Alþýðublaðið - 30.07.1993, Síða 11

Alþýðublaðið - 30.07.1993, Síða 11
11 Föstudagur 30. júlí 1993____________________________ KVIKMYNDAGAGNRÝNI: BARÐI JÓHANNSSON UTLAGASVEITIN: AGÆTIS KABO]! 1« IDC I DðffifiXI Barði Jóhannsson, kvikmynda- gagntýnandi Alþýðublaðsins, er 19 ára kvikmyndaáhugamaður, MR-ing- urog höfuðpaur Listafélags Mennta- skólans í Reykjavík. Stjömugjöf Alþýðublaðsins: Tímamótaverk: ***★★ Frábær: ★★★★ Góð: ★★★ Sæmileg: ★★ Slæm: ★ Vond: 0 ÚTLAGASVEITIN (POSSE); Mario Van Pcebles (fyrir miðju) lcikur aðal- hiutverkið og leikstýrir þcssum ágæta vestra sem Háskólabíó sýnir um þessar mundir. Vestraaðdáendur láta þessa væntanlega ekki fram hjá sér fara. inn Jessie Lee (Mario Van Peebles: sá hinn sami og lék f og leikstýrði hinni ágætu New Jack City) sem hafði áður verið með skæting við ofurstann. Árásin á hergagna- lestina gengur að óskum og fyrir tilviljun finna samverkamennimir gullkistu sem þeir svo flytja með sér til meginlandsins. Við þetta verður Graham æfareiður því að hann hafði hugsað sér að hirða gullið og veitir þeim eftirför. Á stuttu stoppi Jessie Lee og félaga í pútnahúsi bætist svo lélegur fjárhættuspila- svindlari, Father Time, í hópinn. Heldur sveitin síðan af stað til krummaskuðsins Freemanville þar sem Jessie Lee á harma að hefna og ástar að endurheimta. í Freemanville verður útlagasveitin fyrir áreitni og er þar að verki fógeti bæjarins og félagar hans. Kemur í þá ljós að fógetinn er búinn að leggja alla hina þeldökku íbúa bæjarins í einelti og er það í tengslum við áform hans um uggvænlegan gróða sem felst í sölubraski með mikið og verðmætt landflæmi. Við þetta hefst undirbúningur lokauppgjörs sem ekki verður nánar farið út í hér. Það má segja að vestrinn ÚTLAGA- SVEITIN sé í raun tvær sjálfstæðar sögur sem skeytt er saman í eina. Hugmyndin er svo sem ekki ný en því miður tekst þetta f flestum vestrum sem gerðir hafa verið ber lítið á blökkufólki í aðalhlutverkum. Þetta virðingarleysi við blökkumenn fannst aðstandendum kvikmyndarinnar ÚT- LAGASVEITIN, ntjög miður. Þeir vildu gera almenningi grein fyrir því að blakkir hafi ekki verið síðri kúrekar en bleiknefj- amir. (í þessu sambandi ber þó að undan- skilja The Unforgiven eftir Clint Eastwood þar sem blökkumönnunt var gert óvanalega hátt undir höfði: Morgan Freman var í einu aðalhlutverkana.) Útlagasveitin hefst þannig á því að gam- all maður fræðir kvikmyndahúsagesti um Qölda og ágæti hinna svörtu útlaga í villta vestrinu. Því næst eru bíógestir komnir inn í mikinn bardaga Bandarikjamanna og Spánverja sem gerist á Kúbu. Ofursti að nafni Graham sendir sveit manna af stað til þess að ráðast á spænska hergagnalest. Fremstur í flokki þessarar sveitar er einfar- Iffifif BGfflDDf Œfflffi 1M ttffii' IW UNE IBffi ekki nógu vel og verður myndin því ekki jafti góð heild og vera skyldi. Hasaratriði eru skemmtileg enda er slíkt nauðsynlegt til að vestrar geti talist vestrar. Flestir þeirra sem áttu einhvem þátt í gerð myndarinnar höfðu ekki unnið að vestra áður. Þar með er talinn leikstjórinn og aðalleikarinn Mario Van Peebles sem á góða spretti og sýnir að hann hefur lært mikið af vestrakonungnum Clint Eastwood. Peebles á framtíðina fyrir sér sem kúreki og væri gaman í ffamtíðinni að sjá hann og Eastwood eigast við á hvíta tjaldinu. Charles Lane á góðan leik sem eini hvíti maðurinn að í útlagasveit Peebles. Aðrir leikarar standa sig eftir atvikum vel. Tæknihlið myndarinnar er svo gott sem hnökralaus en annars ekki mikið um hana að segja. Kvikmyndatökumaðurinn Peter Menzies skilar þó góðu dagsverki. Tileftti er til að minnast á tónlistarhliðina, því hún verður að teljast nokkuð óvenjuleg íyrirþessa tegund kvikmyndar. Að því leyti þá sérstaklega að meira er notast við