Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 3
h Föstudagur 6. ágúst 1993 Veiðirabb Alþýðublaðsins Dagarnir sem ný eru aö líða eru að jafnaði þeir sem mesta veiðina gefa á öllu laxveiðitímabilinu. Hvort hið sérstæða tíðarfar breytir þessu eitthvað á yfu-standandi vertíð leiðir tíminn einn í ljós. Hins vegar gerðist það fyrir stuttu að stórlax gekk í einhverjum mæli sem er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Sumarið virðist að auki komið á norðanverðu landinu og spennandi að fylgjast með hvort ævintýri gerast með hlýnandi vindum og vatni. Fjórar ár eru komnar um eða yfir eitt þúsund laxa. Enn trónir Norðuráin á toppnum með á sextánda hundraðið, Aðaldalurinn og Þverá þar nokkuð á eftir, en litla sakleysislega vatnsfallið vestur af Blöndós, Laxá á Ásum er rétt um þúsundið. Eins og venjulega ætlar hún að stinga öllum kynsystrum sínum rækilega aftur fyrir sig þegar reiknaður er út afli á stangardag. Því var spáð að vertíðin yrði gjöful á stóra laxa. Þetta hefur víða gengið eftir og fréttir af 18 til 20 punda löxum algengari nú en til margra ára. 27 punda lax er kominn á land úr Svalbarðsá í Þistilfirði, á heimatilbúna flugu. Er þar kominn langstærsti lax sumarsins til þessa. En það er af sem áður var að nokkrir laxar í 30 punda flokknum skili sér árlega. Ástæðurnar fyrir þessari "smækkun" á fiskinum hefur lengi verið veiðimönnum ráðgáta. Þeirri kenningu hefur verið haldið fram að helsta ástæðan sé sú að fiskurinn hafi einfaldlega ekki tækifæri til að stækka eins og hann hafði áður fyrr. Því verður ekki andmælt að veiðiálagið hefur margfaldast undanfarna áratugi. Stöngum hefur víða verið fjölgað mikið og ekki eru lengur einhverjir örfáir "kallar" að skreppa öðru hvoru yfrr sumarið. Nú eru margar helstu árnar lamdar sundur og saman 12 tíma á sólarhring allt veiðitímabilið og losni dagur er hann iðulega auglýstur í dagblöðunum. Skilyrði þess að laxar geti náð óvanalegri stærð er að þeir komist í talsverðu magni aftur til sjávar eftir hrygningu, því afföll af niðurgöngufiski eru mjög mikil. A móti þessari kenningu hefur verið sagt að ræktun ánna hafi einnig stóraukist ásamt því að netaveiðum á laxi í sjó og ferskvatni hafi nánast verið útrýmt. Þannig jafnist vel upp aukið veiðiálag. Þá benda menn einnig á að til óvanalega stórra laxa sjáist enn þann dag í dag. Hinsvegar séu veiðitækin sem notuð eru nú svo mun veigaminni en þau sem áður tíðkuðust, að taki þessir fiskar agn sé baráttan nánast örugglega fyrirffam töpuð. Allir þekkja sögurnar af þeim stóra sem tapaðist þannig að meðan að vísindin finna ekki lausnina á þessari gátu munu veiðimenn hamast við að hafa á þessu skiptar skoðanir. En talandi um að hafa misst þann stóra. Ótal sögur eru til af óvanalegum feng stangveiðimanna, ásamt því að hafa krækt í tví- eða ferfætlinga á þurrlendissvæðinu bak við sig. Sagan af Tom Buchan hlýtur að fjúka í eitt af efstu sætunum í síðarnefnda flokknum. X om Buchan var eitt sinn að veiöa í lítilli á sem rennur til sjávar á vesturströnd Bretlands. Hann hafði kastað flugunni sinni allan daginn og ekki orðið var. Farið var að kvölda þegar hann var kominn í einn neðsta hyl árinnar, þar sem hann ætlaöi að taka síðustu köst dagsins. Niður undir broti í hylnum sá hann tilsýndar buslugang og kastaði umsvifalaust á blettinn. Og ekki stóð á tökunni. Heiftarlegt högg, hvinur í hjóli og stöng kengbogin. En nú tók atburðarrásin vægast sagt óvænta stefnu. Það sem flugan hans sat kolföst í reis snarlega á fætur úr hylnum, í öllum herklæðum! Var þar kominn kafari, sem ætlaði að laumast til að ná sér í fisk, með þar til gerðri örvabyssu! Sá varð hinn versti og hellti fúkyrðum yfir veiðimanninn sem stóð skelfingu lostinn og starði á "fenginn". X il marks um æðruleysi hins sanna stangveiðimanns kom Tom þó að hinni mikilvægu spumingu þegar látunum linnti: "Hvað ertu þungur?" f dag heldur Tom því hreykinn ffam að hafa veitt 154 punda kafara á flugu (flugan var ekki losuð fyrr en kafarinn kom á þurTt) hljóti að vera heimsmet í þessari þröngu grein stangveiðiíþróttarinnar! ******* í* rátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að brjóta upp hefðir í litum og samsetningu laxaflugna hefur það gengið rétt mátulega. í gegn um tíðina hafa svartir, gulir, rauðir og bláir litir verið ríkjandi og mál margra að ísland sé land hinna dökku flugna. Silfraðar flugur hafa vissulega gefið á stundum, en t.d. Black and Blue skartar svörtum væng og bláu hringvafi. Nú nálgast hinn kyngimagnaði tími kvöldljósaskiptanna. Dökkar flugur hafa gefið mörgum veiði þegar skyggja tekur og fluga vikunnar er í þeim flokki, þó skegg hennar sé sterkgult og talsvert af silfri. Frægir kappar eins og t.d. Lee heitinn Wulff hafa haft hana í hávegum en trúlega hefur hún ekki verið reynd mikið hérlendis. HAGGIS flatt silfur undirvængur, svartur lijartarhali, 2X öngullcngd yfirvængur, svartur hjaitarhah svartur haus gulur hani, blanda af mjúkum fönum við svart floss fjaðraródna og venjulegum flatt silfur fönum af sömu fjöður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.