Alþýðublaðið - 22.07.1993, Síða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1993, Síða 7
Fimmtudagur 22, júlí 1993 7 MENNING - TONLIST M BJORK GUÐMUNDSDOTTIR, POPPÁLFUR Á UPPLEIÐ! Ahrif Bjarkar á tónlistarheiminn þegar hún steigfram í sviðsljósið voru slík og þvíumlík að harðnaðirkarlkyns blaðamenn tóku að rita greinar um söngkonuna sem líktust frekar ástarbréfum unglinga í millum heldur en vandlega yfirvegaðri íhugaðri tónlistargagnrýni. Bima Helgadóttir tók eftirfarandi viðtalfyrir stórblaðið THE EUROPIAN. Björk Guömundsdóttir: „Lýsir sjálfri sér sem „athafnakonu sem hörð er í hom að taka“ og segir hálf-af- undin um athyglifjölmiðía eftir að sólódiskur hennar DEBUT kom út: „Ég veit ekki hvað íósköpunum alU þetta uppnám snýst um.“ Slest viðtöl við Björku Guð- mundsdóttur hljóma frekar eins og ferðalag í gegnum álfheima J.R.R. Tolkiens heldur en hefð- bundið rabb við poppsöngkonu; „Álfur“, „hafmey" og „geimvera“ eru orð sem eiga það til að skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. Áhersla skal lögð á að þessar nafn- giftir koma ekki frá söngkonunni sjálfri. Hún lýsir sjálfri sér sem „athafnakonu sem hörð er í horn að taka“ og segir hálf-afundin um athygli fjöl- miðla eftir að sólódiskur hennar DEBUT kom út: „Ég veit ekki hvað í ósköpunum allt þetta uppnám snýst um.“ Frami íslendingsins Það er hveiju orði sannara að það hefur ríkt mikið upp- nám í kringum þennan 27 ára íslending síðan hún vakti tyrst athygli f alþjóðlega tón- listarheiminum sem söngvari sérstæðu hljómsveitarinnar Sykunnolarnir. Hljómsveitin, sem nú hefur sundrast, naut velgengni á vinsældalistum beggja vegna Atlantshafsins og fór meðal annars í hljómleikaferðalag um Bandaríkin með hinni heimsfrægu hljómsveit U2. En á meðan tónlistargagn- rýnendur hrósuðu Sykurmol- unum á hvert reipi fyrir frum- leika og góða tónlist þá beind- ist megnið af athygli almenn- ings að Björku. Ffngert asískt andlitsfall hennar, töfrum lík- ust röddin og fjarhuga fram- koman gerðu það að verkum að hún varð ein af uppáhalds forsíðukonunt tónlistarblað- anna. Áhrif Bjarkar á tónlistar- heiminn þegar hún steig ffarn í sviðsljósið voru slík og því- umlík að harðnaðir karlkyns blaðamenn tóku að rita grein- ar um söngkonuna sem líktust frekar ástarbréfum unglinga í millum heldur en vandlega fhugaðri tónlistargagnrýni. DEBUT slær í gegn Sólódiskurinn DEBUT hlýtur jafn mikla umfjöllun og Björk sjálf áður, en nú ein- beita gagnrýnendumir sér að tónlistinni. „Heillandi," sagði einn gagnrýnandinn. „Rödd henn- ar ögrar og gerir ekkert úr skilgreiningum," sagði annar. Þegar DEBUT-diskurinn kom út íyrir tveimur vikum þá flaug hann beint inn í þriðja sætið á breska vin- sældalistanum. Margir telja diskinn líklegan kandídat í valinu á disk ársins hjá breska tónlistartímaritinu New Mus- ical Express og lítur auk þess sterklega út fyrir að hann nái metsölu á gervöllu megin- landi Evrópu. Tónlistarmyndbandið með laginu „Human Behaviout•“ af DEBUT, sem ffanski teiknimyndasmiðurinn Paul Gondrey stýrði tökum á, er stöðugt sýnt á tónlistarstöð- inni MTV. Farið í víking Björk — sem einungis er kölluð skímamafni sínu, því föðumafnið Guðmundsdótt- ir þykir of mikill tungubijótur fyrir þá sem ekki em Norður- landabúar — hefur um stund- arsakir snúið baki við heima- bæ sínum Reykjavík og býr nú við síki í Litla-Feneyjahverf- inu í London. Sonur hennar Sindri er um það bil að komast á skólaald- ur og Björk gat ekki lengur ferðast með hann á tfðum ferðalögum sínum erlendis. Hún ákvað því eftir nokkurt hik að þau mæðgin væm nauðbeygð til að yfirgefa fs- land og flytja þangað sem mikla vinnu var að hafa fyrir Björk. Öruggt jarðsamband „Ég er ekki poppstjama — ég skapa tónlist,“ segir hún aðspurð um hvort hún njóti ekki frægðarinnar. Eftir að hafa um fimm mánaða skeið verið upptekin