Alþýðublaðið - 16.07.1993, Side 7

Alþýðublaðið - 16.07.1993, Side 7
Föstudagur 16. júlf 1993 NEYTENDUR 7 Itarleg verðkönnun Neytendasamtakanna í 17 matvöruverslunum Ódýrast að versla í Hafnarfirði Bónus Hafnarfirði kemur best útúr verðkönnun Neytendasamtakanna. Fjarðarkaup með þriðja lœgsta verðið og einna mesta vöruúrvalið. Allt að 443 prósent verðmunur! Mánudaginn 5. júlí gerðu Neytendasamtökin, í samvinnu við neytendafélögin á Akureyri, Suðurnesjum og Suður- landi og verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum, verðkönnun í matvöruverslunum á þessu svæði, auk fjögurra matvöru- verslana á höfuðborgarsvæðinu. Kannað var verð á al- gengum dósa- og pakkavörum, en í könnuninni eru einnig nokkrar tegundir af kjöti, fiski og mjólkurvörum, ávöxtum og grænmeti. Gríðarlegur verðmunur kom fram, og sýnir að neytendur geta sparað háar upphæðir með lágmarks út- sjónarsemi. Verðmunur milli einstakra tegunda er mikill. Mestur munur á lægsta og hæsta verði reyndist vera á grænmeti og ávöxtum, á bilinu 118-443%. Þannig kostaði kílóið af agúrkum á bilinu 49 krónur og uppí 266 krónur, sem er hvorki meira né minna en 443 verðmunur. A tjölmörgum öðrum vör- um var verðmunur á bilinu 40- 60% ekki óalgengur, eða jafnvel meiri. Sem dæmi má nefna, kostaði Ajax gluggahreinsir án úð- ara, 500 ml., á bilinu 74 krónur og uppí 199 krónur sem er 169% verðmunur. Lægsta verðið reyndist vera í Bónus Hafnarfirði. Miðað við meðaltöluna 100 var verðið 78,7 á þeim bæ. Hæsta verð var hinsvegar í Kaupfélagi Ámesinga í Vest- mannaeyjum 115,8. KEA Akureyri var með annað lægsta verðið en Fjarðarkaup komu skammt á eft- ir. I Fjarðarkaupum reyndist einna mest vöruúrval, 105 tegundir af 107, voru til þar. Mikill munur var á vöruúrvali í einstök- Samanburður milli verslana Af 107 Hlutfalls- vörum legur voru til samanburður Bónus Hafnarfirði 52 78,7 KEA 77 87,0 Fjarðarkaup Hafnarfirði 105 90,9 Hagkaup Njarðvíkum 96 92,1 Hagkaup Rcykjavík 106 92,7 Ilagkaup Akureyri 105 92,8 Nóatún vestur í bæ, Rvík 98 98,9 Kjarabót Selfossi 78 99,4 Eyjakaup Vestmannaeyjum 92 101,4 Samkaup Njarðvík 97 101,9 Vöruval Vestmannaeyjum 81 102,5 Betri bónus Vestmannaeyjum 65 103,8 Vöruhús KÁ Selfossi 97 105,9 Þríhyrningur Hellu 92 107,1 Kf. Rangæinga Hvolsvelli 93 109,4 Höfn Selfossi 99 113,7 KÁ Vestmannaeyjum 82 115,8 Bónus í Hafnarfirði er ódýrust en KÁ Vestmannaeyjum dýrust: í þessari töflu er borið saman verð milii verslana á þeim vörum sem til voru í hverri verslun. Hér er um hlutfallslegan verðsamanburð að ræða. Reiknað er út meðalverð hverrar vörutegundar í öllum verslunum og það sett sem 100 og hvert einstakt verð reiknað út í hlutfalli við það. Þegar reiknað hefur verið út hlutfallslegt verð á hverri vöru á þennan hátt í hverri verslun, er tekið meðaltal af öllum vörunum í hverri verslun og sú tala er birt í töfiunni. Þannig væri verslun með töluna 100 í meðallagi hvað verð varðar á þessum vörum, miðað við verð í öðrum verslun- um. Einnig má sjá töflunni hve margar vörur voru til í einstökum verslunum. u 1 ámM HfBfffF ngstölur Vinni miðvikudaginn: 14. júlí 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING E3 6af6 3 (á ísl. 0) 21.030.856 m 5 af 6 LS+bónus 1 1.718.269 fcl 5 af 6 8 59.319 E! 4af6 383 2.493 na 3 af 6 Cfi+bónus 1.492 284 Heildarupphæð þessa viku 66.663.936 á ísl.: 3.571.368 UPPLVSINGAR, SfMSVARI 91-fi8 15 11 LUKKUUNA 9910 «0 - TEXTAVARP 451 9191 UED EV91BVAB* UU PRCNVVILLU9 um verslunum. Þannig voru yfir 100 vöru- tegundir, af þeim 107 sem könnunin náði til, í þremur verslunum, Hagkaup Kringl- unni og Akureyri og Fjarðarkaupum. í versluninni með lægsta vöraverðið voru hinsvegar aðeins til 52 af þessum vörum, eða innan við helmingur úrtaksins. I könnuninni er vitaskuld ekki lagt mat á þjónustu einstakra verslana. Opnunartími er mismunandi og að minnsta kosti tvær taka ekki við greiðslukortum. Þá er í sum- um tilvikum veittur staðgreiðsluafsláttur. En könnunin undirstrikar ótvírætt nauð- syn þess að neytendur fylgist vel með vöru- verði og leiti jafnan eftir hagstæðasta verð- inu. Það er líka kjarabót. Fjarðarkaupamcnn. Gísli Sigurbergsson og Haraldur Haraldsson gcta verið ánægðir. Verslun þcirra er með cinna lægsta verðið og mesta úrvalið. Geri aðrir betur! „Þetta er glæsilegt og eykur áreiðanlega söluna um helgina,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson verslunarstjóri í Bónus Hafnarfirði sem býður neyt- endum lægsta verðið samkvæmt splunkunýrri könnun. (A-myndir: E.Ol.) 3 Góðir saman Umboðsmenn um fand allt: Á.G. Guðmundsson sf.. Húsavik • Ásbyrgi hf.. Akuteyri • Ásgeir Bjömsson. Siglufirði • Guðrún sf.. Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Reynir sf., Blönduðsi • Sigbjörn Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf., Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði • hf. Akureyri t Sigbjöm B Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf., Húsavfk • Asbyrgi Vopnafirði • Hafsteinn Vilbjálmsson, Isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði • • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ rvniólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.