Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKATTSVIK, MINNING & LISTIR
Föstudagur 17. september 1993
Skattsvikanefnd skilar viðamikilli skýrslu
ILLUR GRUNUR STAÐFESTUR,-
EN HVERNIG Á AÐ LEYSA VANDANN?
ÍSLENDINGAR hafa 11 mfllj-
arða króna af ríkissjóði á ári með
þeirri háttsemi sinni að svíkja
undan skatti með ýmsu móti.
Þetta er niðurstaða nefndar, sem
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, skipaði í nóvember síðast-
liðnum, og hefur nú skilað áliti
sínu. Ljóst er af viðamikilli bók
nefndarinnar, sem kom út í gær,
að hún hefur unnið kappsamlega
að rannsókn íslenskra skattsvika,
sem virðast fara vaxandi. Það er
vissulega áhyggjuefni og benda
má á að einmitt þetta stolna fé er
um það bil sú upphæð sem ríkis-
sjóð vanhagar um á tímurn mik-
ils niðurskurðar. Skýrslan stað-
festir illan grun, en leiðir að rót-
um vandans eru vandfundnar
sem fyrr.
Svikin á við öll
framlög til skóla
Ellefu milljarðar sem menn stela
undan eru stór tala, 9% af skatttekj-
um ríkis og sveitarfélaga og 4,5%
af landsframleiðslu. Til að gefa ein-
hveija mynd má nefna að tekjur
ATVR til ríkisins vom 9 milljarðar
í fyrra. Útgjöld ríkisins til grunn- og
framhaldsskóla vom líka 9 millj-
arðar. í þeim mikilvæga málaflokki
er skorið og skorið glórulítið að þvf
sumum finnst vegna peningaskorts
ríkisins. Skattsvikin em líka hærri
tala en sú sem ríkið ver til að vemda
landbúnaðinn, en það var 10,5
milljarðar í fyrra.
Skattsvikanefndin segir að hér sé
um að ræða lauslegt mat á hugsan-
legu umfangi skattsvika, reiknað
með tveim ólíkum aðferðum, sem
þó gefa svipaðar niðurstöður. Bent
er á að margir óvissuþættir séu í
báðum reikniaðferðunum og beri
því að líta á niðurstöður þessar sem
áætluð umsvif skattsvika fremur en
nákvæma tölu.
Skattsvik með
brosi á vör
Landsmenn virðast ekki hafa
stórkostlegan „móral“ þegar þeir
ganga á vit skattsvikanna. Þeir
fremja lögbrotin að því er virðist
með bros á vör. Þetta kemur fram í
skoðanakönnun sem gerð var í des-
ember í fyrra. Nærri 77% aðspurðra
höfðu síðustu 12 mánuðina átt við-
skipti sem þeir töldu að ekki mundu
hafa skilað sér til skatts. Um 64%
þekktu einhvem sem á þessu tíma-
bili hafði verið boðið upp á vöm
eða þjónustu sem átti ekki að gefa
upp til skatts. Fram kemur í könn-
uninni að í 70% tilvika var þjónusta
eða vara greidd á lægra verði en
verið hefði í eðlilegum viðskiptum.
Hátt VSK-hlutfalI freistar því
margra til óhæfuverka, sem skatt-
svik hljóta að teljast.
Og það sem vekur kannski mest
viðbrögð er spumingin: Efþú ættir
kost á tekjum, sem þú þyrftir ekki að
gefa upp til skatts, mytulir þú þá
þiggja þœr? Alls sögðu 71,2% að-
spurðra í könnuninni já við þeirn
spumingu. Stór meirihluti er til í að
taka þátt í þjóðaríþróttinni, sem
sumir hafa kallað svo, skattsvikum.
Hinsvegar virðast menn hafa
verið varkárari, þegar þeir vom
spurðir um hvort þeir hafi vantalið
tfam til skatts á síðastliðnu ári.
11,1% viðurkenndu að svo væri,
hinir ekki. Ætli þeir hafi allir sagt
satt? Nærri 57% sögðu hinsvegar
að það væri skiljanlegt að fólk
reyndi að vinna fyrir tekjum sem
skjóta mætti undan skatti. 68%
vom þó sammála um að þungum
viðurlögum ættu að beita gagnvart
þeim er uppvísir verða um að skjóta
tekjum undan skatti og 20,8% vom
„frekar sammála".
Mikil þátttaka
í „þjóðaríþróttinni“
Engu er líkara en að siðferðis-
kennd þjóðarinnar fari hnignandi
miðað við fyrri könnun af svipuð-
um toga fyrir nokkmm ámm síðan.
