Alþýðublaðið - 15.12.1993, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Qupperneq 1
BORGARFULLTRÚI I BARNSBURÐARLEYFI — Olína Þorvarðardóttir vill að borgarstjórn taki af skarið og veiti borgarfulltrúum sama rétt og öðrum launþegum til að njóta orlofsveikinda- og lífeyrisréttar Borgarstjórn horfir fram á lausn á alveg nýju vandaniáli, - barnsburðarleyfi fyrir borgarfull- trúa. Fordæmi eru fyrir því að borgarfulltrúi forfallist af þessum sökum. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir fór í fæðingarorlof árin 1982 og aftur 1986. Veikindafor- föll hafa verið grcidd. En greiðslur sem þessar eru háðar velviljuðum embættismönnum hverju sinni. Ólína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, sem á von á sér í janúar og mun þá eignast sitt finimta barn, ætlar á næsta borg- arstjórnarfundi að leggja fram til- lögu til úrbóta í þessu mannrétt- indamáli. Ólína sagði í gær að hún hefði sjálf fundið lausn á sínu máli og væri sátt við það. Hún fer f 6 ntánaða fæð- ingarorlof um mánaðamótin. Hins- vegar sagðist hún telja að borgar- stjóm þyrfti í eitt skipti fyrir öll að setja sér reglur og fá skýrar línur um þessi mál. Aldrei hefði reynt á vilja borgarstjóm- ar í málum sem snúa að fæðingarorloft, veikinda- fríum eða lífeyrisréttind- um borgarfulltrúa. Mál þetta mun verða rætt í borgarstjóm á fimmtudaginn, á síðasta reglulega borgarstjómar- fundi Ólínu Þorvarðar- dóttur. Þá ber Ólína fram tillögu þess efnis að borg- ------------------------ ÓLÍNA ÞORVARÐAR- DÓTTIR - ber fram tillögu í borgarstjórn um að borg- arfulltrúar fái að njóta rétt- inda sem nánast allir aðrir launþcgar njóta í dag, fæð- ingarorlofs, veikindafría og lífeyrisréttinda. Með licnni á myndinni eru þrjú af fjór- um börnum hennar, Mag- dalcna, Pétur og Saga. Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. arstjóm samþykki að láta fara fram endurskoðun á þriðja kafla sam- þykktar um stjóm Reykjavíkurborg- ar og fundarsköp borgarstjómar, þar sem kveðið er á um réttindi og skyld- ur borgarfulltrúa. Vill Ólt'na að við þá endurskoðun verði sett inn ákvæði sem tryggja borgarfulltrúum orlofs-, veikinda- og lífeyrisréttindi, sambærileg þeim sem aðrir launþeg- ar njóta á vinnumarkaði. í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að engin sérstök ákvæði er að finna f sveitarstjómarlögum eða samþykktum Reykjavíkurborgar um áðurtalin réttindi borgarfulltrúa. í 20. grein samþykktar um stjóm borgar- innar segirað hverjunt borgarfulitrúa sé „skylt að sækja fundi borgar- stjómar, nema lögnuet forföll hamli“. I 23. grein segir að „ef borg- arfulltrúi forfallast tekur varafulltrúi sæti hans eftir ákvæðum 35. greinar sveitarstjómarlaga“. Hvorugt ákvæðið tekur af tvímæli um rétt kjörinna fulltrúa eða vara- manna þeirra til launagreiðslna í „forföllum" né heldur er þar að fmna skilgreiningu á „lögmæti" þeirra. Þar af leiðir að réttur sveitarstjóm- armanna er túlkunaratriði samkvæmt lögum og samþykktum. Hefur þetta í reynd verið háð pólitískum og per- sónulegum vilja ráðamanna sveitar- félags hverju sinni. Hið sama gildir í raun unt fæðingarorlof kvenna sem sitja á Alþingi. Vert er þ<) að vekja athygli á að nú liggur fyrir þinginu fmmvarp til breyttra laga um þing- fararkaup þar sem tekið er á þessu máli sérstaklega. „Það er mikilsvert fyrir borgar- fulltrúa að vita að hveiju þeir ganga þegar þeir taka að sér störf í þágu sveitarfélagsins. Sanngimissjónar- mið kreljast þess að í því efni gildi eitt fyrir alla - og að það sé ekki pól- itísk eða embættisleg ákvörðun hverju sinni hvemig með mál ein- stakra fulltrúa er farið í veikindum eða öðmm forföllum þeirra", segir í greinargerð með tillögu Ólínu LÍF OG FJÖR Á AKRANESI! Alþýðublaðinu ídagfylgir SKAG/AW - 8 síðua blað Alþýðuflokksfélags Akraness. Alþýðublaðinu erafþví tilefni dreift um Vesturland. m . c ■■ Emiléruð búsáhöld takmarkað magn ::curver leikfangakassar. Mikið úrval. BÚÐIRNAR Ármúla 42 • Sími 38775 Hafnarstræti 21 • Sími 13336

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.