Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 8
HANKOOK
sumarhjólbaröarnir
vinsælu
á lága veröinu
Leitiö upplýsinga
og gerlö
verösamanburö
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 • sími 68 30 80
HANKOOK
sumarhjólbaröarnir
vinsælu
á lága veröinu
Leitiö upplýsinga
og geriö
verösamanburö
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 • sími 68 30 80
j S TIJ T T F R É T TI lt
m
Endurbætt stjórnstöö Gæslunnar
Landhelgisgæslan er að taka í notkun endurbætta stjórnstöð t'yrir starfsem-
ina, stærri og bctur búna cn fyrr. í stöðinni er starfsaðstaða fyrir 3-4 menn, en
þar eru að staðaldri 2-3 menn að vinnu á daginn en einn að nóttu til. I stjórnstöð
er fjarskiptamiðstöð fyrir varðskip og gæsluflugvélar og hinsvegar björgunar-
stjórnstöð og hlekkur í hinu almenna öryggiskerfi. Þar er einnig tilkynninga-
skylda erlendra skipa, tekið er við tilkynningum um mengunarmál, vakt fyrir
Almannavarnir, vakt vcgna tilkynninga stjórnvalda, áríðandi tilkynningar frá
íslenskum sendiráðum, náist ekki í viðkomandi stjórnvald. Þar er ennfremur
tekið á móti fyrirspurnum vegna veiðisvæða og veiðileyfa svo nokkuð sé nefnt.
Aðstaða í stjómstöð Landhclgisgæslunnar hefur batnað stórum frá því scm áður var.
Starfshópur vegna jafnréttisviöurkenn-
ingar
Um þcssar mundir starfar hópur fólks að því að finna verðugan aðila að jafnrétti-
sviðurkenningu þessa árs, en Jafnréttisráð aíhendir nú slika viðurkenningu í þriðja
sinn. í fyrra var það Akureyrarbær sem hlaut viðurkenninguna. í starfshópnum er
einvalalið: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Andrea Gylfadóttir, söngkona,
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips og Stefán Jón Hafstein, fjölmiðlafræð-
ingur. Frá Jafnréttisráði eru í hópnum þau Gylfi Arinbjörnsson, hagfræðingur ASÍ,
Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur ASI og Lára V. Júlíusdóttir, formaður
Jafnréttisráðs. Með hópnum starfar Elsa Þorkelsdóttir ÍTamkvæmdastjóri ráðsins.
Norræn ráöstefna landslagsarkitekta
í gær hófst á Laugarvatni 24. ráðstefna norrænna landslagsarkitekta. Er þetta í fyrsta
skipti sem slík ráðstefna fer fram á íslandi. Ráðstefnuna sækja um eitt hundrað fulltrú-
ar frá öllum Norðurlöndunum. Aðalefni ráðstefnunnar er tengsl náttúru og menningar
í íslensku landslagi. Ráðstefnugestir munu ferðast víða um landið og kynnast meðal
annars náttúrufari og mannvirkjagerð í íslensku landslagi. Formaður Félags ísienskra
landslagsarkitekta er Oddur Hermannsson.
Vilja ríkiseinkasölu
Rfkiseinkasala á áfengi er veigamesti þátturinn í mótun samræmdrar áfengismála-
stefnu, segir Áfengisvarnaráð. Ráðið bendir á heilufarsleg rök Juhani Lehto. sér-
fræðings Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í málum sem varða
áfengi, tóbak og önnur fíkniefni, fyrir því að hafa áfengiseinkasölur á Norðurlöndum.
Einkasala ríkisins á að tryggja betur að lögum um sölu og veitingar áfengis sé fram-
fylgt. Einkasaia er virkasta tækið til að stýra verðlagi þannig að áfengið valdi sem
minnstu tjóni. Einkasala getur tryggt að áfengi sé sett á markað með ábyrgum hætti.
Einkasala getur verið ábyrgur samstarfsaðili þegar unnið er að vömum gegn áfengis-
bölinu. Ríkiseinkasala getur auk þess tekið virkan þátt í ábyrgri heilbrigðisfræðslu og
þróun rannsókna til að koma í veg fyrir tjón af völdum áfengisneyslu.
