Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, ROKSTOLAR & ANNALAR Föstudagur 17. september 1993 MÞBUBI191B HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Fylgishrun Alþýðubandalagsins Allt þetta ár hefur Alþýðubandalagið verið á niðurleið. í upp- hafi kjörtímabilsins náði það miklu flugi, og hafði í könnunum næstum ijórðung af fylgi kjósenda. Síðan hefur fylgið hrunið. í síðustu könnun Gallups hafði flokkurinn tapað meira en helmingi frá því það var mest, og mældist þá minnstur með aðeins 11 % fylgi. Þetta er ömurleg útkoma fyrir háværasta stjómarandstöðuflokkinn. Undir stjóm Ólafs Ragnars hefur fylgið dvínað við aðstæður, sem að öllu eðlilegu ættu að vera kjömar fyrir flokk einsog Al- þýðubandalagið, og er nú orðið talsvert minna en við síðustu kosningar. Það segir sitt um formanninn, enda hefur hann ver- ið harkalega gagnrýndur af flestum helstu forystumönnum flokksins síðustu vikur. Skýringanna á hmni Alþýðubanda- lagsins þarf hins vegar ekki að leita langt. Flokkurinn stendur ekki fyrir neitt sérstakt. Hann var frá upphafi söguleg skekkja, en spenna kalda stríðsins hélt í honum lífinu. Með falli Berlín- armúrsins hmndu leifar þess sögulega gmnns, sem tilvist Al- þýðubandalagsins hékk á. Þetta sést best, ef reynt er að svara því, fyrir hvað Alþýðubandalagið stendur í dag. Formaðurinn er með her og Nató, - en hvaða stefnu hefur flokkurinn? Formaðurinn vill kvótakerfið og sölu veiðileyfa, - en hvað með flokkinn? Formaðurinn var með EES, en er ekki flokkurinn á móti? Formaðurinn vildi einu sinni aukið frelsi í landbúnaðarmálum, - en er ekki flokkurinn andsnúin því? Formaðurinn kastaði fyrstur manna fram hugmyndinni um skólagjöld í háskólanum, - en er ekki flokkurinn á annarri skoðun? Formaðurinn hefur lýst því, að það eigi að auka þjón- ustugjöld, - en er ekki flokkurinn líka á móti því? Alþýðubandalagið er ótrúverðugur flokkur, sjúkur af inn- byrðis ágreiningi, sem er ófær um að móta stefnu í veigamikl- um þáttum þjóðmálanna. Það býr við forystu, sem ræður ekki við sitt hlutverk, en einbeitir sér þess í stað að upphlaupum og rassaköstum í fjölmiðlum. Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa. Umskiptingurinn Nýlegar deilur um forstjórastöðu Tryggingastofnunar ríkisins sýna vel gæfuleysi Alþýðubandalagsins. Flokkurinn hefur nú opinberlega lýst yfír því, að hann vilji helst að Pétur H. Blön- dal, sem Þjóðviljinn kallaði gróðapung og áleit ljandmann al- mannatryggingakerfísins, verði yfírmaður þessa kjama vel- ferðarkerfisins. Um þennan einkavin Alþýðubandalagsins, Pétur H. Blöndal, hefur formaður flokksins skrifað sérstaka lofgrein í Morgunblaðið um leið og hann notaði tækifærið til að ráðast að Karli Steinari Guðnasyni. Að vísu hefur Karl Steinar ekki menntun Blöndals, en hann hefur alla ævi verið hlífðarlaus í einlægri baráttu sinni fyrir hagsmunum fátæks fólks. Ævistarf hans liggur innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem hratt almannatryggingakerfínu úr vör, og á Alþingi hefur hann fyrst og síðast verið málsvari hennar. Hvers konar umskiptingur er nú sá flokkur orðinn, sem einu sinni taldi sig málsvara erfíðismanna á íslandi, en hefur á þessu sumri haft upp það baráttumál í fjölmiðlum, að maður, sem tilheyrir þeim hópi sem Alþýðubandalagið kallaði forð- um aldrei annað en gróðapunga verði yfirmaður íslenska al- mannatrygginga? RÖKSTÓLfiR RÍKISLÖGMAÐUR OG STARFANDI RÍKISLÖGMAÐUR Meginmarkmið