Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SERUMFJOLLUN Föstudagur 17. september 1993 SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN 1993 Kassagerð Reykjavíkur byggir á 60 ára reynslu Sívaxandi framleiðsla á neytendapakkningum - segir Þórður Björnsson en Kassagerðin hefur nú hafið sölu á pappaumbúðum fyrir saltfisk Kristín Ingvadóttir og Katrín Fjeldsted Jónsdóttir sjá um að landa kúnnum fyrir Löndun hf á sjávarútvegssýningunni. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Fjölbreytt þjónusta við skip og skipverja Löndun gerir meira en að landa „Fyrirtækið Löndun hf. hefur verið starfandi frá árinu 1987 og hefur séð um löndun á ferskum og frosnum físki í Reykjavík. En fyrirtækið gerir meira en það því auk löndunar annast það margháttaða þjónustu við skipin,“ sagði Katrín Fjeldsted Jónsdóttir hjá Löndun hf. Þegar flskiskip koma með afla að landi sjá starfsmenn Löndunar um að koma afl- anum frá borði. Auk þess sjá þeir um að panta kost ef með þarf, viðgerðir og vara- hluti auk alls annars sem þarf með þann stutta tíma sem skipin hafa viðdvöl í höfn. Katrín sagði fyrirtækið hafa ærin verkefni á sinni könnu og þjónusta þess væri vel þegin. Sívaxandi framleiðsla hjá Sœplasti á Dalvík „Framleiðsla Kassagerðarinnar stend- ur á gömlum merg enda hóf fyrirtækið starfssemi árið 1932. Það hefur jafnan verið lagt kapp á að standast kröfur tím- ans hverju sinni og aðaláherslan verið lögð á fískumbúðir. Þar hafa miklar breytingar og framfarir orðið í tímans rás og nú framleiðum við mikið af um- búðum fyrir neytendapakkningar sem unnið er í um borð í frystitogurunum. Þá höfum við nýlega byrjað sölu á saltfísk- kössum úr pappa,“ sagði Þórður Björns- son hjá Kassagerðinni. Það færist sífellt meira í vöxt að innlend fiskvinnslufyrirtæki bæði á sjó og landi framleiði fisk beint í neytendapakkningar. Þar kemur Kassagerðin til skjalanna og ieggur til litprentaðar vandaðar umbúðir. Meðal frystihúsa sem framleiða í neytenda- pakkningar er frystihúsið á Dalvík. Þórður sagði að Kassagerðin framleiddi einnig talsvert fyrir erlendan markað. Með- al annars eru umbúðir frá fyrirtækinu flutt- ar út til Shetlandseyja, Færeyja og Frakk- lands. Fullkomin grafísk hönnunardeild er Þórður Bjömsson með sýnishorn af framleiðslu Kassagerðarinnar í baksýn. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason starfrækt hjá Kassagerðinni búin fullkomn- irtækið er bytjað á silkiprentun við góðar um tölvuhugbúnaði. Þá má geta þess að fyr- undirtektir viðskiptavina. Selja fiskker um allan heim „Það lætur nærri að helmingur framleiðsJunnar fari á erlendan markað. Mest seljum við til Evrópu- landa en einnig má nefna lönd eins og Astralíu og Chile. Viðtökur kaup- enda hafa verið ákaflega góðar og við erum enn að endurbæta kerin,“ sagði Þórir Matthíasson frá Sæplasti á Dalvík. Fiskkerin frá Sæplasti þykja orðið ómiss- andi í fiskiðnaði. Það er sama hvort um er að ræða fiskiskip af minnstu gerð, stærstu ferskfisktogara, saltfiskverkun, fiskmark- aði, rækjuvinnslu eða sfldarvinnslu. Fisk- kerin frá Sæplasti henta alls staðar. Kerin hafa verið löguð að þörfum markaðarins í náinni samvinnu við notendur. Þau eru öll tvíeinangruð og með flestum þeirra er hægt að fá tvöföld einangruð lok. Þau eru fram- leidd úr efnum sem eru viðurkennd til notk- unar í matvælaiðnaði. Þórir sagði að starfsmenn Sæplasts væm nú 22 og tók fram að fyrirtækið væri reyk- laus vinnustaður. Vilhjálmur Ólafsson og Þórir Matthíasson kynna framlciðslu Sæplasts. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason SAMABYRGÐ ISLANDS Á FISKISKIPUM LÁGMÚLA 9,128 Reykjavík. Pósthólf 8320 Sími 681400, Fax 814645 Starfssvið Samábyrgðar: • Afla- og veiðarfæratryggingar • Slysatryggingar sjómanna • Skipatryggingar • Ábyrgðartryggingar útgerðarmanna • Farangurstryggingar skipshafna • Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsyniegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta. Reykjavík Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Skipatrygging Austfjarða. Höfn. Hornafirði Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátatrygging Eyjafjarðar. Akureyri Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík Fyrirtœkin Tœknival og Hugur framleiða samhœfðan hugbúnað Viltu kaupa Hafdísi, Agnesi eða Torfa? svo er líka hœgt að biðja um Berg, Prófast eða Mugg þegar hugbúnaðarkerfi Tœknivals og Hugar er annars vegar „Tæknival er eina fyrirtækið á landinu sem getur boðið alla hluti í heildarkerfi fyrir sjávarútvegsfyrir- tæki, allt frá vélbúnaði til hugbúnað- ar. Tæknival hf. og Hugur hf. hafa starfað saman síðast liðið ár við sam- hæfíngu hugbúnaðar fyrir sjávarút- veg og nú sýnum við hér árangur- inn,“ sagði Birgir Þormóðsson hjá Tæknival. Markverðustu nýjungamar sem Tæknival kynnir á sýningunni eru ný kynslóð hugbúnaðar, Hafdís, undir Windows fyrir sjávarútvegsfyrirtæki ásamt tengingum við Concorde bók- haldshugbúnað ffá Hug hf. Einnig skjámyndakerfí sem inniheldur stjóm- kerfi, aðvörunar- og gæslukerfi auk skráningakerfa lyrir fiskvinnslufyrir- tæki og sjávarútveg. Alagsstýringar til að stjóma orkunotkun fyrirtækja sem og sjálfvirkur búnaður til uppbygging- ar, endumýjunar, viðhalds og breyt- inga á al- og hálfsjálfvirkum fram- leiðslu-, pökkunar-, gæslu- og aðvör- unarkerfum. 0MÍT.ACH* Birgir Þormóðsson hjá Tæknival lætur ekki tæknina vcfjast fyrir scr. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.