Alþýðublaðið - 10.09.1993, Qupperneq 8
HANKOOK
sumarhjólbaröarnir
vinsaalu
á lága veröinu
Leitiö upplýsinga
og geriö
verösamanburð
Barðinn hf.
Skútorogi 2 • sími 68 30 80
HANKOOK
sumarhjólbaröamir
vinsœiu
á lága veröinu
Leítiö upplýsinga
og geriö
verösamanburð
Barðinn hf.
Skúturogi 2 • sími 68 30 80
vtttcti'i *lÓ-4
HÚSGUÐINN
Olafur Gunnarsson skrifar
Ég held að kaþólskan sé ekki útdauð með þjóðinni. Ég held að ef við ýttum því
heljar harðfenni af fáfræði og fordómum sem virðist loða við kaþólsku kirkjuna í
hugum alls þorra manna þá ræki okkur í roga stans: undir hefur lítið breyst frá siða-
skiptum. Þegar skaflinn er horfinn er grasið grænt. íslenska þjóðin er ennþá kaþólsk
í hjarta sínu. Róm er okkar höfuðborg.
Staðarkirkja á Reykjanesi var helguð Ólafi konungi helga, kirkja Sancti Olai regis
et matyris. í vísitazíubók Brynjólfs biskups Sveinssonar stendur þetta: 11. sept. 1647:
Til er brík með þremur lausum líkneskjum, Olai, Mariæ og þriðja: item önnur máluð
og gyllt með vængjum.
Þegar frú Ingibjörg Sigurðardóttir frá Búðardal fluttist til Reykjavíkur 1940 hafði
hún með sér trélíkneski. Hún var seinni kona Boga Sigurðarsonar afa míns. Hún
minntist þess að hafa fyrst séð líkneskið árið 1905 er hún kom gestur að Búðardal. Þá
hafði afi minn sagt: „Komdu frænka, ég verð að sýna þér húsguðinn." Olafur helgi
stóð á borði og stjakar fyrir framan.
Þegar ég var drengur á Frakkastíg 6a í Reykjavík var þessi stytta nokkurs konar
bemskuvinur minn. Olafur helgi sat í hásæti klæddur skósíðri svartri skikkju sem féll
í mörgum kröftugum földum um fætur hans. Á höfði bar hann gyllta kórónu og hár-
ið hmndi niður herðar. I kjöltunni lá gullepli og hann hafði vinstri hönd yfir eplinu.
Upp á milli fingranna reis kross. Hægri handlegg hafði hann látið á bekkjarbakið en
sjálf höndin var brotin af. Skór með gylltri spennu gægðist undan skikkjufaldinum.
Upp í ris var tvo bratta stiga að fara. Öll mín bemskuár var fólk að ganga stigana
með kertaböggla, áheit handa Ólafi helga. Ég byrjaði þessa grein með þvf að segja að
íslenska þjóðin væri enn kaþólsk í hjarta sínu.
Gott þótti að heita á Ólaf helga til veðurs. Ekki mátti áheitið vera peningar. Ein-
göngu kerti. Frú íngibjörg hafði ekki undan að brenna þessum kertum sem Ólafi bár-
ust alls staðar af landinu. Undir súð var kertaíjall sem hækkaði í áranna rás. Þegar frú
íngibjörgfóráelliheimili 1967 varþessi stabbi vel aftan í sendiferðabíl hefði hún haft
tök á að flytja hann með sér.
Ólafur helgi fór á Þjóðminjasafnið. Kristján Eldjám hafði lengi falast eftir honum.
Ég varð 19 ára þetta sumar og á minni fyrstu reisu um Evrópu. Þegar ég kom heim
var Ólafur helgi horfinn. í árbók Hins íslenska fornleifafélags 1968 er löng ritgerð
Kristjáns Eldjárns um líkneskið, niðurstaða afar fróðlegrar rannsóknar hans. I ljós
kom að Ólafur helgi var úr
Staðarkirkju á Reykjanesi og
fylgdi honum Kristur og Mar-
ía eins og Brynjólfur Sveins-
son nefnir árið 1647. Bríkin
sýnir krýningu Maríu. Ólafur
helgi var ekki Ólafur helgi
eins og menn höfðu lengi
haldið heldur Guð faðir.
íngibjörg Sigurðardóttir frá
Búðardal lést að elliheimilinu
Gmnd haustið 1970. Ég bjó
að Frakkastíg 6a tíl ársloka
1978 er ég fluttist til Dan-
merkur. Stuttu áður en ég fór
af landi brott bað ég Þór
Magnússon þjóðminjavörð að
sýna mér bríkina sem ekki var
uppivið heldur í geymslu í
kjallaranum.
