Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 2
2 I.EIPARI, SJÓNARMIP & SAGNFRÆDI Föstudagur 6. ágúst 1993 fll>\lllllllflllll HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjóm, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 ✓ Oeðlileg hagsmunatengsl lækna og apótekara I tíð Sighvatar Björgvinssonar heilbrigðisráðherra var afráðið að brjóta upp einokun í lyfjasölu hér á landi og lagafrumvarp um það verður lagt fram á næsta þingi. Af hálfu lyfsala, sem mestra hagsmuna hafa af óbreyttri ein- okun, hefur mörgum röksemdum verið teflt gegn fyrirhuguð- um breytingum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að lyfjasala muni aukast í kjölfarið. Fyrir skömmu lét forsvarsmaður læknastöðvarinnar í Domus Medica, Einar Páll Svavarsson í ljósi þá skoðun, að hann telji líklegra að við breytinguna muni lyfjanotkun ekki aukast, - fremur standa í stað eða jafnvel minnka. Þær ástæður, sem hann rekur fyrir viðhorfi sínu, em vægast sagt fróðlegar. Hann kveður það opinbert leyndarmál, að apótekin leigi frá sér húsnæði undir læknastofur til að auka viðskipti sín. Leigu- gjaldið sé hins vegar í mörgum tilvikum lítið, - jafnvel ekkert. Læknar, sem njóti slíkra vildarkjara, gefi hins vegar út fleiri lyfjaávísanir en aðrir læknar. Þegar Einar Páll Svavarsson telur að lyfjasala kunni að minnka við þá breytingu, að apótekum fjölgi, og af leggist sá háttur að eigendur þeirra leggi læknum til húsnæði undir stof- ur sínar, þá er hann í rauninni að halda því ífam, að læknar sem búa við slík vildarkjör, gefir út ónauðsynlega marga lyf- seðla. I þessu felst sú ásökun, að niðurgreiðsla apótekanna á hús- næði læknastofanna komu því ekki úr vasa apótekaranna þeg- ar upp er staðið, heldur í rauninni frá ríkissjóði. Læknamir launi greiðann ekki aðeins með því að beina viðskiptum sjúk- linga sinna til viðkomandi apóteka, heldur gefi beiniínis út óþarfar lyíjaávfsanir. Ef þetta er rétt, þá er það ríkissjóður sem borgar niðurgreiðsl- ur apótekaranna á húsnæði viðkomandi lækna. Þarmeð em það skattgreiðendur, sem reiða fram kostnaðinn af þessari vægast sagt umdeilanlegu aðferð apótakanna til að ná til sín viðskiptum. Þessi háttsemi er í besta falli siðlaus, - en í versta falli lög- laus. Ef læknar þiggja niðurgreitt húsnæði af apótekumm, þá em komin upp hagsmunatengsl, sem em í hæsta máta óeðlileg. Það má velta fyrir sér, hvers eðlis þau em. Getur verið, að húsaleigan lækki, eftir því sem fleiri ávísanir em gefnar út með tilheyrandi veltuaukningu í apóteki leigu- salans? Getur verið, að í einhverjum tilvikum þiggi læknar frekari umbun en þá, sem felst í niðurgreiddum leigukjömm? Þessu hljóta menn að velta fyrir sér. Einar Páll Svavarsson er forsvarsmaður stærstu læknamið- stöðvar landsins. Staðhæfingar hans ber að taka alvarlega. I þeim felast ásakanir um siðlausa viðskiptahætti, sem hvetja til aukinna útgjalda af hálfu ríkisins og ónauðsynlegra lyfjagjafa. Það er sanngjöm krafa að það verði kannað, hvort staðhæf- ingar hans séu réttar, og hvort læknar greiði apótekumm fyrir húsnæði með því að gefa út ónauðsynlega lyfseðla. Um leið er rétt að rannsaka, hvort verið getur að einhvers konar aðrar greiðslur fari þeirra í millum, eins og viðskipta- hættir af þessu tagi gefa fullt tilefni til að ætla. Önnur sjónarmið. . . ' 1cúSÖfíl0glt -&^U^ml8-^',íréttaskÝraada^ ***£% •S"eítotrþá. Sirtist,llr £ V v i /.►srsáaisi' í ^ssaSS m Irtiííí"*****' \C,tUran"<,rr,<i|- sasSSSS í"?“■ j*M**tac NlarUús * s é&z íSsáK. SSSSSS1 : SggSs sHsEgk j •y*1 «« ***** *»■» jTfc'fcH'** isz*»?iXS- ‘sSrS&'.