„Svo virðist sem talsvert stærri
hluti þjóðarinnar taki nú þátt í skatt-
svikum en fyrir sjö ámm. Þannig
íjölgar þeim um rúm 40% sem telja
sig hafa keypt vöm og þjónustu
sem ekki hefur verið gefin upp til
skatts og þeim sem svíkja undan
tekjuskatti fjölgar um rúm 50%.
Sömuleiðis fjölgar þeim sem telja
að skattyfirvöldum takist ekki að
uppgötva skattaundandráttinn.
Mun færri vilja hafa þung viðurlög
við því að skjóta tekjum undan
skatti. Það er einnig athyglisvert að
þeim sem telja að lækka þurfi skatta
fjölgar um 110% frá 1985. Hins-
vegar virðast upphæðir þeirra við-
skipta sem ekki em gefin upp til
skatts vera heldur lægri nú en fyrir
sjö árum“, segir nefndin þegar hún
ályktar um svörin.
Gallaður VASKUR?
Fram kemur í skýrslu skattsvika-
nefndarinnar að innheimta virðis-
aukaskatts, sem innheimtur er hjá
um 25 þúsund aðilum í landinu,
helmingi fleimm en greiddu sölu-
skatt, útheimtir mun Ijölmennara
starfslið við eftirlit, ef vel á að vera.
Ekki síst þarf að fylgjast með svo-
kölluðum neikvæðum virðisauka-
FLOKKSSTiÓRNARFUNDUR
Athugið breyttan jundartíma !
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðannanmflokkur íslands
boðar til Flokksstjómarfundar laugardagimt 25. september
klukkan 14.00 til 17.00 íÁtthagasal Hótel Sögu íReykjavík.
DAGSKRÁ:
1, Stjórnmálaviðhorfið.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra
ogformaður Alþýðuflokksins.
2. Ávarp.
Dr. Helmut Schmidt fyrrverandi
kanslari Vestur-Þýskalands
og leiðtogi þýskra jafnaðarmanna.
3. Önnur mál.
Athugið: Fundurinn er opinn öllumflokksmönnum, en eftil atkvœðagreiðslu
kemur hafa einungis kjömir fulltrúar íflokksstjóm atkvœðisrétt.
Formaður.
Fundarmönnum skal bentáað klukkan 12.00 hefst hádegisverðarfundur
með Dr. Helmut Schmidt fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands
á Hótel Sögu.
Fundurinn er á vegum Samtaka um vestrœna samvinnu og Varðbergs,
ísamvinnu við Germaníu, ogmun
Dr. Schmidt flytja erindi um efnahags- og stjórnmálaástandið í Evrópu.
Aðgangseyrir með hádegisverði er krónur 2000.
Sveitarstjórnarfulltrúar Alþýðuflokksins eru minntir á að klukkan 10.00 sama dag
hefst fundur um sveitarstjórnarmál, í Skála Hótel Sögu.
FRIÐRIK SOPHUSSON, fjármálaráðherra, á fundi í gærdag, þegar hann
kynnti skýrslu skattsvikanefndarinnar. Góð skýrsta sem hnykkir á um stórt
þjóðfélagsmein.
skattsskýrslum og endurgreiðslum
úr ríkissjóði, og með flóknari efnis-
þáttum eins og VASK af eigin not-
um í byggingarstarfsemi. Nótulaus
viðskipti í VSK-kerfinu em algeng-
ust hjá aðilum sem em endanlegir
seljendur. Athyglisvert er í þessu
sambandi að þegar VSK-kerfið var
tekið upp var talið að kerfið gengi
sem sjálfsmurð vél, einn hlekkurinn
í viðskiptakeðjunni tryggði að sá
næsti gerði skil og svo framvegis.
Þetta kerfi þyrfti ekki fleiri starfs-
menn en fyrir vom. Annað hefur
komið á daginn.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Gamlar lummur
sem hita má upp
Fremur er sá kafli tómlegur, sem
fjallar um leiðir til að draga úr skatt-
svikum. Þar er að finna gamlar
lummur eins og hert eftirlit, auknar
skattrannsóknir, breytt skipulag og
starfshætti skattyfirvalda, einfölduð
skattlfamtöl og fleira. En gamlar
lummur má hita upp svo úr verði
matur.
Athygli vekur klásúla í kaflanum
um hugarfarsbreytingu, sem því
miður virðist eiga langt í land. Þar
stendur: „Með því að virkja al-
menna borgara til þátttöku gegn
skattsvikum er unnt að torvelda
mönnum að stunda þau, m.a. vegna
hættunnar á því að upplýsingum
um hina ólöglegu starfsemi yrði
komið á framfæri við skattayfir-
völd. Hugsanlegt væri að umbuna
almenningi með afslætti af skött-
um, t.d. með því að endurgreiða að
hluta virðisaukaskatt til þess að
koma á hugarfarsbreytingu meðal
álmennings". Hætt er við að slíkt
skapaði óróa af stærra taginu í þjóð-
félaginu og af yrði ný Sturlungaöld.