Þegar ég var að læsa
Frakkastíg 6a kom að mér
maður með böggul undir
hendinni. Hann var utan af
landi og hafði verið beðinn að
halda undir lítilræði til
Reykjavíkur.
wn
Vinningstölur
8. sept. 1993
I VtNNiNGAR FJÖLOI VENNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
m 63,6 1 (0 á ísl.) 37.900.000
il 5 af 6 CSJ+bónus 0 446.743
[R1 5 af 6 4 87.753
IFW 4 af 6 303 1.843
Ifcjj+bónus 1.117 217
Aðaltölur:
3 I 5 128
29j[38J^40
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæð þessa viku
39.498.573
á Isl.:
1.598.573
UPPLÝSINQAR, SÍMSVARI 91- 68 16 11
LUKKUÚNA 6» 10 00 - TBXTAVAHP 481
SIHT MB0 FVAIHVAAA UM PRENrvitLUA
Starfsfólk McDonald’s safnar nú undirskríftum og hyggst mótmæla aðild að stéttarfélagi. Það skal tekið fram að ekki vitum við hvort þessi vaski
starfskraftur á myndinni ætlar að vera með í því. Myndin var tckin við opnun staðarins í gær.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Létum undan þrýstingi, segir Kjartan Örn Kjartansson forstjóri McDonald’s
Starfsfólk hygast
safna undirskriftum
- og mótmœla þátttöku í verkalýðsfélögum
„Við höfum stigið tangó með verka-
lýðshreyfingunni, en mín iífsskoðun er
þó sú að hver einstaklingur eigi að fá að
ráða því í hvaða félagi hann er“, sagði
Kjartan Örn Kjartansson, forstjóri
Lystar hf., og leyfishafi McDonald’s hér
á landi ásamt eiginkonu sinni, Gyðu
Guðmundsdóttur.
Aðspurður um hvort starfsfólk staðarins,
muni sætta sig við að tekið verði af launum
þess í sjóði verkalýðsfélaga, sagði Kjartan
að hann viðurkenndi að hann hefði heyrt að
svo væri ekki, einhverjir í starfshópnum
ræddu um samtök um að kanna sinn rétt í
málinu. Og svo mun vera, starfsfólkið safn-
ar undirskriftum og hyggst mótmæla aðikl
að stéttarfélagi.
,J2g á erfitt með að sætta mig við að taka
fé af fólki, fé sem ég ekki á. Það hef ég allt-
af talið rangt“, sagði Kjartan. Hann sagði að
málið væri á viðkvæmu stigi og sagðist
ekki geta gefið neinar yfirlýsingar um það.
Kjartan sagðist aðspurður viðurkenna að
McDonals og Lyst hf. hefðu neyðst til að
láta undan þrýstingi gagnvart verkalýðsfé-
lögunum. Hann sagðist virða skoðun verka-
lýðsfélaganna, jafnvel þótt hann væri gjör-
samlega ósammála þeim
Kjartan sagði að hjá McDonald’s í
Reykjavík væru ráðnir 97 starfsmenn, 38 í
fullt starf, hinir í hlutastörfum. Aðallega
væri hér um að ræða húsmæður, sem ekki
hefðu haft atvinnu, sem og skólafólk, sem
hyggst vinna fyrir námi sínu, en hefði ella
ekki haft vinnu. Greinilegt væri að starfs-
andinn hér yrði með sama móti og á 14-15
þúsund McDonald’s víða um heiminn -
léttur og skemmtilegur. Starfsfólk mun
vinna sveigjanlegan vinnutíma og á tímum
þegar álag er mest.
Aðspurður hvort Lyst hf. hafi gefist upp
gegn verkalýðshreyfingunni sagði Kjartan
einungis að „siðfræði handaflsins" hefði
sigrað. Sjálfur hefði hann aldrei beðið fólk
um að vera í neinu félagi. Óski fólk hins-
vegar eftir því, væri ekkert sjálfsagðara.
Kjartan lýsti yfir vonbrigðum si'num yfir
því að gleðilegur atburður eins og opnun
McDonaid’s í Reykjavík, væri í sviðsljós-
inu vegna æsingamála út af skylduþátttöku
starfsfólks í verkalýðsfélögum.
Flokksstjórnarfundur
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands
boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 18. september,
klukkan 10.00, að Borgartúni 6 í Reykjavík.
DAGSKRÁ:
1. Stjórnmálaviðhorfið.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
og formaður Alþýðuflokksins.
2. Önnur mál.
Athugið: Fundurinn er opinn öllum flokksmönnum, en ef
til atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar
í flokksstjórn atkvæðisrétt.
Sveitarstjórnarmenn athugið!
Að loknum flokksstjórnarfundi, eða eigi síðar en
kl.15.00, hefst fundur um sveitarstjórnarmál á sama stað.
Formaður.