Alþýðublaðið - 11.08.1993, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.08.1993, Qupperneq 5
Miðvikudagur 11. ágúst 1993 EVRÓPA: FRÉTTASKÝRING Framtíð Evrópubandalagsins óljósari eftir hrun ERM 5 SAMEINING EÐA SUNDRUNG? Þœr raddir gerast hávœrari sem segja Maastricht samkomulagið mistök Eftir áfallið sem myntsamstarf EB-ríkj- anna varð fyrir nýlega hefur stórt spurningarmerki verið sett við framtíð bandalagsins. Sumir sjá endalokin framundan en aðrir telja að nú sé möguleiki á nýrri og ferskri byrjun sjái þeir sem ferðinni stjórna hinn evr- ópska raunveruleika í réttu Ijósi. Ákveðin hugmynd um Evrópu hefur verið reynd og nýlega varð Ijóst að hún mistókst. Aðeins ein leið virðist fær til að byggja upp sameinaða og velmegandi Evrópu og verði hún ekki farin er mikil hætta á ferðum. Til að rata rétta leið er þörf á mun sterkari og hæfileika- rikari forystu enn þá sem staðið hefur í fararbroddi Evr- ópuríkjanna síðustu árin. Mikilvægast er þó að leiðtog- ar ríkjanna séu færir um að viðurkenna mistök og læra af þeim. Þeir þurfa einnig að vera viljugir til að hlusta á fólkið og læra af því. Samstarf á veikum grunni Ef forðast á upplausn Evr- ópubandalagsins er nauðsyn- legt að menn viðurkenni ósig- ur hugmynda sambandssinna um miðstýrða Evrópu. Áfall- ið sem gengissamstarfið hefur orðið fyrir hlýtur að sýna mönnum frarn á að ekki dugir að stilla strengi og tölur við hringborð. Ráðherrar vilja ekki viðurkenna það. Þeir halda í hugarfóstur sitt þrátt fyrir að undirstaðan sé brost- in. Hin kalda staðreynd blasir við. Hún er sú að myntsam- starfið hefur verið prófað, hálfþróað og nú síðast var því lógað. Eins og regnhlíf sem fellur saman í rigningunni hefur kerfið látið undan þrýst- ingi. Það er Evrópu til góðs að kerfið hrundi því það hefur meira og minna bjagað hag- kerfi aðildarríkja. Spákaup- mennska varð ekki gengis- samstarfinu að fjörtjóni. Sökudólgamir eru höfundar samstarfsins sem hlupust undan merkjum. í Þýskalandi, nánar tiltekið í seðlabanka landsins, töldu menn að hækka þyrfti vexti til að lífga upp á efnahaginn. Frönsk stjómvöld vissu að lægri vextir gætu hjálpað frönskum efnahagi, sem ógn- að er af stigvaxandi atvinnu- leysi. Þama kom glögglega í ljós sannleiksgildi hins fom- kveðna að þegar fátæktin kemur inn um dymar fer ástin út um gluggann. Óraunhæfar hugmyndir Hver var þá tilgangur þessa samstarfs? Það sem drap gengiskerfið var að stjóma verulega mismunandi hag- kerfum sem einu. Samt sem áður taka áætlanir fyrir næstu tíu ár eins og þær birtast í Ma- . astricht samkomulaginu ekk- ert mið af þeim veikleika sem hefur orðið æ sýnilegri und- anfamar vikur. Þvert á móti byggjast þær á æ memaðar- gjamari sýn um að koma á einni og óskiptri evrópskri mynt.Eitt er víst um Maast- richt áætlunina að hún mun aldrei verða að veruleika á þessari öld. Mikilvægasta spumingin er hversu miklu tjóni evrópsk hagkerfi verða fyrir áður en Maastricht er gefið upp á bátinn. Nýleg reynsla er ekki örvandi. Allt ffá því að danski pöbullinn hafnaði Maastricht hér um ár- ið hafa stjómmálamenn í Evr- ópu reynt að láta eins og ekk- ert væri að. En það er eitthvað að og dæmin em ófá því til sönnunar. Það er ekki bara upphlaupið sem varð sl. sept- ember þegar Bretar og ftalir vom neyddir út úr gengissam- starfinu. Þjóðaratkvæða- greiðslan í Frakklandi sýndi aðeins ffam á nauman stuðn- ing við Maastricht sáttmál- ann. í Þýskalandi sýna skoðana- kannanir að mikill meirihluti vill halda í þýska markið. Hvemig í ósköpunum getum við þá undrast að hvorki Frakkar né Þjóðveijar vom reiðubúnir að berjast fyrir kerfi sem á að leggja gmnn- inn að afnámi marksins og sköpun sameiginlegrar mynt- ar, ECU. Þetta þýðir ekki að Evrópa eigi að láta af áætlun- um um nánara samstarf eða sameiningu. Því önnur hættu- leg leið væri að láta lönd og leið allt það sem áunnist hefur á undanfömum ámm og gert hefur innri markaðinn mögu- legan. Það væri slys að koma upp nýjum viðskiptahindmn- um. Mikilvægi hins evrópska borgara Hvemig má þá forðast und- angengin mistök og komast aftur á rétta sporið? Best væri ef þýski hæstirétturinn myndi drepa Maastricht og að byijað yrði upp á nýtt. Tilgangur sáttmálans var í upphafi að njörva sameinað Þýskaland í Evrópusamstarfið. En risar sem vilja ekki vera njörvaðir em hættulegir fangar. Verði Maastricht sáttmál- inn samþykktur færi best á því að leiðtogar Evrópu lofi, þegar sáttmálinn verður end- urskoðaður 1996, að gera það sem þeir áttu að gera í byrjun. Nefnilega, að ráðfæra sig vel og víða jafnvel þótt slíkt yrði á kostnað metnaðarfullra áætlana. Nánara samstarf Evrópu- ríkja var og er nauðsyn. Ogn- unin stafar frá heimspeki sem er úr takti við raunveruleik- ann. Þegar leiðtogamir koma sér saman um nýjan sáttmála ættu þeir að treysta fólkinu með því að leyfa því að kjósa um hann. Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá er það undir hin- um almenna evrópska borg- ara komið hvort hann stendur eða fellur. Og eins og atburðir síðustu vikna sýna þá hafa möppudýr, embættismenn, bankastjórar og ráðherrar, sem töldu myntsameiningu innan seilingar, ekkert einka- leyfi á visku. GB / Byggt á European FRANC FALLS OFF THE TIGHTROPE fSNW * ipj 44144 j i | 1 1 I * | | I * 1 I I 1 1 1 L 1 4- -fr-'HNHF 1 1 t V X t t 1 1« T'f M -M 1 x M ffl m I í § m I 1 * I j 1 A|irrA^JLBi«y*tíi í W 1 1 i { i { 1 f | I fJ"1 * ^ Mistökin fólust í því að stjóma mismunandi hagkerfum sem einu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.