allra góðra embættismanna er að sitja í góð- um embættum til lífstíðar við sem best lífskjör og minnst álag. Sum- ir hafa komið sér þannig fyrir að þeir þurfa helst ekki að mæta í vinnuna og alls ekki að lyfta hendi ef þeir álpast inn á vinnu- stað. Hinar vinnandi stéttir þjóð- félagsins sem strita myrkranna á milli sjá lítið til möppudýranna í kerfinu, enda er venjulegt fólk í vinnunni á daginn. Hinn stritandi almúgi þarf þó stundum að skrópa í vinnunni til að greiða op- inber gjöld og aðrar álögur sem möppudýrin senda þjóðinni svo þau fái laun frá fólkinu í landinu. Á slíkum stundum sjá þrælar hvunndagsins ríkisstarfsmennina að störfum í opinberum stofnun- um. Vinnudýrin sem skrópa til að borga opinberu gjöldin, standa í endalausum röðum, úttaugaðir og stressaðir og horfa orðlausir á möppudýrin sem hallast upp að borðum og milliveggjum, geisj>- andi og klórandi sér. Eða þá að kerfisflokkurinn stendur í hópum og ræðir efni úr dagblöðunum sem berast þeim í ríkisáskrift. Vinsælasti samkomustaður stoíh- anna er þó kaffistofan enda bera tómar gjaldkerastúkumar og auð skrifborðin í afgreiðslusalnum þess vitni. Hinn blóðmjólkaði almúgi sem stendur taugaveiklaður í langri halarófu sér einstaka möppudýr sem skýst á milli kaffistofunnar og salemisins auk þessarar einu manneskju í gjaldkerastúkunni sem afgreiðir menn með silagangi og fýlusvip. Æðri embættismenn láta að sjálfsögðu almúgann aldrei sjá sig. Þeir em vel varðir í hljóðein- angmðum herbergjum á efri hæð- um stofnanna og taka aðeins á móti öðmm háttsettum embættis- mönnum. Þeir forðast einnig vinnuna eins og heitan eldinn en gera það á yfirvegaðri hátt en möppudýrin í afgreiðslusalnum. Æðri möppudýr em á fundum, væntanlegir síðar í dag eða upp- teknir eins og stendur. Þeir hafa komið sér upp flóknu ritarakerfi sem ver þá gegn áreitni og ásókn. Þannig sjá ritaramir til þess að að- eins æðstu embættismenn fá að tala við æðstu embættismenn. Gagnkvæmar kurteisisheimsókn- ir em því vinsælar í æðstu lögum embættiskerfisins. Sífellt er verið að búa til nýjar stöðuræðstu embættismanna. Ár- ið 1985 vora sett lög um ríkislög- mann en hann á samkvæmt þess- um lögum að annast flutning einkamála að hálfu ríkisins sem það er aðili að. Ríkislögmaður á einnig að semja lögfræðilegar álitsgerðir að ósk einstaka ráð- herra og aðstoða við vandasama samningsgerð. Ríkislögmaður var ónáðaður um daginn af fjármálaráðherra og beðinn um álitsgerð vegna skinkumálsins. Ríkislögmaður skilaði álitsgerðinni en þegar starfandi viðskiptaráðherra óskaði að fá afrit, svaraði ríkis- lögmaður því til að ljármálaráð- herra hefði beðið um álitsgerðina og honum væri óheimilt að af- henda öðmm hana. Þá bað starf- andi viðskiptaráðherra um sams konar álitsgerð frá ríkislögmanni. Ríkislögmaður hugsaði málið í nokkra daga og ritaramir vörðu hann gegn utanaðkomandi áreitni. Svo kom svarið: Nei, því miður, ráðherra. Ríkislögmaður bar því fyrir sig að málið skinku- ágreiningurinn færi til dómstóla og því gæti hann ekkert verið að vasast í einhvetjum álitsgerðum. Starfandi viðskiptaráðherra sem hafði verið nógu einfaldur að halda, að æðstu embættismenn starfi samkvæmt lögum, varð auðvitað hissa. Lögin frá 1985 um embætti ríkislögmanns segja skýmm stöfum að ríkislögmaður eigi að skila áliti ef ráðherra óskar svo. En starfandi viðskiptaráð- herra hafði einfaldlega ekki skil- ið, að ríkislögmaður vill ekki láta ónáða sig með