Alþýðublaðið - 18.08.1993, Blaðsíða 8
HANKOOK
sumartijólbaröarnlr
vinsslu
á lága verðinu
Leitiö upplýslnga
og gerlö
verösamanburö
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 • sími 68 30 80
HANKOOK
sumarhjólbaröamir
vinsælu
á lága veröinu
Leitið upplýsinga
og geríö
verösamanburö
Barðinn hf.
Skúturogi 2 • sími 68 30 80
Ránsfengur í kven-
mannslíki endurheimtur
✓ /
Höggmynd eftir Magnús A. Arnason finnst á svölum í húsi við Baldursgötu.
Þau tíðindi gerðust um síðustu
helgi á Baldurshátíðinni svonefndu
að þýfi uppgötvaðist á svölum í húsi
við Baldursgötu. Hér er um að ræða
höggmynd af konulíkama eftir
Magnús A. Arnason heitinn en fyrir-
myndin er Þórunn Asgeirsdóttir og
er hún einnig eigandi verksins.
Þórunn hafði haft styttuna í garðinum
hjá sér á Oðinsgötu en hún hvarf um
páskaleytið. Hvarfið var tilkynnt lög-
reglu og í framhaldinu fór Þómnn í við-
tal við Fjalar Sigurðsson þar sem hún
auglýsti eftir verkinu. Það var svo síð-
astliðinn laugardag þegar Baldurshátíð-
in stóð sem hæst að vinkona Steinunn-
ar, Kristín Atladóttir, leit upp frá máls-
verði sínum á veitingastaðnum Þremur
Frökkum og sá höggmyndina blasa við
í öllu sínu veldi á svölum í húsi hinum
megin í götunni. Kristín gerði Þómnni
aðvart og fengu þær lögreglumenn til að
endurheimta verkið. íbúinn sem fyrir
svömm varð kannaðist ekki við verkið
að öðm leyti en því að það var þar fyrir
þegar hann flutti inn. Lögreglan mátti
svo rogast með kvenmannsbúkinn yfir í
bakgarðinn að Oðinsgötu hátíðargest-
um til óblandinnar ánægju.
Þómnn hefur stundum setið fyrir hjá
listamönnum og var þessi umrædda
höggmynd unnin af Magnúsi árið 1978.
Það var svo eftir að Magnús deyr 1980
að Vífill sonur hans gefur Þómnni verk-
ið. Þetta er eitt af síðustu stóm verkun-
um sem Magnús vann. Hann var bæði
myndhöggvari og málari og nam listina
í Kaupmannahöfn og San Fransisco.
Höggmyndir Magnúsar em fyrst og
fremst táknræn verk og rómantísk, oft-
ast mannamyndir sem em unnar í ýmis
efni. Meðal þekktustu verka hans eru
Maðurinn og heimurinn, Mæðgur,
minnismerki á leiði Sigurbjöms Sveins-
sonar í Vestmannaeyjum og mansöng-
ur.
Steinunn hefur nú endurheimt höggmynd-
ina af sjálfri scr. Með henni á myndinni eru
(talið frá vinstri) sonur hennar Asgeir H.
Asgeirsson, Atli Hilmar Skúlason og dóttir-
in Björg A. Ásgeirsdóttir. Atli er sonur
Kristínar scm uppgiitvaði höggmyndinu á
svölunum en hann varð fyrstur til að taka
cftir að verkið væri horfið úr garðinuni.
Alþýðublaðsmynd / Einar Olason
Meint misferli í innflutningi á Þýskalands-
markað ekkert hitamál
Norimenn taldir
vera stórtækastir
- en íslenskur fiskur greinilega í myndinni - mál þýsku
innflytjendanna en ekki okkar, segir Þórður Ásgeirs-
son hjá Fiskistofu
Frystur ufsi undir lágmarks inn-
flutningsverðum Evrópubanda-
lagsins virðist samkvæmt heimild-
um Alþýðublaðsins að mestu leyti
innflutningur á frystum ufsa frá
Noregi. Trúlega eiga einhverjir ís-
lenskir aðilar þátt í málinu, íslensk
innflutningsfyrirtæki á þýskri
grund, um það er þó ekkert hægt að
fullyrða.