Myndlistarsýningar
Ellefu ungir listamenn opna samsýningu í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3b í kvöld
kl. 20. Auk þeirra er einn erlendur gestur, Ralf Samens frá Sviss. Allir eru listamenn-
imir frá Myndlista- og handíðaskóla íslands, útskrifaðir á ámnum 1990-92. í Portinu
að Strandgötu 50 í Hafnarfirði stendur nú sýning Árna Rúnars Sverrissonar. Opið
alla daga nema þriðjudaga frá 14 til 18.
Dagar evrópskrar arfleiföar
í næsta mánuði verða haldnir á vegum Evrópu-
ráðsins Dagar evrópskrar arjleifdar. AIIs tekur 21
Evrópuland þátt, íslendingar ekki. Frá síðustu slíkum
dögum bætast við í hópinn Danmörk, Noregur og
Portúgal. Borgir og þorp, hundruðum saman, munu
opna ýmsar fomar og sögulegar byggingar sínar fyr-
ir almenningi, minnismerkjum ýmsum verður sýnd-
ur aukinn sómi, auk þess sem ýmiskonar hátíðahöld
verða við margar þessara bygginga vítt og breitt um
álfuna. Hátíðinni verður hleypt af stokkunum í Ant-
werpen 11. september. Til athugunar fyrir ferðafólk f
Evrópu á þessum tíma.
íslandsbanki vill samrœmtátak til að skuldbreyta lánum einstaklinga ígreiðsluerfiðleikum
Upplýsingum um heildar-
skuldir sofnað á einn stai
Islandsbanki hefur lagt til að helstu
fjármálastofnanir taki upp samstarf um
skuldbreytingar vegna greiðsluerfið-
leika einstaklinga. Jafnframt verði sett
á fót ný upplýsingaþjónusta um söfnun
og úrvinnslu upplýsinga um skuldir
fólks. Bankinn segir að slík þjónusta sé
forsenda fyrir samræmdum skuld-
breytingum. Forráðamenn íslands-
banka telja að með þessum hætti verði
hægt að koma böndum á heildarskuldir
einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleik-
um.
í frétt frá bankanum kemur fram að
vegna mikilla greiðsluerfiðleika einstak-
linga og heimila sé þörf á nýju átaki til að
skuldbreyta iánum. Verið sé að endur-
semja um greiðslur Iána á hverjum degi og
bankar og sparisjóðir reyni að leysa vanda
fólks eftir bestu getu. Gallinn sé hins veg-
ar sá að hver lánastofnun hafi aðeins yfir-
sýn yfir hluta vandamálsins, það er við
viðkomandi lánastofnun en ekki heildar-
skuldir. Afleiðingin sé sú að úrlausnin
verði aðeins hálf lausn og því skammgóð-
ur vermir.
Tvenns konar aðgerðir
Islandsbanki hefur skrifað viðskipta-
bönkum og Sambandi sparisjóða og hvatt
til þess að tekið verði á þessum málum
með nýjum hætti til að tryggja að skuld-
breytingar komi fólki að betri notum en
áður og þær gerðar á raunsæjum grunni.
Áður hafði bankinn rætt málið við fulltrúa
Neytendasamtakanna.
Tillögurnar em í tveimur liðum.
Annars vegar er gert ráð fyrir að helstu
fjármálastofnanir taki upp samstarf um
skuldbreytingar vegna greiðsluerfiðleika
einstaklinga. Nefndir eru bankar, spari-
sjóðir, Húsnæðisstofnun, lífeyrissjóðir,
fjármögnunarleigur, greiðslukortafyrir-
tæki og tryggingarfélög.
Hins vegar verði komið á fót nýrri upp-
lýsingaþjónustu um söfnun og úrvinnslu
upplýsinga um skuldir fólks. Slík upplýs-
ingaþjónusta sé forsenda fyrir samræmd-
um skuldbreytingum. Bent er á góða
reynslu af slíkri upplýsingaþjónustu í Sví-
þjóð en þar er hún í eigu bankanna.
Islandsbanki ætlar á næstunni að leita
eftir viðbrögðum hjá bönkum og spari-
sjóðum við tillögum sínum. Málið hefur
einnig verið kynnt viðskiptaráðherra, fé-
lagasmálaráðherra og fjármálaráðherra.
Múraratal og steinsmiða í tveim bindumfrá Þjóðsögu
SJE7TTU SVIPMÓT Sin
A ISLENSKA BYGGD
Engin stétt manna hefur átt jafn mik-
inn þátt í að móta svipmót íslenskrar
byggðar og múrarar og steinsmiðir.
