Alþýðublaðið - 07.09.1993, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.09.1993, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. september 1993 KVIKMYNDIR: BARÐI JÓHANNSSON Sambíóin. Rebecca De Morney, Don Johnson, Stephen Lang og Jack Warden. Leikstjóri: Sidney Lumet. Stjörnur: ++1/2 ELDUR Á HIMNI Bandarískur réttarmálflutn- ingur hefur, vegna opins forms, uppá margt spenn- andi að bjóða. Þykir fólki í Bandaríkjunum til að mynda gaman að fylgjast með mál- flutningi beint í sjónvarpi. Enda ekki furða því að þetta er þetta eins stemning og að fylgjast með knattspyrnu- leik. Hvor ætli sigri? Þessi gífurlegi áhugi á réttarhöld- um gerir mönnum kleift að framleiða myndir og sjón- varpsþætti sem teknir eru upp að miklum hluta í réttar- sal. Slíkt væri óhugsandi hér á landi því dómskerfi okkar hefur ekki uppá jafn mikla sýndarmennsku að bjóða. Myndin Þrælsekur fjallar um kvenlög- fræðing að nafni Jennifer (De Momey) sem stendur sig allvel sem veijandi. Heillast hún af framkomu kvennabósans Davids (John- son) sem hefur aldrei þurft að borga neitt vegna þess að konur hans hafa ávallt borgað allt fyrir hann. David sem ákærður var fyrir morð á eiginkonu sinni fær Jennifer til þess að verja sig. David gerist skuggalegri með degi hverjum og dregur Jennifer inní vef sem hún á í mestum vandræðum að losa sig úr. Það sem heldur myndinni uppi er góður leikur Dons og Rebeccu. Það kemur á óvart hve Don nær vel karlrembunni og nautninni af því að sjá aðra þjást. Söguþráðurinn er skemmtilegur og gaman að íylgjast með þróun samskipta bijálaðs skjólstæðings og góðs lögfræðings. Niðurstaða: Tilvalið að sleppa Matlock á miðvikudagskvöldið og sjá góða réttar- haldsmynd. SLIVER Sambíóin. Aðalhlutverk: Sharon Stone, William Baldwin og Tom Beren- ger. Leikstjóri: Philip Noyce. Stjörnur: ★★ Sharon Stone hefur vakið ótrúlega athygli eftir leik sinn í myndinni Ógnareðli. Það er því ekki að furða að nýjasta mynd hennar fái mikla umfjöllun áður en kemur að sýningu hennar. En það er eins og gengur að þrátt fyrir mikla auglýs- ingu hafa margir orðið fyr- ir vonbrigðum með Sliver. Kay Norris sem er nýskilin við mann sjnn tekur íbúð á leigu í háhýsi einu. Ýmislegir atburðir áttu sér stað áður en Norris flutti í húsið. Til dæmis hafði fyrrverandi leigjanda íbúðar hennar ver- ið fleygt út um glugga þar. Kynnist hún upp úr þessu öðrum íbú- um háhýsisins og gerist elskhugi eig- anda hússins. Sá er hinn mesti persónu- njósnari því hann er með sjónvarpsvél í hverju herbergi sem tekur myndir af leigjendum. Myndin byijar frekar rólega en bætir nokkuð við sig á endasprettinum, það dugar ekki til. Niðurstaða: Það eina sérstaka við myndina er endirinn. ~ Stjörnubíó. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, John Malkovich og Rene Russo. Leikstjóri: Wolfgang Pet- ersen. Stjörnur: ★★★ Eftirsjá getur oft nagað fólk um árabil. Sérstaklega þeg- ar mannslíf eru í húfi. Frank Horrigan (Eastwood) var líf- vörður John F. Kennedy þegar hann myrtur í Dallas. Horrigan hefði getað bjarg- að Kennedy ef hann hefði stokkið í veg fyrir kúluna sem ætluð var forsetanum. Þá hefði hann átt það á hættu að láta lífið sjálfur. Horrigan starfar þó enn í lögreglunni mörgum árum síðar við að rannsaka hótan- ir sem berast forsetanum. I einni slíkri rann- sókn sér hann undarleg húsakynni þar sem forsetamorðamyndir hanga á vegg og telur greinilegt að þama sé geðsjúkur maður á ferð. Hefur hann á réttu að standa og byrjar geðsjúklingurinn að hringja í Horrigan og tjá honum skoðanir sínar á kerfmu. Einnig segist hann ætla sér að myrða forseta Bandaríkjanna. Hefst þá spennandi eltinga- leikur. Mikil togstreita er á milli Horrigans og sumra yfirmanna hans eins og venja er í myndurn sem þessum. Það sem sérstaklega athygli vekur er leikur Malkovich sem er unaðslegur f gerfi geðsjúks morðingja. Eastwood er góður þó að hann sé alltaf bestur í vestrunum. Kvik- myndataka var í gamla stílnum á köflum og ekkert siæmt um það að segja. Spennuatriði myndarinnar heppnast mjög vel þó ekki séu þau mörg. Eltingaleikur um þök húsa minn- ir nokkuð á myndirnar um Skítuga Harry eða Dirty Harry. Astarsena myndarinnar fær nokkuð óvanalegan endi sem er gaman að fylgjast með. Niðurstaða: Skemmtileg spennumynd þar sem aðalhetjan er komin vel yfir þrí- tugt. Malkovich góður. verkum að maðurinn hefur ekki getað haft síma í 10 ár. Mikill tími myndarinnar fer í að sýna hversu erfitt tímabil vinnufélagar Travisar gengu í gegnum. Var talið að þeir ættu sök á hvarfi Travisar. Engin trúði þeim er þeir sögðu geimskip hafa numið manninn á brott. Niðurstaða: Myndin erhvorkifrœðandi né skemmtileg. Efþtit þekkir Travis þá gœti þérþótt eitthvað varið íhana. Háskólabíó. Leikarar: D.B.Sweeney, Robert Patrick, Craig Sheffer og Peter Berg. Leik- stjóri: Robert Lieber- man. Stjörnur ★1/2 Geimverur hafa alltaf heillað. Ýmist sem skrímsli (Alien) eða vinalegar verur (E.T.). Nú fer að líða að komu nokkurra geimvera til ís- lands í óopinbera heim- sókn og verður móttöku- nefnd, skipuð sjálfboða- liðum, á Snæfellsnesi. /Etli geimverurnar kann- ist við Travis Walton? Travis Walton er Arizonabúi sem varð fyrir þeirri óvenjulegu lífsreynslu að skoða geimskip og geimverur. I staðinn fengu þær að skoða Travis, ekki óspennandi lífs- reynsla. Það er því ekki skrýtið að forvitið fólk vilji spjalla við manninn í tíma og ótíma um þessa lífsreynslu. Ágangur ýmiss fóíks hefur gert það að 7 ákO'ttítoU ÞRÆLSEKUR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.