Alþýðublaðið - 11.08.1993, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1993, Síða 3
Miðvikudagur 11. ágúst 1993 3 SKIPASMÍÐAR, BANKAMÁL & FERÐALÖG DYTTAÐ AÐ í HÚ S AVÍKURHÖFN Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason BUNAÐARBANKINN HÆKKAR VEXTI Bankastjóm Búnaðarbanka íslands hefur ákveðið að í dag, miðvikudag, muni vextir óverðtryggðra útlána bankans hækka um 3,5% til 4,25% og vextir hækki á þeim hluta innlána á gullbókum og metbókum sem ekki njóta verðtryggingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Búnaðarbankinn sendi frá sér í gær. Að sögn bankans kemur þessi vaxtahækkun til vegna þess að hækkun verðlags í kjölfar geng- isfellingarinnar í lok júní hafi verið mun meiri í júlímánuði en gert hafi verið ráð fyrir. Hækkun lánskjaravísitölunnar í mánuðinum varð 9,7% á árskvarða en hafði verið 0,7% í júní. Að sögn bankans liggur rekstr- aruppgjör Búnaðarbankans fyrir júlímánuð nú fyrir. Uppgjörið staðfestir þá útreikninga sem áður höfðu verið gerðir. Stjómendur bankans kveða það skyidu sína að bregðast við þessari þróun þannig að jafnvægi náist í rekstrinum. Þeir segja að jafnframt sé það ljóst að skjót samræming vaxta- kjara þýðir að vextir óverð- tryggðra lána muni hækka hraðar en ella þegar verðbólgan hjaðnar á ný. „Verðbætur sem bankar greiddu á verðtryggð innlán í júlí tóku mið af þessari miklu hækk- un. Töluverður hluti innlánannaer ávaxtaður f óverðtryggðum údán- um. Séu vextir óverðtryggðra út- lána ekki hækkaðir í takt við verð- Iagsþróun vcldur það tapi scm getur haft afgerandi áhrif á rekstr- arafkomu ársins," segir í tilkynn- ingunni. Búnaðarbankinn hækkar í dag vexti á óverðtryggðum útlánum. Ferðaskrifstofan Alís fann réttu borgina Sextán leiguflug til Newcastle „Fyrst þegar við aug- lýstum þessar ferðir spurði fólk hvar í ósköpunum þessi borg Newcastle væri. Nú er ekki lengur spurt um þetta heldur bara hve- nær ferðirnar til Newc- astle hefjast. Við verð- um með 16 brottfarir í leiguflugi í haust á ein- staklega hagstæðu verði,“ sagði Laufey Jóhannsdóttir hjá Ferðaskrifstofunni Alís í samtali við Alþýðu- blaðið. Það má segja að þegar enska borgin Newcastle er nefnd hér- lendis komi jafhan Alís upp í hugann þar sem ferðaskrifstofan „á“ þessa borg í hugum landans. En af hveiju Newcastle, Laufey? , ,Þetta bytjaði fyrir tveimur ár- um þegar við vorum að leita að borg utan hins hefðbundna áætl- unarflugs. Það komu nokkrar borgir til greina og við fórum og kynntum okkur þær. En þegar við höfðum kynnst Newcastle var óþarfí að leita ffekar. Ibúam- ir eru afskaplega elskulegir og hjálpsamir, borgin stórskemmti- leg og ekki spillir fyrir að þama er sérstaklega hagstætt og gott að versla. Viðtökur á markaðinum hér heima urðu strax mjög góðar fyrir tveimur ámm og sama er að segja um haustið í fyrra. Verð á þessum ferðum er alveg ótrúlega lágt. Fjögurra daga ferð kostar ekki nema 25.300 krónur á mann. Innifalið í því verði er flug, gisting með morgunverði í tveggja manna herbergi, flug- vallarskattur, forfallagjöld, ferð- ir frá og að flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm. Þetta verð miðast við að bókað sé og greitt fyrir 10. september, en eftir það hækkar verðið um 5-6%,“ sagði Laufey. Ferðimar til Newcastle verða á tímabilinu frá 13. október til 28. nóvember á sunnudögum og miðvikudögum og má velja um 4,5 eða 8 daga dvöl. í Newcastle er meðal annars stærsta verslun- armiðstöð Evrópu, Metro Cent- er, með yfir 300 verslanir og þar njóta íslendingar allt að 10% af- sláttar. Stjórn Málms - samtaka fyrirtœkja í málm- og skipaiðnaði ályktar Skipaiðnaður í kröggum Alvarleg staða fyrirtœkja í skipaiðnaði Alþýðublaðsmynd: Einar Ólason. Hætta er á að skipasmíöamcnn verði „útdauðir“ á íslandi innan fárra ára. Staða sam- keppnishæfra skipaiðnaðarfyrir- tækja er orðin svo veik að til auðnar horfir og miklum verð- mætum í mann- virkjum, tækjum og verkþekkingu kastað á glæ með sama áframhaldi. Þetta er álit stjórnar Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipa- iðnaði en hún fundaði í gær. Stjómin lýsir yfir þung- um áhyggjum vegna alvar- legrar stöðu margra fyrir- tækja í skipaiðnaði. Það er einkum tvennt sem veldur þessu. I fyrsta lagi það að þrátt fyrir að greinin sé ágætlega samkeppnisfær við erlend fyrirtæki sitja hérlend fyrirtæki ekki við sama borð vegna víðtækra styrkjakerfa sem þrífast er- lendis. 1 öðru lagi telur stjómin að stórfelld undan- skot verkefna til erlendra aðila leiði til þess að staða íslenskra skipaiðnaðarfyr- irtækja veikist, og það svo mjög að hætta sé á að greinin lognist útaf. Stjóm Málms hefur bent á að meðal annarra þjóða sé oftast bmgðist við slík- um vanda með altækum aðgerðum en ekki horft að- gerðalaust á þar til engu verður við bjargað. Félagið hefur síðustu mánuði lagt fram tillögur um aðgerðir til úrbóta sem eiga sér flestar fordæmi meðal samkeppnisþjóða okkar eða styðjast við alþjóðlega viðskiptasamninga. Krafa fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði er að hags- munir þeirra séu metnir þegar affakstri af fiski- stofnunum er skipt þar sem íslenskur skipaiðnaður leggur sitt af mörkunum til að unnt sé að nýta fiski- stofnana.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.