Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 10. ágúst 1993
DOMUS MEDICA - þrjátíu ára draumur um apótek í húsi læknanna gæti ræst með nýjum lögum um lyfsölu. Stjórn hússins mun hinsvegar reikna
með hárri leigu, mun hærri en lyfjafræðingar telja unnt að greiða.
Ný lög um lyfsölu taka trúlega gildi í haust
EINOKUN ROFIN,- EÐA
STJÓRNLAUS SAMKEPPNI
EINOKUNARSTARFSEMI lyfsala á íslandi, sem svo hefur
verið kölluð, verður hnekkt í haust, þegar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, legg-
ur fram frumvarp að nýjum lögum um lyfjasölu á íslandi. En
það frumvarp hafði Sighvatur Björgvinsson haft forgöngu
um að yrði samið, áður en hann skipti um ráðuneyti, en
frumvarpið dagaði uppi í umrótinu á Alþingi síðustu daga
þess í vor. Lyfsalar eru þó eindregið á öðru máli og telja að
í óefni stefni í lyfsölumálum. Ásakanir hafa komið fram og
vakið mikla athygli.
ég hvergi sagt, enda óhægt um vik að sanna
það“, sagði Einar Páll Svavarsson í viðtali
við Alþýðublaðið í gær.
„Það sem við í Domus Medica erum að
gagnrýna er í rauninni sú einokunarstefna í
lyfsölumálum, sem hér á landi hefur við-
gengist um áratuga skeið. Læknar búa við
afar mismunandi rekstrarskilyrði svo vægt
sé til orða tekið“, sagði Einar Páll Svavars-
son.
Hagsmunatengsl rofin
Það eru fleiri læknar en þeir í Domus
Medica sem bíða með óþreyju eftir nýjum
lögum um lyfjaverslun. Nokkrar lækna-
Minni lyfjanotkun?
Einar Páll Svavarsson, framkvæmda-
stjóri læknahússins Domus Medica, kom af
stað nokkru róti á tilfinningum ýmissa aðila
í heilbrigðisstéttunum, þegar hann sagði í
viðtali í kvöldfréttum nkisútvarpsins, að
með þeim breytingum sem nú má telja víst
að séu framundan, „muni lyfjanotkun
standa í stað og það sé ekkert óraunhæfara
að gera ráð fyrir að hún minnki en hún auk-
ist“, eins og fréttamaður hafði eftir Einari
Páli í fréttinni. „Sjúkdómum á íslandi fjölgi
ekki þótt lyfjaverslun verði gefin ftjáls".
í leiðara Alþýðublaðsins á föstudaginn
sagði að þegar Einar Páll telji að lyfjasala
kunni að minnka við þá breytingu að apó-
tekum fjölgi, og af leggist sá háttur að eig-
endur þeirra leggi læknum til húsnæði und-
ir stofur sxnar, þá sé hann í rauninni að halda
því fram, að læknar sem búa við slík vildar-
kjör, gefi út ónauðsynlega marga lyfseðla.
Þessu vill Einar Páll mótmæla.
„Eg hef aldrei haldið því fram að læknar
gæfu út ónauðsynlega lyfseðla til að borga
fyrir sig hjá apótekum, sem kunna að leigja
þeim húsnæði fyrir starfsemi sína. Þetta hef
APÓTEK - LÆKNASTOFUR í einu og sama húsinu. Óeðliieg tengsl apótekara og lækna? Eða
eðlileg samvinna og til hagsbóta fyrir sjúklingana? - A-myndir E.Ó1.
miðstöðvar eiga við sama vanda að stríða.
Þeir telja að með þessari lagasetningu rofni
hagsmunatengsl apótekara og lækna, sem
feigja aðstöðu hjá apótekunum, og greiði í
einhverjum tilvikum litla eða jafnvel enga
leigu.
Eðvarð T. Jónsson fréttamaður sagði í
frétt sinni í síðustu viku: „Raddir innan
heilbrigðisstétta segja að þessir læknar séu
hinsvegar duglegri að skrifa út lyfseðla en
aðrir læknar“.