í HRAFN VERSUS ÖRN - Hrafn Jökulsson og Markús Örn Antonsson hafa um nokkurt skeið eldað grátt silfur. Hrafn (sem vara- borgarfulltrúi fyrir Nýjan vett- vang) er náttúrulega einlœgur stuðningsrnaður sjónarmiða minni- hlutans í borgarstjóm en Markús Öm er hinsvegar einhver gallharð- asti stuðningsmaður Markúsar Amar (...). Hvað um það. Undan- famar vikur hafa þeir kumpánar skotið óvanalega föstum skotum á hvom annan og hófst þessi snerra þegar Hrafn skrifaði þann 22. júlí grein í Pressuna um borgarstjór- ann með fyrirsögninni: MARKÚS ÖRN OG LITLI MAÐURINN. Borgarstjórinn, snarpur að vanda, svaraði fyrir sig með grein í Press- una viku seinna og bar hún fyrir- sögnina: AF ÓLÍNSKUM TIL- HNEYGINGUM „FRÉTTASKÝR- ANDANS". Þessi lota mun líklega slá öll met því í gær kom ný Pressa út og viti menn..., aftarlega íblað- inu mátti sjá fyrirsögnina: MARK- ÚS ÖRN? ALGJÖRT MÚSLÍ! Þar var Hrafit auðvitað á ferðinni. En um hvað deila þessir tveir fuglar? Skoðum það. Alþýðublaðið hefur sem kunnugt er, löngum verið hallt undir hrafita þannig að við skulum slást í för með Hrafni Jökulssyni um stund: Pólitískur gæðingur ó gróðursælum bitfingdendum ,f yrir rúmlega tveimur árum var Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri og undi víst hag sínum vel í Efstaleitinu. Embættið hafði hann fengið að launum fyrir dygga þjón- ustu við Sjálfstæðisflokkinn. Þjóð- in var kannski ekki endilega sann- færð um að Krúsi litli úr Bústaða- hverfmu væri verðugur arftaki Andrésar Bjömssonar. En enginn nennti svosem að amast við Mark- úsi Emi. Hann var bara eitt dæmið um pólitískan gæðing sem beitt var á gróðursælar bitlingalendur; bara einn af mörgum skjólstæðingum þeirrar félagsmálastofnunar sem fjórflokkurinn hefur rekið í áratugi. Hann var bara einn af þessum gömlu pólitíkusum sem búið var að parkera einhversstaðar í kerfinu.“ Krúsi úr Bústaðahverfinu verður borgarstjóri , Já, við skulum gera ráð fyrir því að Markúsi hafi fundist talsvert skemmtilegt að vera útvarpsstjóri. En svo brast óveðrið á! Davíð Oddsson ákvað að verða loksins forsætisráðherra og í borgarstjóm- arflokki sjálfstæðismanna í Reykja- vík fór allt í háaloft. Strengjabrúð- umar sem Davíð hafði stjómað af listfengi öðluðust allt í einu sjálf- stætt líf og heimtuðu sjálfan borgar- stjórastólinn: Ámi Sigfússon, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Magnús Leifur Sveinsson, Júlíus Hafstein og Katrín Fjeldsted. Jafnvel Davíð gat ekki höggvið á þennan hnút. Og þegar allt var komið í klessu hringdi hann í Krúsa í Efstaieitinu og bað hann um að verða borgarstjóri í Reykjavík. Markús Öm Antonsson tók leið 3 niður í bæ, trítlaði inní Ráðhús og var orðinn borgarstjóri. Strengjabrúðumar fimm sem höfðu heimtað embættið undu að vonum stórilla við sinn hlut. En hver nennti að hlusta á óbreytta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins? Ekki nokkur maður.“ Mistök, svekkelsi, missætti, upplausnaróstand og ófarn- aður „Hann [Markús Öm] sagði í orð- sendingu sinni í PRESSUNNI í síð- ustu viku: „Samkvæmt gömlum kokkabók- um hefúr mönnum reynst skamm- góður vermir af því að dreifa at- hyglifrá eigin mistökum, svekkelsi og upplausnarástandi í eigin her- búðum með uppdiktuðum sögum af missætti og ófamaði í röðum pólit- ískra andstœðinga. “ Heyr, heyr! Ég hlýt að gera þessi orð að mínum: Markús Örn gerði einmitt þau mistök að gerast borgarstjóri í Reykjavík. Sjálfsagt mun honum líka reynast það skammgóður vermir þegar hann reynir að dreifa athygli frá eigin mistökum og svekkelsi og upplausnarástandi í herbúðum sjálfstæðismanna með uppdiktuðum sögum af missætti og ófarnaði í röðum pólitískra andstæðinga.,, Krúsi reyndist vera betri húmoristi en borgarstjóri „Er eitthvað meira um borgar- stjórann okkar að segja? Jú, aðeins að lokum. Markús Öm Antonsson gerði mjög virðingar- verða og óvænta tilraun til þess að vera fyndinn í greininni sinni. Og eitt verður ekki ífá Markúsi Emi tekið: Hann reyndist vera betri húmoristi en borgarstjóri. Það segir það sem segja þarf um frammistöðu Markúsar Amar Antonssonar í þágu Reykvíkinga,“ skrifar Hrafn Jökulsson varaborgarfulltrúi, skáld, rithöfundur og blaðamaður að lok- um í grein sinni í Pressunni í gær. fínnóll 6. ógúst Atburðir dagsins 1623 - Anne Hathaway deyr, eiginkona Shakespeare. 