„Þetta mál hefur á engan hátt snúið
að okkur“, sagði Þórður Asgeirsson,
forstjóri Fiskistofu í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. Hann sagði að eng-
ar kvartanir hefðu borist stofunni,
enda væri hér alfarið um að ræða mál
innflytjenda í Þýskalandi. Hjá utanrík-
isráðuneytinu var sama uppi á ten-
ingnum, engar kvartanir, né heldur
fyrirspumir um útflutning þennan.
Þórður Asgeirsson sagði að hugsan-
lega gæfu innflytjendur í Þýskalandi
upp réttar tölur á innflutningspappír-
um, en fengju síðar kreditnótur frá
viðsemjendum sínum, afslátt vegna „-
galla“. Þannig væri leikið á kerfið.
Hinsvegar væri vitað að lágmarksverð
Evrópubandalagsins gætu verið of há,
miklu hærri en framboð og eftirspum
gæfu tilefni til. Þórður sagði þetta mál
alfarið mál innflutningsfyrirtækjanna
ytra, ekki útflytjenda hér á landi.
Stóm útflytjendumir, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og Islenskar sjávar-
afurðir kannast ekkert við útflutning
af þessu tagi. Þar hafa menn þó séð
reikninga sem sýna svo ekki verður
um villst að viðskipti af þessu tagi em
í gangi á markaðnum, og dæmi þess
að smáir útflutningsaðilar á íslandi
hefðu selt á mjög lágu verði. íslenski
fiskurinn færi þó yfirleitt á heldur
hærra verði en sá norski á þýskum
markaði.
Ekki verður annað séð en að frétt
danska blaðsins Börsen í síðustu viku
sé æsifrétt. í Þýskalandi hafa blöð
ekki ljaliað um þetta mál svo kunnugt
sé. Hjá mönnum í fiskbransanum í
Cuxhaven og Bremerhaven er málið
hreint ekki í umræðunni, helst að
danskir aðilar, áskrifendur að Börsen,
hafi rætt málið við íslendinga þar. Er
því greinilegt að innflutningur þessi
hefur ekki komið miklu róti á hugi
manna ytra.
„Geðhiélp"
komio úl
Nýverið kom út fyrsta tölublað tímaritsins
GEÐHJÁLP á þessu ári. Útgefandi er Geð-
hjálp - samtök geðsjúkra og aðstandenda
þeirra og velunnara. 1 tímaritinu er að vanda
fjöldi fróðlegra greina um ýmis málefni sem
tengjast geð- og fjölskylduverndarmálum.
Meðal annars er þar að finna greinina „Vel-
kontin til Hollands ' eftir Emily Pearl
Kingsley og „Framtíðarauður Islendinga"
eftir Láru Pálsdóttur. „Konur og þróunarað-
stoð“ er fyrirsögn greinar eftir Þórdísi Sigurð-
ardóttur. Hörður Bergmann skrifar: „Minni
umbúðir - betra líf ‘ og Helga Sigurjónsdótt-
ir er höfundur: „Lestrarkennsla fyrir daga
foreldrafundanna“. Einnig skrifar Páll Ol-
afsson um gönguferðir og Sigrún Stefáns-
dóttir um skokk. Jón Bjömsson skrifar um fé-
lagsleg áhrif atvinnuleysis: „Hin ólærða lex-
ía“ og Eydfs Sveinbjamardóttir skrifar um
hjúkrun aðstandenda geðsjúkra: „Samskipti í
fjölskyldunni“. Þá þýðir Gunnar Smári Eg-
ilsson grein úr þýska vikuritinu Der Spiegel:
„Andúð í garð fatlaðra" og Heiður Baldurs-
dóttir skrifar um „Læsi: Tæki til að auka
sjálfstæði og persónulega reisn.“
Tímarit um fíölskvlduvernd
Vert þykir að hvetja allt áhugafólk um geð- og
fjölskylduverndarmál til að gerast áskrifend-
ur að GEÐHJÁLP og styrkja þannig gott
málefni og frábært starf samtakanna sem
blaðið gefa út.
S T IJ T T F R íi T T I R
Louisa opnar sýningu
Það er ævinlega góð frétt þegar Louisa Matthíasdóttir, listakonan góðkunna, opn-
ar sýningu í heimalandi sínu. A laugardaginn opnar hún á Kjarvalsstöðum sýningu á
fimmtíu myndum, yfirlitssýningu, sem spannar allan feril hennar, allt ffá 1939 til
dagsins í dag. Louisa hefur búið í Bandarílcjunum undanfarin 40 ár. Nýtur hún mikils
álits þar í landi sem og í sínu heimalandi, en hingað sækir hún iðulega myndefni sitt.