Einar Páll segir að læknar sem starfrækja
læknamiðstöðvar óháðar apótekunum, haft
lagt í mikinn kostnað við uppbyggingu og
rekstur húsnæðis síns og greiði auk þess
leigu fyrir aðstöðuna. Einar Páll segist ekki
vita um leigugjöld einstakra lækna sem
leigja stofupláss hjá apótekurum. Þar sé án
efa um misháa leigu að ræða, en erfítt sé um
vik að fá sfíkar tölur gefnar upp. Hinsvegar
segir hann að það sé áberandi að apótekin
hafi ekki lækna í leigu, nema í þeim grein-
um sem ávísa á lyf, ekki til dæmis skurð-
lækna.
Frumvarpi Sighvatar fagnað
Stjóm Domus Medica sendi í apríl síð-
astliðnum ályktun sína vegna frumvarps til
lyfjalaga, til formanns heilbrigðis- og
trygginganefndar Alþingis, Sigbjöms
Gunnarssonar, alþingismanns.
Er framkomnu fmmvarpi þar fagnað og
þeim tilmælum beint til þingmanna að
fmmvarpið verði samþykkt fyrir þingfrest-
un, eins og ráðherra áformaði þá.
Engin tilslökun á faglegum kröfum
„Varðandi faglega þætti fmmvarpsins,
treystir stjóm Domus Medica hf. Alþingi
vel til að búa svo um hnútana, að hvergi
verði slakað á faglegum kröfum varðandi
meðferð og sölu Iyfja, frá þeim lögum sem
gilda í dag. Er stjómin þess fullviss að svo
sé, og vísar í því sambandi til athugasemda
Læknafélags Islands frá 24. aprfl 1992, við
drög að umræddu frumvarpi. í umfjöllun
Læknafélags Islands kemur engin athuga-
semd fram sem gefur tilefni til þess að
álykta að um eftirgjöf á faglegum kröfum
sé að ræða í frumvarpinu", segir í ályktun-
inni.
Apótek - 30 ára gamall draumur
Domus Medica er stærsta læknamiðstöð
landsins þar sem um 70 læknar starfa, og fer
þeim reyndar fjölgandi, því á næstunni
opna 5 röntgenlæknar stofur og röntgen-
deild á jarðhæð hússins, þar sem áður var
vinsæll veitingasalur. Reiknað er með enn
meiri fjölgun lækna í Domus Medica.
Framkvæmdir við húsið hófust 1962 af
ýmsum stórhuga einstaklingum innan
læknisfræðinnar. í dag er húsið í höndum
annarrar kynslóðar lækna að stærstum
hluta, sem annað hvort eiga sinn hluta sjálf-
ir eða leigja af eigendum. Alla tíð var gert
ráð fyrir að apótek yrði á jarðhæð hússins.
Þótti það eðlilegt að slík þjónusta væri í
húsinu, sjúklingum til þægindaauka. I
greinargerð með ályktuninni segir að
reyndar hefði verið eðlilegt að þeir sem
byggðu húsið hefðu óskað eftir því við ein-
hvem lyfjafræðing sem uppfyllti öll fagleg
skilyrði að hann opnaði apótek í húsinu. En
þessi hugmynd hefði aldrei komst lengra en
á teikninguna.
„Það sem hingað til hefur komið í veg
fyrir að apótek opnaði í Domus Medica, er
núverandi skömmtunar- og úthlutunarkerfi.
Þetta kerfi hefur allar götur síðan staðið í
vegi fyrir slíkum áformum, þrátt fyrir að
nokkrum sinnum hafi verið gerð tilraun til
þess að fá apótek í húsið. Gagnvart Domus
Medica varð hinsvegar til annað kerfi sem
núverandi lyfjasölukerfi fæddi af sér. Kerfi
sem snérist um ódýra leigu lækna hjá apó-
tekum, sem keppti við verðugt framtak
lækna um að byggja eigið húsnæði. Og ekki
einu sinni sameiginlegt átak margra lækna
um byggingu og rekstur á eigin húsnæði
undir læknastofur gat keppt við með góðu
móti. Þetta fyrirkomulag er að mörgu leyti
óréttlátt, enda hefur það lengi mismunað
læknum varðandi húsnæði undir starfsemi
sína“, segir í greinargerðinni með ályktun
stjómar Domus Medica, sem segist eygja
að 30 ára gamall draumur verði að veru-
leika með hinu nýja frumvarpi, - það er að
lyfjafræðingur opni apótek í húsi læknanna
sjálfra.
