Alþýðublaðið - 22.07.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 22.07.1993, Page 3
Fimmtudagur 22. júlí 1993 FERÐALOG 3 Ætla má að 10-15 þúsund manns ferðist mcð rútum um verslunarmannahelgina. Verslunarmannahelgin Hvert skal halda? Víða má finna fallega náttúru og góð útivistarsvæði á íslandi. Vafalaust eru margir farnir að huga að því hvað gera skuli um verslunarmannahelg- ina, mestu ferðahelgi ársins. Útihátíðir verða víða um land og mun fólk væntanlega flykkj- ast á þær, þó svo að margir kjósi að verja helginni í meiri róleg- heitum. Þeir hjá BSÍ búast við að um fimm þúsund manns muni leggja af stað með rút- um frá BSÍ föstudaginn fyrir verslunarmanna- helgina og alls muni um 10-15 þúsund manns ferðast áætlun- arbílum yfir helgina. Al- þýðublaðið birtir hér nokkrar upplýsingar um það helsta sem verður að gerast um verslunarmannahelg- ina. Þjóðhátíð í Eyjura Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður á sínum stað í Herjólfsdaln- um yfir verslunarmannahelgina og verður hún á vegum íþróttafélags- ins Týs. Þar munu hljómsveitimar Pláhnetan, SSsól og Todmobile leika á stóra pallinum, en á litla pallinum verða HetTamenn. Þá verður þar boðið upp á margvísleg skemmtiatriði auk þess sem Ámi Johnsen mun sjá um Brekkusöng. Aðgangseyrir á Þjóðhátíðina í Eyjum er 6.500 krónur og pakka- ferð á vegum BSI frá Reykjavík er 9.100 krónur. Böm 13 ára og yngri fá ffítt inn á svæðið í fylgd með fullorðnum og sömuleiðis fá ellilíf- eyrisþegar ókeypis aðgang. Galtalækur I Galtalækjarskógi verður bind- indismót á vegum Islenskra Ung- templara og Stórstúku Islands. Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar leikur fyrir dansi á palli öll kvöldin og í kúluhúsinu Heklu leika Örkin hans Nóa, Gutlamir, Pandemonium og Tannpína. Þá verður fjölbreytt skemmtidagskrá f boði. Aðgangseyrir inn á svæði verður 5.300 krónur en kostar í forsölu í Seglagerðinni Ægi 4.800 krónur fram til 25. þessa mánaðar. Rútu- ferð á svæðið frá Reykjavík fram og til baka kostar 2.400 krónur. Þórsmörk Þrátt fyrir að ekkert skipulegt mótshald verði í Þórsmörk um verslunarmannahelgina má búast við að þangað verði venju sam- kvæmt talsverður straumur fólks. Rútuferð þangað kostar 3.600 krón- ur og tjaldgisting fyrir þijár nætur 1.200 krónur. Skálagisting í Þórs- mörk kostar 1.000 krónur fýrir nótt- ina. Snæfellsás ’93 Nýaldarfólk mun verða með sína árvissu samkomu að Hellnum á Snæfellsnesi um verslunarmanna- Það er vinsælt að tjalda úti í guðsgrænni náttúrunni um verslunarmannahelgina. Þórsmörkin nýtur alltaf mikilla vinsælda, jafnt um verslunarmannahelgina sem og aðrar hclgar sumarsins. helgina. „Mannrækt undir jökli“ er yfirskrift útihátíðarinnar. Þar verð- ur andinn ræktaður og haldnir margvíslegir fyrirlestrar. Mótsgjald er 3.500 krónur og rútuferðir þang- að kosta 3.300 krónur. Frítt er fyrir böm yngri en 14 ára. Hægt er að fá svefnpokagistingu að Amarstapa fýrir 850 krónur nóttina. Vík í Mýrdal Fjölskylduhátíðin Vík ’93 er haldin á vegum Björgunarsveitar- innar Víkveija og Ungmennafé- lagsins Drangs. Þar mun hljóm- sveitin Gloría leika fyrir dansi um verslunarmannahelgina. Á hátíð- inni verður mest boðið upp á hreyf- ingu ýmis konar og íþróttakeppnir. Ekkert kostar inn á svæðið en greiða þarf fyrir tjald, tjaldvagn eða hjólhýsi 1.000 krónur yfir nóttina. Þá verður boðið upp á bátsferðir, útsýnisflug og vélsleðaferðir. Rútu- ferð þangað aðra leið kostar 1.450 krónur. Sfldarævintýri á Siglufirði Siglfirðingar halda sína stórkost- legu sfldarhátíð um verslunar- mannahelgina. Þar verður sfldar- söltun á Drafnarplani, útiskemmt- anir á sviði í miðbænum, sfldar- dansleikur og landlegudansleikur. Það verða Miðaldamenn, Gautar, Max og Stormar sem halda uppi fjörinu. Sérstakt afsláttarverð með rútu frá Reykjavík, fram og til baka, er krónur 5.250. Akureyri Fjölskylduhátíð verður á Akur- eyri um verslunarmannahelgina og þar boðið upp á margvíslega skemmtun. Á dansleikjum munu Pláhnetan, Skriðjöklar og Pelikan standa fyrir stuði. Afsláttarverð með rútu frá Reykjavík til Akureyr- ar og aftur til baka er 6.200 krónur. Neistaflug ’93 á Neskaupstað Fjölskylduhátíðin Neistaflug ’93 er haldin á vegum ferðamálaráðs Neskaupstaðar og nágrennis ásamt hagsmunaaðilum í bænum. Þar verður haldið upp stanslausri dag- skrá frá föstudegi til mánudags. Þar munu hljómsveitimar KK-band, Bogmil Font og milljónamæring- amir ásamt Randver meðal annars leika. Rútuferð frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar kostar 950 krónur. Landmannaiaugar við Fjailabaksleið nyrðri hafa ávallt haft mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Ævintýraferðir um óbyggðir Um verslunarmanna- helgina verður boðið uppá ýmiskonar ferðir á vegum BSÍ um óbyggðir lands- ins og fólki gefinn kostur á að sækja heim sérstæða staði sem almenningur heimsækir ekki á hverjum degi. Þar má nefna ferð frá Reykja- vík um Sprengisand til Akureyr- ar; Ferð frá Reykjavík um Fjalla- bak nyrðra í Skaftafell; Ferð frá Reykjavík um Sprengisand til Mývatns; Ferðir í Landmanna- laugar og Fjallabak syðri að Mælifelli. Enn frernur er boðið uppá ferðir í Þórsmörk, á Snæ- fellsnes og Snæfellsjökul. Eins verður boðið upp á fimm daga tjaldferð um hálendi íslands. Það er því ýmislegt sem hægt er að gera um verslunarmannahelgina og fleira f boði en stórar útihátíð- ir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.