Alþýðublaðið - 17.09.1993, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.09.1993, Síða 7
Föstudagur 17. september 1993 SÉRUMFJÖLLUN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN 1993 Hampiðjan með byltingarkennt tóg Sterkt sem stál - létt sem fis Félagarnir Bernharður Guðnason og herra Flotgalli tilbúnir í slaginn. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Fjölbreytt framleiðslafrá MAX Nýtt efni og nýtt snið á flotvinnugöllum - segir Bernharður Guðnason hjá MAX sem býður mikið úrval af hlífðarfatnaði „Meðal þess sem við erum að kynna hér á sýningunni er nýr og endurbættur flotvinnugalli. Þessi galli, sem er viðurkenndur af Sigl- ingamálastofnun, er úr nýju efni sem er fimm til sex sinnum sterkari en í eldri göllum og auk þess er það mun þjálla en áður og með nýju sniði,“ sagði Bernharður Guðnason sem við hittum í sýning- arbás MAX. Það er ýmislegt fleira sem MAX er að kynna í Höllinni. Allir muna eftir kuldagöll- unum sem urðu tískufatnaður í fyrravetur öllum að óvörum. Þessir gallar eru nú komnir í nýrri útgáfu, loðfóðraðir og í alla staði eigulegar hlífðarflíkur í komandi vetr- arveðmm. Auk þess má nefna margar gerð- ir af kuldaúlpum, vélsleðasamfestinga, vatt- fóðraða vinnujakka, rafsuðusamfestinga, vinnusloppa og regnfamað. - Þetta tóg er svo létt að það flýtur en hefur álíka slitstyrk og stálvír af sama sverleika, segir Gunnar Svavarsson forstjóri Hampiðjunnar Hausarar sem auka nýtinguna um 2 - 3% Hampiðjan kynnir meðal annars svokallað DYNEX tóg sem Gunnar Svavars- son forstjóri fullyrti að væri sterkasta tóg í heimi og væri afurð nýrrar tækni í plastefnum. Það er framleitt sem 12 þátta fléttað tóg úr óblönduðum DYNEMAA þráðum og húðað með polyurethane og er svo létt að það flýtur. Tógið hefur álíka slitstyrk og stálvír af sama sverleika en vegur aðeins um 1/6 af þyngd stálvírsins og er ólíkt liprara í meðhöndlun. Gunnar sagði að þetta tóg væri meðal annars notað í nýja risatrollið frá Hampiðj- unni, í stærstu möskvana og höfuðlínur. Þetta væri hins vegar mun dýrt efni og lítið notað í heiminum. Um árabil hefur Hampiðjan framleitt hina hefðbundnu BLAU fískilínu sem sjó- menn þekkja mætavel. Einnig hefur fyrir- Gunnar og hans menn í Hampiðjunni bjóða ekki bara risatroll af Gloríugerð heldur einnig sterk- asta tóg í heimi. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason tækið framleitt aðra línu sem er kölluð GRÆNA línan og hefur reynst mjög vel við vissar aðstæður. Að loknu umfangsmiklu hönnunar- og þróunarstarfi hefur Hampiðj- an nú hafið sölu á nýrri línu, GRAU lín- unni. Hún er höfð þríþætt til að ná hámarks styrkleika. Sú gráa er um það bil 25% sterkari en eldri gerðir af sama sverleika, en léttari og því hlutfallslega ódýrari. Aukinn styrkur línunnar er sérlega mikilvægur fyrir línu með sigumöglum þar sem festingar naglans geta rýrt styrk línunnar. Línan er gerð úr núningsþolnum þráðum sem koma í veg fyrir að yfirborð línunnar ýfist og safni í sig grút. Slær á kvótaskerðinguna Jón Pálmason hefur framleitt véi sem lætur lítið yfir sér en getur aukið verðmæti fiskafl- ans stórlega. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason - segirjón Pálmason um nýja hausaravél sem lagar sig að fiskinum og nœr hámarksnýtingu Mitt í allri umræðunni um aflaskerðingu fer lítið fyrir fréttum af bættri nýtingu þess hráefnis sem berst á land. Fiskvinnslan á Raufar- höfn hefur um fjögurra mán- aða skeið notað nýja haus- aravél frá Jóni Pálmasyni á Akureyri sem hefur aukið nýtingu aflans um að minnsta kosti 3%. Þetta þýðir gífurlegar upphæðir í beinhörðum peningum. Jón kynnir vél sína á sjávarútvegssýning- unni. Hann er hógvær maður sem fer var- lega í fullyrðingar en efast ekki um gagn- semi vélarinnar. Hann sagði að aðaltilgang- urinn með þessari smíði væri að bæta nýt- ingu hráefnisins og það hefði tekist sam- kvæmt tilrauninni á Raufarhöfn. Bætt nýt- ing um 3% fæli í sér gríðarlega fjármuni þegar litið væri á fiskiðnaðinn í heild. Segja mætti með sanni að þetta slægi á kvóta- skerðinguna. Hausaravélin nefnist HGK - 1919 og afkastar 27 - 32 flskum á mínútu. Við þorsk vinnur hún hausun, kinnun, gell- un og klumbu sér, ufsi hausun, kinnun, klumba sér, karfl hausun og slæging og keila og steinbítur hausun og kinnun. UTHLUTUN ÚR KVIKMYNDASJÓÐIÍSLANDS1994 Kvikmyndasjóður ísiands auglýsir eftir umsóknum um framlög til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 16. nóvember 1993, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ef sótt er um framleiðslustyrk skal fullunnið handrit fylgja umsókn ásamt kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ekki er tekið við umsóknum, sem afhentar eða póstlagðar eru eftir að umsóknarfrestur rennur út. Öli umsóknargögn skulu berast í fjórum eintökum. Sjóðurinn heldur eftir einu eintaki af umsóknargögnum. Umsækjendur eru beðnir að sækja aukaeintök á skrifstofu sjóðsins frá 15. janúar -15. febrúar 1994. Hafí umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, og verki ekki lokið, skal fullnægjandi greinargerð að mati úthlutunarnefndar, um það verk fylgja og uppgjör áritað af löggiltum endurskoðanda. Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að óska eftir endurskoðuðum ársreikningi vegna viðkomandi verks, ef þörf þykir. Umsóknareyðublöð verða afgreidd á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24,101 Reykjavík frá og með 21. september. Athygli umsækjenda er vakin á því að ný umsóknareyðublöð hafa verið tekin í notkun. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.