Alþýðublaðið - 06.08.1993, Page 4

Alþýðublaðið - 06.08.1993, Page 4
4 Föstudagur 6. ágúst 1993 draumurinn Verfu meÖ gæti orðið að m veruleika ! STÓRBRÚÐKAUP Á RIFI MYNDIR: hbs / TEXTI: sth Glæsileg brúðkaupsveisla var haldin um verslunarmannahelgina á Rifi Jregar Rifsbúinn Hildigunnur Smáradóttir giftist Akureyringn- um Ama Hermannssyni á laugardeginum. Giftingin fór fram í kirkj- unni að Ingjaldshóli en brúðkaupsveislan var á Rifi, á heimili for- eldra brúðarinnar. Alþýðublaðið var á staðnum. í brúðkaupsveislunni var margt skemmtiatriða og meðal annars kom fram söngsveitin „Bræðrabandiö" sem skipuð var þremur bræðrum brúðarinnar og jafnmörguin bræðrum brúðgumans. Fluttu þcir brúðkaupsbrag einn mikinn sem saminn var kvöldið áður og gcrðu mikla lukku. Hér má sjá helming bandsins (bræður brúðgumans) Tómas til vinstri, Friðfinnur í miðið og Jóhann Gunnar tii hægri. Og svo eru það hin hefðbundnu hrísgrjón. Fyrir ættfræðifólkið má geta þess að Hildigunnur er dóttir Smára Lúðvíkssonar húsasnn'ða- nieistara og Auðar Alexandersdóttur skrifstofukonu. Brúðguminn er sonur Hcrmanns Arnasonar endurskoðanda og Guðríðar Sólveigar Friðfinnsdóttur skrifstofukonu. Hin nýgiftu eru við nám í Þýskalandi. Tvær yngismcyjar sem skemmtu sér konunglega á Rifi í brúökaups- vcislunni. Ljóshærða hnátan hcitir Salka Sól Styrmisdóttir og er syst- urdóttir móður brúðgumans. Sú dökkhærða heitir Edda Lind Styrm- isdóttir. Þær eru einsog eftirnöfnin gefa til kynna hálfsystur, dætur Styrmis Sigurðssonar. Þeir voru ófáir lambaskrokkarnir sem þurfti að grilla ofan í veislu- gesti. Hér sér Jóhann Gunnar (bróðir brúðgumans) um snúninginn. Honum til halds og trausts eru Hildigunnur Halldóra Hallgrímsdótt- ir Thorsteinson, vinstra megin, og Halldóra Anna Hagalín, hægra megin. Þær eru dætur móðursystra brúðgumans. EATEY Á BREIÐA- FffiÐI MYNDIR: hbs / TEXTI: sth Skemmtileg stcmningarmynd. Flatey iðaði af lífi þennan dag og fólk virtist dvclja í svo gott sem öllum húsum, auk þess að nokkur tjöld voru enn á tjaldstæðinu. Talsverður Ijöldi fólks dvaldi úti í eyjunni yfir versl- unarmannahelgina og skemmti sér hið bcsta. Sannarlega óhefðbundinn staður að vera á yfir þessa miklu ferðahelgi. Það vita allir sem reynt hafa að það er ógleymanleg upplifun að koma út í Flatcy á Breiðafirði. Einna líkast því að stíga inn í tímavél og ferð- ast fjóra til fimm áratugi aftur til fortíðar. Alþýðublaðið brá sér með llóabátnum Baldri til FTateyjar og eyddi þar dagparti síðastliðinn mánudag. A myndinni cr horft yfir að þorpinu á Flatey sem virðist frosið í tíma. Prófasturinn tekur lífinu mcð stóiskri ró. Mikil lundabyggð er í Flatey og þeir eru alvcg hreint ótrúlcga gæfir. Mynd þessi cr tekin í aðeins tveggja metra fjarlægð og þeir högguðust ekki. Það ætti að glcöja vissa matmenn að hægt er að kaupa hamlletta lunda í Flatey: „Vilt'ckki að ég hamtletti prófastinn fyrir þig, vinurinn?"

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.