mannsröddina heldur en hina dæmigerðu munnhörpu í slagtogi við gítar. Tveir fræg- ir rabbtónlistarmenn leika í myndinni og bjóst maður því hálfvegis við eins og einu rabblagi. Og viti menn, það kemur í lok myndarinnar. Megin markmiðið með gerð myndarinnar virðist greinilega hafa verið að láta almenning gera sér grein fyrir því að þeldökkir útlagar voru líka til. Það ætlunarverk tókst. Útkoman að öðm leyti er skemmtun í rúmu meðallagi. ÚTLAGASVEITIN (POSSE) Háskólabíó ★★ 1/2 AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984 -1 .fl. 01.08.93-01.02.94 kr. 62.271,00 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS NORÆNN ÖLDRUNARMÁLADAGUR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið boðar til norrænnar ráðstefnu um öldrunarmál að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 19. ágúst 1993. Allir frummælendur gegna lykilstöðum varðandi öldrunarmál. Dagskrá verður, sem hér segir: kl.09:00 Skráning kl.09:20 Ráðstefnan sett: Hr. Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. kl.09:30 Greiðslufyrirkomulag fyrir öldrunarþjónustu. Fyrirlesari verður Sigbrit Holmberg, deildarstjóri frá Svíþjóð. kl.10:00 Sjálfboðaliðar í öldrunarþjónustunni. Fyrirlesari verður Eli Sundby, deildarstjóri, frá Noregi. kl.10:30 Kaffihlé kl.11:00 Breytingar á þjónustustigi. Fyrirlesari verður Dorte Höeg, deildarstjóri, frá Danmörku. kl.11:30 Breytingar á öldrunarþjónustunni í Finnlandi. Fyrirlesari verður Marja Vaarama, öldrunarfræðingur, frá Finnlandi. kl. 12:00 Hádegisverður kl.13:30 Fjármál og rekstur. Nýjar hugmyndir og spurningar. Fyrirlesari verður Ásgeir Jóhannesson, formaður Samstarfs- nefndar um málefni aldraðra, frá íslandi. kl.14:00 Umræður verða í hópum um fyrirlestrana. kl. 15:00 Kaffihlé kl.15:30 Niðurstöður hópaumræðna kl. 16:00 Dagskrálok. íslenskum ágripum úr fyrirlestrunum veður dreift til þátttakenda. Auk þess sem túlkur verður á staðnum. Fundarstjóri verður Hrafn Páisson, deildastjóri öldrunarmála í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ráðstefnugjald verður 2.500 krónur. Innifalinn er hádegisverður og kaffi. Þátttaka tilkynnist ráðuneytinu fyrir 10. ágúst 1993. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. '/'V/M 'W Útboð Skeiða- og Hrunamannavegur um Litlu-Laxá Vegagerð rfkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 1,5 km kafla á Skeiða- og Hrunamannavegi. Helstu magntölur: Fyllingar og neðra burðarlag 28.000 m3 fláar og efni úr skeringu jafnað við hlið vegar 15.000 m3. Verki skal lokið 1. desember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgar- túni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 3. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 16. ágúst 1993. Vegamálastjóri Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1993 sé lokið. í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98.gr. laga nr.75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12.gr laga nr.113/1990, um tryggingagjald, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1993 er lokið á alla aðila sem skattskyldir er skv. framangreindum lögum, sbr. I.kafla laga nr. 75/1981 og ll.kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðarfram í öllum skattumdæmum föstudag- inn 30. júlí 1993 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 30. júlí til 12. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1993, hús- næðisbætur, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxta- bóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1993, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðs- manni hans eigi síðar en 30. ágúst 1993. 30. júlí 1993. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Kristján Gunnar Valdimarsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.