1660 - Spænski málarinn Velazque/, deyr 61 árs. 1890 - Fyrsti rafmagnsstóllinn notaður, í New York. 1926 - Bandarísk Gertrude Ederle syndir Ermarsundið. 1962 - Jamaíka verður sjálfstætt ríki. 1962 - Marilyn Monroe finnst látin á heimili stnu. 1962 - Idi Amin hrekur 50 þús. asíumenn frá Úganda. 1973 - Stevie Wonder lendir í alvarlegu bflslysi. Afmœlisdagar Alfred Tennyson lávarður - 1809 Breskur skáldjöfur. Alexander Fleming - 1881 Skoskur, uppgötvaði pensillíns. Lucille Ball -1911 Bandarísk gamanleikkona. Robcrt Mitchum -1917 Bandarískur leikari. Málsháttur dagsins „Illurflýr, þó enginn elti.(( Finnur Jónsson: islenzkt málsháttasafn, Kaupmannahöfn, 1920. 1945 - KJARNORKUSPRENGJU VARPAÐÁ JAPAN Um klukkan 08:15 í morgun varp- aði Enola Gay, B-29 sprengjuflug- vél frá Bandaríska Jlughernum, kjarnorkusprengjunni „Mtli DrenguP‘ á japönsku borgina Hí- rósíma. 75% borgarinnar voru lögð í rúst og að minnsta kosti 140 þúsund manns týndu lílinu. Bandaríkjaforsetanum Harry Tru- man var skýrt frá eyðileggingar- mætti kjarnorkusprengjunnar fyrir þremur vikum. Sú þungbæra ákvörðun að nota hana var tekin svo stöðva mætti seinni heimsstyij- öldina. Sýnt þótti að það myndi kosta allt að hálfa milljón Banda- ríkjantanna lífið til viðbótar ef neyða ætti Japan til hcfðbundinn- ar uppgjafar. filþýðublaðið 6. ágúst 1964 Loftárásir á Norður-Vietnam... .JBandaríski hennálaráðherrann Robert McNamara skýrði frá því síðdegis í dag, að bandarískar herflugvélar hefðu gert samtals 64 árásir á fjórar stöðvar tundurskeytabáta í Norður- Vietnam f dag. Tvær flugvélar voru skotnar niður í árásum þessum og tveggja flugvéla er saknað, sagði ráð- herrann. Árásunum var rnætt með mjög harðri loftvamarskotliríð. Allar þessar flotastöðvar eru á strönd N-Vietnam við Tonkin-flóa. - Tilkynning ráðherrans var flutt af öllu bandaríska sjónvarpskerfmu og kom hún aðeins nokkrum klukkustundum efúr að Johnson forseti hafði lýst yftr því, að gripið yrði úl gagnráðstafana vegna árásanna á tundurspillana Maddox og C. Tumer Joy, er gerðar vom á sunnudag og þriðjudag,“ segir í forsíðu- frétt blaðsins. Pólitískt ofríki framsóknarmanna... „Framsóknarmenn áttu meginþátt í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinn- ar, og hún hefur síðan orðið að stórveldi í lífsbaráttu þjóðarinnar. En á sfð- ari árum, jxigar frumheijamir voru fallnir f valinn, hafa flokkshagsmunir sett sífellt meiri svið á hreyfinguna, og póliu'skt ofríki framsóknarmanna innan kaupfélaganna hefur farið vaxandi, eins og nýleg dæmi sýna. Með þessu hafa frainsóknarmenn sjálfir kallað fram þá þróun, sem nú er hafin á Suðurlandi. Um leið og samvinnuhugsjónin vinnur mikinn sigur, veldur framsóknarpólitíkin því, að samvinnuhreyfingin klofnar,“ segir í leiðara blaðsins. Afkoma manna vetíur á skattsvikum... , Afkoma manna veltur á skattsvikum. Þetta komast menn að raun um með því að fletta skattskránni. Að vísu kemur í ljós um leið og menn kynna sér málin, að skattsvikarana, marga hverja, munar ekkert um að borga helm- ingi meira en þeim er gert að greiða, og í raun og veru furða, að þeir skuli leggja sig niður við þessi löðurmann- legu svik í allsnægtum. Hins vegar koma svikin niður á öðrum, sá, sem ekki getur svikið, eða svíkur ekki, verð- ur að borga meira vegna svika hins. Þannig borgar fátæki maðurinn fyrir hina,“ skrifar fyrsti dálkahöfundur landsins, Hannes á horninu, öðru nafni Vilhjálmur S. Vilhjálnisson. ALPÝÐUBLAÐIO FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST1964 RITSTJÓRAR: Gylfi Gröndal (áb.) og Bene- dlkt Gröndal - FRÉTTASTJÓRI: Árni Gunn- arsson - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Eiður Guðnason AÐSETUR: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik - PRENTSMIÐJA: ; Prentsmiðja Alþýðublaðsins - ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.