Alþýðublaðið - 08.07.1993, Side 6
4
Flutningshús til sölu
Óskað er eftir kauptilboðum í íbúðartiús á lóðinni nr. 29
við Bræðraborgarstíg til brottflutnings af lóðinni. Húsið er
úr timbri, ein hæð og ris á hlöðnum kjallara, samtals um
78 ferm., talið byggt 1898. Ekki er vilyrði fyrir lóð undir
húsið í Reykjavík.
Á lóðinni eru einnig 33 ferm. geymsluskúr úr timbri frá
1907 og 25 ferm. steinhús (söluturn) frá 1920, sem á að
fjarlægja af lóðinni. Tilboð geta tekið til íbúðarhússins
eins, eða allra húsanna og frágangs á lóð.
Húsin verða til sýnis föstudaginn 9.júlí nk. kl. 14:00 til
16:00. Skila skal tilboðum til skrifstofu borgarverkfræðings
fyrirkl.16:00 miðvikudaginn 14.júlí nk.
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík.
fLóöaúthlutun í
Reykjavík
Til úthlutunar eru lóðir undir einbýlishús, parhús, raðhús
og keðjuhús fyrir samtals 67 íbúðir við Laufrima, Mosa-
rima og Rósarima í Rimahverfi eins og hér segir:
Einbýlishús 2 lóðir 2 íbúðir
Parhús 2 lóðir 4 íbúðir
Raðhús 9 lóðir 33 íbúðir
Keðjuhús 8 lóðir 28 fbúðir
Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar á
næsta ári.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2,3. hæð, sími 632310. Þarfást einn-
ig afhent umsóknareyðublöð, skipulagsskilmálar og upp-
drættir.
Tekið verður við umsóknum frá og með föstudeginum
9. júlí nk. á skrifstofu borgarverkfræðings.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Ágóðinn rennur Hl Krabbameinsfélagsins
Ágóði af sölu bamabókarinnar
„Freyjusögur“ var færður Krabba-
meinsfélagi íslands að gjöf á dögun-
um, 150 þúsund krónur. Gjöfin var
afhent félaginu þann 30. júní síðast-
liðinn, en þann dag hefði höfúndur
bókarinnar, Kristín Finnbogadóttir
ffá Hítardal, orðið 65 ára, en hún lést
fyrir tveim árum.
Kristín eða Lalla eins og hún var
ætíð kölluð, fæddist í Hítardal í
Mýrasýslu árið 1928, langyngst og
eina systirin í hópi 10 bræðra. Hlaut
hún það uppeldi og menntun sem
ungum stúlkum í sveit stóð til boða á
fyrri hluta aldarinnar.
Um 1950 hélt hún til Englands til
leiklistamáms, giftist þar í landi og
bjó til æviloka, íyrst í London og sícf
ar í nágrenni við Norwich.
Áður en Kristfn lést hafði hún
gengið ífá fimmtán frumsömdum
söguköflum af kettinum Freyju, en
kettir og önnur dýr voru í miklum
metum á heimili hennar. Sögumar
em af því tagi sem foreldrar segja
bömum sínum gjaman eftir að þau
eru komin í rúmið á kvöldin. Sögum-
ar las Ragnheiður Steindórsdóttir
leikkona í útvarp fyrir fáum ámm.
Böm Kristínar og eiginmaður
höfðu forgöngu um að gefa út bókina
til að heiðra minningu hennar. Að
________Fimmtudagur 8. júlí 1993
hennar ósk var Krabbameinsfélaginu
færður sá ágóði sem af sölunni varð.
KRISTÍN
FINNBOGA-
DÓTTIR,
ágóðinn af
barnabók
hennar var lát-
inn renna til
starfs Krabba-
meinsfélags ís-
lands.
w
<
in
poRwm
MINI STRIP GRAZER
V
I th __ i li L i_JLU
P M-— [|p UiV
RAFGIRÐING HESTAMANNSINS
FERÐASETT
•SPENNUGJAFI B - 10 (6 RAFHLÖÐUR)
•20 SAMSETTIR STAURAR
•STERKUR SEGLPOKI UNDIR STAURANA
•200 M. ÞRÁÐVÍR
•SPÓLA FYRIR ÞRÁÐINN
•KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT OG MR BÚÐIN
[ŒniTfiShWgZEgEgfiim . sími: 95.35200
-*=3J
SAMBAND UNGRA JAFNAOARMANNA
ÞÓRSMERKURFERÐ
HELGINA 9.-11. JÚLÍ
Nú eru öll pláss að fyllast í Þórsmerkurferð ungra jafnaðarmanna. Enn
eru örfá sæti laus, en það verður ekki lengi.
Þessi helgi er ein af stærstu ferðahelgum ársins og vitað er að þúsund-
ir manna munu leggja leið sína í Þórsmörk um þessa helgi. Fjörið verður
magnþrungið!
Haldið verður af stað frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík á föstudeginum
klukkan 18:15. Mæting klukkan 18:00.
Verðið er ótrúlega lágt vegna afar hagstæðra samninga við Austurleið
hf., aðeins krónur 3.300.-.
Gist verður í skála Austurleiðar í Húsadal. Þessi staður er eins og marg-
ir vita ótrúlega fallegur enda Þórsmerkursvæðið ein af perlum íslenskrar
náttúru.
Hvað þarf að taka með sér: Sængurfatnað, mat, veigar og góða skapið.
Æ, þið vitið, allt þetta dæmigerða sem fylgir útilegum.
Lysthafendur eru hvattir til að panta hér og nú (og ekki seinna en í gær)
hjá Stefáni Hrafni Hagalín, framkvæmdastjóra SUJ, vs. 625566/29244, hs.
616061, fax. 629244.