einhvetjum álits- gerðum nótt sem nýtan dag. Þess vegna sagði starfandi við- skiptaráðherra sem svo: Ef mað- urinn vill ekki vinna, á bara að leggja starf hans niður. Ríkislög- maður er í raun búinn að segja sjálfum sér upp. Þetta hefði að sjálfsögðu verið rétt ef um fijáls- an, eðlilegan atvinnumarkað hefði verið að ræða. Það sem starfandi viðskiptaráð- herra skilur ekki, er að embættis- menn em ekki eins og venjulegt vinnandi fólk. Þeir vilja ekki láta tmfla sig á stofnunum. Það er auðvitað ritara ríkislögmanns of- viða að halda ríkislögmanni frá viðskiptaráðherra. Þess vegna komst ráðherra að með erindið. Vanur ríkislögmaður skilar hins vegar ekki álitsgerðum á færi- bandi. Og vanur embættismaður hlær sig auðvitað máttlausan vegna fullyrðinga ráðherra um að það eigi að leggja niður embættið hans bara af því að hann vill ekki vinna. Stofiianaveldi Islands hristist allt og skelfur þessa dagana í hlát- ursrokum möppudýranna yfir slíkum endalausum bjálfaskap starfandi viðskiptaráðherra. Það sem starfandi viðskiptaráð- herra hefur ekki skilið, er að það er ekkert til sem heitir starfandi embættismaður. Vmsamlega hringið dyrabjöllunni Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason finnáll 17. september 1787 Washington samþykkir nýju stjórnarskrána George Washington, leiðtoga Ffladdfíuþingsins, var í dag kynnt ný stjórnarskrá Bandaríkjanna. 39 sendinefndir sem komu fram fyrir hönd 12 af hinum 13 ríkjum (Khode Isiand var ekki með) skrifuðu undir plaggið eftir margra mánaða umræður. Hclstu vandkvæðin við að koma stjórnarskránni saman voru hvernig ætti að samræma sterka ríkisstjórn við lýðræðisleg grundvallar- atriði og sjálfstæði lylkjanna. Útkoman er blönduð ríkisstjórn: fulltrúar í ncðri deild þingsins munu verða kosnir af almenningi og fylkin munu hafa jafn marga fulltrúa í efri deildinni. Hvert fylki ákveður hvernig það hyggst velja fulltrúa sína. í stjórnar- skrána vantar enn kalla um grundvallarréttindi borgaranna og hefúr það vakið miklar deilur. Sambandsríkissinnar segja slíkan kafla nauðsynlegan en andstæðingar sambandsríkisins segja hann óþarfan með öllu. filþýðuWaðið 17. sept. 1983 Bytjað á öfugum enda LEIÐARINN (Þ.H.) „Þær ráðagerðir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að bjóða út ýmsa verkþætti á ríkisspítulunum eru talandi dæmi um það, hvernig hin nýja íhaidsstjórn hyggst leysa fjárhagsvanda ríkisstjórnarinnar. Um árabii hafa ýmis fyrirtæki í opinberrí þjónustu unnið að svokallaðri „hagræðingu“ meðal starfsfólks síns. Það sem ein- kennir „hagræðingu“ og sparnað meðai opinberra fyrirtækja fram að þessu, er að jafnan er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er ekki byrjað á því að fækka yfirmönnum stofnana, hvers konar sérfræðingaliði með ómælda yfirvinnu, scm komið hefur sér fyrir í fostum störfum innan stofnana á vegum hins op- inbera. Jafnan þegar beita þarf aðhaldi og spamaði er byrjað á því að segja láglaunafóiki upp, því fólki sem býr við minnsta at- vinnuöryggið og iökust kjiirin." UTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhannes Guðrnundsson - STJÓRNMÁLARITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: Guðmundur Ámi Stefánsson - BLAÐAMENN: Friðrik Guðmundsson og Þráinn Hallgrímsson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Helma Jóhannesdóttir - SETNING OG UMBROT: Alprent hf. - PRENTUN: Blaðaprent

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.