Þá er rætt um opinbera birtingu
refsidóma. Nefndin telur að með
birtingu slíkra dóma mætti ná veru-
legum varnaðaráhrifum. Lagt er til
að embætti skattrannsóknarstjóra
ríkisins hafi það hlutverk með
höndum að kynna fjölmiðlum og
almenningi niðurstöður dóma í
skattsvikamálum, á fréttamanna-
fundum eða með tilkynningum.
Einnig þetta sýnist orka nokkurs
tvímælis.
Hinsvegar hljóta allir að taka
undir að hugarfarsbreytingar er
þörf, enda eru skattsvikin „þjóðfé-
lagsleg meinsemd“, eins og nefndin
segir. „Skattsvikin særa réttlætis-
kennd fólks og þegar stór hópur
manna kemst undan því, með býsna
opinskáum hætti, að fara að lögum,
veikir það trú á því að við lýði sé
réttamid hér á landi. Skattsvikin
skekkja aðstæður til samkeppni í at-
vinnulífinu og hefta í mörgum til-
fellum eðlilega og æskilega fram-
þróun fyrirtækja og jafnvel heilla
atvinnugreina", segir nefndin rétti-
lega.
En eftir stendur að Friðrik Sop-
husson og hans vösku menn í fjár-
málaráðuneyti standa uppi með
skýrslu sem staðfestir illan grun, -
en leysir engin vandamál að best
verður séð. Þetta sama hafa fjár-
málaráðherrar undan honum upp-
lifað, en ekki tekist að uppræta
vandann þrátt íyrir skeleggar atlög-
ur að meininu.
Minning
/
Ottar Proppé
Ég var staddur við opnun
hafnfirskrar listsýningar í Cux-
haven síðastliðinn sunnudag,
þegar mér barst ffegnin um and-
lát vinar míns og samstarfs-
manns, Óttar Proppé. Þetta var
harmafregn. Horfinn var af sjón-
arsviðinu góður drengur og Ifá-
bær starfsmaður Hafnarfjarðar-
bæjar. Flestir forráðamenn Cux-
haven könnuðust við Óttar
Proppé vegna starfa hans fyrir
Hafnarfjarðarhöfn, en sem slíkur
hafði hann heimsótt Cuxhaven
nokkrum sinnum og áunnið sér
virðingu og vinskap þar eins og
reyndar alls staðar. Kynni okkar
Óttars hófust í Flensborgarskóla,
fyrst sem nemendur og síðar
kenndum við þar saman.
En veruleg kynni okkar hófust
fyrst þegar hann hóf störf hjá
Hafnarfjarðarbæ sem forstöðu-
maður viðskiptasviðs Hafnar-
tjarðarhafnar. Hann sinnti því
starfi af einstakri natni og sam-
viskusemi. Með störfúm sínum
gjörbreytti hann allri tjármála-
starfsemi Hafnartjarðarhafnar til
hins betra og ávann sér traust
allra starfsmanna bæjarfélagsins.
Það er mikil eftirsjá að Óltari
Proppé sem starfsmanns Hafnar-
ljarðarbæjar og um leið og við
Hafnfirðingar kveðjum frábæran
starfsmann og góðan dreng
sendum við (jölskyldu hans okk-
ar einlægustu samúðarkveðjur.
Ingvar Viktorsson.
Óvenjuleg listsýning í
Ráðhúsinu
TÍU SEM
BYRJUÐU
SEINT í
LISTINNI
67 kynslóðin heitir myndlistar-
sýning sem opnuð verður í Ráð-
húsi Reykjavíkur á sunnudaginn
klukkan 14. Þar sýna myndlistar-
menn, 67 ára og eldri, aliir
óskólagengnir, og fæstir hafa þeir
hafið listsköpun fyrr en á fullorð-
insárum, að lokinni langri starfs-
ævi.
A sýningunni verða málverk og
trémyndir. „Frásögnin, sagan og
ævintýrið í umhverfi þeirra gengur
eins og rauður þráður í gegnum
verkin og ber vitni tveimur eigin-
leikum sem stundum glatast í
tækniheimi atvinnumennskunnar;
fjölskrúðugu hugmyndaflugi og
ferksri sýn á heiminn", sagði Anna
Björg Sigurbjömsdóttir hjá Öldrun-
arráði íslands í gær, en þau samtök
standa fyrir þessari óvenjulegu list-
sýningu. Aðgangur er ókeypis að
sýningunni, sem stendur til 26.
september.