við kynningu á DEBUT þá er hún skiljanlega orðin nokkuð þreytt linnu- lausri markaðsherferðinni. „Ég er íslendingur þannig að ég er vön erfiðisvinnunni og svitanum sem henni fýlgir. En öll þessi kynningarstarf- semi er ekki almennileg vinna. Ég vildi óska þess að fólk hlustaði á tónlistina í stað þess að vera sífellt að biðja mig um að tala um hana,“ segir Björk þreytulega og bætir við: „En ég býst svo sem við að markaðsvinnan sé bara hin hliðin á peningnum. Ég tel mig heppna að hafa áskotnast nægir fjármunir til að gera það sem ég vil og geta látið drauma mína rætast." Draumar sem rætast DEBUT er afleiðing þess að einn af þessum draumum Bjarkar rættist. Þrátt fyrir að titillinn DEBUT sé ef til vill nokkuð rangnefni (debut þýð- ir frumraun listamanns) — Björk hefur haft atvinnu af söngnum frá 11 ára aldri — þá kemur hann til vegna þess að „þetta er fýrsti diskur- inn/hljómplatan sem ég hef gert upp á eigin spýtur." Björk segir diskinn inni- halda mörg lög sem hún hefur „gengið með“ í gegnum allan söngferilinn. Á meðan hún var enn í skóla upp úr 1980 þá var hún ein af leiðandi stjöm- um pönksins í Reykjavík. Til að byrja með sem söngvari Tappa Tíkarrass — nafnið vísar til afturendans á kven- kyns hundi — og síðar sem meðlimur hinnar torskiljan- legu hljómsveitar, Kuklið. Sú hljómsveit, sem á endanum skrifaði undir samning hjá London-fyrirtækinu Crass, lagði upp laupana og endur- fæddist seinna í auðmeltan- legra formi, Sykurmolunum. Úrvalsblanda Bjarkar Upptökustjóm á DEBUT hafði Nellee Hooper með höndum, en hann er meðlim- ur bresku hljómsveitarinnar Soul II Soul. DEBUT er sannkölluð úr- valsblanda af tækni-djassi og poppi. Einnig hafa verið sett í púkkið nokkur gamaldags, dapurleg ástarlög einsog hið klassíska lag, „Like Someone in Love“ eftir þá Van Heusen og Burke. „Maður verður að vera óeigingjam og gefa hverju lagi það sem maður heldur það þarfnast," segir Björk um sköpunarferilinn á DEBUT. Þannig fær „Like Someone in Love“ gott veganesti frá hinum áttræða munnhörpu- leikara Corki Hale. Enn fremur má taka sem dæmi kafla úr „There’s More to Life Than This“ sem að sögn var hljóðritaður á salemi Milk Bar, næturklúbbs í London. Hið frábæra lag „ Venus as a Boy“ fær aftur á móti ítarlega meðhöndlun hjá tuttugu manna hljómsveit frá Bombay. Listrænt sjálfstæði Björk hefur nú þegar hafið vinnu við annan disk og hljómleikaferð um Evrópu er áætluð í haust. Hún virðist vera vel á veg kominn með að verða sóló-stórstjama en lítil hætta virðist vera á því að Björk sogist inn í mark- aðsmaskínu tónlistariðnaðar- ins. Sykurmolamir vom á sín- um tíma vel þekktir í tónlist- arheiminum fyrir þrálátlegar kröfur sínar um „fullt lista- mannsfrelsi" — tungumjúkir stjómendur útgáfufyrirtækja, sem vonuðust til að geta tælt þessa sveitalubba (ffá norður- hjara veraldar) til að taka upp söluvænlegri hegðun, mættu lítilli þolinmæði og var vísað umsvifalaust á braut. Björk hefur tekið upp þráð- inn þar sem Sykurmolamir skildu við hann. Hún ber gunnfána Sykurmola-hefðar- innar með því að halda fram þóttafull, sjálfsákvörðunar- rétti sínum sem Iistamanns. „Venus as a Boy“ Þegar Mick Hucknall, söngvari hinnar feikivinsælu hljómsveitar Simply Red, lýsti yfir eindregnum áhuga sínum á að vinna með Björku, þá haggaðist hún ekki og fannst lítið til þess koma að vera sýndur þessi „heiður". Hún leyfði Hucknall þó að endur- hljóðblanda „Venus as a Boy“ fyrir næstu smáskífu sína. Sú kentur á eftir smá- skífunni með „Human Be- haviour" og er búist við góð- um móttökum. Hins vegar krafðist Björk þess að sú hljóðblöndun yrði höfð á B-hlið skífunnar. „Mér fannst endurhljóðblöndunin ekki bæta neinu betra við upprunalegu hljóðritunina," sagði hún. sth // Byggt á viðtalsgrein Bimu Helgadóttur í THE EUROPEAN.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.