Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 6
6 MYNDLIST, SMÁBÁTAR & HÁSKÓLINN Föstudagur 6. ágúst 1993 Didda H. Leaman opnar sýningu Ung listakonn, Didda H. lxaman, opnar sýningu í Gallerí II, Skólavörðastíg 4 A á morgun. Á sýningunni verða olíumálverk, klippimyndir og teikningar unnar með blandaðrí tækni ásamt þrívíðum verkum. Sýningin stendur yfir til 19. ágúst og er opin daglega frá kl. 14 - 18. Didda útskrífaðist úr Fjöltæknideild MHÍ 1987 og úr málaradeild Slade School of Fine Art í London 1989. Hún hefur áður haldið einkasýningu í Hafnar- galleríi og FÍM salnum og tekið þátt í sam- sýningum. I N N A N LA N D S Akureyri 6.490 Egilsstaðir 8.SS0 Hornafjörður 7.570 Húsavík 7.300 ísafjörður 6.080 Patreksfjörður 5.890 Sauðárkrókur 5.860 Þingeyri 5.830 Vestmannaeyjar 4.330 / / Fokker 50 flytur þig á fljúgandi ferð milli Reykjavikur og ntu áfangastaða á íslandi á ótrúlegu APEX verði Miðað er við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram og til baka, með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og að dvalið sé lengur en þrjár nætur. Bókunum er ekki hægt að breyta. Flugvallarskattur, 330 krónur, er inni- falinn og sætaframboð er takmarkað. Það hefur aldrei verið jafnhagstætt að fljúga innanlands. FLUGLEIÐIR þjóðbraut innanlands Tilkynning frá stjóm Smábátafélags Reykjaness í tilkynningu frá Smábátafé- lagi Reykjaness kemur fram að stjórn félagsins mótmælir harðlega þeim fréttaflutningi sem fram hefur komið um veiðar á undirmálsfiski smá- báta. Félagið segist reiðu- búið til að leggja opinber- lega fram upplýsingar frá Fiskmarkaði Suðumesja þar sem fram kemur að hámark undirmálsfisks á svæði Smábátafélags Reykjaness sé aðeins um 5 prósent. Stjóm Smábátafélags Reykjaness segist styðja hugmyndir um að til komi tafarlaus svipting veiðileyfís allra fiski- skipa, sem staðin eru ítrekað að verki við veiðar á undirmálsfiski umfram leyfilegt magn. Jafnframt segist stjómin ítreka fyrri ályktanir um veiðar smábáta. Smábáta- félag Reykjaness varar og við fram- komnum hugmyndum um skerðingu á veiðum þeirra, þar sem því muni fylgja stóraukið atvinnuleysi og byggðaröskun um land allt. Endurmenntunarstofnun Háskólans Nám í matstækni hefst í haust Ör þróun gerir störf þeirra sem fást við og meta fasteignir æ flóknari. End- urmenntunarstofnun HÍ hefur undanfarin ár staðið fyrir námi í matstækni í samstarfi við Mats- mannafélag íslands. Fyr- irhugað er að hefja námið í þriðja sinn í haust. Nám- ið tekur tvö ár og verður kennt tvisvar í viku kl. 16 -19 frá lok september til maí hvort árið. Samtals eru kenndar um 300 klukkustundir. Nárnið er sniðið fyrir umsýslumenn fasteigna, starfsmenn byggingafulltrúa, tryggingafélaga, byggingafélaga, banka og annarra lánastofnana og loks rekstr- arráðgjafa og fasteignasala. Umsjónarmaður með náminu er Þórður Búason verkfræðingur, Fast- eignamati ríkisins. Verð fyrir hvert misseri er 47 þúsund krónur á núgild- andi verðlagi. Greiðslum má dreifa samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð vegna námsins og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar Háskóla ís- lands. Frestur til að sækja um er til 1. september næst komandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.