas Stamford Raffles deyr,
hann stofnaði Singapore og London-dýragarðinn.
1830 Frakkar hertaka Alsír og gera upptækt stórkostlegt skartgripasafn
stjómanda landsins.
1865 3 km/klst. hraðatakmörkum komið á í Bretlandi sem ná tii allra far-
artækja sem knúin eru áfram af gufu og bensíni
1919 Franski tennisleikarinn Suzanne Lenglen vinnur einliðaleik kvenna
á Wimbledon í fyrsta skipti.
1969 Tveimur dögum eftir að gítarleikarinn Brian Jones drakk og dópaði
sig í hel halda Rolling Stones fría og frábæra tónleika í Hyde Park í Lond-
on, 250 þúsund komu og nutu tónlistarinnar.
1975 Arthur Ashe sigrar Jimmy Connors í einliðaleik karla á Wimbled-
on og verður þar með fyrsti blökkumaðurinn til að vinna þá grein á Wim-
bledon.
1975 Cape Verde eyjamar öðlast sjálfstæði frá Portúgal.
1977 Forsætisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, er steypt af stóli í
uppreisn sem hershöfðinginn Zia ul-Haq leiðir.
1988 Enska biskupakirkjan ákveður að fara undirbúa sig til að vígja
kvenkyns presta.
1989 Bandaríski herforinginn Oliver North er sektaður um tæpar 10
milljónir íslenskra króna og dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar
fyrir hlutverk sitt í Iran- Kontra hneykslinu.
Afmœlisdagar
Sarah Siddons - 1755 Ensk leikkona, sú fremsta á sínum tíma.
Phineas Barnum -1810 Bandarískur skemmtanajöfur.
Cecil Rhodes - 1853 Ensk-fæddur nýlendusinni, fjármálamaður og
þingmaður í Suður-Afríku.
Dwight Davis - 1879 Bandarískur tennisleikari sem stofnaði til Davis
Cup landsliða-keppninnar í tennis.
Jean Cocteau - 1889 Franskt skáld og listamaður sem var best þekktur
fyrir Orphée og Les Enfants terribles.
Georges Pompidou - 1911 Franskur þingmaður og forseti Frakklands
frá 1969 til dauðadags árið 1974.
Málsháttur dagsins
„Það er siður rakka að rífa úr hnakka.“
íslenskt málsháttasafn eftir Finn Jónsson, Kaupmannahöfn, 1920.
Gyðja kveður Covent Garden
1965: Sópransöngkonan Maria Callas kvaddi aðdáendur sína og ópcrusviðið í
dag með stórkostlegum lokaperformans í Covent Garden. Aðdáendurnir höfðu
sumir hverjir staðið í röð í tvo sólarhringa til að ná í miða. Callas söng óperuna
Tosca fyrir troðfullu húsi með sinni einstöku rödd. Hún kom fyrst fram á sjón-
arsviðið árið 1947 og hefur síðan verið í fremstu röð. Callas fæddist í New York
og á gríska foreldra. Hún iærði söng í Aþenu og mun halda áfram að dvelja
nokkuð í Grikklandi.