Örugglega verður fjölmennt á sýningu Louisu, sem stendur til 12. september, opið frá
10 til 18 daglega.
Alþýðublaðið og golfið
Vösk sveit Alþýðublaðsmanna steðjaði norður í land um síðustu helgi með golf-
kylfur sínar. Okkar menn gerðu það gott, enda harðir af sér í norðanrokinu sent belj-
aði meðan fjölmiðlamótið í golfi stóð. Alþýðublaðið hreppti önnur verðlaun án for-
gjafar, en þriðju verðlaun nteð forgjöf. Sveit Faxa í Keflavík sigraði í báðum flokkum
í þessari keppni sem fimm sveitir tóku þátt f, Mogginn, RÚV og DV, auk Alþýðu-
blaðsins og Faxa.
Ferðin til Panama
Leiklistin er að vakna úr sumardvala. Norður á Akureyri fréttum við að Leikfélag
Akureyrar er byijað að æfa Ferðina til Panama, bamaleikrit efúr Martin Truthman,
santið eftir samnefndri sögu eftir Janosch, en bækur hans eru vel þekktar hér á
landi.Ingunn Jensdóttir leikstýrir nú í fyrsta sinni norðan heiða og hefur fengið úr-
valsleikara LA til liðs við sig. Frumsýning verður í lok september á „óvæntum stað á
Norðurlandi“, eins og Viðar Eggertsson, orðar það.
Borgarveisla hjá Úrvali-Útsýn
Stuttar vetrarferðir til útlanda
virðast hafa orðið vinsælar hjá al-
menningi hér sem í öðrum löndum.
Urval-Útsýn hefur sent frá sér bæk-
ling, Borgarveislu, þar sem kynntar
eru fjórar borgir, sem skrifstofan
leggur sérstaka áherslu á í vetur, -
Manchester, Amsterdam, Trier og
Edinborg. Greinilega leggur skrif-
stofan þyngsta áherslu á Edinborg,
enda freista verslanir þeirrar borgar
landans. Boðið er upp á nærri 30
flug í leiguflugi til Edinborgar á
tímabilinu frá septemberlokum og
fram í desember. Manchester er
einnig mikil verslunarborg, en
þangað beina Úrval-Útsýn spjótum
sínum f fyrsta sinn í ár. Edinborg - líldega munu ferðalangar gcra Ocira
en að rápa í búðir.
Biskupshjónin í Svíþjóð
Sænska kirkjan hefur allt þetta ár
haldið háúðlegt að fjögur hundruð ár
eru liðin síðan ákveðið var að leggja
Bibiíuna, trúarjátningar kirkjunnar auk
Augsborgaijátningar siðbótarinnar til
grundvallar boðun og kenningu í kirkj-
unni. Lokaþáttur hátíðahaldanna er í
Uppsölum 20.-23. ágúst. Ólafur
Skúlason bisktip, og frú Ebba Sigurð-
ardóttir, kona hans, taka þátt í hátíða-
höldunum í boði sænsku kirkjunnar.
Biskup mun taka þátt í flutningi sér-
stakrar hátíðarguðsþjónustu í dóm-
kirkjunni í Uppsölum á sunnudaginn.
Meðal boðsgesta er til dæmis hinn
frægi Desmond Tutu, biskup frá S-
Afríku. Biskup íslands mun messa í
Norsku kirkjunni í Gautaborg fyrir ís-
lendinga í borginni, sem ítrekað hafa
óskað effir íslenskri prestsþjónustu í
borginni. Þá munu biskupshjónin
heimsækja fslenska sjúklinga á Sa-
hlgrenska sjúkrahúsinu, en þar fara
meðal annars fram líffæraflutningar.
SHELL-dagur í Fjölskyldugarði
Shell býður upp á íjölbreytta fjölskyldudagskrá f Fjölskyldugarðinum í dag, á af-
mæli Reykjavíkur. Rallmeistarar sýna Metro-ralibílinn margfræga, auk þess sem
brúðuleikhús sýnir, og efnt er til skiptimyndamarkaðar og skotkeppni í körfubolta.
Lúðrasveit marserar um garðinn og KR-ingar sjá um að skjóta flugeldum á Ioft um
hálfúuleytið.