Læknar í Domus Medica stefna að því að
gera læknamiðstöðina enn öflugri en fyrr
og telja að læknum þar muni fjölga um 10-
15 á næstu mánuðum. Telur stjórnin að í
kjölfar breytinga í heilbrigðiskerfinu muni
starfsemi sjálfstætt starfandi lækna aukast.
Sé þegar ljóst að margir læknar hafi uppi
áform um metnaðarfullt framtak á sviði
læknavísinda og heilbrigðismála, sem til
lengri tíma muni tvímælalaust spara stórar
upphæðir í hinum opinbera geira heilbrigð-
iskerfisins, og verði ekki síst sjúklingum til
góða.
Engar mútugreiðslur, segja apótek-
arar
Guðmundur Reykjalín, framkvæmda-
stjóri Apótekarafélágs Islands, er ekki sam-
mála Einari Páli Svavarssyni. Hann segir að
það eigi ekki við rök að styðjast þegar menn
láta að því liggja að einhverskonar mútu-
greiðslur eigi sér stað í samstarfi lækna og
apótekara varðandi húsnæði. Hann segist
ekki hafa hugmynd um leigukjörin, en þau
hljóti að vera almenn leigukjör markaðar-
ins. Guðmundur segir að það hljóti að vera
út í hött að álíta sem svo að læknar sem
leigja af apótekurum ávísi meira á lyf en
aðrir læknar. Þetta hafi í rauninni aldrei ver-
ið rannsakað og undarlegt að menn skuli
fullyrða á þennan veg. Kannski haldi marg-
ur mig sig. Auk þess geti sjúklingar innleyst
lyf sín í hvaða lyfjabúð sem er.
Þrjú apótek í Glæsibæ?
„Annars er ég þeirrar skoðunar að fyrst
þegar og ef þessi nýju lög taka gildi, geti
komið til hagsmunatengsla á þessu sviði.
Þá verður samkeppnin gífurleg. Mér skilst
að einir þrír aðilar vilji setja upp apótek í
Glæsibæ einum. Mér sýnist að mikil fjölg-
un apóteka gæti þýtt aukna sölu á lausasölu-
lyQum hverskonar. Hingað til hafa apótekin
ekki stundað sölumennsku, en trúlega verð-
ur breyting þar á áður en langt um h'ður“,
sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði ennfremur að aðeins
fá apótek á höfuðborgarsvæðinu leigðu ffá
sér húsnæði, örfáum læknum. Uppbygging
slíkrar aðstöðu hafi orðið til á tímum þegar
aðstöðu fyrir lækningastofur vantaði til-
finnanlega. Þá var uppbygging heilsu-
gæslustöðva miðuð við dreifbýlið. Apótek-
in hefðu með þessu sparað ríkinu mikið fé
og aðstoðað við að koma upp aðstöðu fyrir
lækna.
Á íslandi starfa í dag 43 apótek, þar af 20
á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, 14
þeirra í Reykjavík, en 23 úti á landi. Eitt
apótekanna er í eigu Háskóla íslands,
Reykjavíkurapótek, skattfijálst fyrirtæki,
en tvö þeirra reka kaupfélög, KEA og
Kaupfélag Ámesinga.
Guðmundur Reykjalín sagðist hafa séð
drög að samkomulagi Domus Medica við
væntanlega leigjendur úr hópi lyfjaffæð-
inga. Þar væri dæminu í raun snúið við.
Læknamir, eigendur Domus Medica, gerðu
háar kröfur um leigugreiðslur, svo háar að
Guðmundur sagðist ekki geta séð að slíkur
rekstur gæti borið sig. „Nema þá að þeir
hafi lofað miklum skriftum á lyfseðlum",
bætti Guðmundur við.
Vinningstölur
laugardaginn:
7. ágúst 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
a 1 5.833.306
H|+4af5 7 91.621
0 4af 5 170 6.507
EI 3af 5 5.510 468
Aðaltölur:
Heildarupphæð þessa viku:
kr. 10.159.523
UPPLVSINGAR, SIMBVARI 91- M 15 11
LUKKULÍNA 9910 00- TGXTAVARP 451