Verk þeirra má sjá hvarvetna á byggðu
bóli í landinu. Þessari ágætu stétt manna
er gerð vegleg skil í nýútkomnu og stór-
brotnu verki Bókaútgáfunnar Þjóðsögu,
sem kom út í fyrradag, en það ber nafn-
ið Múraratal og steinsmiða, tveggja
binda verk, samtals 858 blaðsíður.
Það var fyrir tilstuðlan Múrarafélags
Reykjavíkur og Múrarameistarafélags
Reykjavíkur að ráðist var í að vinna verkið.
Sett var á laggimar ritnefnd fjögurra manna
árið 1983 til að undirbúa útgáfu endurbætts
Múraratals og steinsmiða, sem Bjöm Sig-
fússon, háskólabókavörður, hafði unnið, og
gefið var út 1967 í tilefni af 50 ára afmæli
Múrarafélags Reykjavíkur.
Handrit hinnar nýju útgáfu er unnið af
Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar í sam-
vinnu við Brynjólf Ámundason. 1 verkinu
er að finna 1433 æviskrár auk Ijölda ljós-
mynda, sem Lýður Bjömsson, sagnfræð-
ingur, gerði myndatexta við. I bókinni er
því mikill sögulegur fróðleikur.
Fyrsti steinsmiður íslendinga hét Sverrir
Runólfsson og nam hann iðn sína í Kaup-
mannahöfn og lauk þaðan prófi 1860.
Kenndi hann mörgum Islendingum eftir að
heim kom. Hann vann meðal annars við
smíði Þingeyrarkirkju. Einn nemenda hans
var Sigurður Hansson, sá er byggði fyrsta
steypta húsið á íslandi um 1880, en það var
kalksteypuhúsið í Görðum á Akranesi, og
síðar fyrsta sementssteypta húsið, í Sveina-
tungu í Norðurárdal 1895. Bjöm Guð-
mundsson var fyrsti íslendingurinn sem tók
sveinspróf í múrsmfði. Hann hóf kalk-
vinnslu úr Esjunni 1876 og setti upp kalk-
brennsluofninn þar sem nú er sjálfur Seðla-
banki Islands við Kalkofnsveg, eitt nýlegra
stórvirkja múrarastéttar landsins.
Fyrstu verk steinsmiðanna á síðustu öld
var hleðsla steinbæjanna svokölluðu.
Framkvæmdimar við Alþingishúsið 1880
má segja að hafi verið fyrsti skóli múr- og
steinsmiða okkar. Fyrsta stórhýsið sem ís-
lendingar unnu einir við var Vífilsstaðahæl-
ið árið 1910. Undanfama áratugi hefur
steinsteypan verið aðalbyggingarefni
landsmanna og starfsheitið múrari allsráð-
andi í byggingalistinni.
Nokkur verk gömlu steinsmiðanna: Við-
eyjarstofa, sem Skúli Magnússon lét reisa á
ámnum 1752 til 1754, fangelsið við Arnar-
hvol, þar sem nú er Stjómarráð íslands og
var byggt 1760, Bessastaðir, Nesstofa, Al-
þingishúsið, Þingeyrarkirkja, Pósthúsið í
gamla miðbænum í Reykjavík, og margar
aðrar ómetanlegar byggingar.
IðnaðarráðheiTa, Sighvatur Björgvins-
son, tók við fyrsta eintaki bókarinnar Múr-
aratal og steinsmiða, við athöfn í fyrradag.
Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðhcrra,
tekur við fyrsta eintakinu af Múraratali og
steinsmiða úr hendi Heiga Steinars Karlsson-
ar, formanns Múrarafélags Reykjavíkur.
Staða forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins
Staða forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins
er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Lauga-
vegi 116, fyrir 1. september nk.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. ágúst 1993.
V I K I ISI G A
■MTC
Aðaltölur:
11
Vinnmgstölur ,
miðvikudaginn: 4.águsti993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n6afe 0 (á ísl. 0) 64.260.000
B1 5 af 6 CÆ+bónus 3 187.661
E1 5 af 6 10 71.821
E1 4af6 577 1.566
ra 3 af 6 fB+hónus 1.636 246
(20) (5) (30)
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæð þessa viku:
66.847.231
á fsi.: 2.587.231
UPPLVSINGAR. SlMSVARI 9,- 68 ,5 11
LUKKULINA 99 1D 00 - TEXTAVARP 4S1
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR